Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 19
; ^ 1.
J Miðvikudagur 4. nSr. 1964
3 'I Cl 4 8. V* 0 ií n 0 -W,
MORGUNBLAÐIÐ
19
| — Handritamálið
£ JTramhald af bls. 13
p um málið, og hverjum þing-
= manni verður að vera frjálst
f§ að taka þá afstöðu til þess,
= sem honum þykir skynsam-
E legust. Það er ekki unnt að
§§ neyða þingið til þess að sam-
H þykkja frumvarpið í núver-
£ andi mynd“. Thyregod sagði
S að lokum: „í þingflokki
= Vinstrimanna eru skiptar
E skoðanir um afhendinguna.
S Nokkrir eru á móti henni af
§| vísindalegum og lagalegum
§§ ástæðum, en aðrir með vegna
£ norrænnar samvinnu“.
• Samkomulag við vísinda-
menn nauSsynlegt.
Næstur tók til máls Poul
Möller. Hann hóf mál sitt með
með því að skýra frá, að inn-
an þingflokks íhaldsfloksins
væru skiptar skoðanir um
afhendinguna, en fleStir væru
á móti henni. Möller kvað
leitt, að frumvarpið hefði
verið lagt fram á ný án þess
að leitað hefði verið sam-
komulags við vísindamenn-
ina. Síðan sagði hann: „Þegar
við kröfðumst þess 1961, að
gildistöku laiganna um hand-
ritamálið yrði frestað, vild-
•um við gefa þáverandi ríkis-
stjórn og arftaka hennar tæki-
færi til þess að rannsaka mál-
ið nánar og ræða við vísinda-
mennina, en tíminn hefur
ekki verið notaður til þess.
.... Spurningin er nú hvort
þingið geti breytt handrita-
gjöfinni til íslendiniga án þess
að vekja reiði þeirra. Við
verðum að athuga gaumgæfi-
lega hvort þingið á að setja
lög um einkaeign igegn vilja
eigendanna. Það getur ekki
verið sanngjarnt að breyta
skipulagsskrá safnsins án þess
að ræða við forráðamenn þess,
og við megum ekki taka á
okkur þá áhættu, að farið
verði í mál. Við viljum allir
góða sambúð við íslendinga,
en hana má ekki greiða með
því að ganga í berhögg við
erfðaskrá einstaklings“.
Síðan beindi Möller þeirri
spurningu til K. B. Andersen,
menntamálaráðherra, hvort
þinginu væri frjálst að fjalla
um málið eins og því líkaði,
eða hvort það væri bundið
af samkomulaginu við fslend-
inga? Og hann hélt áfram:
„Það er augljóst, að rann-
sóknir handritanna verða
erfiðari, ef Árnasafni er
skipt ...... í Norðurlanda-
ráði hefur verið mælt með
því að komið verði á fót norr-
ænni rannsóknarmiðstöð, en
afhending handritanna er það
gagnstæða".
Að lokum sagði Poul Möll-
er: „Við eigum að taka tillit
til annarra þjóða en íslend-
inga einna. Það er ekki sann-
«jamt að gefa þeim hluti,
sem hafa sérstakt mikilvægi
fyrir Norðmehn og Gænlend-
inga. Það á að minnsta kosti
að leita álits Grænlendinga
\*irðandi Flateyjarbók. Ef
rödd vísindanna nær ekki inn
fyrir vegigi þingsins áður en
þetta verður endanlega af-
greitt, mun það valda miklu
tjóni. Það skiptir meginmáli,
að þinginu sé frjálst að semja
við vísindamennina, því að
það getur ekki ákveðið stærð
gjafarinnar fyrr en að slíkum
samningum loknum“.
• Lausn á breiðum grund-
velli.
Þá tók Helveg Petersen
til máls af hálfu Róttækra.
Hann sagði, að þingnefndinni
bæri fyrst og fremst að taka
til athugunar hina ýmsu liði
í starfi vísindamannanna,
handritunum viðkomandi,
tryggja t.d. að þau yrðu ljós-
mynduð og rannsóknir gætu
haldið áfram óhindrað þrátt
Stefán Jóhann Stefánsson, sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, var meðal áheyrenda í
þingsalnum. Hann er í miðið á teikningunni, sem birtist í Berlingske Tidende. T.v. er norski
sendiherrann, Vogt, en t.h. íslenzki verzlunarfulltrúinn Gunnar Bjömsson,
fyrir afhendimgu þeirra.
Einnig yrði að tryggja dönsk-
um vísindamönnum ferða-
styrki til íslands. Ljóst væri,
að afhendingin tæki mörg ár
vegna þess hve langan tíma
þyrfti til að ljósmynda hand-
ritin.
Síðan sagði Petersen: „Oft
höfum við beðið um sannanir
fyrir því að norræn samvinna
sé meiri en orðin tóm. Ljóst
er, að ekkert atriði í sambúð
Danmerkur og fslands er jafn
mikilvæigt og handritamáUð.
og raunverulega er ekkert
atriði í sambúð Dana við önn-
ur lönd, sem líkist því. Áhugi
á rannsóknum handritanna
er mjög mikill á íslandi og
þar eru hæfir vísindamenn til
þeirra starfa“.
Petersen kvað mjög hryggi-
legt, ef til málaferla kæmi, en
þau myndu óhjákvæmilega
tefja afhendinguna. Róttækir
kysu helzt að unnt yrði að
finna lausn á breiðum grund-
velli, sem allir gætu sætt sig
við, en vegna hinnar hörðu
andstöðu vísindamannanna
væri næsta ólíklegt, að slíkt
tækist.. „En fslendingar vænta
þess, að málið verði afgreitt
nú“, hélt hann áfram, „og
afgreiðsla þess verður að
vera öllum til sóma, þótt
greiða verði góða norræna
samvinnu dýru verði”. Vitn-
aði Petersen í orð dr. phil.
Lis Jakobsen, sem nú er lát-
in, en hún sagði, að rannsókn-
ir handrita krefðust svo mik-
illar þekkingar og tilfinning-
ar fyrir viðkomandi tungu-
máli, að þær væru hvergi
betur framkvæmdar en í
heimalandinu.
• Flytja á handritin aftur til
íslands
Næstur tók til máls Aksel
Larsen, formaður Sósíalíska
þjóðarflokksins, benti hann á,
að afhending handritanna
kæmi ekki í vOg fyrir að unnt
yrði að fá þau lánuð til rann-
sókna í Danmörku. Handritin
væru þjóðareign íslendinga.
Þau ætti ekki að afhenda
heldur ætti að flytja þau
aftur til íslands.
„Enginn mótmælir, að um
samnorrænan menningararf
sé að ræða“, hélt Larsen
áfram, „og þá skiptir engu
máli hvort handritin eru í
Kaupmannahöfn eða Reykja-
vík“.
Larsen kvaðst ekki trúa
því, að slæmar afleiðingar
yrðu af samþykkt frumvarps-
ins um handritamálið og vís-
aði á bug fullyrðirugum, um
að rannsóknir í Kaupmanna-
höfn myndu ekki bera sitt
barr, ef handritin væru fiutt
til íslands. Hann kvaðst þeirr-
ar skoðunar, að vísindamenn-
irnir Htu á handritin sem sína
eigin, en slikt sjónarmið
mætti ekki ráða úrslitúm í
máli sem þessu. Hann kvaðst
vona, að unnt yrði að ræða
handritamáUð nákvæmlega,
málefnalega og friðsamlega í
danska þinginu og þingnefnd-
inni oig að viðræðurnar bæru
árangur. „Við höfum nægan
tíma“, sagði hann, „og það
væri óskandi að lögin yrðu
samþykkt einróma eða með
miklum meirihluta“.
• Frumvarpið dregið til
baka.
Þá tók til máls I. A. Rim-
stad af hálfu Óháðra. Kvatti
hann til þess að frumvarpið
yrði dregið til baka og ekki
borið undir atkvæði. Hann
gaignrýndi Jörgen Jörgensen,
fyrrv. menntamálaráðherra
fyrir fljótfærni í afgreiðslu
málsins 1961, og fyrir að hafa
haft það markmið eitt, að
afhenda handritin á einhverj-
um ákveðnum ’degi í Reykja-
vík. Rimstad sagði, að Sósíal-
demókratar myndu engan
heiður hljóta af samþykkt
frumvarpsins í núverandi
mynd. Það hefði slæm áhrif
á réttarmiðvitund almennings,
ef handritin væru rifin úr
höndum eigendanna vegna
loforða, sem stjórnin hefði
igefið. Hann lét einníg í ljós
þá skoðun, að frá vísindalegu
sjónarmiði væri þingið ekki
vettvangur til umræðna um
handritin. Það gæti ekki
ákveðið afhendingu þeirra og
sett vísindastarfi, sem farið
hefði fram í Kaupmannahöfn
um aldaraðir, stólinn fyrir
dyrnar.
Rimstad sagði ennfremur,
að stjórninni gæfist nú tæki-
færi til að sýna, að hún
þekkti muninn á kröfum, sem
bornar væru fram af hálfu
vísindanna oig kröfum, sem
einkenndust af tilfinningahita
og runnar væru undan rifj-
um lýðháskólamanna og ann-
arra slíkra.
• Hvergi nema í Kaup-
mannahöfn.
Annar grænlenzku þing-
mannanna, Nicolai Rosing,
hvað ljóst, að eins og málin
stæðu nú ættu handritin
hvergi heima nema í Kaup-
mannahöfn. Hann kvað hins
veigar ekki óhugsandi, að líkt
mál og handritamálið risi
vegna grænlenzkra menning-
arverðmæta í framtíðinni, en
nú ættu þau hvergi að vera
nema í Kaupmannahöfn,
vegna rannsókna, sem þar
væru framkvæmdar. Sama
máli gegndi um handritin.
Hann lagði mikla áherzlu á
mi'kilvægi stórra óskiptra
safna.
• Viðkemur ekki öðrum
þjóðum
Vinstrimaðurinn Erik Erik-
sen hvatti til afhendingar
handritanna. Hann sagði, að
gagnrýna mætti afgreiðslú
málsins af hálfu Jörgens
Jörgensens fyrir þremur ár-
um, enda væru afleiðingarnar
nú ljósar. „En þetta er gjöf til
íslands“, hélt Eriksen áfram,
„oig ég tel að við þurfum ekki
að taka afleiðingum gagn-
vart öðrum þjóðum. Afhend-
ing handritanna kemur ekki
vísindunum einum við, hún
snertir einnig aðra hópa t.d.
dönsku lýðháskólana, sem
vilja aukið norrænt sam-
starf“.
Að lokum kvaðst Eriksen
vilja fara þess á leit, að þing-
nefndin, sem fjalla ætti um
handritamálið, fengi nákvæm-
ar upplýsingar um hve lang-
an tíma afhendingin myndi
taka, hvernig ætti að flytja
handritin og ýmis mikilvæg
atriði varðandi ljósmyndun
þeirra og varðveizlu
• ísland ekki rétti staðurinn
Vinstrimaðurinn Borge ||
Diderichsen hélt jómfrúrræðu
sína um handritamálið. Hann
mælti gegn afhendingu og
saigði: „Allir ættu að gera sér
Ijóst, að ísland er ekki rétti
staðurinn fyrir handritin. Það
er ekki vegna þess að íslend-
ingar eigi ekki dugandi vís-
indamenn, sem vilja gera sitt
bezta, heldur einfaldlega
vegna þess að á íslandi er
ekki stórt miðaldabókasafn
og önnur handrit frá þeim
tíma. Með því að flytja hluta
handritanna frá Kaupmanna-
höfn, er rannsóknunum bund-
inn fjötur um fót og slíkt má
ekki igerast. Ef það yrði, glat-
aði þingið hluta virðingarinn-
ar, sem það nýtur meðal vís-
indamanna".
fhaldsmaðurinn Knud
Thestrup, kvaðst persónulega
vera hlynntur afhendingu, en
sagðist telja æskilegt, að
þjóðaratkvæðaigreiðsla færi
fram um málið. Að lokum
hvatti hann til að komið
yrði í veg fyrir að afhending-
in hindraði rannsóknir á
nokkurn hátt eða gerði þær
erfiðari.
Edvin Jensen, sem einnig er
fhaldsmaður, greiddi afhend-
ingunni atkvæði 1961, en
lagðist nú gegn henni. Sagði
hann, að með því að kynna
sér málið nánar, hefði hann
komizt að þeirri niðurstöðu,
að ekki ætti að afhenda hand-
ritin. Hann kvaðst þeirrar
skoðunar, að gjöfin til íslend-
inga myndi ekki vekja hrifn-
inigu hinna norrænu nágranna
heldur gera þá agndofa.
Morten Lange, Sósíalíska
þjóðarflokknum, kvaðst vera
hlynntur afhendingu, en
þykja miður, að ekki hefði
verið haft samráð við danska
vísindamenn.
Jens P. Jensen, Vinstri-
flokknum, hélt jómfrúrræðu
sí'na og sagði, að þingmenn-
irnir 49, sem nú ættu sæti á
þingi í fyrsta skipti, ættu
heimtinigu á að málið yrði
tekið til nákvæmrar með-
ferðar. Hann lagði til, að grip-
ið yrði til þjóðaratkvæða-
greiðslu, ef viðunandi sam-
komulag næðist ekki í þing-
inu. Ennfremur lagði hann til,
að komið yrði á fót stofnun,
þar sem allt efni, er við-
kæmi norrænum miðaldabók-
menntum, yrði undir einu
þaki.
Vinstrimaðurinn Thisted
Knudsen mælti gegn afhend-
inigu handritanna. Hann sagði
m.a.: „Ef gefa á gjöfina verð-
ur að ríkja um hana eining,
ekki aðeins í þinginu heldur
meðal þjóðarinnar allrar“.
Hann sagði, að andstaðan
gegn afhendingu handritanna
færi nú eins oig eldur í sinu
um Danmörku.
í svarræðu sinni sagði K. B.
Andersen, menntamálaráð-
herra m.a., að málið yrði tek-
ið til gaumgæfilegrar með-
ferðar í þinginu og rætt yrði
við þá vísindamenn, er mál-
ið væri skylt. Hann kvaðst
gleðjast yfir því, að nokkrir
ræðumanna hefðu mótmælt
þeirri fullyrðingu, að handrit-
in, sem íslendinigar hefðu
þegar fengið, lægju í van-
hirðu og undir skemmdum.
Hann kvaðst vona, að þing-
nefndin afgreiddi málið mál-
efnalega og með stillinigu og,
að samkomulag næðist á
breiðum grundveUi. En mála-
miðlun væri takmörk sett
vegna þess að samnigavið-
ræðum við íslendinga um
afhendingu handritanna
Poul Möller í ræðustól.
hefðu þeigar farið fram. fs-
lendingar gætu talið mála-
miðlun, sem ekki kæmi heim
við samkomulagið, brot á
grundvallaratriðum.
Erik Eriksen bar síðan
fram fyrirspurn um, hvort
unnt væri að semja um af-
hendingartima og hvernig
afhendingin skyldi fara fram.
Kvað ráðherrann þetta mögu-
legt án þess að höggva of
nærri íslendingum.
Ib Thyregod lét í ljós þá
skoðun, að frá lagalegu sjón-
armiði væri vafasamt, að
unnt væri að krefjast þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Poul Möller, gagnrýndi, að
rætt hefði verið við íslend-
inga um afhendinguna áður
en frumvarpið var lagt fyrir
þingið og samþykkt. Hann
kvaðst þeirrar skoðunar, að
K. B. Andersen hefði ekki gert
nægilega grein fyrir því hvort
umræðurnar um frumvarpið
væru bundnar af samkomu-
laigi við íslendinga.
Helveg Petersen sagði, að
hamrað hefði verið um of á
því, að stórt bókasafn væri
nauðsynlegt handritarann-
sóknunum.
Þá tók menntamálaráðherr-
ann til máls á ný og lagði
áherzlu á, að rætt yrði víð
vísindamennina. Hann sagði,
að meðferð frumvarpsins
yrði að vera í samræmi við
dansk-íslenzka samninginn,
sem enn hefði ekki verið
undirritaður. Það gæti hugs-
ast, að íslendirugar hefðu
heimtingu á að taka þátt í
meðferð málsins, því að sam-
Framhald á bls. 31.
....................iiiiiiiiíiiiiiiiiiiii.............................1111111.iiiimuu...hiiiiiii...111...111.... 1.......................