Morgunblaðið - 27.11.1964, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.11.1964, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 if Föstudagur 27. nóv. 1964 ÍSJÚKRAHÚSI Suðurlands bafst fyrir skömmu höfðing- leg gjöf frá fimm einstakling- um á Suðurlandi. Er hér um að ræða tveggja hektara spildu úr jörði'nni Árbæ í Ölf- ushreppi. Gjöfinni fylgir 14 sekúndulítri af heitu vatni úr borholu þéirri, er boruð hef- | ur verið í landi jarðarinnar. Skilyrði fyrir gjöf þessari er, að byggingarframkvæmdir verði hafnar fyrir 1. jan. 1970. | Sjúkrahússnefnd Selfoss- Sjúkrahúsi Suðurlands gefin vegleg hrepps hélt á miðvikudag kaffisamsæti fyrir gefendur. Ráðemaður sjúkrahússins, Teitur Eyjólfsson, flutti þar stutta ræðu. Gerði hann lítil- lega grein fyrir gjöfinni og lýsti ánægju sinni yfir því, að hér skyldu fimm Selfyss- ingar hafa lagt svo gjörva hönd á plóginn. Sagði Teitur, að almennur vilji væri fyrir byggingu nýs sjúkrahúss, en gjöf ekki væri öllum ljóst hið geysi lega átak sem til þyrfti. Næstur talaði Matthías Ingibergsson, form. sjúkra- hússnefndar. Sagði Matthías, að þar sem sjúkrahúsinu hefði þegar boðizt lóð annars stað- ar yrði að vega og meta hvort hægt yrði að taka þessari gjöf. Þyrfti einnig að leita afstöðu Ölfushrepps í sambandi við vatnslagnir o. þ. h. Sagðist Matthías á þessu stigi ekki getta annað en þakkað af heil- um hug þá fórnfýsi, sem gef- endur hafa sýnt. Sjúkrahúslæknirinn á Sel- fossi, Óli Kr. Guðmundsson, stóð næstur upp og flutti stutta tölu. Hann sagðist hafa skoðað Árbæjarland og að því er honum virtist væri aðstaða þar mjög góð. Sagði hann að það færi betur ef fleiri sýndu slíkan stórhug sem gefendur hafa sýnt. Næstur talaði Jón Pálsson fyrir hönd gefenda. Sagði hann að af augljósum ástæð- um væri það nauðsynlegt að hafa gott sjúkrahús á Sel- fossi eða í nágrenni. Áður fyrr, þegar flytja þurfti sjúkl- inga til Reykjavíkur, kom það oft fyrir að sjúklingarnir dóu á leiðinni. Sagði Jón, að þeg- ar verkið væri hafið væri mik- ið komið. Þó mönnum kynni að virðast hinn tveggja kíló- metra vegur frá Selfossi að Árbæ löng leið, væri það ekki svo miklu lengra en úr mið- bæ Reykjavíkur að Lands- i spítalanum. Sjúkrahús væri i bezt sett örlítið utan byggð- i arinnar á kyrrlátum og falleg- / um stað, eins og þarna að 1 Árbæ. Hægt væri að byggja sjúkrahúsið á bakka Ölfusár, svo skolp- og frárennslis- leiðslur þyrftu ekki að vera langar. Að jarðhitanum væri geysimikill sparnaður. Matthías Ingibergsson tók nú aftur til máls og sagði að ekki myndi hægt að byrja byggingarframkvæmdir við nýtt sjúkrahús fyrr en fyrsta fjárveiting kæmi frá ríkinu. Nú hefði sjúkrahsúið verið sett á biðlista um styrk, en fjögur sjúkrahús væru ofar á listanum. Þeir aðilar, sem gefið hafa þessa veglegu gjöf, eru: Jón Pálsson, dýralæknir og frú Áslaug Stephensen, Eiríkur Bjarnason og frú Jónína Guð- mundsdóttir, Brynjólfur Gísla i son og frú Kristín Árnadóttir, Sveinn Hjörleifsson og frú Elín Sigurðarclóttir, Lúðvíg Helgason og frú Ásthildur Michelsen. Gefendur, standandi frá vinstri: Brynjólfur Gíslason, Sveinn Hjörleifsson, Jón Pálsson, Lúðvíg Helgason og Ei- ríkur Bjarnason. Sitjandi f. v.: Elin Sigurðardóttir, Áslaug Ó. Stephensen og Ásthildur Michelsen. Á myndina vantar þær Kristínu Árnadóttur og Jónínu Guðmundsdóttur. Lúðrasveit Vest- mannaeyja 25 ára amesi, Reyðarfirði, Eskifirði, Nes kaupstað, Hallormsstað, og víða um sveitir á Suðurlandsundir- lendi. Frá 1904—1964 hafa 130 manns leikið í Lúðrasveitinni. Vestmannaeyingar vilja á þess um tímamótum þakka Lúðra- sveitinni fyrir mjög gott starf, ánægju og skemmtun og vænta þess að mega njóta starfs hennar um ókomna tíma. — I stjóm Lúðrasveitarinnar eru í dag Hreggviður Jónsson, Erlend ur Eyjólfsson, Baldur Kristins- son, Sigurður Sveinbjörnsson og Einar Erlendsson. — Bj. Guðm. VESTMANNAEYJUM, 26. nóv. — Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur upp á 25 ára afmæli sitt í dag með því að efna til hljóm leika. Á söngskrá á þessum hljómleikum em 13 lög eftir inn lenda og erlenda höfunda. í tilefni af þessu afmæli þykir rétt að rifja upp að nokkru sögu og etarf Lúðrasveitar Vestmanna- eyja frá byrjun, en Lúðrasveitin var upphaflega stofnuð 1904. Frumkvöðullinn að stofnuninni var Brynjólfur sál. Sigfússon, organisti og kaupmaður, er á sín um tíma var lífið og sálin í söng- og músiklífi bæjarins. Brynjólf- ur var stjórnandi Lúðrasveitar- innar til 1916, en þá lagðist starf eveitarinnar niður um hríð. Helgi eál. Helgason,' tónskáld, fluttist til Vestmannaeyja 1918, þá ný- kominn frá Kanada. Hann tók merkið upp og stjórnaði Lúðra- eveitinni til ársins 1921, er hann fluttist héðan úr bænum. Síðla érs 1924 var Lúðrasveitin endur- vakin öðm sinni og var Hall- grímur Þorsteinsson frá Reykja- vík aðaldriffjöðrin. Starfaði hann hér við Lúðrasveitina í 3 sumur. Árið 1925 byrjuðu Hregg viður Jónsson og Oddgeir Krist- jánsson að leika í Lúðrasveitinni undir stjórn Hallgríms og störf- uðu það til ársins 1932, en þá hætti sveitin störfum að sinni. Saga Lúðrasveitar Vestmanna- eyja verður aldrei skrifuð nema nöfn Hreggviðs og Oddgeirs komi þar mikið við sögu, þó sér- staklega Oddgeirs, sem verið hef ur lífið og sálin í starfsemi henn ar frá því hún var endurvakin árið 1939, en að því var Oddgeir frumkvöðull. Frá 1939 hefur eins og fyrr segir Oddgeir verið drif- fjöðurin í starfi sveitarinnar og stjórnandi alla tíð. Hefur Odd- geir með þessu starfi sínu reist sér mjög veglegan minnisvarða í músiklífi bæjarins og víst er að mjög hefði það verið fábreytt og dauft oft á tíðum, ef hans hefði ekki notið við. Lúðrasveitin hefur á þessum árum leikið í heimabyggð sinni á vel flestum mannamótum og einkum þó á þjóðhátíð, þar sem leikur hennar hefur alla tíð ver ið fastur liður og sett sinn svip á þau hátíðahöld. Auk Iþessa hef ur Lúðrasveitin leikið í Reykja- vík, Hafnarfirði, Keflavík, Akur eyri, ísafirði, Önundarfirði, Borg STAKSTtll\!AR Straumhvörf í menntamálum Steindór Steindórsson, yfir- kennari Menntaskólans á Akur- eyri, ritar nýlega grein í tíma- rit sitt „Heima er bezt“ wndir þessari fyrirsögn. Drepur hann þar fyrst á vélvæðinguna, sem sé megineinkenni nútímans. Hann rekur hinar miklu breytingar, sem orðið hafi í hinu íslenzka þjóðfélagi, sem breytzt hafi á örskömmum tíma úr vélvana, tækjasnauðu bændaþjóðfélagi i vélvætt iðnaðarsamfélag. Síðan kemst hann að orði á þessa leið: „En allar þessar breytingar hafa fært oss heim sanninn um það, að þörf er aukinnar kunn- áttu við sérhvert starf, ekki ein- ungis til þess að vinna starfið eins og það kemur fyrir daglega, heldur einnig undirstöðuþekking á lögmálum náttúrunar. Og þetta er ekkert sérkenni á oss íslend- ingum, þótt breytingin sé ef til vill hraðari hér en víðast annars staðar. Svipuð saga gerist um heim allan, og alls staðar er hrópað á meiri kunnáttu og nýja kunnáttu. Mannkynið á í miskunnar- lausu kapphlaupi við hungurvof- una. Og svo er fyrir að þakka auknum samskiptum mannanna að hungursneyð í einu landi er ekki lengur einkamál þeirrar þjóðar, heldur mannkynsins alls, ef svo mætti segja. Allar þjóðir hljóta því að taka þátt í kapp- hlaupinu um að afla meiri mat- væla, þó skorturinn knýi ekki á dyr þeirra, alltaf eru einhverj- ir til sem þjálst af skorti. Hið eina sem gefur mönnum von um að sigra í þessu kapphlaupi er aukin þekking þeirra á því, hversu hagnýta megi gæði jarðar innar......“ Hvarveina hrópað á meiri þekkingu Steindór Steindórsson heldur áfram: „Með öðrum orðum, hvar sem vér skyggnumst um, er hvar- vetna hrópað á meiri þekkingu, meiri kunnáttu. Og þekking sú sem krafizt er er öll á raunvís- indasviðinu. Það nægir mannin- um ekki lengur að rýna úr sér augun á máðum stafkrókum og skorpnuðu bókfelli, þylja Hóm- erskvæði eða pæla gegnum latn- eska höfunda á frummálinu, þó það allt geti verið skemmtilegt og væntanlegt til andlegrar leik- fimi, ef svo mætti að orði kveða. Lífsbaráttan, sjálf tilvera mann- kynsins á jörð vorri, krefst ann- arra hluta. Hún krefst fremur öllu öðru þekkingar á nátt-úrunni sjálfri og lögmálum hennar, jafnt lifandi veru og dauðra hluta. Án þeirrar þekkingar fáum vér menn ekki séð oss farborða.“ Vanræksla uppeldis- kerfisins Greinarhöfundur lýkur máli sínu með þessum orðum: „Mörgum hrýs hugur við vél- væðingunni og efnishyggju þeirri, sem tækninni hlýtur að fylgja. Enn er drottnandi sú skoð un hjá mörgum, að hin svo- nefndu hugvísindi ein séu þess megnug að gefa manninum næga siðferðiskennd og margt það, sem úrskeiðis fer í nútíma þjóð- félagi sé beint eða óbeint að rekja til framsóknar raunvísind- anna. Ég held að þar vaði menn reyk. Raunvísindin sjállf eru ná- kvæmlega jafn siðræn og önnur vísindi. En ef þeirra sök er ein- hver, þá stafar það beinlínis af þeim viðhorfum, sem snúið hef- ur verið gegn þeim. Það er raun- ar vanræksla uppeldiskerfisins á raunvisindum, sem þar á sökina en ekki visindin sjálf,“ segir Stcindór Steindórsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.