Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 6. des. 1964 MORCUNBLADID 17 Páll Zóplióníasson látinn PÁLXi Zóphóníasson sat á Al- þingi í aldarfjórðung. Hann var eetíð andstæðingur Sjálfstæðis- manna, en hann var að ýmsu leyti skemmtilegur andstæðing- ur. Hann skar sig oft úr og var óhræddur við að fara eigin götur. Hann hafði iðulaga sérstöðu í málum, lét ekki segja sér fyrir verkum og var flestum flokks- bræðra sinna fremur fáanlegur til frjálslegra rökræðna. í opin- berum umræðum virtist Páll lítt sveigjanlegur, í einkasamræðum gat hann verið hinn liprasti. Fvlgi til langrar þingsetu og vinsældir viða um land hlaut hann ekki fyrst og fremst fyrir málflutning sinn á mannfundum eða skoðanir sínar á almennum málum, heldur fyrir elju við að kynna sér hagi oig búnaðarháttu manna og fádæma greiðasemi. Þar átti og mikinn hlut að máli gestrisni og höfðingslund konu hans, frú Guðrúnar Hannesdótt- ur frá Deildartungu. Áður fyrri a.m.k. þótti það sjálfsagt að heimili Reykvíkinga, sem voru þingmenn fyrir kjördæmi úti á landi, stæðu opin öllum héraðs- mönnum, er þangað hirtu um að koma. Þessu fylgdi í senn meiri fyrirhöfn og kostnaður en ókunn- ugir geta gert sér grein fyrir, enda þótti aldrei hlýða að ræða um slíkt, hvað þá telja það eftir. En þá reyndi ekki síður á hús- móðurina en húsbóndann. í þeim efnum hafa fá hjón verið samvaldari eða getið sér betra orð en þau Guðrún Hannesdóttir og Páll Zóhóníasson. Afl vísindaima Það er tímanna tákn, að stúd- entar, sem ekki þykja síður deilugjarnir en aðrir, skyldu verða sammála um, að helga 1. desember að þessu sinni eflingu vísinda hér á landi. Allir eða nær allir skilja nú orðið — eða látast skilja, — að framfarir og batn- andi lífskjör eru háð hagnýtingu vísinda og tækni. Þegar á reyn- ir í framkvæmd vill þetta þó stundum gleymast. Lengi höfðu margir t.d. litla trú á fiskifræð- ingum, nú orðið verða allir að Ijáta, að þeir geti a.m.k. sagt fyrir um síldargöngur. Margir efast aftur á móti enn um að ábendingar fiskifræðinga um veiðarfæranotkun séu nokkurs virði, ef þær ábendingar brjóta í bág við kreddur, sem menn hafa áður tileinkað sér. Svipuðu máli gegnir um hagfræðinga. Sumir virðast telja það persónu- lega móðgun, ef hagfræðingarnir rifja upp óhagganleg lögmál efnahagslífsins. Kreddutrúar- mönnum fer þó fækkandi. Ekki er samt nóg að segjast vilja efla vísindin til að tryggja gaignsemi þeirra fyrir þjóð Okk- ar. Vandinn er að skera úr um, hvernig það verði gert og finna ráðin til að koma því í fram- kvæmd. Ármann Snævar, há- skólarektor, hélt yfirgripsmikla og hófsama ræðu um þessi efni hinn 1. desember. Hann benti m.a. á, að athuga þarf um hverja einstaka vísindagrein, hvort eeskilegra sé að senda menn til náms í henni til annarra landa éða reyna að koma upp kennslu hér við Háskólann. Um þetta verður engin almenn regla gef- in, né heldur um það, í hvaða skólum æskilegast sé að kenna ýms tæknileg efni. Augljóst er, að ekki ber síður að leggja áherzlu á eflingu tæknimenntun- ar í hinum nýja tækniskóla heldur en eiginlegt háskólanám. Námið eitt ekki nóg Samanburðartölur við aðra, hæði um námsmannafjölda og tilkostnað, eru fróðlegar. Þær skera samt ekki úr, vegna þess hversu ólíkar aðstæður eru. Aliur samanburður sýnist þó leiða til þess, að við séum í Ilöfuðborgiu ber það með séí að jólin nálgast Ljósm. Mbl. Sv. Þ. REYKJAVÍKURBRÉF verulegri hættu ufn að verða aft- ur úr. Þessi mál eru í gerjun miklu víðar en hér. Einmitt vegna þess hefur verið ráðgert, að al- mennar umræður um þessi efni fari fram á þingi Norðurlanda- ráðsins hér n.k. febrúar. Batn- andi efnahagur hefur hvarvetna leitt til stóraukinnar skólasókn- ar. Sumir forystumenn óttast, að mikill lærdómur verði til þess, að menn verði tregari til að fást við fiskveiðar, sinna landbún- aðarstörfum Oig ýmsum þeim verkum, sem ekki verður með neinu móti hjá komizt. Þennan ótta og hugsunarhátt þekkjum við einnig hérlendis. Naumast þarf þó að óttast þetta svo mjög, því að eðli manna er ólíkt og löngunin misjöfn. Einn af erfið- leikum okkar stafar einmitt af þessu. Ekki er nóg þótt menn nemi eitthvað, ef þeir hafa ekki í sjálfum sér upplag til þess Aðrar þjóðir eiga yfirleitt marga, Sumar ótal marga, í hverri grein. Við eigum of oft engan, stundum einungis einn eða örfáa, svo að eiginlegt úrval kemst ekki að. Fjölhæfni Þá vill oft fara sVo, að á þá, sem verulegum hæfileikum eru gæddir, hlaðast of mörg og marg- breytileg störf. Eftír slíkum mönnum er hvarvetna sótt. Um það er ekki nema gott að segja, einungis ef starfskröftum þeirra er ekki ofboðið eða þeir dreifast úr hófi fram. Um þetta gildir engin allsherjar regla. Sumir una sér ekki nema sístarfandi og með því að beita huganum að hinum ólíkustu viðfangsefnum. Dæmi þessa má sjá af hinni nýju bók Birgis Kjarans, er hann nefnir „Auðnustundir". Birgir er einn þeirra, sem mjög hefur verið sótt eftir til mangvíslegra trún- aðarstarfa. Hann hefur og gefið sig að ýmsu, en a.m.k. um sinn þverneitað að sitja lengur á Al- þingi eða í borgarstjórn. Hin nýja bók sýnir að hann situr samt ekki auðum höndum. Hún er önnur í röð þvílíkra bóka, sem koma frá hendi Birgis, safn rit- gerða um ýmisleg efni. Víða komið við Hin fyrri bók Bingis varð að vonum mjög vinsæl og er þessi ekki síður líkleg til þess. Stund- um hættir Birgi að vísu við að verða helzt til skrúðmæltur,' svo að jafnvel minnir á rithátt Sig- urðar heitins Guðmundssonar, skólameistara, sem sumir dáðust mjög að, en öðrum líkaði miður. Þessa annmarka gætir einkum þegar Bingir vandar sig, en ekki þegar hann er kominn á skrið í frásögn sinni. Þá tekur hún hug- Laugardagur 5. des. ann fanginn. Að sjálfsögðu þyk- ir hverjum og einum það skemmtilegast, sem snertir hans eigin hugðarefni. En Birgir kem- ur ótrúlega víða við. Mörgum mun þykja mest til um ferða og náttúrulýsingar hans, aðrir hafa meira gaman af mannlýsingum og samtölum. Samtölin við Kjar- val eru með hinum beztu sinnar tegundar. Viðtölin við „litla víxlarann af Skaga“ eru prýði- lega samin og geyma mikla mannlýsingu, Sumum kann þó að finnast vafasamt, hvort þarna hefði verið verðugt ævisögu- efni fyrir útgefanda hins ágæta safnrits um „Merka íslendinga". Mikill fengur er að þættinum um Bertel Högna Gunnlaugsson. Aftur á móti er sá um Skúla Magnússon naumast nógu sam- felldur. Ætlunin er ekki að skrifa neinn ritdóm um þessa læsilegu bók, enda væri það ærið verk, svo víða sem við er í henni kom- ið. Fleiri í Engey en Reykjavík Þó að bók Birgis sé auðlesin, þá er með ólikindum, hversu mangvíslegan fróðleik má til hennar sækja. Það er t.d. at- hyglisvert og á margan hátt lær- dómsríkt, að þegar höfundur fjallar í einum kafla bókar- innar um „eyðibyggðir", bregð- ur hann sér fyrst aðeins bæjarleið frá sjálfum höfuðstaðnum og skrifar um Effersey og Engey, j fer síðan vestur í Breiðafjarðar- eyjar og þaðan norður á Horn- I strandir. Hvaðanæfa hefur hann sittjivað umhugsunarvert að I segja. Eða hversu margir Reyk- ! víkingar skyldu vita, að ekki l eru nema 2i50 ár síðan byggð- inni hér og í nágrenninu var svo háttað: „Þegar þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín tóku manntal árið 1703, töldust þeim íbúar á þeim jörðum, sem nú mynda Reykjavík, vera alls 150 manns: í sjálfri Reykjavík voru þá 21 íbúi, en í Erfisey 32. Fjölmenn- ust var byggð í Engey, en þar bjuggu 47 manneskjur." Nú er Engey alveg komin í eyði og í Effersey eru ekki ann- að en geymsluskálar. í Reykja- vík búa hinsvegar nærri 80 þús- und manns. Það eru ekki fjar- lægðirnar, sem skera úr, heldur möguleikinn til að ná sambandi við aðra. „Sýnast aldrei fara að háttau Við lifum í miðri mestu um- byltingu, sem orðið hefur á okk- ar þjóðlífi fyrr og síðar. Eðlilega hefur margt gengið úr skorð- um Oig ókunnugum þykja lifn- aðarhættir okkar einkennllegir. Svo er til dæmis um fréttaritara frá brezka blaðinu Observer, P. B. Smith, sem hingað virðist hafa komið á s.l. sumri og skrif- að hefur grein um landið, sem víða hefur birzt, m.a. 1 blöðum í Bandaríkjunum. Honum þykir íslendingar hafa mikil fjárráð, sem m.a. lýsir sér í því, að þeir spari ekki við sig drykk, þó að hann sé ærið kostnaðarsamur, þá telur hann menn hér fara seint að sofa. Hann segir nýtízku- brag á Reykjavík, þar á meðal um öflun heimilistækja: „Allt er kostnaðarsamt. Eftir aldalanga fátækt vilja íslending- ar afla sér alls samtímis. Flest ar giftar konur vinna úti, og venjulegt er að karlmaður hafi tvenn störf. Dugnaðurinn í Reykjavík geng ur nærri fram af manni. Þegar menn ganga á götunni þá stefna þeir að ákveðnu markmi’ði og þeir tala undanbragðalaust um efni málsins. Þeir sýnast aldrei fara að hátta. Klondikeandrúmsloftið er jafn vel sterkara í úthverfunum. miðnætursólskininu kl. 3 að morgni, þegar raðir fólksvagn- anna á „rúntinum" eru farnar áð þynnast, eru aðrir ákafir að 'hamra, Skeyta saman og byggja hús handa sjálfum sér. Algengt er, að hópur af nýgiftu fólki taki sig saman að byggja lítil fjölbýl- islhús me’ð eigin höndum og skipti síðan íbúðunum, eða í annan stað hjáilpar maður vini sínum til að byggja hús í ár og vinurinn hjálpar honuiti með sama hætti árið eftir.“ „Möjíuleikar stór- kostlega skertir“ Það eru fleiri en Sigurvin al þingismaður Einarsson einn, sem telja Xslendinga hafa áorkað miklu með löngum vinnutíma Rúmum fjórtán mánuðum eftir að vinstri stjórnin gafst upp, taldi Sigurvin upp nokkuð af þeim hörmungum, sem landslýð urinn ætti í vændum af völdum viðreisnarstjórnarinnar. Hinn marz'1960 sagði Tíminn frá ræðú, sem Sigurvin hafði haldið þá skömmu áður í Efri deild. Þar gerði Sigurvin grein fyrir, hvern ig viðreisnarstjórnin hyggðist stöðva þá „framfarasókn“ sem verið hetði síðustu áratugina Sigurvin gerði fyrst grein fyrir 'hversu ungum hjónum mundi verða erfiðara en áður að koma upp yfir sig húsaskjóli og sagði síðan: .Hæsfcv. ríkisstjórn er með fleira í pokahorninu er snertir þessi ungu hjón.“ Þær hrellingar telur hann sáð- an í fimm liðum og er einn liður- inn þessi: „4) Samdráttarstefna hæstv. ríkisstj. hlýtur að valda minnk- andi atvinnu, sem fyrst og fremst bitnar á aukavinnu ir.aima, sem greidd er 50 — 100% liærra verði en dagvinna. Falli hún niður, eru möguleikar manna stórkost- lega skertir, bæði til að leggja fram eigið framlag í íbúðina og líka til að greiða afborganir og vexti.“ Framsókn spilti samstarfi Ekki er svo að sjá sem Sigur- vin hafi talið aukavinnuna böl, þegar hann sagði þetta, heldur hitt, ef hún félli niður. Enginn Framsóknarmaður hreyfði þá svo kunnugt sé mótmælum gegn þessari sko'ðun Sigurvins. Óheil- indi Fraimsóknar verða þess vegna helzt til auðsæ, þegar málsvarar hennar á Alþingi og í Tímanum bregða nú æ ofan í æ öðrum, jafnt ríkisstjórn, abvinnu rekendum og verkalýðsfélögum, um áhugaleysi fyrir styttingu vinnutímans. í síðasta Reykja- víkurbréfi voru rakin nokkur slík ummæli Tímans og hið ský- lausa svar Hannibals Valdimars sonar við samskonar brigzlum á Alþingi skömmu áður. En Framsókn er söm við sig í flestu. Allt frá dögum vinstri stjórnarinnar hefur hún sífrað um það, að ekki yéði ráðin bót vandræðum efnahagsl’ífsins nema tekið yrði upp samstarf allra flokka, helzt í ríkisstjórn, og ef ekki þá með skipun þar til kjörinnar þingnefndar. Á Alþýðu sambandsþingi átti Framsókn kost á að sýna heilindi sín um samstarfsvilja. Þá vildu allir að- ilar nema hún koma á al'hliða málefnalegu stéttarsamstarfi um allþýðusambandsstjórn. Framsókn setti þvert nei við og vegna þess að hinir sundurleitu anmar Al- þý'ðuibandalagsins þorðu ekki að eiga undir því að missa samfylgd Framsóknar á þeim refilstigum, sem þeir nú eru staddir, þá fékk bún ráðið. E.t.V. skiptir þetta ekki öllu máli um starf Alþýðu- sambandsins, eins og reynslan frá því í vor sýnir en það sannar ber lega, hversu mikið er leggjandi upp úr skrafi Framsóknar um samstarfsvilja til lausnar efna- hagsvandanum. 99 Enda á NATO enp;a jíevma í Hvalfirði46 Lítið dæmi um vinnubrðgð Framsóknar sást þegar þing- menn hennar komu hver af öðrum og vildu, að ríkissjóður tæki umsvifalaust á sig kostnað af stofnun og rekstri stýrimanna- skóla í Vestmannaeyjum. Þetta gerðu þeir, þó að upplýst væri, að bæjarstjórn Vestmannaeyja vildi einhuga að þessi kostnaður væri greiddur úr bæjarsjóði Vestmannaeyja, a.m.k. í fyrstu eða þangað til fra-m hefði farið heildar endurskoðun löggjafar um þessi efni. Hvarvetna hleyp- ur Framsókn til og gerir auð- virðileg yfirboð. Hvaða öfl það eru, sem ráða af stöðu Framsóknar til mála, kem- ur þó berlegast fram í Tímanum nú laugardaginn 5. deserober. Þar er þusað gegn byggingu nýrrar olíustöðvar í Hvalfirði og með öllum ráðum reynt að gera hana tortryggilega. Gremjan er svo mikil að berum orðum er sagt: -------enda á NATO enga geyma í Hvalfirði og því ekki um það að ræða, að NATO þyrfti neitt að endurnýja þar.“ Tilhugsunin um missi olíugróð- ans af varnarliðsviðskiptum hef- ur alveg ært Framsóknarbrodd- ana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.