Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. des. 1964 Þórður Magnússon bókbindari — minning ÞÓRÐUR Magnússon lifði líf- inu eins og góðum mönnum er eiginlegt kvikur og kátur sem ungur maður, mildur og stilltur á efri árum. Hann var kominn hátt á 84. árið er hann lézt að kvöldi 28. nóv., en fæddur var hann 17. febrúar 1881. Banamein ið var hjartabilun. En þega-r góð ir menn fara er ekki hægt að tala um hjartabilun, hjartað hætt ir aðeins að slá. Enda þótt bezt sé að minnast Þórðar, sem góðs vinar og félaga trausts verkstjóra og mikils at orkumanns við vinnu, þá mun hann í einu efni hafa átt um það bil heimsmet. Hann hóf starfs í bókbandsstofu fsafoldar 1. apríl 1897 og vann þar nær óslitið til hinstu stundar eða í full 67 ár. Sjálf er bókbandsstofan 78 ára gömul, stofnuð af Birni Jóns- syni árið 1886. Að loknu bók- bandsnámi fór Þórður til Kaup- mannahafnar til framhaldsnáms, en kom heim að tveimur árum liðnum, árið 1904, og tók þá við verkstjórn í Lsafold. Þessa verk- stjórn hafði hann á hendi næstu 43 árin. Mest af þessum langa tíma störfuðu þeir saman Þórður og Gísli Guðmundsson, og var bókbandsstofan um þær mundir nafnfræg af þessum fjörmiklu mönnum og kunnu borgurum. Lengi framan af voru bækur yfirleitt handbundnar og á með- an það var mun margur bóka- vinurinn hafa glaðst yfir að eign ast handbundnar bækur eftir Þórð og Gísla. En báðir þessir menn lifðu einnig tímabil vél- bandsins og kunnu að méta kosti þess, þótt handbandið væri sterkara — og persónulegra. Þórður var sannkallaður Reyk víkingur. „Ég er fæddur í Vest urbænum", sagði Þórður í sam- tali við Morgunblaðið, er hann varð áttræður, „en ég man ekki eftir mér þeim megin. Þegar ég fyrst man eftir mér var ég heima í Ingólfsstræti 7. Þar hef ég átt heima æ síðan og held nú upp á áttræðisafmælið í þessu gamla og góða húsi, sem faðir minn, Magnús Magnússon byggði, en þar var áður torfbær- inn Ofanleiti. Við systkinin skift um lóðinni, og Magnús bróðir minn reisti sér þar hús, Ingólfs- stræti 7B (Magnús lifir Þórð, 86 ára gamall) og að Ingólfsstræti 10 bjó systir mín Halldóra gift Kristjáni Möller málara. (Hall- dóra er látin.) Við systkinin höf- um því öll átt heima við Ingólfs- stræti, okkur hefir liðið mjög vel þar og sennilega flytjum við ekki héðan af“. Þórður lézt að Ingólfsstræti 7 og hafði þá lifað þar í um það bil 80 ár. Þórður Magnússon átti þátt í stofnun Hins íslenzka bókbind- arafélags árið 1906, og hann átti frumkvæðið er félagssamtök bók bindara voru endurvakin árið 1934 og Bókbindarafélag íslands var stofnað. Þetta félag heiðrar nú minningu þessa frumherja, með því að kosta útfpr hans. í ísafold er skarð fyrir skildi er Þórður er farinn. í bókbands stofunni er enn fólk, sem starf að hefir með Þórði í hartnær 40 ár. Hefi ég þar helzt í huga Ein fríði Guðjónsdóttur (starfað í ísafold í nær 60 ár), Ólafíu Ólafs dóttur og Fanneyju Guðmunds- dóttur. Engan vin mun Þórður hafa átt einlægari síðustu ára- tugina en Ólafíu. Sjálfur hefi ég þekkt Þórð frá blautu barns- beini og persónulega á ég og raunar við feðgar í þrjá ættliði Þórði mikið að þakka. Þórður kvæntist árið 1907 Guð rúnu Magnúsdóttur. Fjögur börn þeirra komust á fullorðinsaldur, Páll (lézt af slysförum árið 1932), Lilja, gift Ragnari Þórarinssyni, húsasmíðameistara, Magnús, í heimahúsum, og Geir, verkstjóra á bókbandi Hilmis. Utan hjóna- bands átti Þórður tvær dætur, Fríðu, en hún er gift Kristjáni Lindhardt í Kaupmannahöfn, og Huldu, sem vinnur á bókbands- stofu prenstmiðjunnar Hóla. Hinn mildi maður, sem vann nær allt sitt líf hjá sömu hús- bændum og bjó alltaf við Ing- ólísstræti 7 er nú fluttur. Hann var spur'ður að því 75 ára gam- all, hvort hann hefði lent í nokkr um ævintýrum á lífsleiðinni. „Engum sérstökum", svaraði Þórður, „lífið hefir verið eitt ævintýri“. Mönnum eins og Þórði er gott að kynnast og að leiðarlokum skilja þeir eftir Ijúfar minning- ar. Pétur Ólafsson. Leikfélag Kópavogs: Fínt fólk Höfundur: Peter Coke Leikstjóri: Gísli Alfreðsson LEIKFÉLAG Kópavogs hefur að undanförnu sýnt grínleikinn „Fínt fólk“ eftir brezka leikar- ann og leikritahöfundinn Peter Coke. Var hann frumsýndur 19. nóvember, en ég komst ekki til að sjá hann fyrr en í síðustu viku, þannig að þessi umsögn birtist eftir dúk og disk. Það var fámennt í Kópavogsbíói kvöldið sem ég sá leikritið, og má nærri geta að leikendum hefur verið róðurinn allþungur við heldur daufar ujndirtektir áhorfenda, þó stundum væri hlegið hressilega. „Fínt fólk“ er nefnt sakamála- skopleikur í leikskrá, og segir sú nafngift í rauninni alla söguna. Hér er á ferðinni einfaldur og í mörgu tilliti fjarstæður skop- leikur um heldur fáfengileg sakamál, og hann á ekki annað erindi við áhorfendur en vekja hlátur og kæti stutta kvöld- stund. Efnisþráðurinn er með ó- líkindum, eins og títt er um grin leiki, og sjálfar persónurnar sömuleiðis. Það sem mest veltur á er að gera hvert atriði leiksins og samhengið milli þeirra sem spaugilegast og fá áhorfendur til að taka þátt í gríninu. Ekki verður annað sagt en leikararnir í Kópavogi gengju fram af sönnum eldmóði og ein- lægri leikgleði, sem gaf sýning- unni hressilegan blæ, þó vitan- lega væru snöggu blettirnir bæði margir og áberandi. Leik- stjórinn, Gísli Alfreðsson, hefur unnið sitt verk fagmannlega, náð hraða í sýninguna og allgóðum heildarblæ, þó sviðshreyfingar mættu sums staðar vera örugg- ari. Meginagnúinn á sýningunni er hins vegar takmörkuð geta leikenda til að búa til einfaldar, heilsteyptar manngerðir úr hlut verkum sínum. Þau krefjast hvorki sálfræðilegrar krufningar né innri átaka eða þróunar, held Frá vinstri: Nina Sveinsdóttir, Auður Jónsdóttir, Guðmundur Gíslason, Hólmfriður Þórhallsdó ttir og Lily Guðbjörnsdóttir. ur fyrst og fremst einfaldrar stíl- færslu á hverri einstakri per- sónu, sem haldist leikinn á enda. Þetta tókst ekki nema að mjög takmörkuðu leyti. Leikstjórinn hefur réttilega lagt áherzlu á að sérkenna hverja persónu, enda er hópurinn sundurleitur, en leik ararnir áttu erfitt með að „tolla í rullunum“. Næst því komust að minni hyggju þær Lily Guð- björnsdóttir (Hattie) og Nína Sveinsdóttir (frú Beatrice Apple- by), einkanlega sú fyrrnefnda. Taugaveiklun Hattie var hæfi- lega ýkt og persónan var söm við sig til leiksloka. í leik Nínu vantaði ýmsar þær ýkjur sem gert hefðu þessa hugmyndaríku gæðafrú ennþá skemmtilegri, hún var helzti þyngslaleg, en innan sinna takmarka hélt hún strikinu til enda. Auði Jónsdótt- ur vantaði ekki miklu meira en herzlumuninn til að gera Nann- ett minnisverða gríngúru og var margt vel um leik hennar. Okta- vía Stefánsdóttir lék þjónustu- stúlkuna, Lily Thompson, og var örugg í framgöngu, en einhvern veginn of „jarðbundin“: hún var ekki nægilega spaugileg. Hólmfríður Þórhallsdóttir lék Alice, rótlausa hefðarkonu, snot- urlega með köflum, en hana skorti líka sérkennilegra svip- mót. Af karlmönnum leiksins bar Guðmundur Gíslason hita og þunga dagsins í hlutverki Reyn- es hershöfðingja, sem getur með engu móti gleymt hernum, og hygg ég að reynsluskortur Guð- mundar í hermálum standi hon- um mjög fyrir þrifum í þessu hlutverki! Endrum og eins örlaði á hinum sérvitra brezka herfor- ingja, en persónan varð ekki heilsteypt og því sjaldan veru- lega fyndin. Björn Magnússon, Sigurður Grétar Guðmundsson og Sigurður Jóhannesson fóru með smáhlutverk, sem ekki urðu eftirminnileg, nema kannski ör- stutt innkoma Sigurðar Jóhann- essonar. Þýðinguna gerði Óskar Ingi- marsson, og virtist hún lipur og hæfa anda leiksins. Leiktjöldin voru eftir Hafstein Austmann, látlaus og snotur, en ekki kunni ég við útsýnið úr stofugluggan- um og þvi síður litasamsetning- una á gluggatjöldum og vegg- fóðri — þar var æpandi mis- ræml. Því hefur oft verið haldið fram, og það jafnvel af ábyrg- um leiðtogum íslenzkrar leiklist- ar, að léttmetið væri það sem „fólk yfirleitt“ helzt vildi sjá á fjölum leikhúsanna. Eitthvað virðist mér sú kenning standa höllum fæti, ef nokkuð má marka af aðsókninni að „Fínu fólki“ kvöldið sem ég sótti þá sýningu. Sigurður A. Magnússon. almennt ekki byrjuð. En það er ekki nema rétt liðlega hálfur mánuður til jóla. Tíminn líður hratt. Kannski veldur snjókoma um helgina, því að ég er að komast í jólaskap. Þetta var reglulegur jólasnjór — og ég er bara að vona, að hann haldist fram yfir nýjár. Mér finnst rauð jól aldrei jafn jólaleg. Að vanda hafa verzlunar- menn skreytt mikið nú þegar, en í heimahúsum er slíkt ekki byrjað enn. Þó sá ég marglitar ljósaperur utan á tveimur hús- um í Austurbænum á sunnu- dagskvöldið — og satt að segja finnst mér það full snemmt. Hingað til hefur það verið sið- ur að skreyta ekki í heimahús- um fyrr en jólahátíðin gengur Jólaskreytingin verður ekki jafn jólaleg. ★ ERLENÐUR SLÐUR Það virðist færast æ í vöxt, að börnum hér á landi sé gefið sælgæti í skóna sína á hverri nóttu — og á þessu er byrjað löngu fyrir jól. Þetta er erlend- ur siður, sem mér finnst engin ástæða til að innleiða hér. Þetta er eins konar forskot, sem börnin fá á jólin, forskot, sem dregur úr tilbreytingunni, sem fylgir jólunum. Þar að auki er það áreiðanlega hvimleitt fyrir foreldra, þegar börnin eru farin að ætlast til að fá reglulegar sælgætisgjafir. En það eru auð- vitað foreldrarnir sjálfir, sem innleiða þetta. Ekki börnin. in hér í blaðinu á surmudaginn. Þetta sífellda sjálfshól íslend- inga í sambandi við flug- og ferðamál er svæfandi fyrir þá, sem bera ábyrgðina á að allt fari vel á þessum vettvangi. Þess vegna mættu fleiri stinga niður penna á sama hátt og Gísli í þetta sinnið. En dagblöðin eiga mikla sök á því hvernig komið er. Þau hafa oft og tíðum stuðlað að endurbótum á þessu sviði sem öðrum, en þeim getur líka brugðizt bogalistin. Sjaldan láta þau vanta í viðtöl sín við út- lendinga, að „íslenzka gestrisn- in“ beri af öllu öðru, landið sé það „sérstæðasta“ í heimi — og landsmenn þeir gáfuðustu, sem fyrirfinnast á hnettinum. — Þá er auðvitað ekkert und- arlegt, þótt mörgu þjónustu- fólki finnist gestirnir ekki hafa efni á að setja sig á háan hest. — Útlendingar fara oft fögrum orðum um ísland og íslend- ingar það er satt. Stundum vegna þess að þeir hafa búizt við öllu mjög vanþróuðu hér — og gera ekki samanburð við annað. Oft vegna þess að þeir eru að reyna að geðjast heima- mönnum — þriðji hópurinn — vegna þess að hann hefur orðið fyrir góðri reynzlu hér. En það er alveg óþarfi fyrir blöðin að birta þetta sífellda hól. Ég er ekki að segja, að þess eigi ekki að geta, sem vel er gert. En stundum mætti gæta meira hófs á þessu sviði. ★ JÓLA-AFSLÁTTUR Af því ég minntist á jólin langar mig til að benda skóla- fólki alveg sérstaklega á „jóla- afslátt“ Flugfélags íslands á innanlandsleiðum. Það er jafnan vinsæl ráðstöfun að slá af verði, en fáir kunna betur að meta afslátt en félítið skólafólk, sem langar heim um jólin. B O S C H rafkerfi er í þessum bifreiðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við höfum varalilutina. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.