Morgunblaðið - 19.12.1964, Page 31

Morgunblaðið - 19.12.1964, Page 31
MQRCU NBLAÐIÐ 31 Laugardagur 1§. cfes. 1964 — Pólverjar Framhald af bls. 32 ingu stöðvarinnar, en beðið er eftir samþykki hins opinbera um fjárhagslega fyrirgreiðslu. I»á hefur hið pólska fyrirtæki hug á að smíða og afhenda fullbúnar fleiri skipasmíða- stöðvar og dráttarbrautir viðs vegar hér á landi. Slawomir Skrzypinski, M. Sc., Naval Architect, tæknileg ur ráðunautur CEKOPs, og Franciszek Powalowski, M. Sc. Eng., fulltrúi CEKOPs, sögðu fyrirtæki sitt -flytja út fullunnar skipasmíðastöðvar og dráttarbrautir. Fyrirtækið, sem er pólskt, er að sjálfsögðu í rikiseign. Allir samningar, sem gerðir eru á þess vegum, eru á ríkisábyrgð. Fyrirtækið var stofnsett árið 1945, og fyrsta skip þess var sjósett ár- ið 1948. Aðspurðir, hvort Pól- verjar væru vanir skipasmíð- um, aðþrengdir öldum saman af Rússum í austri og Þjóð- verjum í vestri, kváðust þeir þegar hafa öðlazt næga reynslu, enda væru Pólverjar næstir í röðinni á eftir Japön- um í fiskiskipasmíði, „miðað við tonnafjölda“. Á árinu 1963 hefði CEKOP smíðað skip af öllum tegundum, samtals 45.- 000 brúttótonn. Meðal þeirra skipa hefðu verið smáskip um 100 tonn og fiskiðjutogarar 2.500—3.000 tonn. Einnig hefði verksmiðja fyrirtækis þeirra afhent móðurskip, um 10.000 tonn að stærð á síðastliðnu ári. Þá voru Pólverjarnir spurð- ir, hvert þeir hefðu selt hafn- ir, skipasmíðastöðvar óg drátt- arbrautir á undanförnum ár- um. Þeir kváðust þegar hafa selt slipp, þ. e. dráttarbraut og við gerðarstöð, og skipasmíðastöð í fjórum löndum ,í Havana á Kúbu væri verið að byrja framkvæmdir á vegum CEK- OPs, sem lokið yrði á árinu 1966. Framkvæmdir væru á byrjunarstigi í Alexandríu í Egyptalandi, samningar rétt ó- undirritaðir á Gullströndinni (Ghana), og í Indónesíu væri búið að gera öll mannvirki, sem um hefði verið samið, að gerð yrðu, en ekki hefðu þau verið tekin í notkun vegna staðbundinna vandræða. Pólverjarnir sögðu, að öll mannvirki á Islandi yrðu reist af íslenzkum mönnum, en tæknileg aðstoð frá Póllandi stæði ætíð til boða, ef nauð- synlegt þætti. Allt gæti orðið tilbúið árið 1969 í Njarðvík- um. Bjarni Einarsson er formað- ur i stjórn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, en með honum í stjórn eru Stefán Þorvarðsson og Oddbergur Eiríksson. Fé- lagið var stofnað árið 1945 og byggði slipp árið eftir, 1946. Ákveðið var í maí 1964 að taka tilboði frá fulltrúum CEKOPs, enda virtist það mjög hagstætt, miðað við önn- ur, erlend boð. Samningar hafa tekizt milli fyrirtækjanna, en áður en þeir taka endanlegt giidi, þarf ábyrgð ríkisvaldsins á fjárhagslegri fyrirgreiðslu að koma til. Pólverjarnir hafa ferðazt víða um land og segjast reiðu- búnir að taka að sér bygging- ar viðgerða-, dráttar- og skipa- smíðastöðva í Neskaupstað, á Seyðisfirði, í Vestmannaeyj- uni, á Akranesi, Akureyri og í Hafnarfirði. íslendingar séu að kaupa stærri og stærri 6kip, — bæði til fiskveiða og flutninga. Þeim sé nauðsyn- legt að hafa stöðvar um allt land, þar sem skipin geti feng- ið eðlilega þjónustu. Dýrt, bæði mælt í peningum og tíma, sé að þurfa að fara til Reykjavíkur eða Akureyrar með skip í smáa eða stóra við- gerð. Að lokum lögðu pólsku full- trúarnir áherzlu á, að þessi viðskipti væru nokkur áhætta fyrir CEKOP, meðan íslenzk ríkisábyrgð fengist ekki. Kæmi hún ekki til sögunnar, væri miklum tíma og miklum peningum varið til einskis. „En gleymið því ekki“, sögðu þeir að lokum, „að þótt skip ykkar séu stór og ný, þá kemur að því, að þau þurfa að leita hafnar. Þá verður langt að þurfa að fara til Færeyja, Skotlands eða Noregs. Betra að hafa viðgerðarstöðina á Is- landi“. Vatnslaust á Akranesi Akranesi, 17. desember. VATNSLAUST var í bænum í gær frá kl. 14 til mfðnættis. Ástæðan var, að verið var að tengja 8 tommu víða dreifiæð, sem liggur eftir allri Esjubraut- inni, en hún er efst í bænum að sunnanverðu frá mótum Skaga- brautar og Þjóðvegar. — Oddur. 1 Hattar Hanzkar Treflar Frakkar Föt Peysur Sokkar Skyrtur Skór Austurstræti 22 og Vesturveri SÚGUR ÚKUMANNSINS Smásögur eftir víðkunnan sænskan höf- und Agust Blaucke. Þetta er sérstæð bók sem margir munu hafa ánægju af. Nokkur kaflaheiti: . Figgi Hauklund — Kona kaupmannsins —Dóttir sýslumaunsins — Seinni konan — Spánski Brúnn — Glugginn við garðinn — Gamlar minningar — í»egar ökuntaður sefur — Neyðarópið — Ævintýrið á ísnum. — Evelina — Ekki er ein báran stök — Litla frúin o. nt. fl. Alls 34 spennandi sögur. KAUPIÐ OG LESIÐ ÞESSA Ó VENJULEGU BÓK. ÆGISÍTGÁFAM TiSvalin jólagjöf Hinir vinsælu sparibaukar okkar fást nú í þrem gerSum. ÉBínaðarbanki 'UP' íslands SJÖNVARP ER MEÐ SLÉTT BAK JAFNGÓÐ MYND Á BÁÐUM KERFUM ALLIR VARAHLUTIR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI FULLKOMIN VIÐ- GERÐARÞJÓNUSTA HAGKVÆMIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR SOLUUMBOÐ: HEIMILISTÆKI S.F. HAFNARSTR/íTI 1 - SÍMI: 20455 íslandskort GuÓbrands biskups— Kærkomin jólagjöf fil vina heima og erlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.