Morgunblaðið - 27.11.1964, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.11.1964, Qupperneq 8
MORGUNBLADID Fostudágur 27. nóv. 1964 * waEHHm Frumvarp um veitingu prestakalla MENNTAMÁLANEFND Neðri deitdar hefur flutt frumvarp um veitingu prestakalla. Er það 6- breytt frá frumvarpi, sem flutt var á Alþingi 1962-1963. Aðal- efni þess er, að prestar skuli kosnir af kjörmönnum, en þeir eiga að vera samkv. frumvarp- inu sóknarnefndir og safnaðar- fulltrúar prestakallsins. Þá er einnig gert ráð fyrir því, að katla megi prest þ.e. velja hann án umsóknar, ef % kjörmanna ern um það sammála. Fer frumvarpið í heild hér á eftir. 1. gr. Þagar prestakall losnar og prestur er eigi kallaður til em- bættisins (sbr. 6. gr.), auglýsir biskup kallið ' með hæfilegum umsóknarfresti. 2. gr. Að liðnum umsóknarfresti sendir biskup prófasti hlutaðeig- andi prófastsdæmis, sé hann eigi umsækjandi, svo og sóknarnefnd um prestakallsins, skrá yfir þá, er sótt hafa ásamt skýrslu um aldux þeirra, náms- og embættis feril og störf. Jafnframt sendir hann prófasti næigilega marga atkvæðaseðla með nöfnum um- sækjenda og felur honum að boða kjörmenn prestakallsins á < IALL5 r l / \JXISRj2iS \ Vélapakkningar Ford ameriskur Ford Taunus Ford enskur Chevrolet, flestar tegundii Buick Dodge Piymoth De Soto Chrysler Mercedes-Benz. flestar teg. Volvo Moskwitch, allar gerðir Pobeda Gaz ’59 Opel. flestar gerðir Skoda 1100 — 1200 Renault Dauphine Volkswagen Bedford Diesel Thames Trader BMC — Austin Gipsy GMC Þ. Jónsson & Co. Brautarholti 6, Simi 15362 og 19215. sameiginlegan fund innan til- tekins tíma. Kjörmenn eru: Sókn arnefndarmenn og safnaðarfull- trúar prestakallsins (aðalmenn). Fyrsti varamaður tekur sæti aðal manns, ef forfallaður er. Sé pró fastur héraðsins umsækjandi um kallið, nefnir biskup annan pró- fast í hans stað. 3. gr. A kjörmannafundi skulu um- sóknir ásamt umsögnum bisk ups liggja frammi til athugunar. Fundurinn er lokaður, og stýrir prófastur honum. Ef meiri hluti kjörmanna samþykkir, að kjör skuli fram fara, skal það fram- kvæmt með þeim hætti, sem seig- ir í . gr. Að öðrum kosti ráðstaf- ar kirkjumálaráðherra embætt- inu samkvæmt tillögu biskups. 4. gr. Ef samþykkt er, að kjör fari fram, ákveður prófastur kjör- fund kjörmanna þá þegar eða næsta dag hið síðasta. Kjörfund- ur er lokaður, og stýrir prófast- ur honum. Fer þar fram leyni- leg, skrifleg atkvæðagreiðsla um umsækjendur. Prófastur afhend- ir hverjum kjörmanna einn at- kvæðisseðil, og setur kjörmaður kross framan við nafn þess, er hann kýs. Prófastur skilar at- kvæði á sama hátt. Að lokinni atkvæðaigreiðslu eru atkvæði inn sigluð og send biskupi í póst- ábyrgð, ásamt afriti af gerðabók kjörfundar. Verði ágreiningur um undirbúning eða framkvæmd kosningar eða hún kærð, fellir kjörstjórn úrskurð um málið. Kjörstjórn skipa, auk biskups, 2 menn, er kirkjumálaráðuneyt- ið skipar til 5 ára í senn. J 5. gr. Þegar kjörstjórn hefur kynnt sér niðurstöður kjörfundar, send- ir biskup afrit af bókun hennar til kirkjumálaráðherra, ásamt rökstuddri tillöigu sinni um veit- ingu. Biskup styður með tillögu sinni þann umsækjahda, er hlot- ið hefur % atkvæða kjörmanna. Skal veita honum embættið, enda telst hann hafa hlotið lögmæta kosningu. Nái umsækjandi ekki % tkvæða kjörmanna, telst kosningin ólögmæt, og mæl- ir biskup þá með tveimur umsækj endum, ef um fieiri en einn er að ræða ,er hann telur, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna, standa næst því að hljóta em- bættið, og í þeirri röð, sem næst liggur að hans dómi. Veitir ráð- herra því næst embættið öðrum hvorum þessara tveggja. 6. gr. Heimilt er kjörmönnum að kalla prest. Ef 3A kjörmanna prestakallsins eru einhuga um að kalla tiltekinn prest eða guð- FASTEIGNA-OG VERÐBRÉFASALA Til sölu Glæsilegt einbýlishús í Holtagerði í Kópavogi. Húsið er á einni hæð 188 ferm. fyrir utan bílskúr. í húsinu eru 5 svefnherbergi, húsbóndaherbergi, 3 stórar stofur, stórt eldhús 2 snyrtiherb., þvottahús og 2 geymsluherb., annað ætlað fyrir kalda geymslu. Húsið er einstaklega fallegt og alit haganlega fyrir komið. Húsið selst fok- helt. Olaffur Þorgrímsson hri. Austurstræti 14, 3 hæö - Sími 217B5 fræðikandidat án umsóknar, gera þeir prófasti viðvart um það í tæka tíð, en hann tilkynnir bisk- upi, sem felur þá prófasti að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund innan viku, og er þá embættið eigi auiglýst. Samþykki % kjörmanna að kalla tiltekinn mann til embættisins, sem lögum samkvæmt á rétt til prestsembættis í íslenzku þjóð- kirkjunni, skal biskup birta köll- unina þeim presti eða kandidat, sem í hlut á. Taki hann köllun, skal veita honum embættið, ella er embættið auglýst til umsókn- ar. 7. gr. Prestsembættin að Skálholti, Hólum og Þingvöllum veitir for- seti íslands samkvæmt tillöigu biskups og kirkjuráðs. 8. gr. Setja má reglugerð, er kveði nánar á um framkvæmd þessara laga. í greinargerð með frumvarp- inu segir m.a.: Menntamálanefnd flytur frv. þetta samkvæmt ósk dóms- og kirkjumálaráðherra. Einstakir nefndarmenn áskilja sér allan rétt í afstöðu sinni til málsins og hafa um það óbundnar hendur. Frumvarp þetta er óbreytt frá fmmvarpi, er flutt var af mennta málanefnd neðri deildar Alþing- is á 83. löggjafarþingi, 1962-1963, 188. mál, þingskjal 362. Frumvarpið var sent mennta- málanefnd neðri deildar aftur af kirkjumálaráðherra 23. október 1964 með tilmælum um, að nefnd in flytti það, þegar fengin væri umsögn kirkjuþings um málið, en það hafði ekki hlotið af- greiðslu á 83. löggjafarþinigi. IV. kirkjuþing var háð í Reykja vík daganna 25. október til 6. nóvember 1964. Frumvarpið var lagt fyrir kirkjuþingið, sem samþykkti það óbreytt eftir tvær umræður og athugun í nefnd milli umræðna. í greinargerð með sams konar frumvarpi, sem flutt var á Al- þingi 1962-63 og vísað er til í þessu frumvarpi sagði m.a.: FrumvarpiS miðar að því að bæta úr þeim meinbugum, sem fylgja gildandi lögum um veit- ingu prestakalla. Samkvæmt því skulu almennar prestskosningar lagðar niður, en íhlutun safnað- anna um val á prestum sínum tryggð á annan veg, þ. e. með því, að þeir menn, sem söfnuðirn ir velja til forgöngu í málefnum sínum, sóknarnefndarmenn og safnaðarfulltrúar, fjalli um málið og greiði atkvæði um umsækjend ur. Eðlilegt er, að prófastur hafi umsjón með framkvæmd þessar ar kosningar og hafi atkvæðis- rétt, enda er líkur háttur hafður í Danmörku og Noregi, þar sem sóknarnefndir gera tillögur um veitingu prestsembætta á hlið- stæðan hátt og hér er gert ráð fyrir. Skv. 5. gr. frv. skal veita þeim umsækjanda embættið, er hlýtur % atkvæða fyrrnefndra kjörmanna, og verður þá aðstaða veitingavaldsins hin sama og skv. gildandi lögum þegar kosning er lögmæt. Hljóti enginn umsækj- enda slíkan stuðninig kjörmanna, mælir biskup meið tveimur um- sækjendum, ef um fleiri en einn er að ræða, eftir því sem hann telur eðlilegast, en kirkjumála- ráðherra veitir öðrum hvorum embættið. Skv. 6. gr. geta trúnaðarmenn kallað prest án umsóknar, ef nægilega margir þeirra eru ein- huga um að kveðja tiltekinn mann til þjónustunnar. Þykir eðlilegt að gera ráð fyrir þess- um möguleika, og má ætla, að vel gæfist. í þjóðkirkjum nágrannaland- anna eru allmörg prestsembætti undanþegin almennUm ákvæð- um um veitingu. Veldur því bæði eðli embættanna sjálfra og svo hitt, að kirkjunni er nauðsyn að hafa einhver embætti til ráð- stöfunar handa sérstökum verð- leikamönnum. Þykir eðlilegt, að slík sérstaða sé löigákveðin um prestsembættin á hinum fornu biskupssetrum og á Þingvöllum. Sóknarnefndir Jafnhliða frumvarpinu um veitingu prestakalla hefur verið útbýtt frumvarp frá menntamála nefnd N.d. um breyting á lög- um um skipun sóknarnefnda og héraðsnefnda. Það felur í sér tvær meginbreytingar á gildandi lögum: 1. Lagt er til, að sóknarprestar og safnaðarfulltrúar sitji fundi sóknarnefnda, en hafi þó ekki atkvæðisrétt á fund unum. 2. Gert er ráð fyrir fjölgun sóknarnefndarmanna í fjöl- mennum prestaköllum í allt að 11 menn (auk safnaðar- fulltrúa og sóknarprests). 1 greinargerð með frumvarp- inu segir m.a. Lögin um sóknarnefndir frá 1907 eru orðin það gömul, að e'ðlilegt er, að þau samsvari ekki að öllu leyti kröfum breyttra tíma. Sú breyting á lögunum, sem hér er lögð til, miðar að því, að sóknarnefndir geti orðið virkari starfsaðili í safnaðarlíf- inu, einkanlega í hinum fjöl- mennari prestaköllum, og jafn- framt með tilliti til þeirrar auknu ábyrgðar, sem þeim yrði fengin, ef lögum um veitingu prestakalla yrði breytt á þann veg, sem lagt er til í frumv. því um þáð efni, sem kirkjuþing 1962 samþykkti. Sameinaðþing Á fundi Sameinaðs þings í gær var lokið umræðum um þings- ályktunartillögu Ólafs Björns- sonar um aðstoð við þróunar- löndin. Var tillögunni vísað til utanríkismálanefndar. Þá var þingaályktunartiil. um héraðs- skóla að Reykhólum og þings- ályktunartill. um aflatrygginga- sjóð sjávarútvegsins vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar. Efri deild LANDSKIPTALÖG. Karl Kristjánsson (F) gerði grein fyrir frumvarpi, sem hann og Ólafur Jóhannesson flytja í sameiningu, um breytingu á landskiptalögum, þannig að á- kvæði þeirra laga verði ljós um það, að enginn eigandi sameign- arlands megi, án samþykkis hins, eða hinna, ef fleiri eru, sem land ið eiga, hagnýta óskipt verð- mæt jarðefni sameignarinnar, hver sem þau eru, nema til heim ilisnota fyrir sjálfan sig. Var frumv. vísað til 2. umr. og nefnd- ar. IMeðri deild Leiklistarstarfsemi áhugamanna. Pétur Pétursson (Alþfl.) gerði grein fyrir áliti menntamála- nefndar um frumvarp um leik- listarstarfsemi áhugamanna. Sagði hann, að nefndin hefði orð íð sammála um, að mæla með frumvarpinu. Væru nefndar- menn sannfærðir um, að yrði þetta frumvarp að lögum, þá myndi það verða öflugur stuðn- ingur við leiklistarstarfsemi á- hugamanna. Menntamálanefnd hefur lagt fram breyti.ngartiLlögur við frumvarpið, og eru helztu breyt- ingarnar, sem í þeim felast frá frumvarpinu þær, að auk A- og B-flokks sýninga komi C-flokk- ur, sem taki til þeirra félaga, sem sýna að minnsta kosti eitt leikrit á ári, sem sérstaklega er ætláð börnum og sé fullgild sýn- ing. Er þetta gert í því skyni að styrkja sérstakilega sýningar barnaleikrita. Önnur aðalbreyt- ingin er sú, að veita megi sér- stakan aukastyrk, ef um íslenzk leikrit er að ræða, enda þótt ekki sé verið að frumsýna þau. Pétur Pétursson ræddi einnig um breytingartillögu, sem fram hefur komið frá Sigurvini Einars syni o.fl. um, að Bandalag ísL leikfélaga hefði afskipti af því, hvernig því fé yrði úthlutað; sem veitt er til þessara mála. Taldi hann þáð eðlilegra, að mennta- málaráð ákveði, hvernig því fé yrði úthlutað. Tvö leikfélög í Hafnarfirði og á Selfossi, hefðu mælt með því, að þetta frumvarp yrði sam- þykkt. Var síðan samþykkt, að vísa frumvarpinu svo breytu til 3. umr. en áður hafði Sigurvin Ein- arsson gert nokkra grein fyrir breytingartillögu sinni, sem var felld. Endurálagning útsvars og tekju- skatts. Framhald var á 1. umr. frum- varps Lúðvíks Jósefssonar o.fL um endurálagningu útsvars og tekjuskatts. Var frumvarpinu vísað til 2. umr. og fjárhags- nefndar, eftir að nokkrar um- ræður höfðu orðið um það, en þar töluðu Einar Ágústsson, Lúð vík Jósefsson og Edvarð Sigurðs- son. Ekkert nýtt kom fram í um- ræ’ðunum. rafveitustjóri. Sjálfstæðisfólk á Akureyri SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN k Akureyri efna til fundar næst- komandi sunnudag kl. 14 í Sjálf- stæðishúsinu, litla sal. Á fund- inum flytur Knútur Otterstedt, rafveitustjóri, erindi um RAF- MAGNSMÁL með sérstöku til- liti til Norðurlands. Magnús Jónsson, alþingismaður, mætir á fundinum. — Allt Sjálfstæðis- fólk er velkomið á fundinn. Þegar Mbl. skýrði frá þessum fundi sl. þriðjudag í frétt, urðu þau mistök, að með fréttinni birtist mynd af föður Knúta Ottersteds og nafna, Knut Ott- ersteds, fyrrverandi rafveitu- stjóra. Mbl. biður velvirðingar á þessu. Málverkin seld- ust öll MÁLVERKASÝNIN GU Sigurð- ar Kristjánssonar sem haldin var í Lidó, laug á miðvikudagskvöld ið með uppboði, en þar voru all- ar myndirnar boðnar upp af Kristjáni Fr. Guðmundssyni, málverkasala. Á sýningunni var 41 málverk og seldust þau ölL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.