Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. des. 1964 Ævintýramennska að senda írska liðið í EM-keppni 71-17 mesti yBrburðasigur hérlendis FVRSTI leikurinn í Evrópu- keppni meistaraliða í körfuknatt leik milli ÍR og írsku meistar- anna Collegians, fór fram í Iþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli s.l. laugardag. Þvert ofan í spár manna reyndist þetta ÍR- liðinu léttur sýningarleikur, sem endaði með yfirburðasigri þeirra, en þeir skoruðu 71 stig gegn 17. Irarnir reyndust í alla staði auð veld bráð hinum fljótu og skot- vissu ÍR-mönnum, sem þó náðu ekki sínum bezta leik, og er það varla furða gegn svo lélegum andstæðingum. • Ævintýramennska. í upphafi leikáins gekk ÍR-ing um heldur illa að fá knöttinn ofaní körfuna, reyndu þeir þrettán körfuskot árangurslaust, þar til Guðmundur Þorsteinsson braut ísinn með vítaskoti á 5. mín. Allur leikurinn var ein- stefna að körfu íranna og verður með sanni sagt að sjaldan hafi sézt slíkir yfirburðir í leik milli tveggja íslenzkra meistaraflokks iiða, jafnvel náði þýzka meistara flokksliðið DHFK, sem kom hér árið 1958, ekki neitt viðlíka mikl um mun gegn íslandsmeisturun um ÍKF þá. Líktist það fremur aefintýramennsku en heilbrigðri skynsemi að etja slíku liði í' Evrópukeppni, og er það sár skellur fyrir ÍR-inga að þurfa að eyða miklu fé og tíma til þess að kosta þessa heimsókn og end urgjalda hana síðan þann 19. þessá mánaðar, í Belfast. Svo vikið sé aftur að gangi leiksins þá endaði hálfleikurinn 31:5, og voru öll stig íranna skor uð úr vítaskotum. Er sex mín. voru af seinni hálfleik heppnað- ist írum loks að skora sína fyrstu körfu úr leik, og fögnuðu áhorf- endur mikið. ÍR notaði síðari hluta leiksins nær eingöngu yngstu pilta sína og höfðu þeir einnig yfirburði yfir hina miklum mun eldri írlendinga. Lofar þetta góðu um framtíð ÍR liðsins, þó reyndar megi segja, að allt liðið sé mjög ungt eða að meðaltali tæpra tuttugu ára. Lokatölurnar í leiknum voru eins og að ofan getur 71 stig ÍR gegn 17 stigum íranna. • Liðin. Lið íranna er, þótt ljótt sé til frásagnar, mjög jafnlélegt. Sýndi enginn þeirra þá hæfni sem sjálf- sögð þykir hjá meistaraflokks- mönnum íslenzkum og er vafa- mál að nokkur Íranna kæmist í beztu meistaraflokkslið okkar. Helzt voru það George Clark no. 7, og Eddie Mullholland no. 5, sem vöktu athygli. Leikur liðsins var á köflum svo tilviljanakennd ur að sendingar og grip minntu oft og á hið fræga grín og sýning ariið Harlem Globetrotters. ÍR-liðið átti svo rólegan dag, að varla er hægt að leggja neitt mat á frammistöðu einstakra leik manna, til þess var mótstaðan of lítil. Heldur var iiðið seint í gang og taugaóstyrkt í byrjun, og er ekki að vita hverjar afleiðing- ar það kynni að hafa haft gegn sterkari mótherjum. Stig ÍR skor uðu: Birgir Jakobsson 16 stig og vakti hann mikia athygii fyrir skotfimi sína, en hann er aðeins sextán ára gamall; Hólmsteinn 16 og Guðmundur 12 stig. Dómarar í leiknum voru skot inn R.G. Hyslop og Guðjón Magnússon. — Dæmdu þeir mjög vel og ætti dómarafélagið að athuga möguleika á því að senda dómara á námskeið hjá FÍBA til þess að öðlast réttindi milliríkjadómara. Guðjón hefur dæmt tvo landsleiki í Finnlandi og nú þennan milliríkjaleik og hefur sýnt að hann er fullboðleg- f DAG kl. 6 ganga íslands- meistarar Fram til Evrópu- keppni í handknattleik. Mæta þeir í 1. umferð sænsku meist urunum félaginu Redbengslid í Gautaborg. Það liðið sem vinnur mætir rúmensku meist1 urunum í 2. umferð en það i er tapar er úr keppninni. Leikurinn fer fram í stærstu íþróttahöll Gautaborgar. Má vænta að leikurinn verði jafn og hafa bæði lið sigurmögu- leika þó fleiri telji Svia sigur- stranglegri vagna meiri reynslu þeirra. Sigurður Sigurðsson lýsir síðari hálfleik í útvarpinu. Vegna breytt leiktíma ytra verður lýsing hans tekin á band og flutt kl. 7.45 — að' afloknum fréttum. ur dómari hvar sem er. Dómari sá frá Danmörku sem átti að dæma leikinn, Dan Christiansen að nafni, kom ekki til landsins fyrr en hálftíma eftir að leiknum lauk, vegna seinkunar á flugvél Loftleiða. '-K KR — ÍRAR A SUNNUDAG léku írsku meist ararnir aukaleik að Hálogalandi gegn KR, en þeir eru í öðrti sæti á Reykjavíkurmótinu í körfu- bolta um þessar mundir. Var leikur íranna nú ailur betri en gegn ÍR og eru þeir greinilega vanari að nota járnspjöld eins og þau að Hálogalandi, heldur en glerspjöldin í Keflavík. Er þar Framhald á bls. 3 ÚRSLITALEIKIR handknattleiks móts Reykjavíkur fóru fram á sunnudagskvöldið og verðlaun voru afhent. Reykjavíkurmeist- arar í m.fl. karla urðu KR-ingar. Þeir áttu leik við ÍR þetta kvöld og unnu hann létt og örugglega, svo titillinn og bikarinn varð þeirra — aftur eftir nokkurra ára hlé. I kvennaflokki sigruðu Vals- stúlkurnar í hörkuspennandi úr- slitaleik við Ármann. ÍR-ingar megnuðu ekki að ógna KR-ingum einu sinni hvað þá meir.' KR-ingar léku mjöig vel í byrjun og tryggðu sér sigur- inn með þeim glæsilega leikkafla. Úrslit leiksins urðu 17-8 þeim í vil. í meistaraflokki ’kvenna mætt- ust Valur og Ármann. Valsstúlk- urnar voru mun skotharðari oig unnu verðskuldaðan sigur 7-4. Önnur úrslit um helgina urðu 2. fl. kvenna Fram-Vík. 5-1; 3. fl. karla Valur-KR 8-5; 2. fl. karla Valur-ÍR 12-7 og 1. fl. karla KR-Vík. 9-8. Sigurvegarar i mótinu urðu M.fl. karla KR M.fl. kvenna Valur 1. fl. karla KR 2. fl. karla Vaiur 3. fl. karla Valur 1. fl. kvenna Valur 2. fl. kvenna Fram Byrjaði 7 ára í badminton DÖNSKU bræðumir Erl'iand Kops heimsmieistari í eimliðia- leik í badiminton og Torben „litli bróðir“ halda heimleið- is í dag ef allt fer að áætlun. Þeir dvöldu hér lengiur en hinir tveir og ætlunin var að gefa íssl. badmintonmönnuim tækifæri til að leika við þá oig '!æra af þeim í ieik. En hvað skeði? >á fékkst ekkert hús n,ema í eina klukkustund frá 6-7 í gær. Er þetta ekki einkennandi fyrir okkar íþróttamál? Femginn er hing- að beimsmeistari og þegar á að fara að læra af honum, þá er ekki hægt að hagræða svo húsnæðismálunum og not verði af tveigigja sólarhringa dvöl hans nema eina klukku- stud. Frá þessu sagði Erland Kops er við heimsóttum hann á hótel Sögu i gær. Hann var ánægður með förina, og vill alit fyrir ísl. badmintoniþrótt gera, en var dálítið undrandi yfir skipulaginu. — Ég var 7 ára þegar ég hóf að leika badminton og hef því lekiið íþróttina í 21 ár. — Er algengt að danskir strákar byrji svo ungir? — Nei ekki lengur. Þá voru vellirnir verri og ekki eins eftirsóttir svo við litlu peyj- arnir komust að. Nú er svo mikil notkun á vöilunum að yngri en 9 ára komast ekki að. — Er keppni fyrir svo unga stráka? — Já, já. Það er svokölluð „pusslinga“-keppni fyrir yngri en 12 ára. En fyrst þeg- ar strákar eru 15, 16 og 17 ára fara þeir að ktomast framar- lega og mörg dæmi eru þess að menn hafi 18 ára gamlir komizt í landslið. Við röbbuðum svo við E. Kops um heimsmeistaratign hans. Hann var hinn lítillát- asti og sagði að í raun og veru væri ekki um þann titil að ræða í þess orðs merkingu hvorki fyrir éinstaklinga eða flokka. Hins vegar væri aimennt litið á sigurvegara i „All England" keppninni sem bezta mann heims í einliða- leik og sigurvegari í Thomas bikarkeppninni sem heims- meistara í flokkakeppni. Sama fyrirkomulag væri í tennis. Hann kvaðst fyrst hafa sigrað í All England kieppn- inni 1958 og alltaf síðan er hann hefur verið með en 1959 og 1960 var hann búsettur í Austurlöndum vegna atvinnu og fór ekki til Englands. — Er ekki erfitt að vera heimsmeistari og stunda jafn framt einhverja vinnu? — Jú áður fyrr var það, en ég fékk að taka sumarfríið sem var mánuður eins og ég vildi, 2 og 3 daga í senn eins og ferðirnar tóku. En ég hef ferðast mjög mikið og við toppmenn Danmerkur í bad- minton gerum mun meir af því að ferðast erlendis og keppa en að taka á móti er- lendum og keppa við þá heima. En nú rek ég sjálf- stætt fyrirtæki með inn- og útflutning og ræð tíma mín- um. Samt get ég ekki stundað bandminton eins og ég vildi — og það hef ég aldrei getað. Ég vildi helzt æfa 4—5 sinn- um í viku 2 tíma í senn. En núna t.d. æfi ég 1 sinni í viku. — Er það nóg til að halda heimsmeistaratitli — Nei. í janúar fjölga ég æfingum upp í 3 vikulega 2 tíma í senn. — Hversu lengi geta bad- mintonleikarar verið á toppn um? — Ef áhuginn er engu öðru bundinn en badminton ætla ég að menn gætu verið það fram undir fertugt. — Hefur Dani aldrei áður unnið All England keppnina? — Jú, John Skaarup 1948. — Hvað um badminton í Danmörku? — Jðkendur eru á að gizka 40 þús. Það er keppni fyrir meistara og það sem við köll- um síðan A, B, C raðir og síð- an unglingakeppni. Allir geta þvi fundið keppni við sitt hæfi en samt eru keppendur ekki nema 2^-4 þús. talsins. Hinir iðka badminton tíl Framh. á bls. 19 varð heimsmeistari 22 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.