Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 8. des. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 27 Tveir menn slasast við fall; Annar féll úr hey- stabba,hinn í lest TVEIR menn slösuð'ust í falli í Árnessýslu um helgina, annar höfuðkúpubrotnaði við að detta - Tito Framhald af bls. 1 haldið í Ljubliana 1958, Samtímis gagnrýni Titos á Kínverja, birti málgagn kín- versku stjórnarinnar, „Dagblað þjóðarinnar“ í Peking, nýjar árás ir á Krúsjeff og Tito, en einnig gagnrýndi blaðið nýju leiðtogana í Moskvu, þá Brezhnev, aðalrit- ara flokksins, Anastas Mikoyan, forseta og Mikhail Suslov. Kem- ur þetta fram í ræðu, sem Enver Hoxha, leiðtogi kommúnista í Albaníu, hélt fyrir skömmu í til- efni þjóðhátíðardagsins þar, en ræða þessi er birt í heild í kín- verska blaðinu. Tito sakar kínversku leiðtog- ana um að reyna að þröngva stefnu sinni inn á leiðtogana í Sovétríkjunum. Þeir hefðu aukið árásir sínar á hina nýju leið- toga Sovétríkjanna, og vildu taka sér aukin völd á sviði heims málanna og alþjóða verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann sagði að Kinverjar hafi með kjarnorkutil- raun sinni skapað ótta í heimin- um. et'ki aðeins vePna bess að þá hafi Kína verið komið í fylkingu kjarnorkuríkja. heldur aðallega vegna þess að Kínverjar væru ekki reiðubúnir að taka virkan þátt í því að koma á afvopnun. Kommúnistaflokkur Júgóslavíu er hins vegar ætíð reiðubúinn að ræða gagnrýni Kínverja við kín- verska leiðtoga, sagði Tito, og lagði áherzlu á að Júgóslavía hafi ávallt barizt gegn því að gengið yröi á rétt Kínverja. Varðandi Krúsjeff, sagði Tito, að hann hafi gerzt sekur um nokkur mistök og misskilning, en hann eigi mikinn heiður skilinn fyrir að kveða niður Stalínisma og auka tjáningarfrelsi. Einnig hafi hann átt mikinn þátt í að tryggja frið í heiminum, eins og fram kom í Súez og Kúbu deil- unum. Og ekki hvað sízt vildi Tito þakka Krúsjeff hina góðu sambúð Sovétríkjanna og Júgó- slavíu. Tito er nú 72 ára, og hafa heyrzt raddir um að hann muni senn láta af aðalritarastarfi kommúnistaflokksins. Engin stað festing hefur þó fengizt á þeim orðrómi. En það er eitt af verk- efnum flokksþingsins að velja forustumenn flokksins. — Gromyko Framhald af bls. 1 upprunalegum tilgangi sínum. Án efa hefur enginn á móti því ef það ástand helzt áfram í fram tíðinni.“ Varðandi afvopnunarmálin í hei'd lagði Gromyko fram til- lö«ur Sovétstjórnarinnar í 11 liðum, sem hún kveðst vona að komist I framkvæmd hið fvrst. Fela bær m. a. í sér algjört bann við öllum tilraunum með kiarn- orkusprengjur, minnkandi fram- lög þjóðanna til vígbúnaðar og afnám allra herstöðva á erlendri grund. af heystabba og liggur í sjúkra- húsinu á Selfossi, hinn féll 7—8 m. fall ofan í tóma lest á MS. Mælifelli, og var fluttur á Slysa- varðstofuna og þaðan í I.anda- kotsspítala. Á laugardagskvöld var Ólafur Bjarnason frá Þorkelsgerði í Sel- vogi að leysa hey með heyskera í heimahlöðunni á Bakka í Ölfusi. Leið um klukkustund frá því hann fór út og þangað til komið var að honum í hlöðunni, en þá hafði hann sýnilega fallið ofan af heystaéðinu og slasast illa. ! Fallið var ekki hátt, um 3 m., en hann hefur sennilega lent með höfuðið á tröppu. Hann var fluttur í sjúkrahús á Selfossi og reyndist vera höfuðkúpubrotinn. Hitt slysið varð seint á sunnu- dagsnótt. Ms. Mælifell lá i I>or- lákshöfn og var búið að af- ferma þar salt. Voru menn að ganga frá lestarhlerum, er einn maðurinn, Þorsteinn Óskarsson frá Vestmannaeyjum, féll niður í tóma lestina. Var það 7—8 m. fall, en hann kom niður á fæt- urna. Var hann fluttur á Slysa- varðstofuna í Reykjavík og það- an í Landakotsspítala. — Hntfstungumálið Frh. af bis. 28 máls þessa, gerðist það þriðju- dagskvöldið 12. maí sl., að ákærði kom í heimsókn til stúlkunnar, sem var vinkona hans. Var þar fyrir vinkona hennar, og ræddu þau þrjú saman nokkra stund. Vinkonan þurfti síðan að bregða sér frá í annað' hús. Er ákærði og vinkona hans voru tvö ein orðin eftir í herbergi hennar, fór hann þess á ieit við hana. að hún kæmi með sér norður í land. f framburði sínum hefur ákærði viðurkennt, að hafa beðið stúlk- una að trúlofast sér nokkrum sinnum, en hún neitað. Hugðist hann gera síðustu tilraun til þess að bera upp málið við stúlkuna, en ef hún mundi ekki láta að vilja hans í þessum efnum, kveðst hann í framburði sínum hafa ætlað að ráða hana af dögum, og fyrirfara sér síðan. Stúlkan svaraði þessari mála- leitan piltsins svo, að af sinni hálfu kæmi þessi ráðahagur ekki til greina, auk þess sem hún væri byrjuð að umgangast annan mann. Dró pilturinn þá upp skeiðahníf, sem hann hafði haft með sér innan klæða, og veitti stúlkunni 8 hnífstungur. Voru sumar í handlégg, sumar á öðr- um stöðum líkamans, svo sém andliti og kvið. Foreldrar stúlk- unnar komu hlaupandi til við hljóð hennar, og hljóp þá piltur- inn út. í útidyrum mætti hann vinkonu stúlkunnar, og greiddi henni höfuðhögg. Stúlkan, sem fyrir hnífsstung- unnum varð, var í sjúkrahúsi þar til seinnipartinn í júlí í sumar, en hún hafði hlotið alvarlega innvortis áverka. Vinkona henn- ar, sem höfuðhöggið hlaut, lá í sjúkrahúsi til rannsóknar í 9 daga og er hún talin hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni, eins og það er orðað í ákæruskjalinu. Af piltinum er það að segja, að eftir tilræðið hélt hann út á Grandagarð, tæmdi þar allt laus- legt úr vösum sínum, fyllti þá af grjóti, varpaði sér í sjóinn, og hugðist fyrirfara sér. Brast hann kiark til bess, komst við illan leik i land aftur, og hringdi til lög- re«tunnar. ÁkœruskiaTið er í tveimur lið- um. f fvrsta lagi er pilturinn sem er 21 árs, ákærður fyrir morð tilraun við stúlkuna, og í öðru lavi fvrtr vrófa líkamsárás á vin- stúlku hennar. db Mjólkurbú Flóa- manna 35 ára Gaf Sjúkrahúsi Suðurlands 50 þús. kr SELFOSSI, 7. des. — Hinn 5. desember voru 35 ár liðin síðan Mjólkurbú Flóamanna tók til starfa, en það var 5. des. 1929. Niðurstöður geðrannsóknar, sem fram fór, eru þær, að pilt- urinn sé ekki haldinn neinni meiriháttar geðveiki né vitskorti. Hann er talinn vel greindur, en iinnilokaður og eigi mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar á eðlilegan hátt. Hann hafi af- brigðilegan persónuleika og mjög alvarlega skapgalla, sé kleif hugi. Hins vegar telst pilturinn sakhæfur í niðurstöðum geð- rannsóknarinnar. Fulltrúi saksóknara ríkisins. •Tónatan Þórmundsson. taldi í mál flutninsi sínum. að höfuðatriði væri. að nilturinn hafi framið tilræðið að vfirlögðu ráði. á skioulegan hátt, og að vel íhug- aðri fyrirframákvörðun með til- finningaöryggi og geðró undan- farandi afbrotinu. Krafðist hann þess, að ákærði yrði látinn sæta hæfilegri refsingu, og dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar og sak- sóknarlauna til handa ríkissjóði. Þá flutti skipaður verjandi ákærða, Örn Clausen hrl., máls- vörn sína. Hann krafðist þess áð ákærði yrði dæmdur í vægustu refsingu er lög heimila og að ákærði verði sýknaður af broti gegn 218. gr. almennra hegning- arlaga, sem hann er ákærður fyr ir í 2. lið ákæruskjalsins, og að- eins dæmdur í vægustu refsingu er lög heimila samkv. 217. grein hegningarlaganna og til vara í vægustu refsingu fyrir brot gegn 218. grein hegningarlaganna. Þá krafðist verjandi þess, að gæzlu- varðhaldsvist ákærða kæmi til frádráttar refsivist þeirri, sem hann kynni að verða dæmdur í, og að lokum að sér yrðu dæmd hæfileg málsvarnarlaun. f málflutningi sínum lagði verj andi áherzlu á, að verknaðurinn hefði verið framinn í algjörri ör- vinglan, einmitt vegna skapgerð- arbrestanna, sem skýrt kæmu fram í niðurstöðum geðrannsókn arinnar. Pilturinn hafi tekið það nærri sér, að stúlkan vildi ekk- ert með hann hafa, og þegar hún loks hafi sagt honum, að hún væri farin að umgansast annan mann, hafi uno úr soðið og giör- samle«a slegið út í fvrir piltin- um. Síðan rakti veriandi ýmis ákvæði hevoaðarlaganna. sem hann taldj að tíj greina ætti að taka við ákvörðun refsingar. Málið var síðan dómtekið. og mun dóms að vænta innan fárra daga. Fyrstu stjórnina skipuðu Eiríkur Einarsson, alþingismaffur, Sigur- grímur Jónsson og Dagur Bryn- jólfsson. f tilefni afmælisins var haldinn fulltrúafundur á Sel- fossi sl. laugardag og þar sam- þykkt aff gefa til væntanlegs Sjúlnrahúss Suðurlands 50 þús. kr. Fyrsta árið sem Mjólkurbúið starfaði, tók það á móti 1,2 millj. lítra af mjólk, en í ár rúmum 35 millj. Forstjóri Mjólkurbúsins er Grétar Símonarson. Grétar skýrði m. a. frá því á fulltrúafundinum á laugardag, að í Svíþjóð væri nú sá háttur á hafður um mjólkurflutninga. að á hverjum bæ væru kælitank ar fyrir mjólkina og væri hún svo sótt annan eða brið;a hvern dag og mætti búast við að b«ð vrði framtíðarfyrirkomulag hér líka. Stjórn Miólkurbúsins skipa nú sr. Sveinbjörn Högnason, for- maður, Sigurgrímur Jónsson, Þorsteinn Sigurðsson, Ágúst Þorvaldsson og Eggert Ólafsson. Moskvu, 7. des. (NTB—AP). TALIÐ var að þriðji fundur mið- stjórnar sovézka kommúnista- flokk.sins á tveimur mánuðum ætti að hefjast í dag, og var fund arins beðiff með eftirvæntingu. Hefur orðrómur verið á kreiki í Moskvu að undanförnu um fundinn, og að á honum yrðu teknar mikilvægar ákvarðanir varðandi embættaskipan í ríkis- stjórninni og í miðstjórninni. Ekkert varð þó úr fundinum í |Á TJÖRNINNI var í gaer| 1 þykkur ís, en því miður nokk-| 1 uð mikill snjór ofan á honum.f j En við því er ráð. íþróttabandaf | lag Reykjavíkur sendi strákf I á ýtu út á Tjömina og skóff = hann snjóinn ofan af svellinu.l Athugasemd ÉG þakka Guðmundi Danfels syni skilningagóðan ritdóm um grísku skáldsöguna „Sól dauðans" hér í blaðinu á sunnudaginn og ekki sízt hlut tekningu hans vegna mistaka. sem hann nefnir „stórfeng- leigt línubrengl“ á blaðsíðu 234 í bókinni. Væntanlegu'm lesendum skáldsögunnar til glöggvunar vil ég vinsamlega benda á, að hér er ekki um að ræða línu'brengl í venjuleigum skilningi, heldur hefur niður- lag næstsíðasta kafla skáldsög unnar verið tvísett, þannig að 15 síðustu línur kaflans eru endurteknin« á því «em á und an var komið og eiga Wí að str;hí>=t út — b.e.a.s. frá oig m“ð 7. línu að neð’n i þls. 234. F.r óbarft að ræða frókar þessi leiðu mistök. sem urðu eftir að síðasta próförk bókar- innar hafði verið lesin, en les- endur eru hins vegar beðntr velvirðingar á þeim. Sigurður A. Magnússon. dog, en búizt viff aff hann hefjist á morgun, þriðjudag. Á miðvikudag hefst svo fund- ur Æffsta ráffsins, og er þaff fyrsti fundur þess síffan Krú- sjeff var hrakinn frá völdum. Er talið aff þar verffi tilkynntai ák'iVarffanir um breytingar á stjórninni. Erfitt er að henda reiður i hvað er að gerast, en hver orð- rómurinn rekur annan. Þannij Framhald á bls. 24 PÁLS ZÓPHÓNÍASSONAR f.v. alþingismanns, verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 9. des- ember kl. 10:30. Athöfninni verðtrr útvarnað. Þeir serrt vilia minnast hins látna eru beðnir að láta líknar- stofnanir njóta bess. Unnur. Tónhónías, Páll Agnar, Hannes og Hjalti. mmmmmÆBMiœmmmmmwm Miðstjórnarfund inum frestað Æðstaráó Sovétrikjanna kemur saman á miðvikudaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.