Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 14
r
14
MOkCU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 4. nóv. 1964
MARGRET B.jarnason, blaSamað
ur Morgunblaðsins, hefur fylgzt
með lokaátökunum í forsetakosn-
ingunum í Bandaríkjunum og
fara hér á eftir lýsingar hennar
á tveimur kosningafundum. —
Vegna prentaraverkfallsins hef-
ur ekki verið unnt að birta þess-
ar greinar fyrr en nú.
Washington,
r ^ sunnudag, 25. okt.
Erlendur ferðarnaður, sem
gengur um götur Washington-
borgar þessa dagana, verður þess
ekki mikið var, að kosningar séu
á næsta leiti — hvað þá að yfir
standi ein hörkulegasta kosninga
barátta aldarinnar. Það, sem
fyrst og fremst fangar hug hans
er borgin sjálf, sem skartar, nú
haustlitum sínum í glampandi
Sólskini.
Á stöku stað má þó sjá borða
og skilti, sem gefa til kynna,
hvað um er að vera — á einum
húsvegg stendur ef til vill:
Á kosningafundi Johnsons.
A kosningafundum
í Bunduríkjunum
Lýsingar fréttamanns IVIbl.
r
„Citizens for Goldwater" og á
öðrum: „Scientists & Engineers
and Physisians for Johnson" —
og einn og ein* maður sést með
merki í barmi.
| Við komum hingað til Was-
j hington í síðustu viku þrír ís-
j lenzkir blaðamenn, í því skyni
að fá að fylgjast að einhverju
leyti með kosningabaráttunni og
undirbúningnum á nokkrum
stöðum. Það var ekki fyrr en við
fórum að gefa okkur tíma til að
horfa á sjónvarpið og fórum á
ritstjórnarskrifstofur blaða og
skrifstofur flokkanna hér í borg-
inni, að við fundum kosninga-
andrúmsloftið. Loks komumst
við þó rækilega í kynni við það
í gærkvöldi, er okkur gafst tæki-
færi til að vera viðstödd kosn-
ingafund demókrata í Baltimore
í Maryland.
Flestir þeir, sem ég hef tekið
tali hér til þessa, leigubílstjórar,
afgreiðslufólk í búðum, þjónar
og skrifstofufólk o. fl. virðast
þess fullvissir, að kosningaúrslit-
in séu þegar ljós, að Lyndon B.
Johnson sé viss um sigur, þrátt
fyrir Walter Jenkins málið. Það
mál vakti að sjálfsögðu feikna
athygli og umtal, en áhrif þess á
kosningabaráttuna hurfu að
miklu leyti í skugga áhrifanna af
leiðtogaskiptunum í Kreml og
kjarnorkusprengingunni í Kína.
Síðustu skoðanakannanir, sem
gerðar voru eftir að Jenkins-
málið komst á dagskrá, benda til
þess, að fylgi Johnsons hafi auk-
izt um '2%.
Stærsta blaðið hér í Washing-
ton, „The Washington Post“, sem
einnig á vikuritið „Newsweek",
auk tveggja útvarps- og sjón-
varpsstöðva, hefur mikinn við-
búnað fyrir kosningadaginn. —
Þegar 1. september sl. var byrj-
að að skipuleggja blaðið, sem
kemur út 4. nóvember, og skipta
verkefnum milli blaðamannanna.
Gefst hverjum þeirra þannig
tækifæri til að búa sig sem bezt
undir að leysa það hlutverk, sem
honum er falið — enda er til
þess ætlazt.
Við hittum að máli James
Cleyton, Assistant Manager
Editor, og skýrði hann okkur svo
frá, að möguleikarnir til að
flytja lesendum kosningafrétt-
irnar hefðu breytzt stórkostlega
frá síðustu kosningum. í þetta
sinn hafa stærstu fréttastofnan-
irnar, helztu blöðin, útvarps- og
sjónvarpsstöðvarnar, komið sér
saman um eitt geysimikið og full
komið rafeindaheilakerfi og
verða úrslitin nú ljós mörgum
klukkustundum fyrr en venju-
lega. Þá sagði Cleyton, að CBS-
útvarps- og sjónvarpsstöðin hefði
komið sér upp rafeindareikni-
kerfi, er gerði fært að segja nokk
urn veginn til um það, þegar
á þriðjudagskvöld, hver úrslitin
hafa orðið á einstökum svæðum
og hverra atkvæði hafi ráðið úr-
slitum. Tvö blöð, „The Washing-
ton Post“ og „New York Times“,
hafa keypt þessa þjónustu af
CBS og vænta þess að geta sagt
lesendum sínum margfalt meira
um kosningarnar nú en dæmi
eru til í sögunni.
Á kosningafundi Johnsons
Sem fyrr segir vorum við ís-
lenzku blaðamennirnir viðstadd-
ir kosningafund demókrata í
Baltimore í gærkvöldi, en þar
hélt Lyndon B. Johnson ræðu.
Að lýsa slíkum fundi í blaða-
grein held ég að sé ekki á færi
annarra en hinna ritfærustu
manna og getur það, sem hér fer
á eftir aldrei orðið annað en fá-
tækleg vísbending um það mikla
sjónarspil, er þar fór fram.
Fundurinn var haldinn í 5th
Regiment Armory og hafði verið
boðaður kl. 9. Þegar við komum
þangað laust eftir kl. 7.30 var
salurinn, sem sagður var taka
6.500—7.000 manns í sæti — óð-
um að fyllast og fólk streymdi
að í þúsundatali. Var gizkað á,
að hátt í tíu þúsund manns hefðu
verið á fundinum.
Sa'lurinn var allur skreyttur
hvítum, rauðum og bláum borð-
um, merkjum og myndum af
frambjóðendunum. Við inngang-
inn voru seld merki, mynda- og
merkispjöld ýmis konar. Fremst
í salnum höfðu allmargir ungl-
ingar tekið sér sæti og veifuðu
þeir merkjum og höttum, með
myndum af Johnson, Humhrey
og Joseph Tydings, frambjóðanda
demókrata í Maryland til öld-
ungadeildarinnar, en hann er
ungur maður, á að gizka þrítug-
ur. Þessi unglingaflokkur reynd-
ist kjarninn í kallkór fundarins.
Fyrstu tvær klukkustundirnar
komu fram ýmsir söngvarar og
hljóðfæraleikarar, þar á meðal
Lionel Hampton og tíu manna
hljómsveit hans. Meðal við-
staddra var leikkonan Dorothy
Lamour, sem nú er komin ögn
til ára sinna, en heldur sér afar
vel — og einnig hún kom fram
á sviðið. Milli skemmtiatriða
æfði kynnirinn kallkórinn í
hrópum, eins og: „We Want
Johnson — We Want Johnson"
og „LBJ — All The Way“. Þá
skýrði hann jafnóðum frá því,
hvað leið ferðum forsetans, sem
kom með þyrlu frá Hvíta húsinu
í Washington. Jókst eftirvænting
in með hverri mínútu.
Þyrla forsetans lenti á íþrótta-
velli í Patterson Park og ók
hann þaðan í opinni bifreið til
fundarsalarins, sömu leið og John
F. Kennedy hafði farið, er hann
heimsótti Baltimore síðast, árið
1962. Leiðin lá að nokkru um
íbúðarhverfi blökkumanna, þar
sem mest ber á raðhúsum með
hvítum marmaratröppum, sem
eru stolt borgarbúa. — Nokkur
mannfjöldi hafði safnazt saman
til að sjá forsetann, er hann ók
um, og lét hann nokkrum sinn-
um stöðva bifreið sína til að geta
ávarpað fólkið og tekið í hendur
þess. Þegar hann komst loks til
fundarstaðarins var þar úti all-
stór hópur manna, sem ekki
hafði komizt inn og ávarpaði
Johnsori fólkið þar, áður en hann
gekk í salinn.
Meðan þessu fór fram voru
alla vega litir blaðamenn og ljós-
myndarar hvaðanæfa að úr heim
inum í óða önn að koma fyrir
tækjum sínum, ljósmyndavélum
og kvikmyndavélum, segulbönd-
um, ritvélum, „walkie-talkies" o.
s. frv. Var gaman að sjá ljós-
myndarana, sem gengu um og
gutu gagnrýnandi augum hver á
annars ljosmyndaútbúnað, rétt
eins og konur í samkvæmi, sem
huga að klæðnaði hinna. Meðal
blaðamanna var einn kolsvartur
frá Nígeríu, klæddur síðum,
skrautlegum kufli og naut hana
sýnilega þeirrar athygli, sem
hann vakti. Ekki fannst mér
blaðamennirnir öfundsverðir að
þurfa að vinna fréttir í þessum
ærandi hávaða, sem þarna var,
en þeir virtust þessu vanir. Þó
virtust sumir þeirra nokkuð æst-
ir og taugaóstyrkir — og einn
þeirra gekk ég fram á, þar sem
hann sat í hnipri undir borði
með síma í fanginu, heyrnartólið
við annað eyrað og visifingurirfn
uppi í hinu. Virtist honum mikið
niðri fyrir.
Síðustu mínúturnar, áður en
forsetinn kom ætlaði allt um
koll að keyra. Kallkórinn æfði
af kappi, lúðrasveit lék og við-
staddir sungu. Framan af höfðu
það einkum verið unglingarnir,
sem hrópuðu, en nú fóru hinir
eldri að taka meira undir og
líktist þetta einna mest fótbolta-
kappleik. Lögregluþjónar voru á
staðnum í hundraðatali — og
auk þeirra fjöldi öryggisvarða.
Einn þeirra sagði mér, að þeir
hefðu unnið allan daginn að þvi
að rannsaka húsið og leiðina,
sem forsetinn ók frá vellinum.
En ekki fékk ég annað. séð, en
hver sá, sem ætlaði að gera til-
ræði við forsetann hefði getað
komið því við. Þó líklega ekki
með því að sleppa sjálfur.
Þegar menn héldu, að nú væri
forsetinn rétt að birtast datt
skyndilega allt í dúnalogn.
Prestur nokkur sté í ræðustólinn
og flutti bæn — og á eftir söng
ungur blökkumaður bandaríska
þjóðsönginn. Stakk þetta mjög I
stúf við hávaðann á undan og
Framhald á bls. 23.
Á kosningafundi Goldwater,