Morgunblaðið - 19.12.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 19. des. 1964 Sðlushatturinn Framhald af bls. 1 engin slík yfirlýsing vevið gefin né teldi ég, að samningsaðilar af hálfu Alþbl. hefðu átt ástæðu til þess að skilja yfirlýsingar mínar eða annarra, sem ég vissi um, á þann veg heldur hefði þvert á móti af minni hálfu verið gefin yfirlýsing, sem hefði átt að að- vara þá um, að þessi þeirra skiiningur fengi ekki staðizt. Nú hef ég átt frekari viðræður við þá háttvirtu þingmenn, sem voru í þessum samningum af hálfu Alþýðusambandsins í sum- ar, þá Björn Jónsson, Edvarð Sigurðsson og Hannibal Valdi- marsson, og ég hef af þeim viðræðum fyllilega sannfærzt um, að þeir eru í góðri trú um sinn skilning. Jafnframt því, sem ég legg áherzlu á, að líkisstj. telur, að sinn skilningur o.g sá, sem kemur fram í þessu frv* sé réttur frá hennar sjónar- miði, þ.e.a.s. hún er í góðri trú um sinn skilning. Hér hefur því orðið einhver misskilningur, og þar sem ég tel það vera höfuð- nauðsyn, að hvorugur aðili hafi nokkra ástæðu til að ætla, að reynt sé að hlunnfæra hann í þessu máli eða nota sér mis- skilning, sem á sér stað í góðri trú, þá hef ég lagt til við ríkis- stjórnina, að hún fallist á, að skattheimtan, sem hér um ræðir verði lækkuð þ.e.a.s. í stað 8%, þá verði farið fram á 7i4% söluskatt. í>að svarar nokkurn veginn til þeirrar fjárhæðar, sem hér er umdeild. Eins og ég segi, þá tel ég og er sannfærður um, að báðir aðilar eru hér í góðri trú um þann skilning sem af þeirra hálfu hef- ur komið fram. Ég tel, að þó að okkur greini á um lausn þess DANSKAR karlmanna- og drengja huxur Austurstræti 22 og Vesturveri vanda, sem nú liggur fyrir og verður að leysa, þá sé það frum- skilyrði, að menn geti áfram í góðri trú átt viðræður og unnið hér eftir beztu vitund að leysa þann vanda, sem framundan er, og í þeirri sannfæringu um, að þetta viðhorf sé rétt, þá hef ég beitt mér fyrir þessari tillögu og ríkisstj. fallizt á hana og hún mun vera lögð hér fram. Að öðru leyti skal ég ekki á þessu stigi blanda mér í deil- urnar, sem hér eru um efni máls- ins, en taldi rétt, að þetta kæmi fram strax í upphafi umr., svo að það deiluefni væri úr sög- unni. Næstur á eftir forsætisráðherra talaði Ólafur Björnsson (S) og mælti hann fyrir nefndaráliti meiri hluta fjárhagsnefndar, sem mælti með því, að frumvarpið yrði samþykkt. Sagði Ólafur, að mikill úlfaþytur hefði verið gerð- ur út af þessu máli. Eitt væri eftirtektarvert við þetta mál, að þegar eitt- hvað hefði gerzt af svipuðu tagi áður, þá hefðu birzt útreikning- ar hjá stjórnarandstöðunni, meira eða minna villandi, um hvað kjaraskerðingin næmi miklu. Þetta gerðist ekki nú, vegna þess að erfitt væri að sýna fram á kjaraskerðingu og hann kvaðst sjálfur álíta, að hún gæti varla verið meira en 1%. Ræddi Ólafur Björnsson síðan almennt um fjármál ríkisins og sagði m.a., að varðandi tekjuöfl- un næsta ár hjá ríkissjóði þá teldi hann það algerlega út í blá- inn að hækka hana. Ef það yrði gert, þá væri þar um fölsun að ræða, sem sízt væri samboðin Alþingi. Hann sagði það enn fremur persónulegt álit sitt, að ekki mætti afgreiða svo fjárlög fyrir næsta ár, að halli yrði á ríkissjóði. f>að væru blekkingar, ef því væri haldið fram við almenning að komast mætti hjá söluskatts- hækkun. Þá mætti alveg eins halda því fram, að unnt væri að sleppa allri skattheimtu yfirleitt. og taka bara lán í Seðlabankan- um fyrir útgjöldum ríkissjóðs. Vísaði hann síðan til nefndar- álits Framsóknarmanna í fjár- veitinganefnd, þar sem það er tekið fram, að ekki komi til mála að afgreiða f járlagafrumvarpið með halla í slíku góðæri, sem nú er til lands og sjávar. Þama skjóti því heldur betur skökku við, þegar athuguð eru viðbrögð Nytsamasta jólagjöf skólafólks: LUXO -1001 2ja ára ábyrgð á hverjum lampa. Ábyrgðarskírteini fylgir. Varist eftirlíkingar. Munið LUX0-1001 Framsóknarmanna við hækkun söluskattsins, því að ef farið væri að ráðum þeirra þar, hlyti það að leiða til mikils halla ríkis- sjóðs. Greiðsluhalli hjá ríkissjóði myndi í fyrstu leiða til rýrnandi gjaldeyrisforða, en síðan til vöru skorts og aukinnar dýrtíðar. Ein leið væri samt fær til þess að létta byrðar ríkissjóðs af al- menningi, en það væri að spara. Þetta hljómaði vel, en vandinn væri bara sá, hvaða tillögur á fjárlögum ætti að skera niður. Eftirtekjan væri mjög lítil, þeg ar athugaðar væru tillögur stjórnarandstöðunnar um sparn- að, því að Alþýðubandalagið vildi hækka fjárlagafrumvarpið um tugi milljóna og Framsóknar- flokkurinn margfalt meira. Það yæri ekki nóg að krefjast margháttaðra framlaga úr ríkis- sjóði, en vera svo gegn því að greiða þá skatta, sem þyrfti til þess að standa undir slíkum framlögum. Helgi Bergs (F) sagði, að al- menningur væri þrautpíndur vegna óhóflegra skattálaga. — Gerði hann grein fyrir nefndará- g • m liti Framsöknar- manna við frum varpið, en Karl Kristjánsson stendur að álit- inu auk Helga Bergs. — Taldi Helgi að hækk- un söluskattsins væri óþörf,, og að hér væri valin skattheimtuaðferð, sem yæri í alla staði mjög óheppileg og hættuleg efnahagsþróuninni í landinu. Enn fremur taldi hann, að hækkun söluskattsins myndi hindra samningagerð milli at- vinnurekenda og verkalýðssam- takanna, sem í vændum væru á næsta vori. Björn Jónsson (Alþbl.) kvaðst lýsa yfir sérstakri ánægju sinni yfir því, að ríkis stjórnin hefði lagt til, að sölu- skatturinn yrði lækkaður um %%. — Sagðist hann vilja þakka forsætisráðherra persónulega fyr- ir drengskap og þau hyggindi, sem hann hefði sýnt með afstöðu sinni til þessa máls. Hvað frumarpið sjálft snerti, sagði Björn Jónsson, að skoðan- ir hans væru óbreyttar, hann á- liti það jafn skaðsamt og áður. Ræddi hann síðan um sparnað í sambandi við útgjöld ríkissjóðs og taldi að létta mætti byrðar hans þannig. Þá sagði hann það alls ekki óvíst að hækka mætti tekjuáætlun ríkissjóðs og þánn- ig mæta þeim útgjöldum, sem með þyrfti. Alfreff Gíslason (Alþbl.) gerði ýmsar athugasemdir við ræðu ólafs Björnssonar og sagði, að Ólafur hefði ekki komið nóg inn á gagnrýni þá, sem stjórnarand- staðan hefði haft í frammi. Sagði hann enn fremur, að stjórnar- andstaðan óttaðist, að söluskatt- urinn yrði til þess að opna á nýjan leik flóðgáttir dýrtíðarinn- ar. Karl Kristjánsson (F) taldi að komast mætti af með það fé, sem renna myndi í ríkissjóð, án þess að söluskatturinn yrði hækkað- ur. Hækkun söluskattsins væri að hans áliti trygging fyrir því, að verðbólgan héldi áfram. ★ Eftir að 2. umræðu um sðlu- skattsfrumvarpið lauk var tekið til 2. umr. frumv. um tekjustofna sveitarfélaga, sem er fylgifrum- varp með frumvarpinu um sölu- skattinn. Fyrir lá breyt'ingartil- laga frá ríkisstjórninni um, að einnig honum yrði breytt og hann yrði 8% af söluskattinum eða að upphæð hinn sami og áð- ur. Var því frumvarpi einnig vís- að til 3. umræðu. Söluskattsfrumvarpiff afgreitt til Neffri deildar Að loknum fundi í Efri deild var fundur settur þar að nýju og frumvarpið um söluskatt tek- ið til 3. umr. Ekki urðu þá nein- ar umræður um frumv. og var það síðan afgreitt til Neðri deild- ar. Þá var frumvarpið um breyt- ingu á lögum við tekjustofna sveitarfélaga einnig tekið til 3. umræðu. Helgi Bergs bar fram breyt- ingartillögu um að tekið yrði úr- tak af 5% skattframtölum sölu- skattsgreiðenda. Einnig bar hann fram breytingartillögu um, að 12% af sölu skattinum rynni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra sagði að söluskatts- viðaukinn væri ætlaður til niður greiðslna til þess að koma í veg f y r i r hækkun vísitölu og kaup gjalds umfram ákveðið mark. Því væri ekki grundvöllur til þess að láta sölu skattsviðaukann renna í Jöfnun- arsjóð. Varðandi rannsókn á framtöl- um söluskattsgreiðenda, þá væri rannsóknardeild skattaeftirlitsins nýlega tekin til starfa og því kvaðst ráðherrann ekki telja það heppilegt að setja henni starfs- reglur af þessu tagi. Sagðist hann vilja taka það skýrt fram, að skattaeftirlitið tæki ekki síð- ur til söluskattsins en útsvars og tekjuskatts. Xlnnar Stefánsson (Alþfl.) tal- aði að lokum og mælti gegn breytingartillögum Helga Bergs. Var frumvarpið síðan afgreitt til Neðri deildar. Magnús Kjartansson — Erum háðir Framh. af bls, 1, w upplýsingar verið gefnar um þetta mál, en stjórnmálafrétta- ritari íhaldsblaðsins Daily Tele- graph segir í dag, að þingmenn íhaldsflokksins hafi í gærkvöldi fengið óþægilegan grun um, aS Wilson vissi vel, hvað hann væri að segja. Sem fyrr segir brá stjórnar- andstaðan hart við yfirlýsingu Wilsons og varð fyrir svörum af hálfu íhaldsflokksins Peter Thorneycroft, fyrrverandi land- varnaráðherra. „Eftir því sem ég bezt veit“, sagði hann, „eru upp- lýsingar hans (Wilsons) rangar“. Og Wilson svaraði snöggt: „Yður er velkomið að koma og rann- saka þær upplýsingar, sem ég hef undir höndum. — Dómur i njósnamáli Framhald af bls. 1 Réttarhöid hófust í máli þeirra Butenkos og Ivanovs í sl. mán- uði í Newark. Stóðu þau yfir 1 36 daga og lauk svo, að kviðdóm- ur skipaður átta konum og fjór- um mönnum, úrskurðaði þá seka. Butenko sagði við yfirheyrslur, að hann hefði hitt að máli sov- ézkan sendisveitarmann í þvl skyni að fá upplýsingar um ætt- ingja, er hann ætti í Sovétríkj- unum. Sór hann fyrir að hafa nokkru sinni séð Ivanov fyrr en í réttarsalnum. Þegar Ivanov var handtekinn hafði hann, að sögn FBI, í fórum sínum leyndarskjöl yfir loftvarnaáætlanir, sem But- enko vann að, ásamt tækjum til að ljósmynda skjöl. Butenko og Ivanov neituðn allri sekt og hafa lögfræðingar þeirra látið að því liggja, að þeir muni áfrýja dómnum. Butenkn er 39 ára, Ivanov fimm árum yngri. Hann starfaði sem bif- reiðarstj óri viðskiptanefndarinn- ar í Newark. Jólablað Síma- blaðsins NÝLBGA kom út jólablað Síma- blaðsins, en eins og nafn blaðs- ins ber með sér er það tímarit símamanna. Blaðið er að þessu sinni mjög fjölbreytt um efni. Eru í því margar fróðlegar grein- ar um íslenzk og erlend málefni' auk jólagetrauna vísna o. m. fl. Ritstjóri Símablaðsins er A.G. Þormar, en blaðið er prentað I Félagsprentsmiðjunni. DR. KING HEIDRAÐUR New York, 18. des. AP-NTB • Dr. Martin Luther King, sem nýkominn er heim fri því að veita viðtöku friffar- verfflaunum Nobels var í gærkvöldi sæmdur heiffurs- merki New York borgar. Robert Wagner borgarstjóri afhenti Dr. King heiffurs- merkið. „Bak við bambustjaldið“ — stjómmálaleg ferðasaga frá Kína „BAK viff bambastjaldiff“ heitir 206 blaðsíffna bók eftir Magnús Kjartansson, ritstjóra. Heims- kringla gefur bókina út. Bók þessi, sem er myndum skreytt og Prentsmiðjan Hólar hefur gert smekklega úr garði, er frásaga af ferðalagi höfundar og eiginkonu hans um hið dular- fulla Kínaveldi, — hið forna Chatay. Höfundur ferðaðist um Kína í opinberu boði Alþýðudag- blaðsins í Peking, Renmin Ribao. Segir hann vel frá því, sem hon- um var sýnt og hann sá. Segir hann, að þau hjónin hafi átt „tal við nokkra valdamikla sérfræð- inga og stjórnmálamenn, og höfð um af (þvi mikið gagn“. Enn segir höfundur í formáia: „Enda þótt ég hafi lært mikið á þessurn tíma, dettur mér sízt í hug a(J telja mig einhvern Kínasérfræð- ing; Kína er sérstakur heimur, mjög ólikur okkar, og enguna vesturlandamanni mun takast aSJ átta sig á honum til nokkurrar hlítar, nema á löngum tíma. Þessl bók er aðeins frásögn blaða- manns af daglegum vandamáluna og viðhorfum Kínverja, eins og þau komu mér fyrir sjónir“. —• Þótt svo sé, og bókin sé að aukt mörkuð pólitískum skoðunum höfundar, fer tæplega milli mála, að hún ber af öðrum bókum un* Kína á íslenzku, einkum skrudd- um og doðröntum, hvers tapút- gáfa hefur verið kostuð me3 dönskum krónum, kínverskætt" uðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.