Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 16
16 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 6. des. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbr eiðslus t j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. TRAUSTUR FJÁRHAG- UR BORGARINNAR Fúns og fregnir af fjárhags- áætlun Reykjavíkurborg- ar bera með sér, er hagur börgarinnar góður, enda stjórn Reykjavíkur í traustum höndum. Eins og eðlilegt er hækkar fjárhagsáætlunin nokkuð frá ári til árs, bæði vegna þess að ætíð eru nokkr- ar verðhækkanir og eins vegna aukins fólksfjölda og fjölþættari þarfa. Eins og Geir Hallgrímsson borgarstjóri vék að í borgar- stjórn er það stefna Sjálfstæð- ismanna að eftirláta borgur- unum eins mikil umráð yfir éigin aflafé eins og unnt er, en samt verður borgin að fá til umráða nægilegt fjármagn til að sinna sameiginlegum þörfum íbúanna allra. Mestu framkvæmdir Reykjavíkurborgar eru nú við gatnagerðaráætlunina. — Til gatna- og holræsa er á þessu ári varið 87 millj. kr., en gert er ráð fyrir að verja á næsta ári hvorki meira né minna en 126 millj. í þessum tilgangi. í súriiar hafa menri orðið vitni að því, að heilu hverfin hafa verið malbikuð og menn hafa mjög fagnað því stórátaki, sem verið er að géra í gatna- gerðarmálum. Með meiri reynslu og auknu fjármagni má gera ráð fyrir, að gatna- gerðarframkvæmdir aukist enn að mun, og munu þeir fá- ir, sem sjá eftir þeim pening- um, sem notaðir eru í þessum tilgangi. Borgarstjóri gat þess, að megináherzla væri nú lögð á gatnagerðarframkvæmdir, ekki sízt vegna þess að þar væri auðvelt að koma við vél- um og lítinn mannafla þyrfti til að leysa þetta stórverkefni, en á tímum -vinnuaflsskorts eiga opinberir aðilar að leit- ast við að takmarka fram- kvæmdir, sem útheimta mikið vinnuafl. Að öðru leyti leggur Reykja víkurborg áherzlu á að ljúka fjÖgurra ára áætluninni um hitaveitu í öll skipulögð hverfi borgarinnar. Hafa hita- veituframkvæmdirnar í meg- inefnum gengið samkvæmt áætlun, sums staðar hefur verið farið fram úr áætlun, en annars staðar kunna fram- kvæmdir að dragast lítið eitt fram úr því sem áætlað var. En framkvæmd hitaveitu- áæltunarinnar mun í megin- atriðum verða lokið á næsta árL Þá er og áformað að reyna að ljúka þremur stórbygging- um á vegum borgarinnar, en fresta því að ráðast í ný verk- efni eins og t.d. ráðhús. Þess- ar byggingar eru borgar- sjúkrahúsið, sundlaugin í Laugardalnum og íþrótta- og sýningarhöllin. í öllum þess- um framkvæmdum er þegar bundið mikið fjármagn og sjálfsagt að reyna að ljúka þeim til þess að geta hagnýtt þær fremur en að ráðast í önnur verkefni. Um útsvörin er það að segja að miðað við þann útsvars- stiga sem nú er, mætti gera ráð fyrir að unnt yrði að gefa allt að 20% afslátt í stað 9% afsláttar í ár. Hins vegar er fyrirhugað að breyta útsvars- lögum, svo að enn er ekki ljóst, hvernig útsvarsbyrðum verður skipt niður, en óhætt er að fullyrða að útsvörin verða nokkuð léttari á næsta ári en nú í ár, þar sem tæp- lega 12% hækkun útsvaranna í heild mun vera verulega lægri en nemur heildartekju- aukningu skattþegnanna, því að hinar miklu launahækkan- ir komu einungis á síðari hluta ársins 1963, en hins veg- ar á allt árið 1964, en auk þess fjölgar útsvarsgreiðend- um stöðugt. FRAMLAG OKKAR TIL ATLANTS- HAFSBANDA- LAGSINS egar íslendingar tóku þá heilladrjúgu ákvörðun 1949 að gerast þátttakendur að Atlantshafsbandalaginu, voru um það allskiptar skoð- anir hér á landi. Síðan hafa fleiri og fleiri sannfærzt um nauðsyn þess að við höfum samstöðu með vestrænu þjóð- unum, og nú eru þær raddir orðnar hjáróma, sem and- mæla hinni heilbrigðu utan- ríkismálastefnu íslendinga. Af eðlilegum ástæðum hef- ur framlag okkar til Atlants- hafsbandalagsins verið miklu minna en hinna þátttökuríkj- anna. Við höfum engan her og höfum ekkert fé lagt fram til hervarna, hvorki til að verja okkar eigið land né taka þátt í sameiginlegum vörn- um Atlantshafsbandalsríkj- anna. Á hinn bóginn höfum við talið sjálfsagt að láta Atlants- hafsbandalaginu í té nauðsyn- lega aðstöðu hér á landi, bæði til að tryggja eigið örvggi og eins til þess að styrkja hinar sameiginlegu varnir lýðræð- Mikið sknl til mikils vinna ÞAÐ er margt skrítið í Sel igenstadt í þýzkalandi westra. Þar var það svío áður fyrr, að ferðiamenn sem hug hdfðu á að sleppa við að greiða tcilla fyrir þangað komuaa, gátu það — með því að kneyfa viðarfull það sem á myndirmi séat og tetour tvo lítra. En satt bezt að segja, þá var það oftar en ekki að þeir sem lögðu til atlögu við viðar spóninn þann hinn mikta urðu að Xúta í lægna haJdi. Jaifiraveii þótt drykkurinn rat- aði réttan veg, vildi það vefj aist fyrir þeim er hann inn- byrti að haifa rétta stjórn á reiðskjóta sínum og góssvagni — og yfirvöldin sýndu enga linkind þá frekar en niú þeg ar um alvarlegt brot á um- ferðartLöiggjöfinni var að ræða Fólksf jölgun hindrar bætt lífskjör í S.-Ameríku EFNAHAGSLEG útþensla í Amcríku hefur verið hæg og óregluleg, einnig síðustu þrjú árin, segir i skýrslu sem ný- lega hefur verið birt um efna- hagsástandið í álfunni. Verzl unarskilyrði hafa versnað og framleiðslan dregizt saman. Hin öra fólksfjölgun hefur gert ástandið enn alvarlegra og stuðiað að hinum óhag- stæðu aðstæðum miðað við önnur svæði heimsins. „Economic Survey of Latin America, 1963“ er samin af Efnahagsnefnd S. Þ. fyrir Lat nesku Ameríku (ECLA) og fjallar um þróunina á árun- um 1960—63, sem rædd verð- ur á Allsherjarþinginu innan skamms. Árið 1960 jukust tekjur á hvern íbúa um 2,9 af hundr- aði og 1961 um 2,6 af hundraði, en árið 1962 var ekki um neina aukningu að ræða, og 1963 voru tilhneigingar til samdráttar. Það var einkum tvennt sem stuðlaði að þessari þróun óstöðugleiki hinnar innlendu iramleiðslu og versnandi við- skiptaskilyrði. Framleiðslan jókst árið 1961 um 2,5 af hundraði á hvern íbúa, en dróst saman árið eftir, og þar næsta ár (1963) var h ú,n minni en árið á undan í bein- um tölum. Á árunum 1958— 63 hafa viðskiptaskilyrðin (terms of trade) versnað um 8 af hundraði og hafa haft áhrif á kaupmátt útflutnings ins. Fólksfjölgunin í Latnesku Ameríku er örari en víðast hvar annars staðar í veröld- inni. Það er fyrst og fremst hún sem veldur því, að álfan getur ekki orðið samstíga öðr um svæðum heimsins í efna- hagslegum framförum. Fram- leiðsluþróunin í Latnesku Ameríku var út af fyrir sig u. þ. b. jafnör og annars stað ar í heiminum, í sumum til- fellum örari, en vegna mikill- ar fólksfjölgunar hefur fram- leiðslan á hvern íbúa í raun- inni orðið minni en áður. Samdrátturinn í efnahags- legri útþenslu Latnesku Ameríku 1962—63 átti fyrst og fremst rætur að rekja til efnahagssamdráttar í Argen- tínu og hinnar miklu minnk- unar framleiðslunnar í Brasi- líu árið 1963. Kúba er ekki tekin með i þessu yfirliti yfir efnahags- ástandið í Latnesku Ameríku, heldur er fjallað um hana í sérstökum kafla skýrslunnar. isþjóðanna. Um þessa stefnu er meginþorri íslenzku þjóð- arinnar nú orðið sammála. Eins og frá var skýrt í gær, hefur Atlantshafsbandalag- inu verið heimilað að reisa fjóra olíugeyma í Hvalfirði og koma upp annarri aðstöðu í sambandi við þessa olíustöð. Eins og kunnugt er hefur At- lantshafsbandalagið haft vara birgðir olíu í Hvalfirði um langt skeið, en geymarnir þar eru nú flestir orðnir gamlir og úreltir og nauðsynlegt var talið að endurnýja þá. Ættu þeir, sem á annað borð styðja Atlantshafsbandalagið að geta verið sammála um að sjálfsagt hafi verið að veita þessa heimild. GRÓÐAHYGGJA FRAMSÓKNAR FHtir styrjöldina keypti olíu- ^ félag Framsóknarflokks- ins olíugeyma þá, sem Banda- ríkjamenn áttu í Hvalfirði og hefur félagið síðan leigt þessa geyma undir varabirgðir NATO af olíu hér á landi. Hefur rífleg leiga verið greidd fyrir þetta og hafa Framsókn- arforingjarnir talið sér það til hróss að leigja Atlantshafs- bandalaginu þessa aðstöðu. En þegar þessir olíugeymar eru orðnir gamlir og úreltir og Atlantshafsbandalagið ætl- ar að flytja olíubirgðir sínar í aðra geyma, verða foringjar Framsóknarflokksins óðir og fjargviðrast jafnvel meir en kommúnistar út af þessum framkvæmdum. Auðvitað sér hvert einasta mannsbarn, hvernig á þessu óðagoti Framsóknarforingj- anna stendur. Þeim finnst gott og sjálfsagt að NATO hafi olíubirgðir í Hvalfirði, ef þeir sjálfir græða á því, en annars tekur slíkt engu tali. Þessu til staðfestu má geta þess, að þeir hafa sjálfir verið að endurnýja olíugeyma í Hvalfirði að undanförnu, að vísu í litlum mæli, í þeim til- gangi að leigja þá undir þá sömu olíu, sem þeir nú segja, að NATO megi alls ekki geyma hér. í gær segir Tíminn í mikilli upphrópun á forsíðunni, að NATO eigi enga olíugeyma í Hvalfirði og því sé ekki um það að ræða að það þurfi neitt að endurnýja þar. Síðan er birt mynd af olíustöð þeirri, sem Framsóknarforkólfarnir eiga og leigja í Hvalfirði. Þannig opinbera þeir sjálfir að andstaða þeirra gegn bygg- ingu nýju olíugeymanna er ekki sprottin af því, að þeir telji eitthvað athugavert við það að Atlantshafsbandalagið hafi olíubirgðir í Hvalfirði, heldur af hinu að þeir fá ekki lengur að græða á þessu. Mun þessi afstaða lengi verða í mirinum höfð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.