Morgunblaðið - 19.12.1964, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
I
Laugardagur 19. des. 1964
Ungverjar kynna sér jarð
hitaframkvæmdir hér
mfkerfi
er í þessum bifrelðum:
BENZ SAAB
DAF TAUNUS
NSU VOLVO
OPEL VW
Við höfum varahlutina.
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF.
Vesturgötu 3. — Simj 1X467.
Hafa þegar notað sér reynslu íslendinga
við tilraunir þar í landi
UNGVEBSKUR verkfræðingur,
Jenö Balogh, sem er yfirmaður
stofnunar þeirrar í Budapest,
sem meðal annars sér um jarð-
hitaframkvæmdir, dvelst á ís-
landi þessa viku til að kynna sér
hitaveitu í Reykjavík og aðra
notkun jarðhita hér á landi. Með
honum er Dennis Z. Baán, 1.
verzlunarfulltrúi ungverska
sendiráðsins í London. Morgun-
blaðið átti stutt samtal við Ung-
verjana í gær og fékk hjá þeim
eftirfarandi upplýsingar.
Þegar á dögum Rómaríkis hins
forna var ungverskur jarðhiti
Þrjár „jóla-hljóm
p!ölur“ Fálkans
sungnar af Mariu Markan, Elsu
Sigfúss og Lögreglukórnum
Fálkinn hefur sett á jólamark-
aðinn þrjálr nýjar hljómplötur
með íslénzkum lögum sem túlkuð
eru af tveim íslenzkum söng-
konum og hin þriðja af lögreglu-
Mæti hálftíma
fyrir brottför
AÐ undanfömu hafa staðið yfir
breytingar og endurbætur á flug
afgreiðslu Flugfélags íslands á
Reykjavíkurflugvelli. Þ e s s u m
breytingum er nú að mestu lokið.
Að staða til afgreiðslu flug-
farþega, hefir mjög breytzt til
batnaðar og getur félagið, af
þeim sökum, stytt afgreiðslutiíma
farþega félagsins í millilanda-
flugi.
Hingað til hefir farþegum til
útlanda verið gert að mæta í
flugstöðinni 45 mínútum fyrir
brottför, en frá næstu áramótum
styttist afgreiðslutíminn þannig,
að farþegar mæti 30 mínútum
fyrir brottför flugvélar þeirrar,
sem þeir ætla með. Um leið og
afgreiðslutíminn styttist er það
og mjög áríðandi, að farþegar
mæti stundvíslega. Á þeim 30
mínútum, sem ætlaðar eru til af-
greiðslu, eru farþegar skráðir,
farangur þeirra veginn, vegabréf
skoðuð og stimpluð og gengið um
borð í flugvélina.
AUt flug Flugfélags íslands fer
fram um Reykjavíkurflugvöll og
með styttingu afgreiðslutímans,
styttist ferðatíminn í heild.
Afgreiðslutimi farþega á flug-
leiðum innan lands hefir að und-
anförnu verið 30 mínútur og
mun verða óbreyttur fyrst um
sinn.
(Frá F.Í.).
* bandaríkjamenn
SPRENGJA
NEÐANJARÐAR
Washington 17. des NTB
Á miðvikudaginn sprengdu
orkusprengjur neðanjarðar í
Bandaríkjamerm tvær kjarn-
Nevada-auðninni. Kjarnorku-
málanefnd Bandaríkjanna
skýrði frá þessu í dag og
sagði, að sprengjurnar hefðu
báðar verið litlar.
kórnum. Allar eru plöturnar í
smekklegum umbúðum með skýr
ingum um túlkendur laganna í
enskum texta á bakhlið og því
tilvaldar til gjafa og kynningar
á Lsl. tónlist og söngvurum er-
lendis.
Söngkonurnar báðar eru lands
kunnar listakonur, sem borið
hafa hróður íslands víða um lönd
Maria Markan syngur „Sofðu,
sofðu gó@i“ „Nótt“ „Heimir“ og
„Oh, could I but express in song“.
Elsa Sigfúss syngur „Kenndu
mér“, „Rósin“, „Þegar vetrar-
þokan grá“, „Þess bera menn sár“
og „Vöggukvæði".
Á þriðju plötu Fálkans eru
fjögur jólalög sungin af lögreglu
kómum undir stjórn og með und
irleik Páls Kr. Pélssonar. Þetta
eru lögin „Með gleðiraust“,
„Velkomin vertu“, „í Betléhem”
og „Heims um ból“. Lagreglu-
kórinn hefur verið undir stjóm
Páls Kr. Pálssonar í 14 ár.
notaður til heilsubaða, en það
var ekki fyrr en árið 1952, að
tekið var að hagnýta sér þessar
náttúruauðlindir til notkunar á
heimilum. Þá var borað á
Margareta-eyju, sem rís úr Dóná,
þar sem hún rennur gegnum
Budapest. Holan er 300 metrar
á dýpt og úr henni koma 1,5
rúmmeter af 69 stiga heitu vatni
á mínútu. Á Margareta-eyju eru
engin íbúðarhús, en veitingahús
og sundlaugar þar njóta heita
vatnsins, þótt ekki séu þau hituð
með því. Þá hefur vatnsleiðsla
verið lögð þaðan yfir á annan
árbakkann og heitt vatn úr
henni leitt í krana til um 5000
xbúða í Budapest.
Það var ungverskur jarðfræð-
ingur, T. Boldizsár, sem boraði
fyrir heita vatninu á Margareta-
eyj-u, en Balogh, sá um' aðrar
framkvæmdir. Boldizsár kom til
íslands fyrir 2 árum til að kynna
sér jarðhitaboranir hér, en þá
hafði tilraun þessi í Budapest
þegar gefið góða raun. Eftir dvöl
sína hér, hóf Boldizsár boranir
í Ungverjalandi og segir Balogh,
sem fyrir framkvæmdum þessum
stóð, að athuganir hafi leitt í ljós,
að á mörgum stöðum víð.s vegar
um Ungverjaland megi á u.þ.b.
2000 metra dýpi finna nægilega
mikið af heitu vatni til að virkja
það á hagkvæman hátt tii hitun-
ar húsa.
Skömmu eftir að boranir hóf-
ust, gerði Balogh tilraunahita-
veitu í borginni Szeged í Suður-
Ungverjalandi. Voru 650 nýjar
íbúðir hitaðar með vatni úr 2000
metra djúpri holu. Magnið er
1500 lítrar á mínútu af 90 stiga
heitu vatni. Þessi tilraunahita-
hitaveita hefur starfað síðan í
janúar síðastliðnum og gefur, að
sögn Baloghs, mjög góða raun.
Mun mismunur á verði jarðhit-
ans og venjulegrar kyndingar
slíkur, að vinna má upp kostnað
Ungverjarnir tveir, Dennis Z. Baán (t.v.) og Jenö Balogh.
við borunina og leiðslurnar á 4
árum.
Balogh kvað auðvitað ekki ætl
unina að láta við svo búið, þar
sem tilraun hans í Szeged hefði
tekizt svo vel og jarðhiti fyndist
um allt Ungverjaland. Ung-
verska stjórnin hefði fullan hug
á því að kynna sér hvernig bezt
megi nota jarðhita og hefði leið-
in 'þá legið fyrst til íslands, þar
sem slík hagnýting stæði á hvað
elztum merg og fullkomnustu
nútímatækni væri beitt. Sagði
hann, að þeir Baán hefðu hrífizt
mjög af mörgu, sem þeir hefðu
séð hér hjá Hitaveitu Reykja-
víkur, hjá ýmsum öðnxm fyrir-
tækjum og í Hveragerði. Megin-
mismuninn á hitaveitunni hér og
í Szeged kvað hann þann, að hér
væri tæknin öll stórvirkari, enda
hitaveitan miklu stærri, og þá
væri vatnið, sem notað er heit-
ara hér. Mest sagðist Balogh
hafa lært á því, hvemig einangr-
unarbúnaður leiðslanna væri
hér.
Tvennt sagðist Balogh vilja
gera athugasemd við hérlendis.
í fyrsta lagi kvaðst hann ekki
skilja, hvers vegna ekki væru
lagðar hitaleiðslur í jarðveginn
í gróðurhúsunum, heldur ein-
ungis notuð lofthitun. Eihkum
flýtti jarðvegshitun fyrsta stigi
gróðursins. Þá stakk hann upp
á því að leggja hitaleiðslur i
gólf fjárhúsa, þar sem því væri
við komið. Þannig sagði hann,
að vetrarfóðrun fjárins hlyti a3
léttast til muna.
Balogh kvaðst vona, að í fram-
tíðinni gæti verið samstarf milli
þeirra sem starfa að jarðhita-
framkvæmdum í Ungverjalandi
og íslandi. Ættu þeir að skiptast
á heimsóknum og miðla af
reynslu sinni Hann sagði Ung-
verja margt geta lært af tækni-
legum umbúnaði íslenzku jarð-
hitanýtingarinnar, en í staðinn
kynnu þeir að geta kennt íslenzk
um kollegum sínum, hvernig
fullnýta megi varmamagnið, en
minna sé af því í Ungverjalandi
og þar hafi því þurft að gæta
ýtrasta sparnaðar. Þannig megi
kannski minnka kostnaðinn af
hitaveitunni. Þá kvað Balogh
ekki úr vegi, að íslendingar og
Ungverjar tækju með sér einn og
þeir heimsæktu hvorir aðra.
Ungverjar tækju með sér tinn og
einn poka af hinum auðuga jarð-
vegi sínum, en íslendingar færðu
þeim í staðinn fáeina hveri.
Á ELZTA FELAG
Á ÍSLANDI?
HH) islenzka biblíufélag
verður 150 ára á næsta ári,
þ.e. 10 júlí 1965. Hefur Ólafur
Ólafsson, kristniboði, minnzt
þessa. væntanlega afmælis með
grein, „Á aðfangadegi stór-
afmælis", sem birtist í Morgun-
blaðinu á fimmtudag.
Félagið var stofnað fyrir at-
beina enska merkismannsins
Ebenezar Hendersonar,sem kom
hingað árið 1814 og dvaldist hér
á annað ár.
Verksvið félagsins er að gefa
biblíuna út á íslenzku og dreifa
henni meðal þeirra, sem þá
tungu tala. (Hér má skjóta því
inn, að sá hvimleiði siður áger-
ist nú mjö|g að rita nafn þess-
arar bókar með upphafsstaf,
eins og gert er á ensku. Ástæðu-
laust er það með öllu og brýtur
í bága við ritreglur).
Ekki veit Velvakandi til, að
annað félag eldra sé til hér á
landi, þ.e. félag, sem enn er við
lýði. Væri fróðlegt að fá upp-
lýsingar um, hvort annað félag
gæti talizt eldra.
* HIÐ ÍSLENZKA BÓK-
MENNTAFÉLAG 150 ÁRA
BRÁÐUM
Hið eina félag, sem ef til
vill gæti skákað Hinu íslenzka
biblíufélagi, er Hið íslenzka
bókmenntafélag. Það var stofn-
að í heild sinni 15. ágúst 1816
upp úr tveimur félögum, öðru
í Kaupmannahöfn, hinu í
Reykjavík. Vera má, að Reykja-
víkurfélagið sé eldra en Hið
íslenzka biblíufélag, og þætti
Velvakanda vænt um, ef ein-
hver gæti upplýst hann um
stofndag þess, en ekki hefur
hann leitað vandlega eftir hon-
um. Aðalstofandi þess var
Rasmus KV. Ra.sk
Rasmus Kr. Rask, einn frægasti
vísindamaður og ágætasti Is-
landsvinur, sem af danskri
konu er fæddur. Hann stofnaðl
til félagsins hér í Reykjavík
sumarið 1815, og áður en hann
fór utan að áliðnu sumri 1815,
hafði hami lagt svo undir, að
Árni Helgason, þáv. dómkirkju-
prestur, sem má heita annar
aðalstofnandi félagsins, skyldi .
vera forseti Reykjavíkurfélags-
ins. Hæpið er þó, að félagið hafl
verið lögformlega stofnað þá á
árinu, að því er Velvakanda
virðist.
Hafnarfélagið var stofnað 1
marzmánuði 1816 og hélt fyrsta
fund sinn 30. marz 1816, og var
það ekki í síðasta sinn, sem sá
dagur varð íslandi til gæfu, ei»
þann dag árið 1949 samþykkti
Alþingi, að íslendingar skyldu
gerast stofnaðiljar að NATO.
R. Kr. Rask var kosinn forseti
félagsins. 13. apríl var sam-
þykkt á félagsfundi, að félagið
skyldi sameinast félaginu i
Reykjavík. 15 ágúst 1816 var
sameiningin samþykkt i Reykja-
vík, og kallast sá dagur hinn
raunverúlegi fæðingardagur
Hins íslenzka bókmenntafélaga.