Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 3
(/ Miðvikudagur 4. nóv. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
3
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiimi
t= / —
| Samkomulag |
| í prentaia- (
| deílunni (
||EINS og kunnugt er af frétt- =
= um boðaði sáttasemjari, LogiE
= Einarsson, deiluaðila í prent- =
| aradeilunni á sinn f und á =
= mánudagskvöldið og þá um|
gnóttina náðist samkomulag E.
= milli aðila. Samkomulagið var =
M samþykkt á fundi prentara íg
H gærdag með 105 atkvæðum =
E gegn 71, en í Félagi ísl. prent- =
Hsmiðjueigenda var það sam- |É
= þykkt samhl jóða. Prentarar j|
Hhafa því tekið-upp vinnu áp
E ný, en verkfallið hefur staðið =
S11 daga.
S í hinu nýja samkomulagi =
= eru þessi atriði helzt: almenn |j
H3,6% kauphækkun, aldursupp =
= bót fá prentarar, sem nemur|
= 3%, og auk þess fá vakta- =
H vinnumenn nokkra hækkun g
= og þriggja daga lengingu á =
= sumarleyfi.
UÍlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimillHMIÍii
— Varaforsetinn
Framhald af bls. 30
forseta, sem þá yrði samiþykktur
iaf meirihluta í þinginu. Önnur
tillaga er sú, að Öldungadeildin
og neðrideildin kjósi nýjan vara
forseta. Nixon hefur lagt til
að stofna kjörmannadeild til að
kjósa nýja manninn.
Enn er ein tillaga sú að kjósa
tvo varaforseta. Og sú einfalda
staðreynd, að tillaga um tvo
varaforseta hefur koonið fram í
þinginu — án þess að nokkur
færi að hlæja — gefur von um,
að Throttlebottom-tíminn sé að
baki.
Altari Flateyrarkirkju við minningarathöfn um sjó mennina af Sæfelli og Mumma.
Minningarathöfn um sjómennina
af Sæfelli og Mumma
FLATEYRI 26. okt. — Minningar
athöfn um sjómennina sem fórust
með Sæfelli og Mumma 10. og 11.
þ. m. fór fram frá Flateyrar-
kirkju laugardaginn 24. kl. 2 eftir
hádegi. Athöfnin var mjög hátíð-
leg og kirkjan fagurlega skreytt
af þessu tilefni. Kirkjan var
þéttsetin fólki og komið fyrir há-
talarakerfi og leitt í barnaskól-
ann, þar sem fólk gat fylgzt með
henni. Mun á fjórða hundrað
manns hafa verið viðstaddir at-
hcfnina.
Minningarræðuna flutti sóknar
pre.sturinn, sr. Jóhannes Pálma-
son, prófastur í Súgandafirði og
sr. Bernharður Guðmundsson í
Súðavík og sr. Jón Ólafsson, fyrr
verandi prófastur í Holti. Karla-
kór ísafjarðar söng. Organleikari
var Ragnar H. Ragnars og ein-
söngvari Sigurður Jónsson.
Öll vinna lá niðri og verzlun-
um var lokað. Alúðar kveðjur
bárust víða að af landinu, m. a.
frá forseta íslands, Ásgeiri Ás-
geirssyni, og biskupi íslandi, sr.
Sigurbirni Einarssyni — Á. G.
Úrslitin 1960
FYRIR þá lesendur, sem áhuga hafa á að átta sig á úrslitum
síðustu forsetakosninga í Bandaríkjunum, birtist hér á eftir
yfirlit yfir þau.
Alabama Kennedy: 324.050 eða 56.8%
Nixon: 237.981 41.7%
Alaska Kennedy: 29.809 49.1%
Nixon: 30.953 50.9%
Arizona Kennedy: 176.781 44,4%
Nixon: 221.241 55.5%
Arkansas Kennedy: 215.049 50.2%
Nixon: 184.508 43.1%
California Kennedy: 3.224.099 49.6%
- Nixon: 3.259.722 50.1%
Colorado Kennedy: 330.629 44.9%
Nixon: 402.242 54.6%
Connecticut Kennedy: 657.055 53.7%
Nixon: 565.813 46.3%
Delaware Kennedy: 99.590 50.6%
Nixon: 96.373 49.0%
Florida Kennedy: 748.700 48.5%
Nixon: 795.476 51.5%
Georgia Kennedy: 458.638 62.5%
Nixon: 274.472 37.4%
Hawaii Kennedy: 92.410 - 50.0%
Nixon: 92.295 50.0%
Idaho Kennedy: 138.853 46.2%
Nixon: 161.597 53.8%
Illinois Kennedy: 2.377.846 50.0%
Nixon: 2.368.988 49.8%
Indiana Kennedy: 952.358 44.6%
Nixon: 1.175.120 55.0%
Iowa Kennedy: 550.565 43.2%
Nixon: 722.381 56.7%
Kansas Kennedy: 363.213 39.1%
Nixon: 561.474 60.4%
Kentucky Kennedy: 521.855 46.4%
Nixon: 602.607 53.6%
Louisiana Kennedy: 407.339 50.4%
Nixon: 230.980 28.6%
Maine Kennedy: 181.159 43.0%
Nixon: 240.608 57.0%
Maryland Kennedy: 565.808 53.6%
Nixon: 489.538 46.4%
Massachusetts Kennedy: 1.487.174 60.2%
Nixon: 976.750 39.6%
Michigan Kennedy: 1.687.269 50.9%
Nixon: 1.620.428 48.8%
Minnesota Kennedy: 779.933 50.6°'
Nixon: 757.915 49.2%
Missisippi Kennedy: 108.362 36.3%
Nixon: 73.561 24.7%
Missouri Kennedy: 972.201 50.3%
Nixon: 962.221 49.7%
Montana Kennedy: 134.891 48.6%
Nixon: 141.841 51.1%
Nebraska * Kennedy: 232.542 37.9%
Nixon: 380.553 62.1%
Nevada Kennedy: 54.880 51.2%
Nixon: 52.387 48.8%
New Hampshire Kennedy: 137.772 46.6%
Nixon: 157.989 53.4%
New Jersey Kennedy: 1.385.415 50.0%
Nixon: „1.363.324 49.2%
New Mexico Kennedy: 156.027 50.2%
Nixon: 153.733 49.4%
New York Kennedy: 3.830.085 52.5%
Nixon: 3.446.419 47.3%
North Caroline Kennedy: 713.136 52.1%
Nixon: 655.420 47.9%
North Dakota Kennedy: 123.963 44.5%
Nixon: 154.310 55.4%
Ohio Kennedy: ' 1.944.248 46.7%
Nixon: 2.217.611 53.3%
Oklahoma Kennedy: 370.111 41.0%
Nixon: 533.039 59.0%
Oregon Kennedy: 367.402 47.3%
Nixon: 408.060 52.6%
Pennsylvania Kennedy: 2.556.282 51.1%
Nixon: 2.439.956 48.7%
Rhode Island Kennedy: 258.032 63.6%
Nixon: 147.502 36.4%
South Carolina Kennedy: 198.129 51.2%
Nixon: 188.558 48.8%
South Dakota Kennedy: 128.070 41.8%
Nixon: 178.417 58.2%
Tennessee Kennedy: 481.453 45.8%
Nixon: 556.577 52.9%
Texas Kennedy: 1.167.932 50.5%
Nixon: 1.121.699 48.5%
Utah Kennedy: 169.248 45.2%
Nixon: 205.361 54.8%
Vermont Kennedy: 69.186 41.3%
Nixon: 98.131 58.6%
Virginia Kennedy: 362.327 47.0%
Nixon: 404.521 52.4%
Washington Kennedy: 599.298 48.3%
Nixon: 629.273 50.7%
West Virginia Kennedy: 441.786 52.7%
Nixon: 395.995 47.3%
Wisconsin Kennedy: 830.805 48.0%
Nixon: 895.175 51.8%
Wyoming Kennedy: 63.331 45.0%
Nixon: 77.451 55.0%
I
Heildarniðurstöðutölur kosninganna voru þessar:
Kennedy 34.227.096 eða 49.7%
Nixon 34.108.546 49.5%
SÍAKSÍEINAR
Kosningabaráttan
í Bandaríkjunum
KOSNINGABARÁTTAN í Banda
ríkjunum á þessu hausti hefur
verið einhver hin harðasta, sem
menn muna eftir þar í landi.
Hefur þar ýmsum aðferðum ver-
ið beitt, ekki öllum jafn geðþekk
um. Barry Goldwater og Miller,
varaforsetaefni hans, hafa t.d.
lagt mikla áherzlu á að sanna
þjóðinni, að stjórn demókrata
væri svo siðspillt og holgrafin,
að framtíð Bandaríkjanna væri
í bráðri hættu undir áframhald-
andi stjórn þeirra. Til rökstuðn-
ings þessum staðhæfingum sín-
um hafa þeir Goldwater og Mill-
er hent á hneykslismál þeirra
Bobby Bakers, er eitt sinn var
náinn aðstoðarmaður Johnsons
forseta, og Jenkins skrifara hans,
sem nýlega var tekinn fastur
fyrir siðferðisbrot.
Fegar þetta er ritað er með
öllu óvíst, hver úrslitin verða í
forsetakosningunum, enda þótt
flestir hafi undanfarið spáð
Johnson forseta sigri með mikl-
um yfirhurðum. En engum dylst,
að þessi kosningabarátta hefur
verið persónulegri og rætnari en
t.d. barátta þeirra Nixons og
Kennedys, sem yfirleitt þótti
fara vel og skaplega fram.
Vinnuhagræðing
og ákvæðisvinna
Guðmundur H. Garðarsson,
viðskiptafræðingur, skrifar ný-
lega grein um framleiðslu og
tækniþróun hraðfrystiiðnaðar á
íslandi. Ræðir hann þá þar m.a.
um þann mikla árangur, sem
náðst hefur með tilraunum Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna og
frystihúsa innan samtakanna með
vinnuhagræðingu og ákvæðis-
vinnu. Kemst hann þar að orði á
þessa leið:
„Við þær tilraunir sem S.H.
hefur beitt sér fyrir í aukinni
vinnuhagræðingu og ákvæðis-
vinnu hefur verið hið bezta sam-
starf við verkafólkið og félög á
viðkomandi stöðum. Hefur á-
kvæðisvinna verið tekin upp við
ákveðin störf (flökun, pökkun,
snyrtingu) í 20 hraðfrystihúsum
innan S.H. Hefur þetta viðast
hvar gefið góða raun en er að
sjálfsögðu enn á tilraunastigi,
því auk vísindalegra rannsókna
og uppsetninga ákveðinna kerfa
verður að koma til reynsla, áður
en hið endanlega og æskilega á-
kvæðisvinnukerfi verður að
fullu mótað fyrir hraðfrystiiðn-
aðinn í heild.
Innan S.H. hefur sl. þrjú ár
verið starfrækt sérstök deild,
sem f jallar um vinnuhagræðingu
og ákvæðisvinnukerfi, svonefnd
framleiðnideild. í henni starfa
nú fimm manns, sem hafa sér-
hæft sig á umræddu sviði, en
auk þess hefur á undanförnum
árum starfað tímabundið við
deildina norski sérfræðingurinn
Rolf Holmar, sem hafði áður
unnið að þessum málum fyrir
norska fiskiðnaðinn. Hjá hrað-
frystihúsunum í Vestmannaeyj-
*m hafa að jafnaði starfað 3—4
sérfræðingar í vinnuhagræð-
ingu“.
Merkileg nýbreytni
Hraðfyrstihúsin hafa hér brot-
ið upp á merkilegri nýbreytni,
sem áreiðanlega á eftir að eiga
verulegan þátt í bættri sambúð
vinnuveitenda og verkalýðs og
auknum vinnufriði. Ákvæðis-
vinna og vinnuhagræðing er ein
þeirra leiða, sem fara verður til
þess í senn að auka afköstin,
örva framleiðsluna og bæta
kjör fólksins, sem við atvinnu-
fyrirtækin vinnur.