Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 3
r Sunnudagur 6. des. 1964 MORCU N BLAÐIÐ 3 ÞEGAB aldurinn fer að fær- ast yfir fólk, verSur það hlut- skipti margra að ganga á sár- um fótum, enda hafa margir fæturnir fengið ómjúka með- ferð á langri æfi. Sumt gamla fólkið tekur því sem hverjum öðrum óhjákvæmilegum fylgi fiski ellinnar að finna til við hvert fótmál, kannski í ára- tugi. Þó má oft létta af sárs- auka með fótaaðgerðum, ef leitað er til þeirra sem það kunna. í 15—16 ár hefur frk. Emma Cortes komið á heimilið Grund og gert gömlum fótum til góða. Tvisvar í viku koma vist- menn á elliheimilinu niður til hennar að morgninum og tvo morgna í viku tekur hún á móti gömlu fólki utan úr bæ, en sú þjónusta var upp tekin á Grund fyrir 3 árum. Greiðslu er svo í hóf stillt að það standi ekki í vegin- um fyrir því að gamalt fólk Sr. Eiríkur J. Eiríksson: Hvert ori vors Guðs skal standa" //' Kona fær fótaaðgerð hjá Emmu Cortes í viðtalstíma á EUiheimil inu Grund. Gert við sára fætur gamla fólksins geti fengið gert við fætur sína. Það borgar 5-^-10 kr., en aðgerðin kostar á fótaaðgerð- arstofu 150 kr. Aðsóknin er mjög mikil, 5—11 bíða venju- lega í biðstofunni að morgn- inum, því ekki er tekáð A móti pöntunum. Fréttamaður ■ Mbl. ieit þar inn einn morg- uninn í leiðindaveðri, hálku og slabbi á götunum, en þó höfðu 7 gamalmenni viljað til vinna að komast í sína fóta- aðgerð. Frk. Emma segir okkur að margt sé hægt að gera fyrir fæturna, taka af líkþorn, þynna kartneglur og plúmba þær upp einsog tennur, og nið urgrónar neglur þarf að sverfa eða spóla upp og setja undir þær. En slíkt veldur stöðugum sársauka, ef ekki er að gert, og fólkið er oft búið að ganga lengi með þetta. — Fjármálaráð- herrar Framhald af bls. 1 «m í Stokkhólmi var rætt um þjóðhags- og framkvæmda- áætlanir ríkjanna og skipzt á ýmsum mikilvægum upplýs- ingum um undirbúning þeirra, gerð og framkvæmd. * Frásögn ráðherrans af fund inum í Kaupmannahöfn fer, hér á eftir. 1 Á fundinum í Kaupmanna- höfn, sem stóð dagana 30. nóv. og 1. des., var rætt um þrjú mál, en tvö þeirra verða á dagskrá Norðurlandaráðs hér í Reykjavík í febrúar n.k. Fyrsta umræðuefnið var Ckattamálin, en Norðurlanda- ráðið hafði .sérstaklega óskað eftir því, að ráðherrarnir at- huguðu möguleika á því, að camræma hina óbeinu skatta á Norðurlöndúm, einkum með tilliti til þeirrar tegundar neyzlu eða söiu'skatts, sem kallaður er „mereværdi“ skatt ur, en hefur eklki enn hlotið íslenzkt heiti. Þessi skattur er í því fólg- inn, að á hverju stigi fram- leiðslu og viðskipta er greidd- ur tiltekinn hundraðshluti af Kartneglur koma oft af meiðslum og þó þær séu tekn ar af, vaxa þær aftur, því naglabpðið hefur orðið fyrir hnjaski, fræðir Emma Cortes okkur. — Er þetta svo aumt leng- ur? spyr hún konuna, sem sit- ur í stólnum. — Viljið þér kreista þetta svolítið. Jú, þarna er það, svarar hún. Og svo er ráðizt til atlögu á ný við sársauk- ann. Jú, þarna var það ein- mitt! Ekki þýðir annað en segja til þangað til sársaukinn er horfinn. Og konan segir okkur að það sé alveg dásamlegt að fá þannig gert við sína aumu fætur. Ég gerði það reyndar áður, en hafði ekki orðið efni á því, þegar mér var bent á þessa þjónustu, segir hún. Og þar sem ljóst er af reynzlunni að eldra fólk þarf mjög á þessu að halda, segir Emma Cortes okkur að Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli heimilisins ætli að reyna að koma þessari þjónustu upp víðar í bænum, svo gamla fólkið þurfi ekki að fara svo langar vegalengdir í fótaað- gerð. Hefur hann þegar beðið einn af prestum bæjarins um að útvega húsnæði til þess. En Elliheimilið mundi sjá um reksturinn. — Við erum líka að fá nýtt húsnæði hér í kjallaranum á Elliheim- ilinu, en nú erum við bara í bráðabirgðahúsnæði hér, segir hún. Þar verður vaskur í gólfinu og flísalagt, þannig að þar verður regluleg klínik, eins og ég hefi á fótaaðgerðar- stofu .minni í Bankastræti. Og að lokum trúir hún okkur fyrir því, að jafnvel hafi kom ið til mála að veita blindu fólki einnig þessa aðstoð. Það er engu síður ósjálfbjarga með slíkt en gamla fólkið. — Þetta hlýtur að vera mjög þakklátt starf. — Já, það er einmitt skemmtilegt fyrir það hve þakkllátt það er, svarar frk. Emma. n. sunnudagur í aðventu. Guðspjallið Lúk. 21,25-33. GUÐSPJALLIÐ er úr kapítula, sem fjallar um hrun. Mannvirki getur 'að líta, en fall þeirra er íyrir dyrum. Jafnvel himni og jörð er hætt. Unnið hefur verið fyrir gýg að byggja. Á hugann sækir bernskuminn- ing. Verkefni drengs er að flytja trindi um Jón Arason á félags- fundi. Læknirinn er vist eini maðurinn í þorpinu, sem á bók Páls Egigerts Ólasonar um hann. Ársæll Árnason hefur verið svo duglegur að auglýsa hana, að mynd hennar svífur fyrir sálar- sjónum drengsins í dýrðarljóma Læknirinn lánar bókina um- svifalaust. Aldrei hafði drengur inn handleikið annað eins. Enn í dag er hún í huga hans stærst bóka. Tekið er til fótanna að opna hana sem fyrst, er heim kemur. Leiðin liggur fram hjá spítalan um austan við þorpið. Hamars- högg smiðanna kveða við. Allt í einu fyllist loftið af hamars- höggum. Það er eins og alls stað ar sé verið að smíða. Annarlegt hugarástand. Lík- iega er þetta aðeins hjartsláttur minn. Stóra bókin hefur komið mér úr jafnvægi. Það er reynd- ar eins og klukknahljóð heyrist, er ég ber þessa bók um biskup- inn í bæinn minn. Nú eru menn í uppbyggingar- hug og næsta stórhuga. Árið 1932 vorum við stúdentarnir frá Menntaskólanum í Reykjavík 25 Nú horfa menn óskelfdir framan í þá staðreynd, að þeir verði marg íallt fleiri. Hinn 1. desember var bent á hamarshögg hins nýja tíma. Á það var bent réttilega, að það ber að vara sig á klukknahljóði liðinna tima. Þar væri um tak- markaða uppbyggingu að. ræða Forðast bæri að stara inn i nótt sögunnar og gleyma uppbygging- arþörf líðandi stundar. Vermaður situr við skriftir hráslagakaldri sjóbúð vestur Fjallaskaga. Hann er að þýða doktorsritgerð frá Kaupmanna hafnarháskóla um skáldskap ÍS' iendinga á 15. og 16, öld. verðmætisaukningu vörunnar á því stigi. Hefur þessi skatt- aðferð verið undirbúin í nokkrum löndum Mið- og Vestur-Evrópu. Svíar hafa ný- Jega gefið út mikið nefndar- álit eftir 4 ára starf, og mælir nefndin einróma með því, við sænsk stjórnarvöld, að þessi skatttegund verði þar upp tekin í stað þess söluskatts, í smásölu, sem nú er 6V2 af hundraði. Sænska stjórnin hefur þó ekki enn tekið end- anlega ákvörðun. Hins veigar hefur danska stjórnin lýst því yfir opinber- lega, að hún leggi til að -ög- leiða slíkan skatt í Danmörku, til þess annars vegar að af- nema 9% heildsöluskatt og hins vegar tiil iþess að brúa það bil, sem er á milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Norðmenn hafa nú 12% sölu skatt í smásölu og virðast ekki að svo stöddu hafa áhuga á að breyta um aðferð. Þessi mál voru rædd mjög rækilega á fundinum. Kom í ljós áhugi á að lækka beinu skattana, en þeir eru yfirleitt hærri i þessum löndum en hér. í öðru lagi var rætt um stofnun fjárfestingar- eða framkvæmdabanka Norður- landa, en það mál verður einn ig á dagskrá Norðurlandaráðs í Reykjavík i febrúar. í þriðja lagi voru umræður um undir- búning og gerð fjárlaga til fleiri ára en eins í senn. í^leiðinni skrapp ég tvo daga til Osló og sat þar for- mannafund allra norrænu fé- laganna. Á þeim fundi var ákveðið að stofna samband norrænu félaganna, og mun það halda fyrsta ársfund sinn í Reykjavík á komandi sumri. Málverkasýnin" MÁLVERK ASÝNIN G verður í Grindavík í dag, sunnudag, 6. des., í kvenfélagshúsinu. Er það Jutta Devolder Guðbergsson, sem heldur sýninguna, en hún hafði nýlega sýningu í Húsgagna höllinni í Reykjavík, þar sem nokkrar myndir seidust. Sýningin í Grindavík verður opin frá kl. 10—22, og aðeins þenna eina dag LÆGÐIN hélzt enn yfir í uppsigJingiu suður í hafi. Hit Græinlandshafi í gær og flutti inn var við frostmairk, hingað slydduél. Ný lægð var Þegar fólkið fær sér hádegis- blund um sláttinn, situr þessi * bóndi uppi og skrifar. Ef til vill er hann að skrjfa upp aðra af þeim tveim íslendingasögúm, sem aðeins eru til í uppskrift hans. Liklega er hann að bæta við nokkrum línum í eitt mesta ritverk íslenzkt, Prestaævir. , Túnið á Höfða er einn falleg- asti bletturinn í sveitinni og heils ar manni með fögru brosi, er komið er á Brekkuháls og litið yfir fjörðinn. Bæir eru víða reisulegir. Bærinn á Höfða var 3að þó varla, er Friðþjófur Nan- sen knúði dyr hans. En Nansen fannst mjög til um fræðaþulinn Sighvat Grímsson Borgfirðing og þótti hann bregða birtu á um- hverfi sitt og gera það stórbrotn- ara en margt auðugra manna hús ið var í Noregi. Mundi hann > ekki hafa skynjað nokkur ham- arshögg framtíðar bygigingar í þögn afskekkts staðar, án ytri viðreisnar? Við gerum ekki aðeins tilkall til máðra starfa á velktu bók- felli úti í Kaupmannahöfn. Eiga okkar þar er miklu meiri. Okkar eru hjartaslögin tengd þessum störfum í þúsund ár. Sannmæli er rithöfundar eins að bókin er einnig tilfinningarnar og fram- kvæmdirnar af orðum hennar sprottnar og henni um leið til grundvallar. Fjölnismenn voru ásakaðir um fornaldardýrkun. Þeir bentu á frelsisstríð Grikkja, er þá geis- ' aði, og hversu Salamis og Mara- þon voru þar lifandi afl. Jón Sigurðsson kallar Jón bisk up Arason síðasta íslendinginn. Með því á hann við, að fortíð- in með frelsi sínu og landsrétt- indum hafi verið uppbyiggjandi afl í sál hans. Páll Eggert orðar það þannig, að Jón biskup hafi verið „síðastur maður til að sýna ekki aðeins í orði, heldur og í verki, með lifi og blóði sínu, að hann mat þjóð sína, land, tungu og kirkju framar öllu.“ Vissulega ber okkur að fjölga rannsóknarstofum oig iðjuverum, efla menntir áþreifanlegrar upp- byggingar. En hamarshögg heims byggingarinnar hljóðna, hjarta- slög okkar einnig. Hver hljóð fylla þá kyrrðina? Smiðirnir í þorpinu héldu sig vera að byggja spítala. Úr varð fangahús. Framkvæmdir snúast á ýmsan veg, hrynja einatt. Við virðum fyrir okkur hið fyrsta kristniboð hér á landi. Áherzla er lögð á styrk Guðs og varan- leik verka hans. Yfir forna stafi er brugðið birtu eilifs ljóss, er skín geignum hvert skammdegi. „Strengleikar himneskrar borg- ar“ óma, og það er sem hamars- högg varanlegrar uppbyggingar kveði við í þessnm orðum Þor- valds hins víðförla, fyrsta ís- lenzka trúboðans, sem hann mæl- ir við föður sinn: „Þá er rétt, að þú snúist til hins styrkasta Guðs, skapara þíns, sem enginn styrkleiki má sigra. Hann byggir í eilífu Ijósi, þangað er hann leiðir alla á sig trúandi og sér trúlega þjónandi." Þýzki orðssnillingurinn og skáldið, Heine, kallar Lúther ris ann og gagnrýnendur hans dverga, er standi á öxlum hans og eigi viðsýnið honum að þakka og annað, sem þeir kunni að geta. Sjálfur hefði Lúther getað kallað sig dverg á Guðs orðs herð um, með það að einum grund- velli til eilífrar uppbyggingar án hruns eða endaloka. Hugfestum orð guðspjallsins: „Himinn ög jörð munu líða und- ir lok, en mín orð munu alls ekki undir lok líða.“ Amen,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.