Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 1
28 síðtir
Wilson og 30 manna fylgdar
Ii5 hans í Washington
Ræðir við Johnson um varnar-
og efnahagsmál
Washington, 7. des. —'AP — Frú Lady Bird Jbhnson hýður
Harold Wilson, forsætisráðherr a, velkominn til Washington.
Hjá þeim stendur Jolmson forseti.
Washington, 7. des.
— (AP-NTB) —
HAROLD WILSON, forsætis-
ráðherra Bretlands, kom til
Bandaríkjanna í g'ær, og í dag
átti hann hálfrar annarrar
klukkustundar viðræður við
Lyndon B. Johnson, forseta, í
Washington. Ræddust þeir við
einslega að þessu sinni, en í
fylgd með Wilson eru 30
ráðunautar hans, þeirra á
meðal Patrick Gordon Walk-
er, utanríkisráðherra, og
Denis Healey, varnarmálaráð
ráðherra. Ekkert hefur verið
látið uppi um viðræðurnar,
en talið er að þær snúist að
mestu um helztu vandamálin
á sviði varnar og efnahags-
mála. Eitt niesta vandamálið
er að sjálfsögðu hvað gera her
varðandi innhyrðis ágreining
í Atlantshafsbandalaginu um
hugsanlegan sameiginlegan
kjarnorkuflota.
Wilson mun dvelja tvo daga í
Washington. Hann kom í gær til
New York flugleiðis frá London,
og tók Dean Rusk, utanríkisráð-
herra, á móti honum á flugvell-
inum. Sagði Wilson að hann ætti
ekki von á þvL að geta leyst öll
heimsins vandamál með tveggja
sólarhringa dvöl í Washington.
Hins vegar yrðu þetta fyrstu við-
ræðurnar af mörgum, sem miða
að því að draga úr spennunni í
heiminum. Ekki kvaðst þó ráð-
herrann hafa heyrt neitt um
„toppfund" Austurs og Vesturs í
því sambandi, en sagði stjórn sína
jafnan fúsa til að kanna nýjar
leiðir til að jafna ágreining þjóð-
anna.
Wilson gekk á fund Johnsons
skömmu fyrir hádegi í dag eftir
staðartíma. Áður en viðræður
■ ---- - " vc,,, sciíi sraoartima. Aour en vioræ
Framkvæmdirnar í Hvalfirði í sam-
ræmi við varnarsamninginn frá 1951
Míiklar umræður um málið áAEþingi í gær
MIKLAR umræður urðu í
gær á Alþingi um fram-
kvæmdir þær á vegum varn-
arliðsins, sem leyfi hefur ver-
ið veitt fyrir í Hvalfirði. Af
hálfu ríkisstjórnarinnar töl-
uðu Bjarni Benediktsson for-
sætisráðherra og Emil Jóns-
son sjávarútvegsmálaráð-
herra, hinn síðarnefndi í for-
föllum Guðmundar í. Guð-
mundssonar utanríkisráð-
herra, sem er veikur.
í ræðu Bjarna Benedikts-
sonar kom þetta fram m.a.:
★ Oyggjandi er, að ríkis-
stjórnin hefur heimild til að
gera slíkan samning og þann
sem nú hefur verið gerður.
Felst heimildin í herverndar-
Beina símasambandið
til bokmenntakynninga
KÞ, New York, 7. des. (AP).
ANDREI Gromyko, utanríkSs-
ráðherra Sovétrikjanna, flutti
ræðu á Allsherjarþingi SÞ í dag,
og lagði til að boðað yrði til
„toppfundar* um afvopnunar-
mál.
f því samhandi minntist hann
á heina símasambandið milli
Moskvu og Washington, sem
hingað til hefði aðallega verið
uotað til að kenna Bandaríkja-
mönnum að meta rússneskar
hókmenntir.
Gromyko sagði að nauðsynlegt
væri að sannprófa öðru hvoru
hvort ekki væri allt í lagi með
símasambandið, og sendu þá
sovézku eftirlitsmennirnar gjarn
*n kafla úr „Dagbók veiði-
manns“ eftir Ivan S. Turgenev
(1818—1883). Sagði ráðherrann
eð sendingar þessar hafi vakið
mikinn áhuga hjá bandarísku
eftirlitsmönnunum á sígildum
rússneskum bókimennitum. Hann
bætti við að bandarísku eftir-
litsmennirnir sendu stundum úr-
Andrei Gromyko
slitin úr baseball kappleikjum:
— „Þetta eru á sinn hátt
einnig menningarskipti," sagði
Gromyko. „Símasambandið hef-
ur aldrei verið notað til að þjóna
Fracmihald á b’s. 27
samningnum frá 8. maí 1951.
Ekki er hér um að ræða
aðrar framkvæmdir en þær,
sem eru í samræmi við að-
stöðu þá, seni varnarliðið hef-
ur haft í Hvalfirði í mörg
ár og öllum verið kunnugt
um. Fullyrðingar stjórnarand
stöðunnar um flotastöð í
Hvalfirði eru því ekki á rök-
um reistar.
Hér fara á eftir helztu þætt-
irnir úr ræðu forsætisráðherra.
Hann minntist á það í upphafi,
að hér væri um að ræða gamal-
þekkt og þrautrætt mál.
Frá þessum ráðagerðum var
skýrt í fréttatilkynningu, sem
ríkisstj. gaf út Snemma í ágúst
á árinu 1963. Þá þegar hófust um
málið miklar umræður bæði með
yfirlýsingum beggja stjórnarand-
stöðuflokkanna og í blöðum. Síð-
an var málið mjög rækiléga rætt
Bjarni Benediktsson.
á Alþingi, a.m.k. þrisvar í fyrra-
vetur, fyrst tvisvar sinnum um
miðjan október og síðan einnig
Framhald á bls. 8
hófust kannaði Wilson heiðurs-
vörð frá öllum greinum Banda-
ríkjahers meðan lúðrasveit lék í
garði Hvíta hússins.*Sagði John-
son við það tækifæri að sam-
vinna Breta og Bandaríkjamanna
á liðnum árum hafi orðið mann-
kyni öllu til góðs, og að þeir
Wilson mundu nú leita að grund-
velli fyrir áframhaldandi sam-
vinnu, og kanna hvað ríkin tvö
geta gert til að tryggja frið og
frelsi í heiminum.
Aðspurður sagði Wilson að í
viðræðum sínum við Johnson
vildi hann ræða málin af hrein-
skilni og einlægni. En þegar þess-
um viðræðum væri lokið vonað-
ist hann til að ræða við leiðtoga
annarra ríkja Atlantshafsbanda-
lagsins. Hann sagði að ekki væri-
um það að ræða að leysa öll
vandamál á þessum stutta tíma,
né að gera endanlega samninga.
En hann vonaðist til að viðræð-
Framh. á bls. 8
Dean Rusk.
Rusk til
Reykja-
víkur
UTANRÍKISRÁÐHERR.A
Bandaríkjanna, Ðean Rusk
kemur til Reykjavíkur, laug-
ardaginn 12. desember í boð
ríkisstjórnar íslands. Ráðherr-
ann er á leið til Parísar ti
bess að sitja þar hina árlegi
ráðstefnu utanríkisráðherrf
,NATO-ríkjanna og heldui
áfram ferð sinni sunnudags
morguninn 13. desember.
(Frá utanríkisráðuneytinu'
Tito deilir á Kínverja
Segir Krúsjeff eiga mikinn heiður skilinn
Belgrad, 7. des. — (AP-NTB)
FLOKKSÞING júgóslavneska
kommiínistaflokksins hófst í
Belgrad í dag, og flutti Titó
forseti aöalræðuna. Deildi
hann þar harðlega á Kínverja,
sem hann sagði vera að reyna
að innleiða nýjan Stalínisma
og ryðja skoðunum sínum
braut með öllum tiltækum
brögðum. Jafnframt bar Tito
lof á Nikita Krúsjeff, fyrrum
forsætisráðherra, fyrir að út-
rýma Stalínisma og vinna að
auknu frjálsræði í Sovétríkj-
unum.
Um 1700 fulltrúar sitja
flokksþingið, þeirra á meðal
margar sendinefndir erlendra
ríkja. Ekki var þó boðið til
þingsins fulltrúum Kína og
Albaníu. Síðasta þing júgó-
slavneskra kommúnista var
Framh. á bls. 27