Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. des. 1964 MORGUNBLA&IB 15 I i DÖNSKU blöðin halda áfratn að birta greinar og lesenda- bréf um handritamálið og sýnist sitt hverjum sem fyrr. Svo sem getið hefur verið í fréttum mun „Hundritanefnd- in 1964“ — sú, er gaf út hinn alræmda bækling „Saðreyndir um handritin“ — í þann veg- inn að senda stjórn og þingi mótmælaskjal gegn handrita- frumvarpinu. Hefur hún í því skyni skrifað allmörgum vís- inda- og fræðimönnum og ýms um starfsmönnum bóka- og skjalasafna, sent þeim afrit af mótmælaskjalinu og farið þess á leit, að þeir skrifi undir það. í mótmælaskjali nefndar- innar segir m. a., að afhend- ing handritanna muni verða óþolandi þrándur í götu þess vísindastarfs, sem unnið hef- ur verið síðustu árin af sí- vaxandi þrótti — vísinda- starfs, sem líta beri á sem alþjóðlegt, en hvorki danskt, íslenzkt né norrænt. í annan stað sé þess að gæta, að í Kaupmannahöfn hafi með góð um árangri verið byggð upp miðstöð forn-íslenzkra rann- sókna. í augum allra fræði- manna, sem fáist við athug- anir á fornnorrænum bók- menntum, sé Kaupmannahöfn hin eðlilega miðstöð enda séu þar fyrir hendi hinir ágæt- ustu tæknilegu möguleikar til vísindastarfa. Með afhend- ingu handritanna segir nefnd- in, að mjög verði dregið úr þessari mikilvægu stöðu Kaup mannahafnar og hún jafnvel að engu gerð. í þriðja lagi segir nefndin, að afhending handritanna stríði geg'n öllum grundvallarvenjum, er gildi um safngripi og geti gefið for- dæmi, er bjóði heim frekari kröfum. Verði fallið frá lög- legum eignarrétti Árna Magn- ússonar stofnunarinnar megi eins búast við kröfum á hend- ur öðrum söfnum, bæði í Dan- mörku og öðrum löndum. Loks segir nefndin, að verði handritin afhent muni það skapa fordæmi fyrir eignar- námi ýmissa stofnana og eigna, sém gefnar hafa verið skv. ákvæðum erfðaskráa. Umrætt mótmælaskjal hand ritanefndarinnar hefur sem vænta má, orðið umtalsefni blaða. M. a. hefur um þau verið fjallað í lesendabréfum og spunnizt af því nokkrar deilur milli bréfritara. Fyrir skömmu birtist einnig i í „Politiken“ stutt grein eftir Bent Nordhjem, dr. phil. Skýr ir hann í upphafi greinarinn- ar svo frá, að sér hafi borizt í hendur mótmæli nefndar- innar, ásamt korti, þar sem mælzt sé til þess að hann sendi undirskrift sína. Nordhjem segir m. a. : „f>að «r fljótgert að fleygja kortinu í pappírskörfuna. Öllu örð- ugra er, að láta sig engu varða baráttuna gegn afhend- íngu íslenzku handritanna, sem hefur sívaxandi áhrif. Er prðin ástæða til að óttast, að stjórnin dragi að sér höndina að einhverju leyti eða láti jafn vel alveg af þeirri fyrirætlun sinni að afhenda handritin. Frði þá samband okkar við Xsland, sem ekki er svo ýkja glæsilegt, enn á ný markað valdmisbeitingu af Dana hálfu. Annars ætti að vera ljóst, að hvorki vísindamenn, lög- fræðingar eða annar smá- hópur manna, eiga að ákveða úrslit handritamálsins. Vanda- málið er hvorki málvísinda- legt né lögfræðilegt, heldur pólitískt. Hér er um að ræða samskipti einnar þjóðar við aðra og afstaða okkar hlýtur að ákvarðast af pólitískri skoðun okkar á því, hvernig samskiptum þjóða beri að hátta. Að sönnu er hér ekki um venjulegt utanrikisvanda- mál að ræða — heldur sam- skipti okkar við þjóð, sem forfeður okkar stjórnuðu öld- um saman sem nýlendu og sýndu sama skilningsleysi og þá grimmd, sem einkennt hef- ur nýlendustefnu Evrópu- þjóða. Við getum ekki skotið okkur á bak við þá staðreynd, að þá hafi einnig ríkt hin mesta eymd í Danmörku og að ástandið hafi þá verið verst, er danska þjóðin hafði alls engin áhrif á stjórn sína — og þégar á allt sé litið sé altt þetta af okkar hálfu gleymt og grafið. Slíkt er ei annað en orðagjálfur eitt, ef við ætlum eftir sem áður að njóta ávaxtanna af kúgun ís- lands og látum okkur engu skipta, þótt íslendingar hljóti að líta á staðsetningu hand- ritasafnsins í Kaupmannahöfn sem óþolandi eftirstöðvar ný- lendutímabilsins. Að bæta samskiptin þjóða í milli — ekki sízt þeirra, er búið hafa við áþján og fyrr- verandi kúgara þeirra — er mikilvægasti þátturinn í utan- ríkisstefnu okkar. Það er hörmulegt, að svo margir vís- indamenn skuli ekki gera sér fþess grein, að einmitt Kaup- mannahafnarháskóli ætti að hafa forgöngu í þessum efn- um með því að færa systur- háskólanum á íslandi stórgjöf. Ekki er um annað að ræða en vona, að ríkisstjórnin gleymi því ekki, að handrita- málið er mikilvægt pólitískt grundvallarmál. Það væri hin mesta sneypa fyrir Dani, ef fallið yrði frá fyrirætlunun- um um afhendinguna, — og því sneypulegra, sem við höf- um ríkisstjórn og þingmeiri- hluta, sem —• a.m.k. þegar önnur ríki eiga í hlut — beita sér fyrir skilningi þjóða í milli og réttlátu afnámi ný- lenduskipulagsins". ★ A ★ Þeir eru ekki margir bréf- ritararnir, sem eru dr. phil. Bent Nordhjem sammála, um handritamálið sé fyrst og fremst pólitískt mál. í hverju bréfinu af öðru og greinum harma menn, að ekki skyldi frá upphafi leitað samráðs vísindamanna og lögfræðinga um lausn málsins. Einn af andstæðingum af- hendingarinnar, P. Holst Christensen, dr. phil. skrifar m. a., að hann og skoðana- bræður hans — a.m.k. 400 vísinda- og fræðimenn, að því hann telur — séu því mið Henning Krabbe ur máttvana gagnvart skoð- unum fjöldans. Því til skýr- ingar nefnir hann, að í Dan- mörku sé kosið samkvæmt höfðatölu en ekki heila, — „og því geta sósíaldemókrat- ar stært sig af þeim vafasama heiðri að vera stærsti stjórn- málaflokkur Danmerkur". — Þessi ummæli Christensens vöktu litla hrifningu, burtséð frá skoðunum á handritamál- inu. Annar bréfritari, Niels Lyhne Jensen, háskólakenn- ari, telur, að ekki hafi verið nægilega á það bent, að hand- ritin, sem fyrirhugað er að afhenda íslendingum, séu úr tveim söfnurn — annarsvegar Árnasafni, sem Mjósleg'a sé ekki ríkiseign — hinsvegar Konungsbókhlöðú, sem teljast megi dönsk þjóðareign. Segir hann í hæsta máta vafasamt, að þingið hafi nokkra heimild til þess að ráðstafa handritum úr Árnasafni — en hitt sé aftur lítill vafi, að það gæti samþykkt að gefa handrit úr Konungsbókhlöðu. Kennarinn segir ennfremur, að frum- varpið, sem nú liggi fyrir, og hafi átt að kveða endanlega niður allan ágreining Dana og íslendinga, hafi þess í stað hleypt málinu í óþolandi ó- göngur. Úr því, sem komið er, sé óhugsandi að leysa málið án samráðs við íslendinga. Með hliðsjón af því bendir hann á tvær leiðir: Jensen viðurkennir reyndar þegar, að sú fyrri sé ekki síð- ur viðkvæm en núver- andi handritafrurrtvarp hefur reynzt, þótt hann telji hins vegar ekki, að hún gæti vald- ið ámóta misskilningi. „Spyrja mætti íslendinga“, segir hann, „Hvað kostar það? Hve marg- ar milljónir viljið þið fá greiddar fyrir að afsala ykkur handritum, sem ekki eru ykk- ar eign? Ekki skal verða sagt um Ðani, að þeir vilji engu fórna“. Bréfritari þykist ekki í vafa um að slíkt tilboð, eða frumvarp í slikum anda, mundi vekja .mikinn úlfaþyt, yrði það lagt fram. En hann spyr, hvort það gæti ekki orð- ið til góðs. Þar með fengju stjórnmálamennirnir til um- ræðu verðmæti, er þeir gerðu sér betri grein fyrir heldur en vísindalegum verðmætum handritanna.. Síðari lausnin — sem bréf- ritari segir þá einu réttlátu og sæmilegu.— er sú, að af- henda íslendingum sæmilegt úrval af „þjóðareign Dana í Konungsbókhlöðu en snerta ekki við Árnasafni“, — og þetta sé gert með því skilyrði, að handritin verði ekki afhent fyrr en lokið sé nauðsynlegu vísindastarfi þeim að lútandi. Beri að flýta þessu starfi og eigi þjóðþingið að stuðla að því með auknum fjárveiting- um. Þó telur bréfritari um- rætt vísindastarf geta tekið eina til tvær kynslóðir og verði því að krefjast nokk- urrar þolinmæði af íslending- um. Það ætlar hann sízt ósann gjarna tilætlunarsemi þar sem ekkisé annars af þeim krafizt. Nema — að sjálfsögðu óyggj- andi „heilagrar“ tryggingar fyrir því, að af íslendinga hálfu verði aldrei framar gerð ar handritakröfur á hendur Dönum — og „að þvt skyldu helzt allir núlifandi prófessor- ar íslenzkir, stjórnmálamenn, stúdentar og skólamenn vinna dýra eiða“, segir Niels Lyhne Jensen. ★ ★ -k Maður nokkur frá Virum, Martin Ole Christensen að nafni, segir í bréfi til „Berlingske Tidende“, að handritaktöfur íslendinga eigi sér sálfræðilegar orsakir. Þær eigi rætur að rekja til hinnar dýpstu fyrirlitningar íslend- inga á Dönum, sem upphaf- lega hat'i vaknað, er Danir seldu eyjar sínar í Vestur- Indíum árið 1916 — en að þeirri sölu hafi sósíalistar og radikalar staðið í sameiningu. Christensen segir, að þessi ráðstöfun Dana hafi vakið Viggo Starcke með sérhverjum íslendingi þá spurningu, hvort röðin kæmi ekki næst að þeim. „Gætu þeir selt eyjarnar í Vestur- Indíum, gátu þeir eins selt ís- land“. Og Christensen segir: „Þess vegna fóru þeir inn- byrðis að ræða um sambands- slit. Og þegar Þeir svo sáu, eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, að Danir höfnuðu til- boði Frakka um að fá Suður- Jótland allt suður að Egðu, lönd, sem Þjóðverjar höfðu rænt frá okkur 1864, varð fyr- irlitning og ótti íslendinga enn meiri ....“. Þetta segir bréfritari hafa ýtt undir sjálf- stæðiskröfur íslendisga. Þó hafi þeir viljað sýna konungi, að þeir virtu afstöðu hans til fyrrgreindra atburða og þvá óskað að vera áfram í kon- ungssambandi við Danmörku. Því segir hann íslendinga hinsvegar hafa slitið til þess eins að sýna fyrirlitningu sína á „undirlægjuhætti Dana við hernám Þjóðverja“. Að lokum segir Christensen: „íslending- ar telja dönsku þjóðina ekki þess verða að varðveita hin dýrmætu handrit og við eig- um ekkert betra skilið. Það getum við viðurkennt með því að verða við kröfum þeirra um afhendingu þeirra. Líf okkar sem þjóðar er mark- laust og við búum við sið- ferðilega niðurlægingu“. 1 „Berlingske Tidende“ hef- ur einnig birzt bréf frá konu nokkurri að nafni frú Berit Hammer Jacobsen. Hún minn- ist þess, að þegar árið 1919 hafi dr. jur. Lárus Bjarnason, prófessor, látið svo ummælt um borð í Gullfossi á leið til Reykjavíkur, að Árni Magn- ússon hafi að vísu keypt veru- legan hluta handritanna, — en flest þeirra hafi hann neytt menn til að láta af hendi við sig á þeirri forsendu, að sú væri skipan konungs, Friðriks IV. Hafi dr. Lárus síðan bætt við: „Þegar þess er nú minnzt við hvílíka nauðung íslend- ingar þá bjuggu!“. Bréfritari spyr, hvort nokkur muni efast um orð þessa ágæta háskóla- manns, prófessorsins — og hvort meðal áhugamanna um mál þetta, sé nokkurn þann að finna, er ekki geri sér ljóst, að þarna var rænt bókmennta legum fjársjóði islenzku þjóð- arinnar. Ef til vill hafi hand- ritin í mörgum tilfellum verið illa farin — „en hversvegna" spyr bréfritari — og svarar: „vegna þeirra ömurlegu að- stæðna, sem Danir létu Is- lendinga lifa við. Vissulega voru það ekki við — núlifandi kynslóð — en það voru Dan- ir“. Meðal margra greina um handritamálið, sem Mbl. hafa borizt eru þrjár kjallaragrein- ar. Ein þeirra, eftir Bjarna M. Gíslason, birtist í „Dagbladet“ hinar tvær, eftir Henning Krabbe og Viggo Starcke birt- ust í „Berlingske Tidende“. Grein Bjarna sem ber fyrir- sögnina „Hándskrifterne og folkeviljen“ fjallar að mestu um þær fjórar stofnanir, sem Framhald á bls, 21. ; ' 1 ! . i !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.