Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 15
r Föstudagur 27. nóv. 1964 MORGU N BLADIÐ 15 Dr. Benjamín Elríksson: SKATTAMAL Inngangur ÞAÐ líður sjaldnast svo árið, að ekki verði meiri eða minni um- ræður og deilur, jafnvel illvígar deilur, um skattamál. Nú er það bvo, að í þjóðfélagi sem er í örri breytingu, þá koma sífellt upp ný og ný atriði á sviði skatta- málanna, þannig, að það er á- stæða til að þau séu rædd ann- að veifið. En hinar illvígu deilur um skattamálin, sem eiga sér stað hér á landi, stafa af allt öðru, að mínu áliti. Þau stafa fyrst og fremst af því, að við er- um með ófullkomið skattakerfi, skattakerfi með augljósum göll- um. Og þegar ég segi með göll- um, þá miða ég auðvitað við það hlutverk sem skattakerfið á að gegna, og það þjóðfélag sem það á að þjóna. Sennilega væri réttast að kalla skattakerfið ó- fullgert. Það hefur átt sér stað —- og er enn að gerast — um- breyting hins gamla þjóðfélags, þjóðfélags landbúnaðar og bænda, yfir í þjóðfélag iðnaðar- ins, yfir í iðnaðarþjóðfélagið, sem er fyrst og fremst þjóðfélag laun- þega og atvinnurekenda. Það er ekki aðeins að atvinnuvegirnir taki stórkostlegum breytingum og nýjar þjóðfélagsstéttir mynd- ist, heldur gerbreytast öll við- fangsefni stjórnarvaldanna. Nú er svo komið að það er talið nauðsynlegt að ríkið leysi mörg mál, sem áður voru látin óleyst, eða voru ekki til staðar. Hlut- verk ríkisvaldsins hefur farið sí- felt vaxandi. Jafnvel þar sem mest er reynt að sporna gegn vexti ríkisins, er heimtuð af því margvísleg þjónusta, sem það verður að inna af hendi. Hinn mikli ofvöxtur, sem hlaupið hef- ur í ríkið og þess þjónustu við olmenning, gerir það að verk- um, að óhjákvæmilegt er að rík- ið fái geysimiklar tekjur. Af því leiðir aftur á móti, að ekki er hægt að komast af skammlaust, nema skattakerfið sé hið allra fullkomnasta, til þess að hægt sé að afla þeirra tekna sem með þarf. Þetta kerfi, sem við búum við, hefir í höfuðatriðum verið myndað á seinustu 30 árum, en er að talsverðu leyti orðið til fyrir handahóf, þannig að ein bráðabirgðaúrlausnin hefir leyst oðra af hólmi. Segja má þó að eeinustu árin hafi verstu van- kantarnir verið sniðnir af þýð- ingarmiklum hlutum þess. Ég nefni sem dæmi tekjuskattinn. En það er langt frá því, að laga- bókstafurinn sé ennþá góður, að ég tali ekki um framkvæmdina, sem enn er mjög svo ófullkomin, þótt unnið sé nú að miklum um- bótum. Þegar ég kom heim frá Amer- ríku 1949, samkvæmt ósk þáver- andi ríkisstjórnar, fannst mér aðkoman heldur óhræsileg. Gjaldeyris- og innflutningshöft, skömmtun og úthlutanir, fjárfest ingarhöft, opinberair nefndir, ger- ómöguleg skattaákvæði, og frum- stæður hugsunarháttur um flest sem varðaði efnáhagsmál, hugs- unarháttur, sem var ekki í neinu samræmi við staðreyndir nútím- ans. Þetta var það sem upp vissi á teningnum. Á þessu hefur orðið mikil breyting síðustu 15 árin. En það er langt frá því að málin séu enn komin í nægilega gott horf. Við óstjórnarástand mynd- ast hagsmunir, raunverulegir eða ímyndaðir, sem valda því að staðið er gegn umbótum, sem heildinni eru til mikilla hags-. bóta. í skattamálunum var það eink- um þrennt, sem ég ræddi, eða lagði fram tillögur um að yrði breytt Það er rétt að ég láti þess þó getið, að ég man ekki til þess að ég sæti nokkurn tíma í neinni nefnd sem fjallaði um hið almenna skattakerfL Engin nefnd mun hafa verið skipuð þetta tímabil, til þess að fjalla um hið almenna skattakerfi, er í sætu hagfræðingar, eins og þeir þó hafa fjállað um margar hlið- ar efnahagsmálanna á þessu tíma bili Ég tek þetta sérstaklega fram, því að ég er ekki viss um að almenningi sé þetta ljóst. Hins vegar flutti ég erindi um skatta- mál og skrifaði dálítið um þau af eigin hvötum. Ég rak mig á það, að hug- ímyndir, sem giltu um stighækk- andi tekjuskatt á einstaklinga, höfðu ráðið, þegar ákveðnir voru skattar á félög. Röksemdafærsl- an er þessi: maður, sem hefur — við skulum segja — kr. 200.000 í tekjur, á hægar með að borga meira en tvöfaldan skatt á við þann, sem hefur kr. 100.000. Þetta er rökstutt á þann hátt að tvöhundruð-þúsundasta krónan Fyrri hluti hefur minna gildi fyrir mann sem hefur kr. 200.000 í tekjur, heldur en hundraðþúsundasta krónan fyrir þann sem hefur aðeins kr. 100.000 í tekjur. Hinn fyrri mun- ar minna um að borga eina krónu í skatt heldur en hinn seinni. Hafi félag hins vegar eina millj- ón króna í hreinar tekjur og ann- að tvær milljónir, þá er það al- veg jafn þungt fyrir fyrirtækið sem hefur tvær milljónir að greiða tvöfaldan skatt á við fé- lag, sem hefur eina milljón króna í tekjur, ef hið fyrra hefur t.d. 5 milljónir króna í rekstrinum en hið síðara 10 milljónir króna. Sé höfuðstóllinn í öðru tilfellinu 5 milljónir króna og nettó tekj- ur ein milljón, þá eru það hlut- fallslega jafn háar tekjur og hjá fyrirtæki, sem er með 10 milljón- ir í höfuðstól og hefir í nettó tekjur tvær milljónir króna. Ein króna fyrir seinna fyrirtækið hef- ir ir hlutfallslega jafnmikið gildi og ein króna fyrir fyrra fyrir- tækið. Á grundvelli röksemdar- innar hér að framan er ekki hægt að gera síðara fyrirtækinu að borga hlutfallslega hærri skatt, heldur en fyrra fyrirtæk- inu. Um leið sjáum við, að það er enginn fræðilegur grundvöll- ur fyrir stighækkandi eignaskött- um ef í gildi er stighækkandi tekj uskattur. Annað atriði var það, að verð- lagið var hér í í örum breyting- um. Flest laun voru greidd með verðlagsuppbót, svokallaðri vísi- töluuppbót. Ríkið tók því í mörg- um tilvikum fullt tillit til breyt- inga á verðgildi peninganna. En Alþingi setti hins vegar skatt- stiga hvað eftir annað, án þess að gera neinar ráðstafanir til þess að þeir breyttust með breyttu peningagildi. Þetta skipt- ir auðvitað engu máli, þegar um er að ræða hlutfallslega skatta, en þegar skattarnir eru stig- hækkandi, þá gerbreytast skatt- stigarnir við það að peninga- gildið breytist. Eftir því sem verðlagið hækkar, eftir því verða þessir skattar hlutfallslega hærri og hærri. Þeir þyngjast langt umfram það sem löggjafinn hafði- ætlazt til, þegar hann setti skatt- stigann. Ef stiginn var réttlátur þegar lögin voru sett, þá er hann orðinn ranglátur um leið og verð- lagið er orðið breytt. Sjá allir menn, að það stríðir gegn heil- brigðri skynsemi að láta ytri hluti eins og verðlagsbreytingar ráða því, hvað verður raunveru- legt innihald skattalöggjafarinn- ar sem sett er. JöfnUn sameigin- legra byrða niður á herðar borg- aranna er alltof þýðingarmikið og viðkvæmt mál til þess að hægt sé að sætta sig við stór- felldar raskanir, sem stafa af óviðkomandi og tilviljunar- kenndri þróun á öðrum sviðum. Það vill svo til, að það er ákaf- lega einfalt 'mál að ráða við þetta. Það þarf ekki annað en það að setja ákvæði í lögin, að bilin í skattstiganum skuli breyt- ast með breytingum á vísitöl- unni og tilsvarandi upphæðir. Þannig má halda skattstiganum óbreyttum, þrátt fyrir breytingar á verðgildi peninganna. Einu sinni á ári myndi einn embættis- maður þurfa að verja eins og hálfum eða heilum degi til þess að margfalda upp bilin í skatt- stiganum. Það er allt og sumt. Þriðja atriðið var það, að breyta skattkerfi okkar til sam- ræmis við það skattakerfi sem nágrannar okkar, er lifa í svip- uðu þjóðfélagi og við, búa við. Skattakerfi þeirra byggjast á langri reynslu. Skattakerfi þeirra er í stórum dráttum þannig, að tekjuskatturinn rennur til ríkis- ins. Menn borga tekjuskatt eða skatt af tekjum sínum til ríkis- ins, óháð því hvar þeir búa í landinu. Ástæðan fyrir þessu er einföld. Hún er sú, að menn geta haft tekjur af atvinnurekstri, sem fer í rauninni fram annars staðar ,en þar sem þeir eiga heima. Setjum svo að einstakl- ingar eða félög í Reykjavík fái miklar tekjur af síldveiðum og öðrum atvinnurekstri á Aust- fjörðum. Það er náttúrlega ekki sanngirni, að tekjuskatturinn, eða þeir skattar sem miðast við tekjur, renni til sveitarfélags Reykvíkinga og séu því notaðir til almennra sameiginlegra út- gjalda þar. Það er réttlátt að skattar af þessum tekjum renni til almannaþarfa, til þess að standa straum af nauðsynlegum útgjöldum þjóðarinnar í heild. I þessu samabndi má einnig nefna skipafélög, flugfélög, olíu- félög o.s.frv. Tekjur þeirra eru tekjur af atvinnurekstri, sem fer fram víða um land, þótt höfuð- stöðvarnar séu í Reykjavík. Hið rétta er að skatturinn renni til ríkisins, eða — í einstökum til- vikum — til sveitarfélaganna í sameiningu. Síðan koma svo skattgreiðsl- urnar til sveitarfélaganna. Þær eru af ýmsu tagi. En aðalskatt- urinn er skattur, sem miðaður er við fasteignir. Ein höfuðástæð- an fyrir því, að löng reynsla hef- ir orðið til þess að haldið er fast við þennan skatt, þótt nýjar og vtiganncdar tekjuhndir hafi kom- ið til, er sú að mikið af þeim kostnaði sem sveitarfélögin hafa: löggæzla, gatnagerð, leiðslur i sambandi við vatn og rafmagn, svo og heilbrigðismál, stendur yfirleitt í sambandi við fasteign- irnar. En fleira kemur til eins og ég mun koma að. Tvö af þessum atriðum, sem ég hefi minnzt á, voru lagfærð, án þess um þau yrðu sérstakar umræður eða deilur. Tekjuskatt- inum af félögunum var breytt, þannig að hann var gerður hlut- fallslegur, en ekki stighækkandi, eða hlutfallslega hærri á stærri félögum en minni. Ennfremur var það innleitt, að skattstigarn- ir skyldu breytast með breyting- um á verðlagi, þ.e.a.s. með breyttri vísitölu. Samt gerðist Dr. Benjamín Eiríksson það einkennilega, þegar núver- andi ríkisstjórn tók við völdum, að þetta ákvæði var fellt niður. Þegar ég varð var við þetta, þá skrifaði ég grein um það í blöð- in, en án árangurs. Hins vegar hefur fjármálaráðherra nú lýst því yfir í ræðum, að hann hafi í hyggju að fá þetta ákvæði tek- ið upp á ný. Hvað þriðja atriðið áhrærir, afnám útsvarsins og innleiðslu fasteignaskatts, sem grundvöll að fjárhagskerfi sveitarfélaganna, þá hefur allt setið við það sama, í höfuðatriðum. í skattamálum eru geysimörg atriði, sem hægt væri að ræða. En margt af því er aðeins fyrir sérfræðinga, enda oft hagsmuna- mál lítilla hópa. Ég held mig við grundvallaratriði. Margt mætti færa til betri vegar. Og það er sjálfsagt að viðurkenna, að margt hefir verið stórbætt um, og margt er nú á betri leið. Má þar fyrst nefna hið nýja fyrir- komulag um skattheimtuna, sem er rétt í byrjun, en á sjálfsagt eftir að valda miklum breyting- um til batnaðar áður en lýkur. Það verður að uppræta skattsvik- in. Grundvöllurinn verður að vera réttlát, skýr og skynsamleg löggjöf, og einörð og réttlát fram kvæmd laganna. Með skattakerf- inu berum við hvers annars byrð- ar. Sá sem svíkur undan skatti veltir því sinni byrði yfir á bak náungans, sem verður þá að bera þyngri byrði en réttlátt er. Þegar einn svíkur undan skatti, verða aðrir að greiða meira. Skattsvikarinn er þjófur sem stelur úr vasa náunga síns. Fyr- irtæki sem stelur undan skatti breytir samkeppnisaðstöðu sinni. Þess vegna er það að fyrirtæki í Bandaríkjunum fylgjast nákvæm lega með því að keppinautar þeirra hagi sér rétt samkvæmt skattalögunum. En það er fleira sem þyrfti at- hugunar með. Á síðastliðnu ári voru ekki innheimtar 45 milljón- ir króna af álögðum útsvörum hér í Reykjavík. Þetta er furðu há upphæð, sem við auðvitað eigum öll kröfu á að fá að heyra meira um. Hinar sifelldu hávaðasömu deil ur um skattamálin og hin magn- aða almenna óánægja, sem rís alltaf annað veifið, stafar, að mínu áliti, fyrst og fremst af því, að við höfum ekki tekið upp fasteignaskatt til sveitarfélag- anna í stað tekjuskattsins, sem við raunar köllum útsvar, en senn er ekkert annað en tekju- skattur. Útsvarið er sams konar skattur og tekjuskatturinn til ríkisins. Við borgum í raun og veru tvo tekjuskatta, og óveru- legan fasteignaskatt. Meðan við höfum ekki fasteignaskatt sem aðalskatt til sveitarfélaganna, en tökum aðalskattinn með sömu aðferð og ríkið hefir þegar tekið sinn, þá erum við í sífelldum vandræðum með að afla nægi- legra tekna til sveitarfélaganna, og því sífellt að leita að leiðum til þess að innheimta nægilega mikið fé, og þá eftir leiðum sem eru miklu verri en fasteigna- skatturinn. Ég nefni sem dæmi veltuskattinn sem raunar hefir skipt um nafn og heitir nú að- stöðugjald. Með því að innleiða almennan fasteignaskatt væri hægt að lækka, eða jafnvel, í sumum tilfellum, afnema afstöðu gjaldið. í raun og veru eru okkar fjár- málavandamál auðveldari en flestra annarra þjóða. Og ég skýt því hér inn í, að þegar að við hagfræðingar tölum um fjár- mál, þá eigum við við fjármál ríkisins. Fyrst er það að við höf- um engin landvarnarútgjöld, éða sama og engin. Aðrar þjóðir bera flestar þunga bagga landvarnar- útgjalda. f öðru lagi hagar þann- ig til, að við höfum geysimikla utanríkisverzlun. Af því leiðir að hægt er að taka ótrúlega mikl ar tekjur af innflutningnum, eða 45% af heildartekj um ríkisins. Hvort það sé viturlegt að taka tæpan helming með beinum álög um á innflutninginn, er svo ann að mál. Það er því augljóst, að okkar fjármálavandamál, það er að segja, sá hluti fjármálanna sem snýr að ríkinu, ætti að vera minni og viðráðanlegri en margra annarra ríkja. Skattpeningurinn. Varðandi greiðslu skattsins, hvaða skatts sem er, þá er spurningin þessi: Með hverju greiðum við skatt eða skatta? Svarið er það, að við greiðum alla reglubundna skatta af tekj- unum. Til eru í sögunni skattar — og þá helzt tilfallandi skatt- ar — sem greiðast hafa átt, eða sem greiddir hafa verið með eignum. Ber þar fyrst að nefna erfðafjárskatta. Aðrir skattar, sem greiddir eru með eignum, eru sjaldgæfir, þar eð við lifum í þjóðfélagi, þar sem ekki er ætlast til þess að ríkið taki eig.n \r borgaranna til sín. Við getum að vísu sagt, að tekjur séu líka eign. En viðhorfið er það, að ríkið megi ekki taka það mikið af eignum borgaranna — iþar með taldar tekjurnar — að þær í heild minnki, og er þá miðað við það tímabil sem árið er. Að undanskildum erfðafjársköttun- um er tilgangur löggjafans sá, að skattar séu greiddir af tekj- um. Samt eru ekki allir skattar tekjuskattar. Það sem gerir, að við köllum þá ekki tekjuskatta, er sú staðreynd, að þeir eru miðaðir við annað en tekjur, mælikvarðinn er eitthvað annað en tekjur, en þeir eru allir greiddir af tekjunum. Til þess að gera þetta einfald- ara til skilnings skulum við taka dæmi af rafmagninu. Við greið- um Reykjavikurbæ gjald fyrir rafmagnið, sem við notum. Þetta gjald er ákveðið á marga vegu, bæði hjá Reykvíkurbæ og öðr- um seljendum rafmagns. Sami notandinn borgar gjald eftir fleiri mælikvörðum en einum. Við greiðum t.d. eftir þvi hvað við notum margar kílóvattstund ir rafmagns. En stundum er greitt eftir flatarmáli hússins eða tölu ljósastæða. Hið fyrra myndi svara til tekjuskatts, hið síðara til fasteignaskatts. Þá er einnig til gjaldskrá, sem er þann ig, að við greiðum fyrir það að mega nota, að tilteknu hámarki, rafmagn allar stundir ársins. — Þetta er hemlagjaldið. Þannig er gjaldið fyrir rafmaðnið ákveðið og mælt á ýmsa vegu. í raun og veru erum við alltaf að borga fyrir magn rafmagns- ins, þrátt fyrir margbreytilegar gjaldskrár. Og við borgum það alltaf af tekjum okkar. Allt kem ur þetta úr sama sjóðnum. En mælingin, viðmiðunin, sem við borgum eftir, og hve mikið við borgum, er í hverju þessara til- fella önnur. Þessar mismunandi gjaldskrár miaðst auðvitað við það að seljandi rafmagnsins fái sem mest og um leið að gjaldið komi sem sanngjarnast niður á hina ýmsu notendur, eftir því hvernig þeir nota rafmagnið. Svipað gildir um fasteignaskatt- inn. Skatturinn miðast við fast- eign, en hann er greiddur af tekj- um. Það er því rangt eins og maður sér stundum haldið fram í blöðunum, að fasteignaskattur sé tvísköttun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.