Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 17
Miðvilcudagur 4. nóv. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
17
Tom Wicker:
FORSETINN
* Eftir að Theodore Roosevelt
hafði látið af embaetti forseta,
lét hann svo um mælt: „Ég neit-
aði að fallast á þá skoðun, að
forsetinn gæti ekfc:i framkvæmt
það, sem þjóðinni var brýn nauð
syn, án þess að hafa einhverja
eérstaka heimild til þess. Sann-
færing mín var sú, að honum
væri ekki einasta rétt, heldur
og skylt að framkvæma hvað
sem nauðsyn þjóðarinnar krafð-
ist, nema þá slík framkvæmd
riði í bág við stjórnarskrána eða
lögin“.
T. R. var fyrsti raunverulegi
20-aldar forseti, og það var
fyrst eftir hin tvö ókyrru kjör-
timabil hans í Hvíta Húsinu, að
skoðun hans á embættinu varð
almennt viðurkennd og pólítiskt
virðingarverð. Hinn fram-
hleypni Teddy gerði mikið að
því að gera forsetaembættið
áberandi og að einskonar kjafta-
stóli fyrir þjóðina. En mikíl-
leiki embættisins hafði verið að
þróast — hægt að vísu — í heila
öld fyrir þennan tíma, og það
voru ekki mikilmennin ein, sem
sköpuðu því virðuleik á 20. öld-
inni, heldur voru þar að verki
sjálfar kröfur aldarinnar — nýju
tækninnar og nýrra hugmynda
og nýjar rannsóknir, sem öldin
bar í skauti sér.
Bandaríkin voru ekki lengur
bændaland — samsafn af íbúa-
svæðum, sem hvert var sæmi-
lega sjálfu sér nógt, en aðeins
sameinuð til varna út á við og
þæginda inn á við, en heildin
varin af úthöfum. Risavaxinn
iðnaður, samgöngur, flutningur
og vörunotkun höfðu sameinað
heilt meginland í eina hags-
munaheild, og slíkir risar þörfn-
uðust réttlátrar stjórnar, sem að-
eins alríkisstjórn gat haft með
höndum. Og auðæfum og valdi
þjóðarinnar varð að skipa niður
á heim, sem samgöngurnar
höfðu gert lítinn, en þó einkum
á valdaeyðunnar, sem hnignun
gömlu stórveldanna í Evrópu
hafði — ásamt heimsskipulaginu
— skapað.
1 Ríkisvaldið hlaut að stríða við
fern vandræði, á þessari risaöld:
tvær heimsstyrjaldir, kreppuna
miklu og kalda stríðið. Hin gíf-
urlegu fyrirtæki nútímatækni,
allt frá loftbrautum til geim-
rannsókna, kröfðust geysisterks
ríkisvalds, bæði til fjáröflunar
og framkvæmda. Hervél, sem
réði yfir venjulegum her og
kjarnorkuher á báðum helming-
um jarðar og á öllum höfum,
kom til sögunnar, stærri en
noHcurt ríkis- eða einkafyrri-
tæki allrar veraldarsögunnar.
Og þegar 20. öldin skapaði
allar þessar þarfir, hver átti þá
að fara með nauðsynlegt ríkis-
vaid í Bandaríkjunum? Vissu-
'lega ekki dómstólarnir. Og held-
ur ekki þingið, sem skipað var
eftir tignarstiga og ábyrgt gagn-
vart hundruðum keppandi kjör-
dæma, þunglamalegt í skipulagi
og framkvæmdum, arftaki and-
stæðra krafna og fordóma smá-
vægilegra áhugamála. Ríkisvald
ið hlaut óumflýjanlega að verða
fyrst og fremst í höndum for-
setans. Sá embættismaður einri
hafði ábyrgðina og valdið til
þess að ski)ða vándamál þjóð-
srinnar i ljósi hennar; hann einn
hafði möguleika til að kalla sam
■n þjóðarherinn, ákveða forrétt-
indi þjóðarinnar, eyða efnum
hennar, en með fullri gát — allt
{ þjóðarþágu.
Alloftast voru til menn, sem
gátu farið með þessi ægilegu
Völd og gátu gert úr försetaem-
bættinu á 20. öldinni mestu
valdastöðu heimsins. En aðgerð-
ir þeirra kynnu ekki að hafa
nægt, ef ekki hinir hefðu verið
kom'nir á undan, sem höfðu eflt
«g varðveitt forsetaembættið,
eftir þeirra tíma sið og ástæðum,
og byggt vel og rækilega ofan
á hinn stjórnlagalega grundvöll
valds síns.
ITndirstöðuatriði
forsetaembættisins.
Við fyrstu sýn virðist stjórn-
arskráin ekki tiltakanlega örlát
í valveitingu sinni forsetanum
til handa, en þar kemur á móti,
að hún er heldur ekki nákVæm
um smámuni. Hér fer á eftir
það sem kalla mætti „sérstök
völd“, sem tekin eru fram í
Grein II.:
Framkvæmdavaldið skal vera
í höndum forseta Banda-
ríkja Norður-Améríku.
A Forsetinn skal vera æðsti
yfirmaður landhers og flota.
... hann má leita skriflegs
álits æðsta embættismanns
hverrar framkvæmdadeildar.
Hann skal hafa vald, með
ráði og vilja öldungadeildar-
innar, til að gera samninga,
ef tveir þriðjuhlutar deildar-
innar samþykkja það. . . .
it . . . . hann skal útnefna, með
ráði og viija Öldungadeildar-
innar, og skipa sendiherra,
aðra opinberra starfsmenn
og ræðismenn, dómara í
hæstarétti og aðra embættis-
menn, ef eHki gilda aðrar regl
ur um skipan þeirra. . . .
ic Hann skal öðru hverju veita
þjóðþinginu upplýsirígar um
ástand alríkisins, og beina til
athúgunar þingsins þeim ráð-
stöfunúm, er hann telur
nauðsynlegar og hagkvæmar.
ic ... . hann skal sjá svo um,
að lögunum sé dyggilega
framfylgt.
George Washington,
fyrsti forsetinn.
Auk þessa er forsetanum veitt
formlegt vald til náðana og sak-
aruppgjafa, til að skipa yfir-
menn í hernum og visst vald til
að kalla saman þing, eða fresta
því, ef sérstaklega stendur á. Þar
með er allt upp talið — en það
nægir:
Þessi fáu umboð, þessar fáu
ahnennu reglur (hver getur orð-
skýrt nákvæmlega „fram-
kvæmdarvald“ eða „sjá svo
um“? Hversu mikil skþl sú um-
sjá?), og þessi valdamiklu auðu
bil milli linanna — allt þetta
hefur skapað forsetadæmi 20.
aldarinnar. En það hefði það
aldrei getað, ef ekki þjóðin hefði
fundið menn til að standa undir
glæsileik þeirra.
Þróun forsetaembættisins.
WASHINGTON: Sem fyrsti
forseti ríkisins gaf hann fyrir-
myndina á öllum sviðum — og
flestar fyrirmyndir hans hafa
reynzt heilbrigðar. Hann færði
embættinu þegar í upphafi og
með persónu sinni, virðuleikann
og valdið, sem embættið nú veit-
ir hverjum Handhafa sínúm.
Hvér framkvæmd hatts skýrði æ
betur mérkingu „framkvæmdar-
valdsins" sem var veitt forseta-
embættinu á svo óákveðinn og
víðtækan hátt, og „Hlutleysis-
yfirlýsingin“ frá 1793 varð upp-
hafið að utanrikisstefnu forseta-
embættisins.
JEFFERSO'N: Fátt eitt af
mörgum heimspekilegum tillög-
um Virginiumannsins til ame-
rískra stjórnfræða og hugsunar
fara fram úr tveim framúrsklar-
andi hagstæðum forsetanýjung-
um stjórnar hans. Annað var það
að skapa hlutverk flokksfor-
ingja, því að það var sama sem
að gefa öllum síðari forsetum
eðlilegt lið fylgismanna og und-
irstöðu pólítisks valds. Hitt var
kaupin á Louisianna, fyrsta fram
kvæmd kenningarinnar um per-
sónulegt vald, greint frá valdi
því sem um getur í stjórnar-
skránni — fyrsta risaskrefið í
áttina til hins valdamikla, sveigj
anlega forsetadæmis, sem við
þekkjum nú á dögum.
JACKSON: Gjafir hans til
embættisins voru óteljandi.
Hann hugsaði sér fyrstur manna
Woodrow Wilson:
Fyrirmynd nútíma forseta.
forsetann — öllu fremur en þing
ið — sem fulltrúa þjóðarinnar —
fram hjá þinginu. Með „herfangs
kbrfinu" gerði hann veitingar-
valdið að skæðu, pólitísku vopni,
og með hinu vefengda afsetn-
ingarvaldi, sem hann beitti vægð
arlaust, gerði hann allar deildir
framkvæmdavaldsins' sér undir-
gefnar. Með neitunarvaldinu
gegn þjóðbankanum sýndi hann
svart á hvítu hlut forsetans í lög
gjafarvaldinu, og hann varð
fyrstur til að láta ríkisstjórnina
stýra efnahagsmálunum. Með
því að eyða ógildingu Suður-
Karólinu á tollalögunum, sló
hann föstu valdi alríkisins yfir
einstöku ríki, sem var því and-
stætt.
LINCOLN: Merkasta tillag
hins göfugasta allra forsetanna
var snarræði hans að grípa „her-
valdið“ — en slíkt vald var áður
óþekkt, en Lincoln þóttist úþp-
götva það í þeim tveim ákvæð-
um, að hann væri æðsti maður
hersins og honum væri aúk þess
skylt að „sjá svo um“, að lög-
unum væri hlýtt. En framar öllú
öðru var þó hitt, sem Lincoln
framkvæmdi með þessu hervaldi
sínu. Hann sýndi hæfileika ein-
beitts forseta á verstu ófriðar-
tímum, til að stjórna valdi þjóð-
arinnar og á'/ aða stjórnmála-
stefnu hennar — og safna sam-
an þeSs valdi til að vernda áhuga
mál hennar — og velferð —
sama við hvaða andstöðu var að
etja. Og hann bjargaði alríkinu.
THEODORE ROOSEVELT:
Hinn fjörmikli T. R. hefur ekki
látið eftir sig nein eftirminnileg
afrek, eins og Jackson og Lin-
coln, en engu að síður var til-
lag hans, til forsetadæmisins tölu
vert. Hið merkasta á því sviði
hefur ef til vill verið, að hann
skóp með þjóðinni þá tilfinningu
— sem hún hefur varðveitti síð-
an — að forsetlnn væri í miðju i
viðburðanna, foringi þjóðarinn-
ar — sá ás sem allt snerist um.
T. R. mataðist með Booker T.
Washington, tók Júða í ríkis-
stjórnina, tók Panama og gróf
skurðinn, básúnaði út skoðanir
sínar á listum og bókmenntum
og krafðist starfsams lífs, — í
stuttu máli sagt kom hann for-
setadæminu til frambúðar inn í
meðvitund þjóðarinnar.
WILSON: Prófessorinn frá
Princeton gaf fyrirmyndina að
nútíma forsetadæmi. Hann var
fyrsti forsetinn, sem drottnaði
yfir löggjafarvaldinu, með því
að köma fram með forsetaáætl-
anir, útfærðar til siðustu grein-
ar, og lamdi þær síðan í gegn
með tillitslausri notkun pólí
tisks persónulegs og embættis-
legs valds. Wilson stofnaði til
blaðamannafunda forsetans, sem
var endurbót frá „kjaftastóli“
Síinkwí?
Thornas Jefferson:
Mótaði hugmyndina um vald
forsetans.
T. R. Hann endurvakti persónu-
leg ávörp forseta í þinginu, tíðk-
aði bein ávörp til þjóðarinnar,
og sýndi fram á áhrifavald
mælskufullrar ræðu af munni
forsetans. Og enda þótt hann of-
tæki sig á tilrauninni, þá var
hann fyrsti forsetinn, sem varð
forustumaður í utanrikismálum,
fyrsti þjóðarleiðtogi, sem teygði
vald þjóðarinnar út til heims,
sem var að hruni kominn,
FRANKLIN ROOSEVELT:
Auk forustu hans á ófriðartím-
um, er stærsta tillag F. D. R. til
Bandaríkjaþjóðarinnar sú hugg-
un, sem hann veitti henni í
kreppunni miklu — hann gaf
henni vonina aftur. En einnig
má nefna, að hann jók virðingu
forsetaembættisins, og enginn
mun síðan New Deal kom til
sögunnar, efast um almennan
rétt ríkisstjórnarinnar, undir
forustu forsetans, til að styðja,
styrkja og efla hag þjóðarinnar.
Fleiri urðu að gagni.
En það voru ekfki risarnir
einir, sem gerðu forsetadæmið
að því sem það er í dag. Dug-
andi menn eins og Polk og Tru-
man efldu það einnig allveru-
lega.
POLK varð fyrri en Lincoln
til að leggja til ófriðar við
Mexíkó, og setja fram hina þjóð-
legu stjórnamálastefnu, er til
þess ófriðar leiddi.
ANDREW JOHNSON, eini for
setinn, sem nokkurntíma hefur
verið kærður, lagði og sitt til
málanna, því að andstaða háns,
þótt af handahófi væri gerð, við
tilraunum þingsins til að tak-
m’arka vald hans, kom honum
fyrir löleysudómstól Thaddeus
Stevens. Og víst slapp Johnson
við sektardóm, þótt ekki væri
nema með eins atkvæðis mun,
en hefði hann orðið sekur fund-
inn, hefði enginn síðari forseti
orðið áhultur fyrir pólítiskum
hefndum þingsins.
GROVER CLEVELAND kann
að hafa farið harkalega fram og
að nauðsynjalausu, er hann
barði niður Pullmansverkfallið;
en þótt þetta tiltækí hafi ekki
verið viturlegt, þá breyt'ti hann
af eigin hvötum, er hann gerði
það, sem hann trúði sjálfur, að
væri skylda forsetans, „að varð-
veita heimilisfriðinn“.
TRUMAN hefur ef til vill öllu
fremur en nokkurntíma Wilson
og Roosevelt, fullkomnað breyt-
inguna á forsetanum í leiðtoga
alls heimsins. Ákvörðun Tru-
mans að berjast gegn „lög-
reglustríðinu" í Kóreu, hefði
verið óhugsandi í hinni gömlu,
einangrunarsinnuðu Ameríku,
og engum þar getað dottið hún
í hug. Og afsetning hans á Mac
Arthur herhöfðingja, renndi enn
styrkum stoðum undir megin-
reglur um borgaralega stjórn
yfir hernum og stjórn forsetans
á utanríkismálum.
Forsetadæmið nú á dögum.'
Forsetaembættið eftir 1960 er
gjörólíkt yfirvaldsmennsku Was
hingtons. Það er ekki einungis
valdamesta, heldur og eitt hið
sveigjanlegasta og flóknasta em-
bætti í heimi. Látum oss gera
grein fyrir nokkrum — en langt
frá öllum — skylduverkum, sem
forsetinn verður að framKvæma.
Leiðtogi Vesturlanda.
Bandaríkjaforseti er stjórn-
andi vopnabúrs hins andkomm-
úniska heims, mests herafla
hans, helztu framleiðslugreina,
mikilvægasta gjaldeyris hans og
varasjóða; en af öllu þessu leið-
ir, að hann er einnig aðal-dipló-
mat, herfræðingúr og pólítiskur
foringi.
Þjóðhöfðingi.
Forsetinn á næstum stöðugt ’
annríkt við embættisstörf, allt
frá því að fara í og taka móti
opinberum heimsóknum, til þess
að kveikja á ríkis-jólatrénu.
Enda þótt þetta hlutverk virð-
ist viðhafnarkennt, er það þó
eitt þeirra, sem stuðlar að.virðu-
leik forsetaembættisins.
Aðalframkvæmdastjóri.
„Framl4/æmdavaldið“ er svo
víðtækt, að það verður ekki ná-
kvæmlega orðskýrt. Undir það
heyrir að semja fjárlögin, svo að
eitthvað sé nefnt; útdeila af-
gangsmatvælum, semja geim-
ferðaáætlun, jafnvel fyrirskipa
fækkun á opinberum skrautbíl-
um í Washington. í stuttu máli
sagt, nær það yfir yfirstjórn og
eftirlit með næstum að segja
hverju því, sem ríkisstjórnin
gerir.
Yfir-diplómat.
Fáir forsetar leggja utanríkis-
málastefnuna í hendur stjórnar
skrifstofum. Flestir eru virkir
við að marka stefnuna, láta fram
kvæma hana, jafnvel taka sjálf-
ir þátt í slíkum umræðum. Varla
líður svo vi’/|a, að forsetinn ræði
ekki við einhvern annan þjóð-
höfðingja eða umboðsmann
hans.
Aðallöggjafi.
Forsetinn er orðinn aðal-
áhrifamaður um löggjöf, fyrst og
fremst vegna þess, að hánn á
hlut að löggjafarvaldinu með
þinginu, þar sem ekkert getur
orðið lög án hans undirskriftar
(nema þingið fái tvgegja þriðju
atkvæða meirihluta í hvorri
deild og beri hann atkvæðum).
í öðru lagi leiðir það af valdi
hans til að gefa álit um ástand
alríkisins og gera tillögur til
til bóta, að hann hefur frum-
kvæði um löggjöf. í þriðja lagi
er vald hans til áhrifa á al-
menningsálitið ómetanlegt og
áhrifavald hans á flokksmenn
sína er allverulegt.
Aðalskattheimtumaðúr.
Þingið hefur hið svokallaða
„budduvald", en úr þvj valdi
hefur sorglega dregið. Forsetinn
hefur, fyrir löggjafarvald sitt,
framkvæmdastjórn sína ög hug-
myndir sinar um þarfir þjóðar-
innar raunverulegt vald, til að
ákveða hvort fjárlögin skuli
vera 90 milljarðar eða 70 millj-
arðar, en þingið hefur raunveru-
lega vald til að ákveða; hvort
þau skuli vera 90 eða 88.5 millj-
arðar.
Aðalhagfræðingur.
Nútíma forsetar sknlu lögum
samkvæmt stjórna þjóðarhagn-
um í allra þágu. Forsetinn hefur
Framhaid á bls. 31