Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 3
Fímmtudagur 24. des. 1964
MORGUNBLADIÐ
3
r
Sr. Eirfkur J. EirÉksson
Heilagtenglaliö
mönnum, sem hann hefur vel-
þókun á.“
Við skulu veita því nána at-
hygli, a'ð sigursömgvar þessarar
nætur hljóma ekki yfir keisar-
anum í Róm, sem hafði hlotið
heiðursheitið Augústus þ.e., sá
sem tilbiðja skal. Friði var lýst
yfir ungbarni. hirðarnir lúta því,
en þeim berst ekki skipan að
fara og krjúpa við friðaraltari
hins mikla veraldarvaldhafa,
vestan frá Atlantshafi austur að
Indus.
Lýst er yfir velþóknun Guðs
hina fyrstu jólanótt. Slíkur boð-
skapur er yndislegur. -En vel
þókunun Guðs er leyndardóms-
full. Barátta beið jólabarnsins.
Vegir veraldarinnar hafa margir
verið greiðfærir gerðir, en þó
mæðir enn á móðurfaðminum og
barninu þar.
Fyrir því skulum við ekki
gleyma börnunum á þessum jól-
um. Horfum á þau í sigranííf
birtunni frá Jesúbaminu. Látum
hinar hímnesku hersveitir jóla-
næturinnar auka okkur trú á
siigur hins eilíflega unga og
þess, sem að öllu er gott.
Einn fegursti jólasálmur
Grundtvigs fjallar um engla-
börn þessarar nætur. Skáldið
horfir út um gluggann sinn í
nótt. Snjórinn fellur niður yfir
kirkjustíiginn. Hann sér ljóma af
honum sem englavængjum.
Hann biður hinar himnesku ver-
ur að koma inn til sín að göml-
um og góðum jólasið, svo að
þær „beri ekki út jólin“. En þar
er sú hugsun, að beri gest að
garði á jólunum. verði hann
endilega að koma inn, annars
fari hann burt með jólagleðina
af heimilinu.
• Englarnir eiga að koma inn og
syngja um frið á jörðu yfir
barnahópnum, sem þar er.
Börnin eru að vísu sofnuð, en,
þau mun dreyma við sönginn
um himneska jólahátíð. Er þau
svo vakna á jóladagsmorguninn
ómar hinn guðdómlegi söngur í
hjörtum þeirra, en tónar jóla-
sálmanna mynda stiga, er englar
Guðs ganga eftir til jarðar okkar
og flytja henni frið, svo að
borgarhlið Guðsríkis opnast.
Bros barns á þessari jólahátíð
er máttugt. Viðtakan er aðal
barnsins. Ungbarnið. Hinar himn-
esku hersveitir.
Ríki Augústusar hrundi, og
hefur það reynzt blóðug draum-
sýn aldanna. Altari hins eilífa
friðar. er reist var honum, er
sundrað og fornminjabrot ein í
dag. Heimar verða til og tortím-
ast með fullnaeging þeirrg" allri,
enda hátt siglt, þar sem við
þekkjum tiJ, en jatan ein vísar
réttu leiðina og höfn er þar fram-
undan. Heimur jólanna mun
aldrei hrynja.
Börn í kirkju bernskustöðv-
anna komu fram fyrir jólabarn-
ið með bænir sinar. Farðu að
dæmi þeirra í kvöld, vinur
minn. Leitaðu þér styrks og
blessunar hjá englum Guðs
þessarar nætur og hjá honum,
sem þeir boða. Leitastu við að
láta himininn jólanna hvelfast
yfir höfði þér og í hjartanu með
dýrð hans, friði og velþóknun.
Tökum í kvöld undir með
skáldinu, er það lýsir brosi
bænheyrslunar á vörum barns:
í
,,Eg sá það brosið, er sigrar
heiminn
og sendir lífinu yl og þrótt, _
er yfirgnæfir sólnasveiminn
og sindrar ofar en dauðans
nótt, —
er starir langt út í stjömugeiminn,
eitt stillilegt barn um kvöldið
hljótt."
Guð gefi okkur öllum gieðileg
jóL
Amen.
' Aðfangadagskvöld.
Guðspjallið. Lúk. 2, 1—14.
ENGLAR flytja söngva hina
fyrstu jólanótt um dýrð Guðs í
upphæðum. Jólin eru hátíð him-
ins og jarðar. Fallegur er erlend-
ur jólasiður, að heimilisfólk
gengur úr rúmi fyrir ósýnilegum
gestum. en það eru dánir heim-
ilismenn, sem halda heilög jól í
návist eftirlifa.ndi ástvina.
Menn hafa löngum talið, að
myrk öfl úr öðrum heimi geti
haft ill áhrif á lífsferil manna
hérna megin. Hversu sem því
kann að vera háttað, em jólin í
birtu hinnar fríðu fylkingar úr
sal hins mikla fagnaðar, er fer
með sinn blíða boðskap. Undur-
samlag samfélagskennd grípur
okkur nú. Ljúfar minningar
sækja okkur heim, og aldrei
hefjast hugir okkar í æðri átt
sem' nú.
Návist himinsins á þessu kvöldi
helgar ekki aðeins allt mannlegt.
Upphafning hugarins á jólum
sannar, að ljóssins ríki á sterk
ítök í okkur, þrátt fyrir allt. En
ekki ber þó að skilja þetta svo.
að nálægð hins heilaga nú komi
af eigin ágæti okkar mannanna.
Það er Jesús, sem kemur til okk-
ar með fögm englaliði sínu.
„ó, Jesú, barn, þú kemur nú í
nótt,
og nálægð þína ég í hjarta finn.
Þú kemur enn. þú kemur undra
hljótt,
í kotin jafnt oig hallir fer þú inn“.
Fyrir jólin núna horfði ég á
helgileik í hjartfólginni kirkju
mér, himnaríki á jörðu bérnsku-
jóla minna. Stundin þarna í
kirkjunni var einkar fögur og
hugljúf, og eiga þátttakendur og
upphafsmenn þessa miklar þakk
ir skildar.
Áhrifamest í helgileik þessum
var, er börn komu fram fyrir
jóla'barnið, ekki með gjafir eins
og vitringarnir, heldur með
versin sin — bænirnar sínar.
Guð sendi son sinn á þessari
nótt til mannheima til þess að
frelsa heiminn. Það kann að
virðast undarleg ráðstöfun að
senda barn í slikum erindagerð-
um. Barn mætti sýnast svo um-
komulaust í válegri veröld á
tímum, er vopnavald og ofbeldi
mega sín mest. Hvers má sín
móðurfaðmurinn gegn endalaus-
um hersveitum. er streyma fram?
Lítið bam er lagt í jötu, og er
sá atburðar boðaður með söng
engla: „Dýrð sé Guði í upphæð-
um og friður á jörðu með þeim
stolið
jolagleði og barnashemmtun
UM þessar mundir eru stúdentar
ab hefja fjársöfnun í þeim til-
gangi að standa straum af kostn-
aði við fyrirhugað Stúdenta-
heimili, sem risa mun við Gamla
Garð.
Bygging slíks félagsheimilis
stúdenta hefur um langan tíma
verið eitt mesta hagsmunamál
Etúdenta, og hafa nú verið sam-
þykktar tillöguteikningar húss-
ins. Gert er ráð fyrir, að fram-
kvæmdir hefjist á sumri kom-
anda.
Sett hefur verið á laggirnar
nefnd til þess að afla fjár til
heimilisins, og mun nefndin efna
til dansleiks í Sigtúni annan í
jólum í fjáröflunarskyni. Stúd-
entar eru hvattir til að fjöl-
menna og hafa gesti með, en að
öðru lcyti er öllum aðgangur
heimill.
Þá mun Stúdentaráð efna til
barnaskemmtunar að Gamla
Garði annan í jólum. Skemmtun-
in verður milli kl. 3 og 5 og munu
þá hinir frægu jólasveinar Gilja-
gaur og Gáttaþefur koma í heim-
sókn og ganga í kringum jólatré
með börnunum.
Miklu stolið úr
ólœstum bílum
TALSVER® brögð hafa verið
að því nú í jólaösinni, að stolið
hefur verið úr ólæstum bilum.
Oft hafa bílarnir verið skildir
eftir örskamma stund, meðan
eigandinn brá sér í verzlun eða
annað, en þjófamir séð sér
tækifæri á meðan. Er fólk því
varað við því að skilja nokkur
verðmæti eftir í bílum sínum.
T.d. var á þriðjudaig milli kl.
18 og 18.30 stolið brúnni leður-
skjalatösku úr ólæstuim bíl, á
stæðimu við Grettisgötu 3.
1 gær var stolið ýmsum verð-
mætum jólaigjöfum úr ólæstuim
bil, sem stóð við Smiðjustiig 3.
Voru þetta gjafir, sem fara áttu
norður í Skaga.fj örð, og skiptir
verðmæti þeirra þúsundum
króna. Nefna má t.d. skó, þrjár
karlmannaskyi-tur og svarta næl
onúlpu.
Þá má nefna, að milli kl. 15.30
og 18.15 á Þorláksmessu var stol-
ið úr ólæstum Fiat 1100 bíl á
Hverfisgötu (við gömlu Gasstöðv
arlóðina) kassa með jólagjöfum
frá Akranesi. Bra'úðrist var þar
m.a.
Milli kl. 15.45 og 16 varstolið
úr ólæstum fólksbíl (Cheryrolet)
sem stóð á Vatnsstíg, rétt neðan
við Laugaveg. Margir pakkar
voru í bílnum, en þjófurinn hef-
ur aðeins komizt yfir að taka
þrjá, meðan hjón, sem í bílnum
voru, brugðu sér frá. í þeim voru
bílabraut (verðmæti 1280 kr.),
svartir karlmannaskór úr rús-
skinni nr. 43 (verðmæti 612 kr.)
og tvær Ijóagráar drengjapeysur
(verðmæti 1340 kr.).
Rannsóknarlögreglan biður
alla, sem upplýsingar gætu gefið
um þessa þjófnaði, að láta sig
vita.
ÞESSAR MYNDIR tók Ólafur
K. Magnússon, ljósmyndari
Morgunblaðsins, þegar við
heimsóttum Vöggustofu Thor-
valdsensfélagsins í gær. Ekki
verður annað séð en að ung-
viðið sé komið í jólaskap og
jólatréð fallega sem þar blas-
ir við allra augum, á eflaust
sinn þátt í því. Á vöggustof-
unni dvelja ungbörn allt að
þriggja ára aldri, en þar eru
rúm fyrir 32 böm. 16. stúlkur
líta eftir birnunum og vinna
þrískiptar vaktir.
Vart er hægt að hugsa sér
skemmtilegra myndaefni en
einmitt böm — en það krefst
líka mikillar þolinmæði hjá
ljósmyndaranum.
Sum barnanna litu ljós-
■myndavélina heldur óhýru
auga og fóm að skæla, þegar
þau sáu blossann frá vélinni.
Þá hlupu þau í fangið á næstu
fóstra. önnur vora áræðnari,
eins og t.d. hann Palli, vinur
okkar, sem tók á móti Ólafi
ljósmvndara opnum örmum
og vildi endilega fá að stela
skóreimunum hans! Það var
ltka auðsótt mál að fá að taka
mynd af honum við jólatréð
— og það gerði Ólafur með
þeim árangri, sem siá má á
baksíðunni.
1 hátíða
kapi
>