Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. nóv. 1964 t áT Prófessor Westergraard-Nielsen sýnir fundarntönnuni bæíiur þær sem hann kveður Dani hafa gefið út um handritanann- sóknir sínar síðan 1941. DANSKA stúdentafétagið kallaði saman fund um hand- ritamálið þriðjuda.ginn 27. október, svo sem isagt var frá í fréttum, og kallaði fundinn „Handalögn'.il um handritin“. Var boðið til þessa fundar mörgum ræðumönnum, bæði úr hópi þeirna, sem fylgjandi eru afhendingu handritanna og þeirra sem kappkosta að kyrrsetja þau í Danmörku enn um ai'dur. Var fundur þessi mjög fjölsóttur og við- burðaríkur og leit jafnvel út fyrir um sinn, að heiti það sem honum hafði verið valið af gamansemi, yrði orð að sönnu og fundarmenn færu í hár saman. Andstæðingar af- hendingarinnar voru í mikl- um meirihluta á fundinum og áttu fyrirsvarsmenn handrita afhendingarinnar í vök að verjast fyrir ágangi þeirra, sem á stundum var slíkur að varla fékkst hljóð í salnum, og alltaf var verið að grípa fram í fyrir ræðumönnum. Mest mæddi á Jörgen Jörgen- sen, fyrrverandi kennslumála ráðherra og Wilhelm Dupont, ta'smanni sósíaldemókrata. Fundarstjóri var Erik Seiden faden, ritstjóri, og af hálfu andstæðinga afhendingarinn- ar fluttu framsöguræður þeir Chr. Westergiaard Nielsen, og próf. Johs. Bröndum-Nielsen. Próf. 0ivind Fjeld Halvorser, deildarforseti heimspekideild ar Oslóarháskóla var einnig gestur fundarins og talaði milli þeirra andstæðinganna Jörgens Jörgensenis og Brönd um-Nielsens. Fjöldi fólks fy'gdist einnig iroð fundinum í sjónvarpi og lauk útsend- ingu ekki fyrr en rúmri stundu eftir miðnætti (1.15 að staðartíma). Fundur Stúd- entsfébgsins í Höfn um handritamáiið Daginn eftir, 28. október og næstu daga, var málið mikið rætt í dönsku blöðunum og er það sem hér fer á eftir byggt á frásögnum þeirra af fundinum og ítarlegu frétta- skeyti fréttaritara Mbl. í Kaupmannahöfn, Rytgárd. Framsöguræður Fyrstur ræðumanna var Próf. Johs. Bröndum-Nielsen í ræðustóli á fundinum. Wilhelm Dupont, sem talaði máli flokks síns, sósíaldemó- krata. Studdi hann afhend- ingu handritanna þeim rökum að ef aðstaða á íslandi á 17. öld, þegar Árni Magnússon arf leiddi Kaupm.hafnarháskóla að handritunum hefði verið eins og hún er nú í dag, léki ekki á því nokkur efi að . . . lengra komst hann ekki, fyrir hrópum og hávaða í salnum. Þegar hljóð fékkst, sagði Du- pont, að svo væri að sjá sem tilfinningamar hlypu með háttvirta vísindamenn í gön- ur og gæti þetta vart talizt máiefnaleg afstaða. Sagði Du- pont, að handritin væru eini eiginlegi menningararfurinn, sem íslendingar ættu úr sögu sinni og lagði mikla áherzlu- á að handritin væru afhent sem gjöf frá Dönum. Þess- vegna væri það mjög ó- skemmtilegt, sagði Dupont, að aftur væri deilt um málið, og það svo harkalega sem raun bæri vitni og jafnvel hætta á að það kæmi fyrir rétt, áður en það fengist leitt Fyrrv. kennslumálaráðherra, Jörgen Jörgensen, flytur mál sitt. til lykta. Þá taldi Dupont það engan veginn óyfirstíganlega hindrun dönskum handrita- rannsóknum þótt handritin sjálf fiyttust úr landi, það hlyti að mega stofna til sam- vinnu um rannsóknirnar og íslendingar hefðu alla þá að- stöðu sem til þyrfti, til varð- veizlu handritanna og rann- sókna á þeim. Klykkti ræðu- maður út með því að segja að danskir vísindamenn hefðu látið tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og rök and- stæðinga afhendingar hand- ritann.a bæru ljósléga með sér slæma samvizku þeirra. Næstur á mælendaskrá var próf. Christian Westergaard- Nielsen, formaður Árnasafns- stjórnar, sem lét röksemda- færslu Duponts eins og vind um eyrun þjóta og hélt því fram fullum fetum, að af- hending handritanna myndi skjóta loku fyrir þær alþjóð- legu rannsóknir á handritun- um, sem nú væru vel á veg komnar í Kaupmannaihöfn. Sagði prófessorinn, að í fyrra 1963, hefðu komið út á veg- um safnsins 10 bindi og ættu danskir vísindamenn heiður- inn af átta þeirra. Til frekari áherzlu máli sínu dró prófess orinn fram tösku allmikla og upp úr henni bók á bók of- an, unz kominn var sæmi.ega (livind Fjeld Hialvonsen, for- seti heimspekideiidar Oslóar- háskóla. Myndirnar af ræðurr.innum eru aí'tar frá Nordisk Presse- foto. hár stafli á borðið vlð hlið- ina á honum og kvað þetta vera bækur þær sem Dan- ir hefðu gefið út varðandi handritin síðan 1941. Sam- bærilegt framlag fslendinga væri ekki svipur hjá sjón, sagði Westergaard-Nielsen, og bætti við: „Ég skil eikki hvernig danskur menntamála ráðherra (Jörgen Jörgensen), sem að réttu lagi á að gæta hagsmuna Danmerkur í hví- vetna, gat farið að ráðum ís- lenzkra vísindamanna uim aS hafa að engu ráðleggingar danskra vísindamanna." Kvað prófessorinn það vera „höf- uðsynd“ að slíta handritin úr tengslum við Konungsbók- hlöðu, þar sem skilyrði til rannsókna á þeim væru betri en nokkur staðar annars stað- ar og ta'idi það af og frá að afhendingin fengi nokkru á- orkað til bóta í norrænni sam vinnu. Prófessorinn veik að þeirri staðhæfingu Duponts, að hægt væri að gera við handritin eins vel á íslandi og í Danmörku og lézt ekki trúaður á slíkt. Sýndi hann dæmi um misjöfn vinnuibrögð Dana og íslendinga í því efni og var hlutur íslendinga þar sýnu verri. Jörgen Jörgensen, fyrrver- andi kennslumálaráðherra, sá er lagði fram upphaflega frumvarpið um aifhendingu handritanna árið 1961, var næsti ræðumaður. Bað hann menn þess lengst alira orða að gæta stillingar og ræðá allt á málefnalegum grund- velli. Jafnvel þó handritin væru afhent, væri ekki þar með loku skotið fyrir allar rannsóknir Dana á þeim sagði Jörgensen. Það væri ailtaf hægt að lána handrit til Dan- merkur eftir sem áður og vinna þar að ra-nnsóknum og eins væri aðstaða á íslandi bæði \ti 1 varðveizlu handrit- anna og rannsókna á þeim. Allar fullyrðingar um hið gangstæða, væru og særandi Framhald á bls. 25 Þannig var forsíða Berlingske Tidende miðvikudaginn 28. október, daginn eftir fundinn í Stúdentafélaginu. Maðurinn á miðri neðri myndinni er sá sem mest hafði sig í frammi á fundinum og oftaist greip fram í fyrir ræðumönnum, Knud Húbertz Thomsen, sem kvaðs'. hiafa haft áhuga á málinu síð- an 1961 en ekkert hafa í því gert fyrir tóma leti og trassa- skap, sér hefði verið nær að istofna nefnd tii varðveizlu hand ritanna í Danmörku. „Handritin eru einstæð menningarsögu- leg verðrr.eti segir sjálflýstur trassinn Thomsen, „og við meg- um ekki láta þetta fara í handaskj’um hjá okkur.“ UM HANDRITIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.