Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. nóv. 1964 IXiokkur atriði úr Warren-skýrslunni Nefndln: Ræður Castros eru teknar beint upp af leyniþjón- ustu Bandaríkjanna, þegar hann flytur þær. Segulband með þess- ari ræðu leiðir í ljós, að í henni varð honum ekki á að tala þetta ef sér. Castro minntist að vísu á heimsókn Oswalds til „Sendi- ráðs Kúbu“ í Mexíkó, en leið- rétti það samstundis í „Ræðis- mannsskrifstofu Kúbu“. Nefndin hefur engar upplýsingar fundið um það, að Oswald hafi farið neinar leynilegar ferðir til Kúbu. Oswald og stjómarstofnanir Kviksögur og vangaveltur um það, að Oswald hafi á einhvern hátt verið í sambandi við eða verið notaður af stofnunum Bandaríkjastjórn'ar, spruttu upp af þessari Rússlandsdvöl hans og rannsókn á honum hjá FBI, eftir að hann kom aftur til Banda ríkjanna. Það var gefið í skyn, að Oswald hefði verið CIA njósnari eða haft eitthvert sam bar.d við CIA, og að þetta væri skýringin á þvi, hversu greið- lega honum gekk að fá vegabréf og áritanir. Tilgátur um, að hann stæði í einhverju virku sambandi við FBI byggðust á 'innfærslu í vasabók Oswald, þar sem stóð nafn og símanúmer eins manns í Dallasskrifstofu FBI. Yfirmenn CIA og FBI hafa vott- að fyrir nefndinni, að Oswald hafi aldrei verið í þjónustu neinnar ríkisstofnunar Banda- ríkjanna (utan þjónustunnar í landgöngusveitunum) ,og væri ekki og hefði aldrei verið not- aður af neinni ríkisstofnun til neinna verka. FBI var forvitið um hann sem fyrrverandi land- hlaupa og hafði skjöl honum við víkjandi. Tilgátur: Oswald var njósnari fyrir annaðhvort FBI eða CIA. Hann var ráðinn af rikisstofnun og sendur til Rússlands 1959. Nefndin: Frú Marguerite Os- wald lét oft í ljós þá skoðun sina, að sonur sinn væri slíkur njósnari, en fyrir nefndinni vitn aði hún: „Ég get ekki sannað, að Lee hafi verið njósnari". For stöðumenn FBI og CIA vitnuðu fyrir nefndinni, að Oswald hafi aldrei verið í þjónustu stofnana þeirra, eða notaður af þeim til neins starfs, — hvorki af FBI né CIA. Tilgátur: Oswald sagði Paul- ine Bates, hraðritara í Fort Wirth, Texas, í jún, 1962, að hann hefði gerzt „leyniþjónn" Bandaríkjastjórnar, og væri bráðum að fara til Rússlands aftur, „fyrir Washington'. Nefndin: Ungfrú Bates mót- mælti frásögn blaðs þar sem sagði, að Oswald hefði sagt henni, að hann væri að vinna fyrir Bandaríkjastjórn. Hún kvað sig hafa misskilið er hann sagði henni árið 1959, að hann ætlaði tíl Sovétríkjanna í eigin erindum, — þannig að hann ▼æri í erindum stjórnarinnar. Tilgátur: FBI reyndi að fá Os- wald í þjónustu sína. í skjölum Oswalds fannst nafn, bílnúmer og símanúmer eins FBI-njósn- ara. Nefndin: Embættismenn FBI hafa vitnað, að þeir hafi aldrei reynt að ráða Oswald fyrir FBI, 13 til neinna verka. Rannsókn nefndarinnár staðfestir þennan framburð. FBI-maður, James P. Hosty, yngri, hefur gefið frú Ruth Paine nafn sitt og síma- númer, svo að hún gæti gefið honum í síma heimilisfang Os- walds í Dallas þegar hún kæm- ist að því. Frú Paine og Marina Oswald hafa borið það, að frú Paine hafi gefið Oswald blað með nafni og símanúmeri manns ins á. Marina Oswald skrifaði niður númerið á bíl Hostys, einu sinni þegar hann kom, og gaf það síðan manni sínum. Tilgátur: Dallaslögreglan hlýt ur að hafa vitað, hvar Oswald átti heima í borginni, af því að frú Paine hafði gefið FBI heim- ilsfangið í North Beckley Avenue nokkru fyrir morðið. Nefndin: Frú Paine hafði aldrei gefið FBI heimilisfang Os walds í leiguhúsinu, og heldur ekki hafði hún vitað það fyrir morðið. Þessvegna hefði Dallas- lögreglan ekki getað fengið heimilisfangið hjá FBI, sem vissi það ‘ekki, fyrir morðið. Dallaslögreglan vissi þá ekki, að Oswald væri þar í borg. Tilgátur: Það hefur verið regla FBI í 20 ár að tilkynna þeim, sem hafa kommúnista í vinnu, um þá. Því er það eitt- hvað dularfullt, að Oswald skyldi geta haldið atvinnu sinni í Texas-bókhlöðunni. Nefndin: FBI hefur tilkynnt nefndinni, að það hafi aldrei ver ið regla hjá sér að tilkynna vinnuveitendum, að þeir hefðu kommúnista eða grunaða komm- únista í brauði sínu, og að FBI dreifi ekki öryggismálum þjóð- arinnar til neinna annarra en framkvæmdadeildar Bandaríkja stjórnar. Menn FBI höfðu ekk- ert samband við Texas-Skóla- bókhlöðuna eða hennar starfs- menn fyrr en eftir morðið. Tilgátur: Borgar- og ríkis- lögregla hafði haft vandlega eftirlit með Oswald um nokkurt skeið, en þó ekki álitið hann hugsanlegan morðingja. Nefndin: Dallaslögreglan hafði ekki vitað um veru Oswalds í borginni fyrir morðið. FBI vissi, að Oswald var í Dallas, vegna viðtals við frú Paine, en enginn maður frá FBI hafði átt taí við hann þár fyrir morðið. FBI hafði ekki hugsað sér hann, sem hugs- anlegan morðingja. Tilgátur: FBI hefur sennilega vitað, að Oswald hafði riffilinn, fyrir forsetamorðið, því að það er mjög ólíklegt að stofnunin hefði getað fundið, hver riffil- inn átti, innan sólarhrings, ef hún hefði ekki þegar haft í hönd um upplýsingar um riffilinn. Nefndin: FBI tókst að komast að kaupum Oswalds á rifflinum, áður en sólarhringur var liðinn frá morðinu, en hafði engar fyrri upplýsingar haft um hann. Tilgátur: FBI átti vðital við Oswald tíu dögum fyrir morðið. Nefndin: Síðasta viðtal FBI við Oswald fyrir morðið átti sér stað í New Orleans í ágúst 1963, þegar hann óskaði viðtals við mann frá FBI, út af kæru um óspektir, sem stöfuðu af dreif- ingu hans á flugmiðum frá Kúbu. Hvorki Hosty fulltrúi né neinn annar frá FBI sá eða tal- aði við Oswald frá því hann kom til Dallas, 3. október og fram að 22. nóvember. Hann hitti líka Marinu Oswald rétt í svip, 1. nóvember, heima hjá frú Paine, en átti ekki viðtal við hana. Samsærisissambönd Orðrómar um meðseka menn og samsæri tengdu Ruby og Os- wald saman innbyrðis eða við aðra menn, þar með talda J. D. Tippit lögreglumann, Edwin A. Walker hershöfðingja og Bern- ard Weissmann úr Amerísku Uppljóstrunarnfendinni, sem ekki er til. Nefndin rannsakaði nákvæmlega kunningjahóp og sambönd Oswalds og Rubys til þess að komast að því, hvort þeir hefðu þekkzt, ~eða væru flæktir í nokkurt samsæri innbyrðis eða — Við getum verið alveg róleg. Forin er svo þykk að við meiðum okkur ekki þótt við stökkvum. við aðra. Henni tókst ekki að fá neinar trúverðugar upplýsing ar, til sönnunar sögunum um að samband væri milli Ruby og Os- wald, beint eða óbeint. Nefndin ályktaði, að þeir hefðu ekki ver- ið í neinu sambandi um sam- særi, hvorki innbyrðis né við aðra. Tilgátur: Lee Harvey Oswald, Jack Ruby og J. D. Tippit lög- reglumaður áttu heima, svo að ekki voru nema fáar húsasam- stæður á milli þeirra. Nefndin: Herbergi. Oswalds var 1.3 mílur frá íbúð Rubys og Tippit átti heima í 7 mílna fjar- lægð frá Ruby. Milli heimila Tipþits og Oswalds voru 7 mílur. Tilgátur: Þar eð Oswald hafði enga peninga til að endurgreiða $435.61, sem hann hafði fengið hjá ráðuneytinu til að kosta heimför sína frá Sovétríkjunum, hlýtur hann að hafa fengið hjálp úr annarri átt. Ruby lánaði Os- wald peninga til að endurgreiða lánið, og lánaði honum sméupp- hæðir seinna. BRITISH OXYGEN QUA8I ARC RAFSUUÚVÍR fyrirliggjandi 23 gerðir af bæði venjulegum og special rafsuðuvír. Einnig fyrirliggjandi til rafsuðu: HJÁLMAR, KLEMMUR, GJALLHAMRAR, VÍRBURSTAR, AMPER- MÆLAR (TANGIR) og ótal margt fleira. FJÖI.BREYTTAST1 LAGER AF RAFSUÐUVÍR í LANDINU. Jlinar vinsælu PUG logskurðarvélar v æntanlegar. Pi ÞOMRIM8SQN SUÐURLANDSBRAUT 6 — Sími 2 22 35. Geymið auglýsinguna. KALLI KUREKI -*■ ->f- Teiknari: J. MORA S-/6 _ _ 1. Notaðu hólkinn eða slepptu honum. Nema þér finnist það alveg bráðskemmtilegt að fá kúlu í bring- una. ^ É-eg skal sleppa honum. 2. Nú hafið þið skemmt ykkur nóg. Nú ætla ég að skemmta mér. Beygið ykkur. Ég ætla að sparka ykkur eftir endilöngu Aðalstræti. Svona, svona, vertu rólegur. Við vorum bara að gera að gamni okkar. f>að er engin ás.tæða til að verða vondur. 3. Kalli. Stanz. Hvað er um að vera hér?? Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins il Kópavogi er að Hlíðarvegi 61,4 sími 40748. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins j| fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, simi^ 51247. Hafnarfjörður . Afgreiðsla Morgunblaðsinsl fyrir Hafnarfjarðarkaupstaðj er að Arnarhrauni 14, simi{ 50374. Keflavík Afgreiðsla Morgunblaðsinsi fyrir Keflavíkurbæ er að l Hafnargötu 48. ♦ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.