Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 28
LEKTROLUX U\^BOOIÐ| IAUGAVEGI 69 sími 21800 278. tbl. — Þriðjudagur 8. desember 1964 BOUILLON' TENINGAR Yfir 40 síldarbátar nú fyrlr austan Hrafn Sveinbjarnarson með 5300 mál á 5 dögum 1M helgina var ágæt síldveiSi fyrir austan og’ fóru bátarnir með síldina inn til Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Fáskrúðsfjarð- ar. f gaerkvöldi voru bátanir að kasta en veður var ekki reglu- lega gott. Ásbjörn frá Reykjavík hafði þó tilkynnt 1100 mála afla. Síldarbátarnir streyma nú aust ur frá Suðvesturlandsmiðunum. Fyrir helgina voru 34 bátar að síldveiðum fyrir austan, en nú 40—50 að því er Norðfjarðarradíó taldi í gær. Fréttaritarar blaðsins á Eski- firði og Neskaupstað símuðu eft- jrfarandi síldarfréttir, þ-ar sem sá fyrrnefndi segir m.a. frá því að Hrafn Sveinbjarnarson III hafi fengið 5300 mál í 4 löndun um á 5 dögum og sá síðarnefndi lýsir nýjum fjörkipp sem færzt Ihafi í allt á Norðfirði með síld- inni: Saltað á' Eskifirði Eskifirði, 7. des. — Hér lönd- uðu í gær 8 bátar, Siglfirðingur 1500 mál, Guðrún í>orkelsdóttir 600, Hrafn Sveinbjarnarson, III 1100, Jón Kjartansson 700, Guð- fojörg GK 1100, Viðey 1000, Stjarnan 700, Þorgeir 250. í dag lönduðu svo Sigfús Berg- man 800 tunnum og Hrafn Svein- fojarnarson III 1300. Þetta er þriðja löndunin hans dag eftir dag og hefur hann á 5 dögum fengið 5300 mál í fjórum lönd- unum. Verður eitthvað af þeirri síld saltað — Gunnar. Líflegt á Norðfirði Neskaupstað, 7. des. — Sl. Sól- arforin-g hafa þessir bátar komið til Neskaupstaðar með síld: Fagri Stefnan í efnahagsmálum og aðsfoðvið þróunarlönd aðalmálin á ráðherrafundi OECD — Gylfi Þ Gíslason kominn heim af fundinum GYL.FI Þ. Gíslason, viðskipta- mállaráðfoerra, kom í fyrra- kvöld heim frá náðfoerratfiundi Efnahags- og framfarastofn- unar Evrópu í París, en hann var haldinn á miðvikudaig Ipg fimmtudag sl. Á fös'tucbag átti ráðtberranin viðræður í UNESCO, menninigar- og vís- indastofnun S.Þ. í París, sem Islendinigar eru nýlega orðnir aðilar að. Og áður en hann kom til Parísar, sat ráðfoerr- ann tvær ráðstetfnur í Kaup- mannafoöfn til undirbún- ings Norðurlandaráðsifúnd- inum sem hér verður í fefor- úar og hitti á mánudag Norður landaráðherra þá sem fjalla um efnafoagsisamvinnu Norð- urlanda, til að undirbúa tniál- in um efnahagssamvinnu er leggja á fyrir febrúar-fund- inn, og á þriðjudag sat Gyl.Æi Þ. GísiJason fund með efna- haigsimálanefnd N orðurlanda- ráðs. Mbl. spurði Gylfa Þ. Gísla- son í símtali í gær um þessi erindi og fundina. Hann sagði að í París hiefði verið uim að ræða hin-n venjuilegia ráðfoerra fund OECD, sem alltaf er haldinn í desember. Umræðu- efnin að þessu sinni hafi aðall- lega verið tvö. *— í fyrsta laigi var á dag- skrá stefná aðildarríkjanna í efnafoagsmálum, en OECD hetfur sett aðildarríkjum sín- trm að auka þjóðartekjur sínar uim 50% á áratugnum 1960—1970, saigði ráðherrann. f sambandi við þetta var rædd stefnan í efnahagsmál- um almennt og það hvernig þessu marki megi ná. Þarna blönduðust inn í hinar nýju aðgerðir Breta, 15% innflutningstollurinn. Var foarkalega deilt á ,Breta fy-rir h-ainn, því hann er ekki í samræmi við þá stetfnu sem OECD hefur sett aðildarríkj- unum. Bretar haf-a sýnilega búizt við þessu, því þeir seindu 3 af ráðherum sínum og einn aðstlaðarráðiherra á fundinn, þau Calll'agan fjár- málaráðherra, Douigflias Jay, viðskiptaimiálaráðhenTa, Bar- böru Ca'S-sel, sem fer með má? við vanþróuðu löndin o-g Anthony Corssland, aðstoðar- Framh. á bls. 8 klettur 1200 mál, Hafrún Í'S 1000, Helga RE 600, Auðunn 600, ís- leifur IV 700, Þórður Jóhannsson 1500, Helgi Flóventsson 800, Akraborg 500, Guðmundur Pét- urs 1000, Hólmanes 700, Gísli lóðs 500, Garðar 300. Nú hefur aftur færzt nýr fjör- kippur í allt atvinnulíf hér við að sjá síldarbátana bruna inn hér drekkfolaðna, bræðsluna vinna af fullum krafti og frystihúsið frysta síldina eins og mögulegt er. Semsagt alls staðar er starfað af miklum krafti og líta menn björtum augum á framtíðina vegna hins mikla sildarafla, er berst daglega að — Ásgeir. Fulltrúar íslands á ráðherrafundi Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu í Muette-höll í París: Gylfi Þ. Gíslason, við skiptan-.álaráðherra, og Pétur T horsteinsson, sendiherra og fyrir aftan þá sitja Þórhallur Ásgeirsúon, skrifstofustjóri og Einar Benediktsson, fulltrúi íslands hjá OECD. I Frá réttarhaldinu í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Frá vinstri: Halldór Þorbjörnsson sakadóm- ari, Þórður Bjömsson, yfirsakad ómari og Gunnlaugur Briem, s akadómari. Munnlegur málflutningur í hnífstungumálinu í gær Dómur skipaður 3 sakadómurum Garður gerður til varn- ar Vík í Kötlugosi f GÆR fór fram munnlegur málflutningur fyrir Sakadómi Reykjavíkur í máli pilts þess, sem 12. maí sl. réðst að 18 ára gamalli stúlku, að heimili hennar hér í borg, og veitti henni 8 stungur með hnífi. í málflutningnum í gær var í fyrsta sinn beitt ákvæðum um sakadóm skipaðan þrem- ur sakadómurum, en þau ákvæði voru tekin inn í breyt- ingu á réttarfarslögum 1961. Dóminn skipa Þórður Björns- son, yfirsakadómari, formað- ur, og sakadómararnir Hall- dór Þorbjörnsson og Gunn- laugur Rriem. Málið var dóm- tekið að málflutningi sækj- anda og verjanda loknum. Svo rakin séu nokkur atriði Framhald á bls. 27 DAGAR í TIL JÓLA I VÍK, 7. des. — Varnargarðinum, sem verið er að gera hér skammt austan við Vikurkauptún, er nú senn lokið. Þetta er mikið mann- virki, 5 m. ,hár garður, sennilega 20—30 m. breiður neðst og 6—8 m. að ofan og liggur bílvegurinn yfir garðinn. Unnið hefur verið að garðin- um að undanförnu og verkið gengið vel. Eru notaðar 3 ýtur. Verkstjóri er Brandur Stefáns- son. Er sandinum ýtt upp og nú ekið í grjóti til að styrkja garð- inn . Varnargarðurinn liggur frá hamrabelti í fjallinu að norðan og suður í sandhólaþyrpingu, sem kallast Höfðabrekkujökull. Þarna er skarð á milli, sem garð urinn lokar nú alveg, og á hann að varna því að flóðið frá Mýr- dalsjökli í hugsanlegu Kötlugosi fari í átt til Víkur. Er garðurinn á að gizka 200—300 m. langur. Þar sem þjóðvegurinn liggur yfir garðinn er akbrautinni skipt, til að bílar mætist ekki á blindhæðinni efst á garðinum. Ætlunin er að gera annan garð nær Vík,nokkuð minni en þenn- an. Ekki er ákveðið bvenær byrj að verður á honum. Farið Reynisf jallaveg í hálkunni Nokkur snjór er hér og er flug hált á vegunum. Nýi vegurinn í Reynisfjalli hefur verið tekinn í notkun í hálkunni, því svokall- að Grafargil, sem hinn vegurinn liggur um, er mjög erfitt slíkri færð. — Fréttaritari. Mbl. móttók tæpai 100 þús. kr í tvær safnanir MBL. hefur nú gert upp og I skilað því fé, sem safnazt hef- ur á skrifstofu .þess í Flat- eyrarsöfnunina og einnig til þlindu barnanna á Akureyri. Upphæðin sem afhent hefur verið hjá Morgun'blaðinu einu til blindu systkinanna á Akur- I eyri er 53.586,55 kr. í Flat- I eyrarsöfnun hafa verið igefnar kr. 45.190,00 á Mbh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.