Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLADIL Fimmtudagur 24. deS. 1964 SœmiSeg færð um land allt á Þorláksmessu ÞEGAR Mbl. hafði samband viA Vegamálaskrifstofuna í jær, voru vegir i'ærir víðast um land, a.m.k. slarkfærir, en hálka og aur voru sums staðar til trafala. Suðurlandsvegur var vel fær i gær, og flestir vegir á Suður- landi sæmilega færir. Þó var Landeyjavegur syðri lokaSur við Fíjótsveg vegna úrrennslis, en gert var ráð fyrir því, að hann yiði afiur kominn í laig í gær- kvu di. Vesturlandsvegur frá Reykja- víic um Bröttu ;»ckku var sæmi- lcga fær allt vestur í Reykhóla- sveit. Vegir á Snæfellsnesi eru flestir færir. Á Vestfjörðum er fært frá Patreksfirði til Rauðasands og frá Patreksfirði til Barðastrand ar. Fært er frá ísafirði tiT Bol- ungarvíkur og Súðavíkur. Strandavegur er fær tif Hólma- Villahermosa, Mexíkó, 21. desember — (NTB) — í GÆRKVÖLDI varð mesta járnbrautarslys í sögu Mexikó þegar flutningalest ók á far- þegalest hjá Villahermosa. Að minnsta kosti 46 manns fórust, en 75 særðust. I víkur og Bjarnarfjarðar. j Norðurlandsvegur var sæmi- 1 lega fær ali a leið frá Reykjavík til Húsavíkur. Vegurinn yfir : Lágheiði til Ólafisfjarðar var [ lokaður. Frá Húsavik til Raufar hafnar var stórum bílum og að ákvörðun lágma:fcsverðs á bolfiski o.fl., sem gilda á frá 1. janúar n.k. Samkomulag náðist ekki. Á fundi ráðsins 22. des. var verðákvörðunum þvi vísað til yfirnefndar. í yfirnefndina voru tilnefndir: Af hálfu fiskkaupenda: Helgi G. Þórðarson, framkv.stj. Hafnarfirði og Bjarni V. Magn- ússon, framkv. stj., Reykjavik. Til vara: Ólafur Jónsson, fram- j jeppum fært, og þaðan jeppum til Þórsha.frvar og Vopnafjarðar. Austuriandsvegir eru yfirleitt færir, n.ema Suðurfjarðavegiur frá Fáskrúðsfirði og suður eftir j er aðeins fær jeppum vegna I skriðufalla og vatnaágangs. Sigurður Petursson, utgm., Reykjavík, og Ttryggvi Helga- son, sjóm., Akureyri. Með breytingu á lögum um Verðlagsrá'ð sjávarútvegsins, sem samþykkt var á Aiþingi, þann 19. þm., var ákveðið að forstjóri Bfnahagsstofnunarinnar, sem nú er Jónas Haralz hagfræðingur, skuli vera fastur oddamaður yfirnefndarinnar. (Frá Verðlagsráði sjávar- útvegsins). Agreiningur um fiskverðið — ákvörðun v/soð til yfirnefndar VERÐLAGSRÁD sjávarútvegs-1 kvstj., Sandgerði. Af hálfu fisk ins hefur að undanförnu unnið selJenda: dlafur Þ. Jónsson söngvari hlýtur góða dóma í Þýzkalandi ÍSLENZKI tenórsöngvarinn Ólafur Þ. Jónsson hefur hú verið í Þýzkalandi á annað ár og hefur hlotið þar mjög lofsamlegt umtal fyrir söng sinn. Allan síðastliðinn vetur var Ólafur við ópernua í Heidelberg og fór þar með mörg kunn óperuhlutverk, s.s. hlutverk Lyonels í óperunni „Martha“ eftir Flotow, hlut- verk Ernestos í „Don Pas- quale“ eftir Donizetti og hlutverk Alfreds í óperettu Jóhanns Strauss, „Leðurblak- an.“ , Meðan Ólafur var í Heidel- berg voru honum gerð ýmis tilboð um að koma að syngja annars staðar og réði hann sig sl. haust að óperunni í Hamborg og hefur verið við hana síðan. Fyrsta hlutverk hans þar var í óperunni „Káta ekkjan“ eftir Lehár, en sú sýning Hamborgaróperunnar þótti takast mjög vel og var óperettan flutt í 100. sinn nú skömmu fyrir jól. Ólafur hlaut lofsamlega dóma fyrir þátt sinn að sýn- ingunni og m. a. segir eitt blaðanna að hann sé „mjög tígulegur, geislandi tenór“. „Hamburger Abendblatt“ seg ir hann syngja með miklum glæsibrag, þótt enn sé hann nokkuð viðvaningslegur á sviði. „Der Bild“ segir að Ólafur taki hlutverk sitt föst- um tökum og syngi eins og sá sem valdið hafi. Ólafur Þ. Jónsson er ráð- inn til Hamborgaróperunnar til janúarloka, en hyggst þá taka við starfi við Berlínar- óperuna. Þar syngur hann m. a. í óperettunni „Brosandi land“ eftir Lehár. Frá næsta hausti hefur Ólafur verið ráð- inn að óperunni í Lúbeck og þar syngur hann m. a. hlut- verk Fentons í óperunni „Fal- staff“ eftir Verdi og hlutverk Pinkertons í óperunni „Madame Butterfly" eftir Puccini. Ólafur hefur sungið íslenzk lög, bæði fyrir norðurþýzka og suðurþýzka útvarpið, og einnig sungið í skemmtiþætti í þýzka sjónvarpinu. Hann hefur mikinn hug á að koma heim til Islands til hljómleikahalds áður en langt um líði, en ekki er enn vitað hvenær af þvi geti orð- Nína Sæmundsdóttir Maríumyndin á forsíðu MARÍUMYNDIN á forsíð- unni er tekin i Selfosskirkju. Ljósmyndiari blaðsins. Ólafur K. Magnússon, kom auga á hana, er hann kom í kirkjuna á Selfossi í haust og tók þá þessa mynd. Myndin er skor- in í við af Nínu Sæmundsson, myndhöggvara. Við leituðum höfundinn uppi í Reykjavik, til .að spyrja um uppruna myndarinnar og tildrög þess að hún lenti á Selfossi, en flestar myndir Nínu, sem eru á opinberum stöðum, eru vest- an hafs, í anddyri Warldorf Astoria hótelsins mikla á Moderne listasafninu í New ork og víðar. — Ég gerði þessa mynd í Ameríku fyrir 10—12 árum, sagði Nína, er við vorum setzt að kaffiborði innan um högg- myndir og málverk í stöflum eða á málaragrind í vinnu- stofu hennar á Þórsgötu. — Ég sendi myndina oft á sýningar í Ameriku og hún vakti athygli. Allt.af vildi ein- hver kaupa hana, en ég gat aldrei fengið af mér að skilja hana við mig. Loks ákv.að ég að selja hana aldrei. Þegar ég svo kom einu sinni í kirkjuna á Selfossi, leið mér einhvern veginn svo vel og ég fann allt í einu að þarr.a ætti hún að vera. Sr. Friðrik heitinn Frið- riksson var gestur við messu í kirkjunni þennan sunnudag. Sr. Sigurður Pálsson leiddi hann upp í predikunarstólinn. Og gamli blindi presturinn gerði mér svo gott með því sem hann sagði eða bara hvernig hann hreyfði hend- urnar, að einhver trúarleg til- finning settist að mér og ég fann að þarna væri einmitt st.aðurinn fyrir myndina, sem mér þótti svo vænt um. Á leiðinni út ákvað ég að gefa Selfosskirkju hana, og ég sendi hana .austur skömmu seinna. Svo hún er að minnsta kosti á góðum stað, hvar sem hinar myndirnar mínar flækj- ast. Þctta eru nú börnin mín, og maður er afar viðkvæmur fyrir því hvar þ.au lenda. Ég hefi annars verið heppin. Þau hafa flest lent á prýðilegum stöðum, þó þau hafi flækzt út um heim. Myndin í Selfosskirkju er unnin í balsanvið, sem er mjcg léttur viður frá Panama, mikið not.aður í flugmodel og við spyrjum Nínu hvernig sé að vinna í slíkt efni. — Það er erfitt, svarar hún. — Ég vil heldur vinna harðan við eins og íbenholt, því í hon um er svo mikil olía. Balsan- viðurinn er þurr, maður verð ur að not.a egghvöss verkfæri, alveg eins og rakblöð. Annan við er ég vön að fara yfir með skóáburði eða einhverju þvi- líku að lokum, en það er ekki hægt með balsanviðinn. Hann verður .að nudda og pressa niður með fingurgómunum og nðta eingöngu fituna úr hönd unum á sér. Svo þetta er voða leg vinna. Við lítum í kringum okkur í vinnustofunni. Þar eru gaml ar höggmyndir, eins og hin kunna mynd af kvikmynda- leikkonunni Hedy Lamar og ný verk, mest málverk. Nín.a hefur selt nokkur málverk að undanförnu, bæði hér heima og úr landi, t.d. fóru tvö til Ameríku um daginn. Hún hef ur lika verið að móta portret- myndir, sú siðasta var af Jóni Mar/iassyni, bankastjóra, og er nú verið að steypa hana í bronz í Kaupmannaliöfn. Ann ars segist hún líka vinna við að móta íantasíur í vax, og þar með farin að búa sig und ir að halda sýningu á næsta ári, annað hvort hér í Reykja vík eð.a í Kaupniannahöfn. Verkiallsboðamz á bátaUotanum FÉLOG sjómanna í Reykjavfk, Hafnarfirði, Grindavík ag á Akra nesi hafa nú boðað verkfali á bátaflotanum frá og með 1. jan. hafi samkotfnulag ekki náðst áð- ur. Sjómenn í Keflavík ætluðu að halda fund í gær, þar sem ákvörðun átti að taka um það, hvort verkfall skyldi boðað. Þá hafa félög sjómanna á Snæfells- nesi og á Vestfjörðum ságt upp samningum, en ekki boðað verk- fall. Sáttafu-ndur hefur verið boð- aður þriðjudaginn 29. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.