Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 8. des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 ☆ ÓLAFSVÍK er fallegur og vina- legur bær norðan á Snaefellsnesi, örskammt frá einum af beztu Jiskimiðum landsins. Fyrr á öldum sóttu menn þangað víða að til að stunda út- ræði á hin fengsælu mið undan Jökli á vetrarvertíð. Enda þótt nú á tímum séu víðast hvar betri hafnir en á Ólafsvík og hin stóru ©g fullkomnu fiskiskip, sem leyst hafa árabátana af hólmi, sæki nú hinar fornu veiðislóðir við Unnið að hafnargerð í Olafsvík Séð yfir Ölafsvík. Til hægri á myndinni er grjótgarðurinn, sem nú er verið að fullgera. Fremst á myndinni er hin nýja kirkju- bygging. A ert háð samgöngum við Ólafs- vík. Eru nú þrjár ferðir í viku með áætlunarbifreiðum til Reykjavíkur, en auk þess eru tvær vöruflutningabifrei'ðir stöð- ugt í ferðum. Vaxandi ferða- mannastraumur hefur legið þang að vestur síðustu sumur, eink- um eftir að Búlandshöfðavegur og Ennisvegur voru teknir í notk un. Næg verkefni fram undan. Þegar við spyrjum Guðbrand að því, hvað helzt þurfi að gera annáð í Ólafsvík á næstunni, segir hann Okkur, að meðal þess, sem nauðsynlega þurfi að gera á næstunni, sé að byggja félags- 'heimili og gistihús. Hins vegar hafi verið ráðizt í svo miklar framkvæmdir á síðustu árum, að frekari uppbygging verði að bíða enn um sinn, jafnvel þótt mörg brýn mál biði úrlausnar. Að lokum sagði Guðbrandur, að alger einhugur ríkti með íbú- um Ólafsvíkur um allar þær framkvæmdir, sem nú er unnið að. Þingmenn Vesturlandskjör- daamis styddu þá með ráðum og dáð, og ríkisstjórnin sýndi mik- inn velvilja til helztu hagsmuna- mála þeirra. Rætt við Guðbr. Vigfúss. oddvita Snæfellsjökul um óravegu, er síður en svo, að útgerð Ólafsvík- inga hafi dregizt saman. Þvert á móti færa harðsæknir sjómenn sífellt meiri og betri afla á land í Ólafsvík. Erfið hafnarskilyrði ©g slæmar samgöngur um ára- bil hafa ekki megnað að draga kjarkinn úr hinum duglegu íbú- um þessa litla þorps, heldur er markvisst unnið að þeirri fjöl- þættu uppbyggingu, sem breytt hefur Ólafsvík úr litlu sjávar- þorpi í sívaxandi bæ.. Morgunbiaðið náði tali af Guff- brandi Vigfússyni oddvita, er hann var á ferff hér syðra í erindum sveitarfélagsins fyrir skömmu. Ný vatnsveita og stórbyggingar. Guðbrandur sagði okkur, að meðal þeirra framkvæmda, sem nú er unnið .að í Ólafsvík, sé ný vatnslögn. Nú fyrir skömimu er lokið fyrsta áfranga þeirra fram,- kvæmda. Er vatnið leitt um fjög- tirra kílómetra veg frá Gerðu- bergi til Ólfsvíkur. Vatnsrennsl- ið er 33 sekúndulítrar, og er þá nýttur þri'ðjungur þess vatns, sem þarna er að fá. Vídd vatns- leiðslunnar er við það miðuð, að unnt verði að taika í notkun síðar meir 99 sekúndulítra, en það er talið" nægilegt fyrir fimm þús- und manna bæ. Me'ð hinni nýju vatnslögn er stórbætt neyzluvatn Ibæjarbúa, en þeir eru nú tæp- lega níu hundruð. Vatnsþörfin hefur aukizt frá ári til árs, þar sem íbúunum fer ört fjölgandi og fiskvinnslan í bænum eykst Stöðugt. Hefur þessi fyrsti áfangi vatnsveituframkvæmdanna kost- eð um 2,2 milljónir króna. Guðbrandur • sagði okkur, að nýiega hefði verið lokið við að Stækka barnasikólann í Ólafsvík um þriðjung. Tvæir nýjar kennslustofur voru bygg'ðar, og eru þær um 80 fermetrar að etærð hvor um sig. Þessi viðbót Ihiefur kostað um 1,2 milljónir króna. Einnig er verið að reisa íþróttahús og sundlaug í Ólafs- vík, og var hafizt handa við það órið 1963. Er nú búið að steypa upp sundlaugina og einnig íþróttasalinn, sem er byggður of- an á laugina. Enn er hins vegar ólokið við að byggja búnings- klefana. Hefur til þessara fram- kvæmda verið varið samtals um tveimur milljónum króna, enn Bem komið er. Um þessar mundir er einnig unnið að því að reisa nýja kirkju í Ólafsvík og mun hún rúma um 250 manns. Miðar byggingunni vel áfram og er nú komin undir þak. Guðbrandur sagði okkur, að margir hefðu talið, áð kirkju- byggingin yrði ofboðslega dýr. Sú hefði hins vegar ekki orðið reyndin, og væri kostnaður við bygginguna aðeins um tvær mill- jónir króna, það sem af er. Hefði sóknarnefndinni tekizt áð afla alls þess fjár bæði með fjársöfn- un og lántökum. Gamla kirkjan í Ólafsvík var byggð árið 1829 og er nú komin inn á athafnasvæðið Guffbrandur Vigfússon, oddviti. í bænum, stendur á þróarbarmi sí ldarverksmið j unnar. Stórbætt hafnarskilyrffi. Léleg hafnarskilyrði hafa á- vallt verið Ólafsvíkingum mikill fjötur um fót. Árið 1920 var byrj að áð byggja hafnargarð í Ólafs- vík, og var þar í fyrstu einungis um að ræða skjól fyrir trillur. Síðar var garðurinn stækkaður nokkuð, og hafa bátarnir orðið að notast við þann hafnargarð fram að þessu, enda þótt sjór gangi yfir hann í norðanótt, og með því sé öllum bátum í höfn- inni mikil hætta búin. Þetta eru þau skilyrði, sem útgerð staðar- ins hafa verið—búin fram að þessu. Ókunnuga hlýtur því að undra, hvers vegna sjómennirnir hafa ekki fyrir löngu gefizt upp á að gera skip sín út frá Ólafs- vík og leitað fremur til annarra staða, sem hafa upp á betri að- búnað að bjóða. „En fiskisældin við Jökul er slík allan ársins hring“, sagði Guðbrandur, „að einmitt þess vegna hafa duglegir menn getað treyst því að búa í Ólafsvík." Þegar haft er í huga, að ekki stærri bær en Ólafsvík er skuli nú á sama tíma standa í eins fjárfrekum framkvæmdum og minnzt var á hér að framan, ný vatnsveita, sundlaug, íþróttaihús, kirikja og ótal margt annað, undr ar menfi að heyra, að þetta eru næstum smámunir miðað við þær miklu hafnarframkvæmdir, sem nú standa yfir. Þegar við höfum orð á þessu við Guðbrand, svar- aði hann því til, að hvergi á landinu hefði h|nn séð fólk leggja meira til hliðar af tekjum sínum í hvers konar uppbygg- ingu, hús, báta og önnur atvinnu tæki. Guðbrandur sagði, að byrjað hefði verið að byggja nýju höfn- ina 1. ágúst 1963. Unnið var að verkinu fram í október, en fram- kvæmdir hófust síðan aftur í júní sl. O'g er að ljúka i bili. Verk inu hefur miðað ágætlega áfram og er nú fyrsta áfanga þess senn loíkið. Byggður hefur verið 427 metra langur grjótgarður með 15 fermetra stálkeri á enda hans. Grjótið í garðinn var tekið úr Ólafsvíkurenni og Lambafelli. Verkstjóri við hafnargerðina er Sigurður Jakob Magnússon úr Ólafsvík, en alls hafa unnið við hana á hverjum tíma 7 til 8 menn. Þessi áfangi hefur kostað 9 til 9,5 milljónir, og greiðir Ólafsvíkurhreppur 60% af kostn- aðinum. Hafa því bæjarbúar lagt fram 5,7 milljónir króna í höfn- ina til þessa, en að sjólfsögðu er hér að verulegu leyti um láns- fé að ræða. Af tekjum sínum á þessu ári hefur hreppurinn var- ið 850 þús. kr. til hafnargerðar- innar. Sagði Guðbrandur Vig- fússon okkur, að ætlunin væri að verja' tvöfalt hærri upphæð til þessara mála 1965, ef hrepps- nefndin samþykkti þá fjárveit- ingu. Það sem af er þessu ári, eru tekjur af höfninni um 700 þúsund krónur. Guðbrandur sagði, að nú væri að því unnið, að á næsta ári verði hafnargerðinni haldið á- 'fram. Þá yi'ði gerð uppfylling. og 100 m. löng bryggja, sem bátarnir hefðu fyrir viðlegupláss. Innan garða er áætlað að dýpka höfnina, þannig að hún verði 4 til 6 metrar á dýpt, miðað við . stórstraumsfjöru. Verður þá kom in ágæt höfn í Ólafsvík fyrir 20 til 26 báta, auk þess sem stór hafskip geta lagzt þar að bryggju. Traust útgerff. Til að betur sé hægt að átta sig á , hversu miikil útgerð er frá Ólafsvík og hversu mikill Kortiff sýnir höfnina í Ólafsvík verffur viff uppfyllingu og afli berst þar á land til vinnslu, benti Guðbrandur okkur á, að árið 1962 voru flutt út frá Ólafs víkurhöfn verðmæti að upphæð um 62 milljónir króna. Árið 1963 var útflutningsverðmætið um 70 milljónir króna, og gera má ráð fyrir, að á þessu ári nólgist þessi upphæð 80 milljónir króna. í Ólafsvík eru nú rekin tvö stór frystihús, saltfiskverkunar- stöð, tvö síldarplön og síldar- verksmiðja. Þaðan eru gerðir út 7 e'ða 8 bátar, sem eru 18 til 42 tonn að stærð, og 10 fimmtíu til hundrað og fimmtán tonna bát- ar. Guðbrandur kvað einmitt þessa blönduðu bátastærð gera það að venkum, að nægilegt at- vinnulíf er í Ólafsvík allt árið um kring. Þegar stærri bátarnir fara á sumarsíldveiðar, stunda þeir minni línuveiðar, hand'færa vefðar eða veiðar með dragnót og leggja afl'ann upp í Ólafsvík. Á vetrarvertíðinni er minnstu bátunum oft lagt, en þá eru stærri skipin heima við og tryggja bæjarbúum og mörg hundruð aðkomumönnum næga atvinnu. Formenn bátanna allir og flestir sjómannanna eru Ólafs víkingar. Bættar samgöngur. Ein mikilvægasta framför, sem orðið hefur á Snæfellsnesi á síð- ustu árum, eru þeir nýju vegir, sem lagðir hafa verið um byggða lögin þar vestra. Nýr vegur hef- ur verið lagður frá Ólafsvik og inn í • Grundarfjörð fyrir Bú- landshöí’ða og einnig er nú kom- ið akvegasamband milli Ólafs- víkur og Helli'SS'ands. Er því kom inn vegur í kring um allt Snæ- fellsnes og yfir það á tveimur stöðum, um Fróðárheiði og Kerlingarskarð. Auk þess mun ráðgert að leggja veg yfir nesið um Heydal og yfir á Skógar- strönd. Að þessu er að sjálfsög’ðu hin mesia S'amg'öngubót. Sagði Guð- brandur, að undanfarna vetur hefðu snjóþyngsli lítið sem ekk- eins og hún verffur, þegar lokiff bryggjusmíði. - /jbrdf//> Framhald af bls. 26 ánægju og skemmtunar. Fýrir komulagið er annað heima en hér er gert sjálfum sér til hér. Ýmsar íþróttahallir eru í einkaeign en ekki í eigu fé- laga. Hægt er að fá vikulegan tíma fyrir 400 d. kr. (2500 ísl. kr.) á ári. (Hér myndi viku- legur tími allt árið ef hægt væri að fá hann kosta um 5000 kr. minnst). — Og hvað kosta svo spað- ar og boltar? — Beztu spaðar kosta 145 kr. (um 900 kr. ísl.) og boltar 3.60 (um 22 kr.) (Hér kosta spaðar yfir 1000 kr. og boltar 40 kr.). Kops kvaðst ekki hafa séð ísl. badmintonleikara iðka íþróttina af ástæðum sem get ið er í upphafi. En hann hafði myndað sér skoðun um það og sagði m. a. — Badminton og engin íþróttagrein verður sterk nema eiga keppnismenn og skapa keppnismönnum tæki- færi. Afreksmenn skapast ekki nema byrja mjög ungir og þeir þurfa að fá verkefni á við það sem gerist í öðrum greinum, landsleiki og ferða- lög. Annars fara þeir bara í aðrar greinar sem skapa slíkt. Hér á íslandi þarf áreiðan- lega að gera grundvallar- breytingar til að lyfta megi badmintoníþróttinni. Nú kom ast aðeins um 400 manns að til að iðtoa greinina. Það eru færri en vilja og slegizt um húsnæðið. Meðan er ekki rúm fyrir litlu strákana sem einir geta vaxið upp í að verða af- ' reksmenn. Efnilegur íþrótta- maður vill takmark og fái hann það ekki í þessari grein leitar hann sér að annari þar sem hann getur náð takmark inu. Án keppnismanna staðn- ar íþróttin í leik þeirra sem aðeins stunda hana sér til ánægju og hressingar. Það sem mest vantar hér er hús- næði — og það er nú allnokk- uð að vanta það. Það er því aðeins með byltingu sem ætla má að hér á íslandi vaxi upp sterk badmintonhreyfing. — Eruð þið allir fjórir er hingað komuð í danska lands- liðinu? — Nei, aðeins við Henning Borch. Á afrekslista badmin- tonmanna í Danmörku skipa ég efsta sætið nú, H. Nielsen 2. sætið, Henning Borch 3. sætið og Svend Andersen, sem hér var, 4. sætið. „Litli bróð- ir‘ Torben er ekki á listanum nú því hann keppti ekkert heima vegna fjarveru utan- lands. — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.