Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 32
LANQ- *-kOVER BENZ1N eða DIESEL ótgttttfrlafcifr 277. tbl. — Sunnvidagur 6. desember 1964 •lAUOAVEGI 6?sími 21800 l\lóg síld fyr- ir austan Margir bátar á leið þangað G6Ð síldveiði var í fyrrinótt á Rauða torginu, þ.e.a.s. á síldar- miðunum 70 mílur suðaustur af Norðljarðarhorni. 18 bátar fengu tæplega 14 þúsund mál. Nokkrir bátar eiu þegar farnir af stað frá Reykjavík austur á miðin og margir eru að ferðbúast, enda hefur síldveiðin gengið treglega fyrir sunnan. Aflahæstu bátarnir fyrir aust- an voru: Hrafn Sveinbjarnarson með 1300 mál; Óskar / Halldórs- son 1200, ísleifur VE 1100, Guð björg GK 1100, í>órður Jónasson 1050, Hafrún 1000 og Margrét 1000. Sjö bátar lögðu upp afla sinn á Neskaupstað og er þar fryst eins mikið og frystihúsin tvö geta afkastað. Hins vegar mun skortur á húsrými valda því, að ekki er h;egt að salta, en slíkt mun ekki framkvæmanlegt utanhúss á þessum árstíma. — Fjórir bátar komu með afla sinn til Eskifjarðar og fór hann ýmist í söltun, frystingu eða bræðslu. Samkvæmt upplýsingum Vil- hjálms Ingvarssonar fara 3 bát- ar Ingvars Vilhjálmssonar aust- ur, Ásbjörn og Ásþór fóru í gær og Hafþór fer sennilega í dag. Sigurður Pétursson kvaá báta sína tvo, Sigurvon og Pétur Sig- urðsson á leið austur og stefndu þeir rakleitt á Rauða torgið, en skipstjórarnir segðust búnir að leita af sér allan grun um síld hér fyrir sunnan. Jón Sigurðs- son, útgerðarstjóri hjá Einari Sigurðssyni, kvað Viðey hafa lagt af stað í fyrradag og kann ske færu fleiri af bátum Einars eftir helgina. Sigurður Gíslason, hjá Haraldi Böðvarssyni á Afcra nesi, sagði að til stæði að senda tvo báta, Harald og Höfrung III austur. Væri í ráði að þeir ísuðu síldina og sigldu með afla'nn til Akraness í vinnslu. Morgunblaðið átti símtal við Jakob Jakobsson, fiskifræðing, í gær. „Þarna er nóg síld“, sagði Jakob. „Og eins og við sögðum í haust, er sennilegt að hún verði þar þangað til um áramótin, en næstum ómögulegt er að hún verði lengur, þar sem síldin þarf að vera komin á hrygningar- stöðvarnar við Noregsstrendur fyrir lok febrúarmánaðar. Sólrún hefur verið að leita á Jökuldjúpi og Miðnessjó og er nú á svæðinu vestur og suður af Eldey. Hún hefur lítið fundið, en leitinni verður haldið áfram án afláts“. Frá doktorsvörn í Háskóla íslands í gær: Annar andmælenda, prófessor Július Sigurjónsson, (t. v.) og verjandi, Gunnlaug ur Snædal læknir. Erfitt sjúkraflug IMý brautarljós á Þingeyri GUNNAR Guðjónsson, flugmað- ur hjá Birni Pálssyni, fór í mjög erfitt sjúkraflugí gær á TF-VOR, Beechraft Twin Bonanza. Flytja þurfti konu frá Þingeyri til mjög nauðsynlegrar aðgerðar í Reykja vík eftir barnsburð. ■tiMiiKtiiiiiimmMiiiifiiiiiiiHiiniiiiiiitfiiMtiMiiiiiiiiin ! ÍR vann I 171-17 ! Gunnlaugur Snædal doktor í lækn'Lsfræbl í HÁSKÓLA íslands í gær varði Gunnlaugur Snædal læknir doktorsritgerð sína um brjóst- krabbamein á íslandi, „Cancer of the Breast“. Andmælendur voru prófessor dr. Júlíus Sigur- ; í GÆR fór fram í iþróttahús- j ; inu á Keflavíkurflugvelli leik = ; ur í 1. umferð keppninnar um : ; Evrópubikar í körfuiknattleik. j ; Mættust ÍR og irska liðið j ! Collegians Belfast, en þessi | ; tvö lönd eru ásamt meistur- j ; um Frakklands í riðli í 1. um- j ; ferð. ; ÍR-ingar höfðu í gær algera j ; yfirburði og má segja að um j ; einstefnuakstur hafi verið að j ; ræða. ÍR vann leikinn með 71 j ; fftigi gegn 17. Síðari leikur lið j : anna verður í Belfast 19. des. \ I Sá aðilinn er kemur með betri j j stigatölu úr trveim leikjum j j hefur sigrað og má nú hér j j um bil slá föstu að það verði j j ÍR-ingar. Þeir mæta þá Frökk j j um um það hvorir komist í ; j 2. umferð. j ÍR-ingar réðu öllu á vell- ; j inum frá byrjun og höfðu ; j algera yfirburði. Irar skoruðu ; j 5 stig í fyrri hálfleik — allt j j úr vítaköstum. í síðari hálf- \ j leik léku nær eingöngu yngri j j og óreyndari menn ÍR-liðsins. j Góðar veðurhorfur voru fyrir vestan í gærmorgun, en Gunnar gat ekki lagt af stað fyrr en um; kl. 11, þar sem rafmagnslaust 1 var í Reykjavík og stefnuvitarnir því óvirkir. Flugtíminn til Dýrafjarðar var 1:40 í stað 50 mínútna, þar sem erfiðlega gekk að komast niður fyrir skýjaþykknið. Fór Gunnar fyrst niður um skýjagat fyrir of-. an ísafjörð og flaug síðan út með fjörðum, en komst ekki inn Dýra fjörð, vegna skýjabakka. Varð hann að hækka flugið aftur upp í 5000 fet og sveimaði yfir í Framhald á bls. 31 Reykjovík ralmognslaus í húlftíma RAFMAGNSLAUST va<r í hálftíma á öljlu svæði Raf- magnsveitu Reykjavikur í gærmorgun Að sögn Ingólfs Ágústsson- ar, deildarverkfræðings, varð skammhlaup í 33 kílóvatta rofa í tengivirkjuninni við Elliðaár, sem al'lt rafmagin frá Sogsvirkjuninni fer um, kl. 9,57 og var straumlaust um allan bæinn í 31 miínútu. Klukkan rúmilega 11 var þó rafmagn komið á í öldu/m hverfum. Varahlutir munu til í rofann, svo að hann verður brátt nothæfur aftur. Að sögn Ingólfs, er ékiki hætta á frekari refimaignsbilunium a/f þessuim scikum. jónsson og prófessor dr. Snorri Hallgrímsson. Ritgerðin fjallar um yfirlits- rannsóknir á krabbameini í brjósti, og sagði Gunnlaugur, að vart væri annars staðar í heim- inum betri aðstaða til slíkra yfir litsrannsókna en hér. Gunnlaug- ur hóf gagnasöfnun að ritgerð sinni fyrir sex árum og Byggir að mestu, rannsóknir sínar á þeim sjúkdómstilfellum, sem skýrslur sjúkrahúsa geta um eftir 1911. Mjög margt manna var saman komið við doktorsvörnina, og rúmaði hátíðasalur Háskólans ekki nærri alla í sæti. Meðal við staddra voru m. a. rektor og prófessorar Háskóla íslands, fjöldi lækna og annarra fræði- manna, borgarstjórinn í Reykja- vík og fleiri. Nánar verður skýrt frá dokt- orsritgerð Gunnlaugs Snædals í blaðinu síðar. 18 DAGAR TIL JÓLA Póstsendingar og ferðalög fram að jólum FÓLK er nú þegar farið að ganga frá póstsendingum og jólakveðj- um fyrir jólin. Þá mun, ef að vanda lætur, verða mikið um ferðalög fólks fyrir jólin í því skyni að heimsækja vini og ætt- ingja yfir hátíðirnar. Morgun- blaðið hefur til hagræðis fyrir lesendur því snúið sér til póst- stofunnar í Reykjavík og hinna ýmsu aðila á sviði ferðamála og aflað sér upplýsinga um starf- semi þeirra fram að jólum. Póstur Móttaka á jólapósti í Reykja- vík er til kl. 24 miðvikudaginn 16. des., en útburður póstsins hefst mánudaginn 21. des. Allar póstsendingar, sem ekki bera á- ritunina „JÓL“ verða bornar út jafnóðum og þær berast. Skilafrestur á jólapósti, sem fara á með bifreiðum til fjar- lægra staða, er til 17. des. en til nálægra kaupstaða og kauptúna til 21. des. Flugpósti til Norðurlanda þarf að skila fyrir 18. des. en fyrir 17. des. til annarra landa. Athuga ber, að með flugvélum innanlands eru eingöngu send bréf og blöð en bögglapóstur að- eins með skipum og bifreiðum. Þá skal vakin athygli á því, að nauðsynlegt er fyrir þá, sem í hyggju hafa að senda bögglapóst með skipum til Mið-Evrópu og Bretlands, að koma sendingum sínum í póst í síðasta lagi h. 8. des. og í síðasta lagi h. 9. des., ef um bögglapóst er að ræða til Norðurlanda, svo að öruggt verði, að þessar sendingar komist í hendur viðtakendum fyrir jólin. Bögglapóstur til Færeyja í þessu skyni þarf að berast póststof- unni ekki síðar en h. 16. des. Skipaferðir Síðustu ferðir skipa, sem taka farþeiga frá Reykjavík út á land, er komast vilja á áfanga- stað fyrir jól, eru þessar: Esja fer ausur um til Akureyrar h. 14. des., Herðubreið fer vestur um í hringferð h. 15. des., Skjald breið fer vestur uim til Akureyr ar h. 15. des og Hekla fer vest- ur um til Akureyrar h. 17. Dr. Alexa.ndrine fer síðost skipa utarn fyrir jód eða h. 17. Frambald á bls. 31 * Hrapaði og beið bana ÞAÐ slys varð í fyrradag, að vistkona á hælinu að Arnar- holti á Kjalarnesi hrapaði ofan af kletti og beið bana. Sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Hafnarfirði mun konan hafa farið frá Arnar- holti í fyrradag og starfs- menn haldið að hún væri á leið til Reykjavíkur, þar sem hún átti heima. Síðan hefði hennar verið saknað í gær og Hafnarfjarðarlögreglan og hjálparsveit skáta þar beðin aðstoðar. Áður en leitarflokk urinn lagði af stað, eða kl. rúmlega 2 var hjálparbeiðnin afþökkuð, þar sem konan hefði fundizt látin fyrir neðan klett nokkurn niður undan Arnarholti. Morgunblaðið hringdi og átti tal við starfsmann hælis- ins, sem neitaði að gefa nokkr ar upplýsingar um mál þetta. Ráðsmaður hælisins var fjar- verandi. Sæmilegur afli Hornafjarðar- báta Höfn, Hornafirði, 5. des. BÁTAR hafa róið héðan að und- anförnu og haft sæmilegan afla á línu þetta 5—9 lestir í róðri Lélegar gæftir voru hinsvegar í nóvember. Einhverjar jólahreyfingar eru byrjaðar í búðunum. Samgöngur eru ágætar og allir fjallvegir færir. Póstur fer reglu lega til Djúpavogs. Leikfélagið hér fór í gær áleið- is til Eskifjarðar með einu varð- skipanna og mun þar sýna leik- inn „Þrír skálkar“, sem hér hefir verið sýndur að undanförnu við góðar undirtektir. Áætlað er að hafa þrjár sýningar á Eskifirði, þar sem fjallvegir eru vel færir. 220 bóka- titlar SAMKVÆMT upplýsingum frá Geir Jónassyni, bóka- verði í Landsbókasafninu, munu 220 bókatitlar vera á jólamarkaðinum í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.