Morgunblaðið - 19.12.1964, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
1
Laugardagur 19. des. 1964
Fjárhagsáætlun Reykjavík
ur til seinni umræðu
á borgarstjóritarfundi
EINS OG frá var skýrt í Morgun
blaðinu í gær, hófst síðari um-
ræða um fjárhagsáætlun Reykja
víkurborgar á fundi borgarstjórn
ar á fimmtudagskvöld. Var sagt
frá upphafi fundarins á bls. 2 í
gær.
Að loknum ræðum framsögu-
manna kommúnista og Fram-
sóknarmanna, þeirra Guðmund-
ar Vigfússonar og Kristjáns Ben
ediktssonar, sem greint var frá
í Mbl. í gær, tók Óskar Hall-
grímsson til máls af hálfu Al-
þýðuflokksins, og mælti hann
fyrir breytingartillögum flokks
síns. Að ræðu hans lokinni tók
Guðmundur J. Guðmundsson
(K) til máls. Þótti honum illt að
una undir „íhaldsmeirihlutanum
1 Reykjavík", og efaðist hann
um, hvort kommúnurnar austur
í Kína gengju eins langt að sumu
leyti. Fannst honum að vonum
ekki hægt að jafna leng'ra til.
Þá svaraði frú Auður Auðuns
ýmsum atriðum í ræðum minni-
hlutamánna, en síðan tók Birgir
ísl. Gunnarsson til máls.
Sagði Birgir m.a., að ástæða
væri til að ræða hverja einstaka
breytingatillögu, sem borgarfull
trúar Alþýðubandalagsins, Al-
þýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins hefðu flutt, svo og þau
rök, sem þeir hefðu flutt fyrir
þessum tillögum sínum, enda
væru miklar rangtúlkanir og
missagnir í málflutningi þeirra.
Hann kvaðst þó ekki mundu
gera það að sinni, heldur aðeins
nefna dæmi, sem sýndu, að hér
væri eingöngu um að ræða sýnd
artillögur. Rakti hann síðan
nokkrar þessara tillagna, svo og
rök minnihlutaflokkanna fyrir
þeim, og sýndi fram á, að til-
lögur þessar væru mjög handa-
hófskenndar; þær væru í mót-
sögn við það, sem þessir flokk-
ar hefðu áður haldið fram í borg
arstjórn og ættu sér litla stoð 1
raunveruleikanum.
Hann kvað athyglisvert, að A1
þýðubandalagið gerði alls ekki
ráð fyrir minnkuðum heildarút-
gjöldum borgarsjóðs. Þeir vildu
hækka aðstöðugjöldin, lækka út-
svörin og til að mæta auknum
útgjöldum, sem þeir gerðu ráð
fyrir í eignabreytingum, hefðu
þeir það eina ráð að taka lán, um
15 millj. kr. Það væri að sjálf-
sögðu þægilegt á pappírnum og
léti vel í munni að ráðleggja
lækkun útsvara með því að taka
lán, en það væri lítt raunhæft,
eins og aðstæður væru nú á lána
markaðnum.
Birgir vék nokkuð að tillögum
þeim, sém borgarfulltrúar minni
hlutans fluttu um hækkun að-
stöðugjalda. Hann kvað það geta
vel komið til greina að endur-
skoða gjaldskrá aðstöðugjalda,
en slíkt mætti ekki gera nema
að undangenginni vandlegri at-
hugun. Það væri hið mesta glap
ræði að ætla sér að standa að
slikum breytingum á þann hátt,
sem minnihlutaflokkarnir gerðu.
Ekki væru nema tvö ár síðan
borgarfulltrúar Alþýðubandalags
ins hefðu lagt til að lækka gjald
Skrá aðstöðugjalda í einstökum
greinum.
Svo virðist enn fremur, sem
minnihlutaflokkunum hefði alls
ekki verið farið að láta sér til
hugar koma hækkun aðstöðu-
gjalda við fyrri umræðu fjár-
hagsáætlunar. Fulltrúar Alþýðu
bandalagsins og Alþýðuflokksins
hefðu án athugasemda samþykkt
í framtalsnefnd óbreytta gjald-
skrá; þeir hefðu ekki minnzt
einu orði á hugsanlega hækkun
við fyrri umræðu fjárhagsáætl-
unar og svo mikill væri flýtirinn
og fljótaskriftin, að Framsóknar
menn hefðu borið fram hækkun
artillögur, sem væru ólögmætar
í ýmsum greinum og þyrftu því
nú á fundinum að bera fram
breytingartillögur við eigin til-
lögur til að leiðrétta flýtisverk-
in.
Ef raunverulegur áhugi hefði
verið á breytingu á gjaldskrá
aðstöðugjalda hjá þessum flokk
um, hefði verið að þeim staðið á
annan hátt, en raun bæri vitni
um.
Birgir veik því næst að þeirri
gagnrýni, sem borgarfulltrúinn
Óskar Hallgrímsson hefði haldið
uppi, að launatekjur verkamanna
hefðu hlutfallslega vaxið minna
en útsvör á tímabilinu frá 1959.
í því sambandi vakti Birgir at-
hygli á þeirri hækkun, er orðið
hefði á greiðslum borgarsjóðs til
almannatrygginga á sama tíma.
í fjárhagsáætlun fyrir árið 1955
var framlag borgarsjóðs til al-
mannatrygginga, 26,0 milljónir
króna. í þeirri fjárhagsáætlun,
sem hér væri til umræðu, væri
samsvarandi framlag 78,5 millj.
kr. Hækkun hefði því orðið yfir
200% á tímabilinu. Árið 1958
hefði framlag til almannatrygg-
inga verið 11,6% af áætluðum út
svörum, en nú væri framlagið
áætlað 17,5% af áætluðum út-
svörum.
Hér væri um mikla hækkun að
ræða og óneitanlega yrði að
taka tillit til þessarar hækkun-
ar, þegar rætt væri um og sam-
an borin hækkun á launatekjum
annars vegar og hlutfallsleg
hækkun á útsvörum hinsvegar.
Almannatryggingaféð rynni aftur
til launþega í einu eða öðru
formi og það væri óhugsandi að
ætlast til þess, að hækkun launa
tekna og hækkun útsvara héld-
ust í hendur á sama tíma og
framlög úr borgarsjóði til al-
mannatrygginga stórhækkuðu.
slíkt hlyti að koma niður annars
staðar, m.a. með niðurskurði
framkvæmda.
Birgir sagði, að hækkun gjald-
anna til almannatryggingakerfis
ins væri ein ástæða fyrir hækk-
uðum útsvörum frá ári til árs, en
þær ástæður væru fleiri. Sú veiga
mesta væri hin stóraukna þjón
usta borgarinnar á ýmsum svið-
um, þjónusta, sem ykist frá ári
til árs. Nefndi hann í því sam-
bandi nokkrar tölur, er sýndu
vaxandi þjónustu borgarinnar
frá því á árinu 1958. Þá hefðu
verið í skólum borgarinnar 10.672
nemendur. Nú væru þeir 13.539
Aukning um 2858.
Þá hefðu verið 175 almennar
kennslustofur í skólum borgar-
innar. Nú væru þær 268.
Þá hefðu verið starfandi 3 dag
heimili og 5 leikskólar. Nú væri
áætlað til 6 dagheimila og 8 leik
skóla. Árið 1958 hefðu verið 40
leiksvæði í borginni, þar af 17
lokaðir gæzluvellir. Nú væri á-
ætlað fé til reksturs 60 leik-
svæða, þar af 22 lokaðir gæzlu-
vellir.
Árið 1958 hefðu skemmtigarð
ar borgarinnar verið 44,24 ha.
Nú væru þeir 90 ha. að stærð.
Fleiri slík dæmi nefndi borgar
fulltrúinn, og sagði hann, að þau
væru aðeins lítið sýnishorn af
aukinni starfsemi og aukinni
þjónustu borgarinnar, sem hefði
vaxið langt umfram eðlilega
fólksfjölgun.
Menn yrðu hins vegar að gera
sér grein fyrir því, að aukin þjón
usta krefst aukinna útgjalda og
þá u mleið álagna. Vilji borgar-
arnir fá aukna þjónustu, verða
þeir að taka á sig kostnaðinn í
einhverju formi.
Hitt væri svo annað mál, hvort
nú væri svo komið, að nema
bæri staðar á þessari braut auk
innar þjónustu á ýmsum svið-
um og halda aðeins í horfinu frá
því, sem nú væri. Það væri
spurning, sem borgarfulltrúar
þyrftu að taka afstöðu til í einu
eða öðru formi, m.a. á þessum
fundi.
Þeir borgarfulltrúar, sem hins
vegar vildu staldra við og draga
úr þjónustu og útgjöldum, þeir
yrðu þá að gera sér grein fyrir
því, að það væri lítið samræmi i
þvi að standa upp á borgarstjórn
arfundum í þau skipti, sem fjár-
hagsáætlun væri til umræðu og
gagnrýna aukin útgjöld og aukn
ar álögur, en nota síðan alla aðra
fundi borgarstjómar til að bera
fram tillögur um auknar fram-
kvæmdir og aukna þjónustu á
ýmsum sviðum, sem hver um sig
kostaði stórfé, — og hneykslast
síðan á fundum og í málgögnum
sínum yfir því, að borgarstjómar
meirihlutinn samþykkti ekki um
svifalaust þessar framkvæmda
og þjónustu tillögur.
í lokakafla ræðu sinnar sýndi
Birgir ísl. Gunnarsson fram á,
að á sl. árum hefði þróunin í út-
gjöldum borgarinnar stefnt í þá
átt, að stöðugt hærra hlutfall út-
gjalda færi til verklegra fram-
kvæmda, og dregið væri úr rekst
ursútgjöldum að sama skapi.
í fjárhagsáætlun fyrir árið
1958 hefði verið áætlað til verk
legra framkvæmda 27,7% af heild
arútgjöldum borgarsjóðs. Árið
1959 hefði þessi hlutfallstala ver
ið 26%. Árið 1960 27,0%, 1961
27,6%, 1962 27,0%, 1963 30,0%,
1964 34,7% og nú væri áætlað
fyrir árið 1965 að verja 39,5% af
heildarútgjöldum borgarsjóðs til
verklegra framkvæmda. Þessar
tölur væru gleggsta dæmið um
þá fjármálastjórn, sem ríkti hjá
Reykjavíkurborg.
Stöðugt hærra hlutfall færi til
verklegra framkvæmda, og hefði
hlutfallstalan hækkað úr 24,7%
árið 1958 í tæplega 40% árið
1965. Rekstrarútgjöld minnkuðu
hlutfallslega að sama skapi.
—★—
Langar umræður urðu um fjár
hagsáætlunina á fundinum, og
stóðu þær fram til morguns.
Gísli Halldórsson sagði m.a.:
„Það er sammerkt með mörg-
um af þeim lækkunartillögum,
sem minnihluta flokkarnir leggja
fram, að þeir vilja spara í hrein-
læti. í borginni er e.t.v. táknrænt
fyrir flestar tillögurnar, að þær
eru fyrst og fremst sýndartillög-
ur, sem ekki ber að taka alvar-
lega.
Sérstaklega var það Kristján
Benediktsson (F), borgarfulitrúi
sem ræddi mikið um það, að á-
stæðulaust væri að áætla þær
upphæðir, sem ráð væri fyrir gert
í fjárhagsáætluninni til hreins-
unar í götukerfi borgarinnar, þvl
til stuðnings sagði hann: „Ekki
þarf að sprauta vatni á malbik
ið“. En það er einmitt það, sem
þarf að gera til þess að halda
borg hreinni, — þá þarf að ,spúla‘
malbikið af og til, og hefur það
verið gert. Eftir því sem hinar
malbikuðu götur lengjast má þvl
búast við því, að þessi þáttur
í hreinlæti þurfi að aukast á
næstunni.
Á undanförnum árum hafa
margir ferðamenn dáðst að því,
hve Reykjavík væri hrein borg,
og það er vissulega ánægjulegt.
Margt kemur þar til, en hreinar
og vel hirtar götur setja þar mik
inn svip á, og skiptir það miklu
máli um útlit borgarinnar I
heild.
Það er því mjög miður, að full
trúi Framsóknarflokksins skuli
sérstaklega gera þennan þátt að
umræðuefni hér og telja, að
draga beri úr þeim liðum, sem
ætlaðir eru til þrifnaðar og fegr
unar borginni".
Þá sagði Gísli, að aldrei hefði
verið byggt jafnmikið af skólum,
íbúðum og hvers konar bygging
um til almenningsþarfa og á sL
sex árum.
Þá hafa verið gerðar áætlanir
til langs tíma í mörgum veiga-
miklum málum, og framkvæmd
ir hafnar í þeim. Benti ræðumað
ur á, að stór svæði hefðu verið
skipulögð, lóðum þar úthlutað
og borgarlandið allt skipulagt.
Stærstu holræsaframkvæmdir i
sögu Reykjavíkur stæðu nú yfir.
Langt væri komið með hitaveitu
rör í alla borgina, og gerð hefur
verið áætlun um varanlega gatnu
gerð, sem ljúka ætti á tíu árum.
Þessar framkvæmdir hafa nú
staðið yfir í tvö ár, og miðar
þeim svo vel áfram, að sýnt er,
að þessi stórfellda áætlun ætlar
að standast. En hún ein mun
kosta yfir þúsund milljónir kr.
—★—
Síðustu ræðuna á fundinum
hélt Geir Hallgrimsson, borgar-
stjórL Hrakti hann þá sýndar-
mennsku minnihlutaflokkanna,
sem fram hafi komið í tillögum
og málflutningi.
— 5. tilraun
Framhald af bls. 1
hann 140 atkvæði. Amintore Fan-
fani, sem boðinn er fram af ein-
um armi Kristilegra demókrata,
hlaut 122 atkvæði og de Marsan-
ich, frambjóðandi nýfasista 38
atkvæði eða þremur færri en við
fjórðu atkvæðagreiðslu.
Fanfani hefur hlotið æ fleirl
atkvæði við hverja atkvæða-
stjórnar flokksins til þingmanna
um að styðja hinn opinbera fram
bjóðanda, Leone. Við fyrstu at-
kvæðagreiðslu hlaut Fanfani 18
atkvæði, síðan 53, 71, 117 og nú
122.
— Merkar leifar
Framh. af bls. 1
Loks segir Rasmus Björg-
mose að um hálfum kílómetra
frá kirkjunni séu kunnar leif-
ar af bæ norrænna manna, et»
þaðan megi greina reiðgötu
upp til fjalla. Telur hann að í
nánd við þennan bæ megi
finna rústir þriggja annarra
bæja.
Þessar upplýsingar Björg-
mose koma fram í greinum,
sem hann hefur ritað í tíma-
fitið „Grönland" og í „GrÖn-
landsposten". Segir hann að
áhugi hans á rannsóknum á
þessu svæði hafi vaknað við
lestur íslendingasagna og ým-
issa vísindarita byggða á
þeim. Við lestur þessara rita
fékk Björgmose ákveðnar hug
myndir um staðsetningu
fjórðu kirkjunnar í Græn-
landi, og segir hann nú að
þær hugmyndir hafi reynzt
sannar.
Hvort svo reynist kemur
varla í ljós fyrr en danska
þjóðminjasafnið hefur sent
leiðangur visindamanna á slað
inn.
V TRELLEBORG - ÞEGAR UM HJOLBARDA ER AD RÆDA V
ENGLISH ELECTRIC’
liberator
Sjálfvirka þvottavélin
★ hitar — þvær — 3—4 skolar — vindur
★ stillanleg fyrir 6 mismunandi gerðir
af þvotti
★ afköst: 3—3V2 kg. af þurrum þvotti
í einu.
★ innbyggður hjólaútbúnaður
★ eins árs ábyrgð
★ VF.RÐ KR: 17.860—
Laugavegi 178 Sími 38000