Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 3
f Þriðjudagur 8. des. 1964 MORGU NBLAÐIÐ 3 ÞEGAR belgísku fallhlífa- hermennirnir- komu heim eftir hjörgunaraðgerðirnar í Stanleyville voru fjöl- skyldur flestra þeirra sam- ankomnar á flugvellinum í Briissel til þess að fagna þeim. í þessum hópi voru eiginkona, foreldrar og systir Luciens Welvaerts, eins fallhlífahermannsins. Þau voru glög og ánægð vegna þess að þeim hafði verið tilkynnt að Lucien væri heill á húfi. Þegar flugvélin, sem flutti hópinn, er sagt var að Lucien væri í, lenti og hermennirnir gengu út, stóð fjölskyldan við grindverkið á flugvellin- um, veifaði ákaft og beið í eft- irvæntingu eftir að andlit hans kæmi í ljós. En biðin varð árangurslaus. Allir hermenn- irnir voru komnir út úr vél- inni, en Lucien sást hvergi. flugvellinum ljóslifandi, en það var Lucien sem hafði faiiið. Eiginkona Luciens, sem er rúmiega tvítug og nýbúin að eiga barn, féll í öngvit, er henni varð ijós misskilningur- inn og eftirvæntingarsvipur- inn á andiitum foreldra hans og systur hvarf, en í staðinn kom sorg og örvænting. Dider Welvaert stóð ein- mana úti f horni á flugstöð- inni og skyldi ekki hvers vegna enginn kom að taka á móti honum. Þegar honum var sagt hvernig í öllu lá, hljóp hann í símann til þess að hringja heim og segja fjöl- skyldu sinni, að hánn væri á lífi. Og mikill fögnuður ríkti á heimili hans, þegar foreldr- arnir höfðu náð sér eftir undr- unina, sem greip þau, er þau heyrðu rödd sonar síns, sem þeim hafði verið tilkynnt að væri látinn. < v* 1 Eiginkona Luciens Welvaerts fellur í öngvit á flugstöðinni. Faðir Luciens grípur hana, en á bak við stendur systir hans grátandi og móðir hans lengst til hægri. Sorglegur mísskilmngur Faðir hans tók að spyrjast fyr- is um hverju þetta sætti og þá varð ljóst, að orðið hafði sorg- legur misskilningur. f herdeild Luciens var annar maður, sem hafði sama ættarnafn ög hann, Dider Welvaert. Fjölskyldu Diders hafði verið tilkynnt lát hans. Nú birtist hann á Dider Welvaert Tveir klakaklárar. Hestar eru nú víða komnir á gjöf á Suðuriandi. harðindalegur og snjólegur. Segja má, að menn sé fegnir hverjum degi, sem sleppur við snjókomu. Ekki snjóar mikið nú, en meira áður, og hlífir það jörðu við klaka. Frost hefur lengst komizt niður í tíu stig. — G. S. — ★ — GELDINGAHOLTI, Gnúp- verjahreppi, 7. des. Veður er gott hér, en harðindi mega teljast nú. Töluvert mikill snjór er á jörðu og algerlega hag laust. Fé hefur verið um þrjár vikur á gjöf. Bændum lízt hann harðinda- legur, eins og er. Ekki er mikill klaki I jörð, og hlífir snjórinn. Noklkurt frost hefur verið hér, mest þrettán stig, en komst niður í tíu stig í nótt. Færð er prýðileg eins og sfend ur. — J. Ó. STAKSTEINAR „Miklu hagstæðari skattalög" EINS og menn muna voru skatta- lög með þeim hætti allt fram til 1960, að ekki var um það hæigt að - deila, að löggjafinn ætlaðist bein- - líns til þess, að stórfelld skatt- svik ættu sér stað. Það var engin lifandi leið að framfylgja lög- unum og jáfnvel hafði komið fyrir að beinir skattar til ríkis- og sveitarfélag höfðu orðið hærri en allar tekjur manna. í ritstjóm argrein sl. sunnudag ræðir Tím- inn um skattalög og segir: • „Auðstéttin hefur auðsjáan- lega ástæðu til að fagna að hún hefur fengið miklu hagstæðari skattalög“. Fróðlegt væri að fá skýringu á því, hvað það er sem Tíminn nefnir „auðstétt" hér á tslandi. Morgunblaðinu er sem sé ókunn- ugt um, að slík „stétt“ sé til hér á landi, þótt auðvitað sé hagur manna misjafn. Blaðið hefur líka raunar oftsinnis spurt Tím-t ann að því, hverjir það væru, sem græddu óhóflega hér á landi, hvort það væru útvegs- menn eða sjómenn, bændur eða iðnaðarmenn, kaupmenn eða iðnrekendur, en ekkert svar hef- ur fengizt. Upplýsingar frd SÍS Morgunblaðið hefur bent Tím- anum á það, þegar það hefur spurzt fyrir um það, hvar ofsa- gróði væri fólginn, að naumast væri sá atvinnurekstur til, sem SÍS hefði ekki einhver kynni af, og oftast hefðu þau samtök verið fundvís á peningalyktina og lagt út í þann atvinnurekstur, sem helzt var líkle.gt að gæfi hagnað. Ættu því að vera hæg heima- tökin fyrir Framsóknarforingj- ana að fá upplýsingar um ofsa- gróðann. Þess vegna ætti að vera hægt að ætlast til þess af Tím- anum að hann svaraði framan- nefndri spurninigu Morgunblaðs- ins. En hvað er það sem málgagn Framsóknarflokksins á við, þeg- ar það talar um miklu hagstæð- ari skattalög „auðstéttarinnar“.? Varla getur verið átt við annað en það að með skattalögunum frá 1960, sem að vísu hafa nokk- uð raskazt síðan, var horfzt í augu við þá staðreynd, að til- gangslaust er að líta á fólk með miðlungstekjur og jafnvel góðar tekjur, eins og vel launaðir embættismenn hafa, sem auð- menn og skattleggja þá í sam- ræmi við það. Skattalögin voru gerð heilbrigð og eðlileg, bæði að því er varðaði skattlagningu á einstaklinga og eins á atvinnu- fyrirtæki, en þeim var með hin- um nýju lögum heimilað að halda eftir nokkru af hagnaði sínum til að endumýja tæki sin og styrkja reksturinn. H agbönn og harðindalegt á Suðurlandi HELDUR er harðindalegt á Suðurlandi nú og alls staðar haglaust, eftir því sem Mbl. komst næst í gær, þegar hringt var til nokk- urra fréttaritara þess í Sunnlendingaf jórðungi. — Frásagnir þeirra fara hér á eftir: HOLTI á Síðu, Kirkjubæjar- hreppi, V-Skiaft., 7. des.. * Hér er stillt veður, lítill snjór á jörðu, en haglaust, og allt fé komið á gjöf. Ágætis færi er um allt og vegir góðir. — S. B. — ★ — BORGAREYRUM, V-Eyja- fiallahreppi, 7. des. Umhleypingasöm tíð hefur verið hérna. Sniór er ekki mik- ill. en illa gerður og jörð al- klökuð. Mikil hálka er á vegum. Allt fé er á giöf og hefur verið i hálfan mánuð til þrjár vikúr. Veður er ágætt nú. vægt frost, en snjóél annað veifið. — Markús. — ★ — EYRARLANDI, í Þykkvabæ, 7. des. Hér eru hörkur’ og alger jarð- bönn um allt hérað. Jafnfallinn snjór er um allt og gamall snjór undir, svo að hörð skorpa er kom in á jörð. Sex til tíu stiga frost er alla daga. * Um þrjár vikur eru síðan fé var tekið á gjöf, og nú, eru hross og allur búpeningur í húsum. Kartöfluuppskeran er seld að mestu leyti; eftir um 2.500 tunn- ur. Færð er ágæt, því hvergi hef- ur dregið eða skafið. Þetta breyt- ist auðvitað til hins verra, um leið og vind hrevfir. — M. S. — ★ — SELJATUNGU í Gulverja- bæjarhreppi, 7. des. Gott veður er hér nú, en hag- laust hefur verið með öllu í um það bil hálfan mánuð. Færð er ágæt um vegi, það ég veit. Heldur lízt mönnum hann — Körfubolti Fraimlhiald af bls. 26 kannske að finna einhverja á- stæðu fyrir lítilli hittni þeirra gegn iR-ingum. KR-liðið átti fremur slakan dag en náði þó að sigra örugglega með tólf stiga mun, 60 stigum gegn 48. Var sig- ur þeirra nokkuð öruggur frá upphafi og aldrei í hættu. Spræk- astur íranna var nr. 7, Clarke. Hann varð stigahæstur í leikn- um með 18 stig og sýndi allgóðan leik. Hjá KR bar mest á Gutt- ormi, Kolbeini og Kristni og skor uðu þeir til samans 47 af stig- um liðsins. Dómarar voru Guð- jón Magnússon og Daninn Dan Christiansen, sá er kom of seint til leiksins á laugardag. Dæmdu þeir vel og var ekki auðsýnt fyr- ir ókunnuga að sjá hvor væri al- þjóðlegur milliríkjadómari, Dan- inn eða Guðjón. Opinbera innræti sitt í sumar var sem kunnugt er mikið rætt um skattana og mörg stór orð sögð. Ekki voru það sízt Framsóknarforingjamir, sem fjargviðruðust út af alltof háum sköttum. Þeir sem þekkja til stjórnmála vissu raunar að lítið mark var takandi á stóru orð- unum um það að Framsóknar- foringjamir væm einlægir bar- áttumenn fyrir lækkuðum skött- um. Þvert á móti hafa þeir sýnt það fyrr og síðar, að þeir era hlynntir sem mestri skattpíninigu, * þar sem þeir telja að einstakling- amir eigi ekki að hafa mikil yfirráð yfir fjármunum, hvorki til atvinnurekstrar eða eigin nota, heldur eigi að þjappa fénu saman hjá ríkinu annars vegar og samvinnufélögunum hinsvegar. Nú hafa þeir heldur ekki lengur getað orða bundizt og fjargviðrast yfir því að skatta- lög Viðreisnarstjómarinnar séu alltaf hagstæð skattborgurunum.^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.