Morgunblaðið - 27.11.1964, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.11.1964, Qupperneq 1
28 siðwr Sjóslys í þoku Flutningur særðra frá Staniey ville 200 gislum bjargað frá borginni Paulis — 17 drepnir tvo síðustu daga Starfi belgiska fallhlífaliðsins lokið innan 48 klst. segir Spaak j || Brússel, Leopoldville, ! 26. nóv. — (AP-NTB) — '<* BELGÍSKIR fallhlífaher- menn héldu í dag áfram að bjarga hvítum gislum upp- reisnarmanna í Kongó. Gerðu þeir áhlaup á hæinn Paulis, sem er tæpa 400 km fyrir norðan Stanleyville og tókst að bjarga tvö hundruð gisl- «m. Fólkið var allt flutt til Leopoldville. Til Briissel komu í dag 70 flóttamenn, er verið höfðu í Stanleyville og voru ófagrar lýsingar þeirra á meðferðinni, er þeir höfðu hlotið. Baudou- ín konungur og Fabiola drottning hans tóku á móti fólkinu á flugvellinum og nrðu mjög hrærð af frásögn- um þess. Paul Henri Spaak, utan- ríkisráðherra Belgíu til- kynnti í kvöld á fundi með fréttamönnum, að starfi belg- ísku fallhlífasveitanna í Kongó yrði lokið eftir 48 klst. í síðasta lagi — og þeir yrðu allir komnir heim til Belgíu n-k. miðvikudag. • FREGNIR frá Elizabethville í kívöld hermdu, að upp- reisnarmenn hefðu aftur náð á sitt vald námuhorginni Punia, sem er 240 km norður af Kindu. Var flugvöllurinn þar notaður til bir,gðaflutninga til stjórnar- hersins, sem réðist inn í Stanley ville á þriðjudag. Bærinn Punia er mjög mikilvægur vegna sam- gangna milli Leopoldville og Stanleyville og getur þetta því haft alvarlegar afleið- ingar fyrir herliðið þar. f AP frétt segir, að taka Punia sé mikið áfall fyrir Thsombe og merki þess, að stjórnarliðinu muni ekki takast að fylgja nægi lega eftirþeim sigrum, er það vinni á uppreisnarmönnum. Borgin Paulis, sem er um 390 kim norður af Stanleyville og telur um fimm þúsund íbúa, var stærsta borgin, sem uppreisnar- menn höfðu enn á sínu valdi í norðurhluta landsins. Þar lentu belgískir fallhlífahermenn, 267 að tölu, í dögun og höfðu síð- degis í dag bjargað um tvö hundruð gislum, þar af 51 belgiskum, 54 grískum og sjö bandarískum. Heðal hinn bel- gísku voru 20 dominikana-munk ar. Belgíska fallhlífaliðið hafði til umráða sjö bandarískar flug- vélar af gerðinni C-130 og lentu allar heilu og höldnu. Fjórar urðu fyrir skotum uppreisnar- manna en löskuðust aðeins lítil lega. Að sögn bandaríska sendi- Framh. á bls. 27 New York, 26. nóvember — (AP-NTB) — A Ð minnsta kosti sextán manns druknuðu í morgun, er norskt olíuflutningaskip, „Stolt Dagali“, lenti í árekstri við ísraelskt farþegaskip „Shalom“, 65 km fyrir utan höfn New York-borgar. — Svartaþoka var á og rigning en sjólítið. Skipið brotnaði í tvennt við áreksturinn og sökk afturhlutinn fljótt. —- „Shalom“ laskaðist niikið, en komst þó af eigin ramleik til hafnar í New York. • Á norska skipinu var 43 manna áhöfn og björguðust 25 þeirra. Tveggja var enn saknað, er síðast fréttist, en vitað, að 16 höfðu farizt. Á israelska skip- inu voru um það bil 600 farþeg- ar auk 460 manna áhafnar og skemmtikrafta. Engan sakaði af skipinu — ein kona var að vísu flutt í sjúkraflutningi til lands eftir slysið, en veikindi hennar voru ekki af þess völdum. Norsku skipbrotsmennirnir voru fluttir í sjúkrahús í New Jersey. • Áreksturinn varð um 300 km. frá staðnum, þar sem ítalsk* Framh. á bls. 27 Eldur lagöur í bifreiðar, - rúður hús og brotnar London, 26. nóv. AP-NTB ★ Kommúnistaríkin og nokkur Afríkuríki héldu í dag áfram hörðum árásum á Belga og Bandaríkjamenn vegna atburðanna í Kongó. í kvöld hermdu fregnir frá Kairo, að upplýsingaskrif- stofa bandaríska sendiráðsins stæði í björtu báli. Hafðí fjöldi manna safnazt saman við sendiráðið í dag, reynt að ráðast þar til inngöngu, brotið rúður og lagt eld í bifreiðir. ★ í Nairobi í Kenya fóru hundruð manna hópgöngu að sendiráðum Belgíu og Bandaríkj anna og höfðu uppi spjöld með áletrunum „Sendum Mau JVIau til að berja á Thsombe og „Rek am aila Bandarikjamenn og Belga frá Kenya“. Voru bifreið- ir brenndar og sendiráðsbygging ar grýttar. Sá sem skipulagði aðgerðirnar í Nairobi var Sammy Maina, formáður stjórn- arí'okksins KANU í borginni. Sagði liann fréttarr.mnum, að hann og fylgismenn hans krefð- ust vopnaðrar íhlutunar Afríku- ríkja í Kongó — þó svo það' kosti þriðju heimstyrjöldina“ — eins og hann komst að orði. ár Frá Vínarborg herma fregn ir, að Afríkustúdentar við nám í Prag hafi gert aðsúg að banda- ríska sendiráðinu og grýtt bygg inguna. Símaði einn starfsmað- ur sendiráðisins til Vínar að all- ar rúður á fyrstu tveim hæðum sendiráðsins væru brotnar og ólf bifreiðar starfsmanna þ«ss meira og minna skemmdar. Lögreglan kom fljótt á vett- 'vang, er hún var til kölluð og dreifði stúdentunum — em ekki leið á löngu áður en þeir hófðu flykkzt að brezka sendiráðinu Voru nokkrar rúður brotnar þar Fraimhald á bls. 27. Paul Carlsson. Hann var gæddur miklu hugrekki ÞEGAR bandaríska utanríkis- ráðuneytið tilkynnti fjöl- skyldu trúboðslæknisins Pauls Carlssons, að hann hefði orð- ið meðal fórnarlamba villi- mennskunnar í Stanleyville, gáfu faðir hans, Gus Carlsson og bróðir, Dwight, sem einn- ig er læknir, út sameiginlega orðsendingu. Þar sagði með- al annars, að þrátt fyrir þær tilfinningar sorgar, er þrúg- uðu hjörtu þeirra, minntust þeir orða móður þeirra frá fyrri árum. Hefði hún látið Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.