Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 24. des. 1964 MORGU N DLAÐIÐ 19 Bóndiiiii, sem efnaðist í heiðns’kcifystsj Björn Jöhannesson: Frá Valdastöðum til Veturhúsa. Bökaútg'áfan Fróði. B. 1964 T>eir eru serið margir, sem á ■íðustiu árum hafa farið auistur yfir Möðrudalsöræfi og um Jökul tlalshei'ði til Austurlands. í Jökul dals'heiðinni fara þeir fram hjá tveimur eyðibýlum, sem eru mjög nærri þjóðveginum, og margir etanza hjá því vestara, Rangalóni eða Rangárlóni, sem stenidur við norðurenda Sænautavatms. Það etanda enn hálfallin hús, og þar er grænn túnkraigi kringum hús og tóftir. Suma, sem þarna koma, grípur angurvær, en þó hálf- rómantísk tilfinning — þarna Ihafa þó kynslóðir lifað og strítt, átt sínar erfiðu stundir og sína 6óls'kins'daga, þarna hafa börn Ihjala'ð og valtrað á sínum völtu fótum, hafa kropið í sandinum við vatnið og fleytt víðikvistum eða staðið og séð silunginn vaka á lognkyrrum sumarkvöldum. En aðrir hrylla sig upp og hugsa til einverunnar — hinna löngu fjarri allri annari mannabyggð og eegja: ,,Úflf, a’ð nökkur manneskja skuli hafa getað sætt sig við að búa þarna — og í svona hreys- um“. En í þessari heiði voru sextán býij. í byggð á fimmta tug síð- lustu aldar. Og þegar ég héyrði á Austurlandi á árunum 1919— '23, var ennlþá búið á sjö þeirra. Ég minnist þess, að ég var ærið forvitinn að sjá heiðarbyiggjana, þ ví að mér sem var þar uppalinn sem löng þótti sjávargatan, ef bún varð ekki gengin á fimm mínútum, fannst það ævintýra- legt og furðulegt í senn, að menn Skyldu geta unað lífinu ekki að- eins lengst uppi á Jökuldal, held ur uppi á afdrepslausri heiði, þar sem vetrarríkið var ennþá meira og veturinn mun lengri — Um bækur Fra'mihald af bls. 10. En þá kemur Benedikt frá Hof- teigi á vettvang og leiðréttir skekkjuna neðanmáls. Til dæmis segir Páll um mann einn, að hann hafi dáið „tiltölulega ung- ur“, og er það að vísu teygjan- legt orðalag. Neðanmáls áréttar Benedikt, að nefndur maður hafi látizt sextugur að aldri. Skylt er þó að geta þess, að víða annars staðar lætur Bene- dikt fylgja athugasemdir til stað- festingar, én ekki leiðréttingar. Yfirleitt þykir mér staðreynda- tal Páls sanna hvort tveggja, að hann sé gæddur góðu minni, og eins hitt, að góðu minni er jafn- an varasamt að treysta. Áðurnefnd skekkja kemur ekki að sök, af því hún er leið- rétt á sömu blaðsíðunni. En miklu hefði bókin verið aðgengi- legri, ef höfundur hefði getað eflað sér öruggrar vitneskju um þau atriði, sem hann víkur að, en er ekki viss um, þannig að at- hugasemdir og leiðréttingar neð- anmáls hefðu verið óþarfar. Allt um það eru sagnaþættir Páls Guðmundssonar góðra gjalda verðir. Það ber vott um lofsverðan fræðaáhuga að geyma í minni sér langa ævi þau fræði, sem sjálfrátt eða ósjálfrátt voru numin í æsku, og setjast við skriftir, þegar líður að ævikvöldi, til að bjarga fræðum sínum frá gleymsku. Ég er illa svikinn, ef eldri kyn- slóðin, sem ólst upp á söguslóðum Páls Guðmundssonar um síðustu aldamót, getur ekki stytt sér stundir yfir sagnabók hans og horfið með honum nokkra ára- tugi aftur í tímann. Erlendur Jónsson. beldur en niðri í dalnum me’ð ihinu kuldalega nafni. Vorið 1920 var ég við kirkju í Hofteigi, og þá var mér bent á tvo af heiðarbændunum. Og star sýnt varð mér á þá. Þetta voru ungir myndarmenn — og svo snyrtilega búnir, að þeir báru af flestum öðrum að því leyti, var og sagt, að þeir hefðu bá’ðir orð á sér fyrir sérlega góða greind. Og allt í einu gerði ég omér ljóst, að óg hafði ekki hugsað mér, heldur eins og haft á til- finningunni, að heiðarbændur mundu vera rosknir menn, lura- legir, veðurbitnir og frekar durgs lega búnir. Um annan þeirra, sem ég sá þarna, bóndann á Vetur- húsum, einu afskekiktasta býli heiðarinnar, var mér sagt heií'ði lokið kennaraprófi, verið kenn- ari í blómlegasta kauptúni Aust- urlands, Norðfirði, og flutt það- an á heiðarbýlið. Þetta þótti mér beinlínis furðulegt. En svo komst ég að raun um, að úr beiðinni var upprunfð margt af sérlega greindu og dugandi fólki — og að þar höifðu búið fyrstu ár bú- skapar síns sumir þeir bændur í Jökuldalshreppi, sem nú bjugigu á stórbýlum — tveir niðri á daln um og sá þriðji í Möðrudal hö'fðu orð á sér fyrir dugnað og hagisæl'd. Þess voru sem sag't nokkur dæmi, að vel menntir og dugandi bændur hefðu búið á hei'ðarjörðunum á frumibýlings- árum sínum og efnast þar svo, að heiðarkotin höfðu orðið þeim stökkpallur upp í sæti stórbónd- ans. Ég komst síðar í kynni við bóndann í Heiðarseli, innsta heið arbýlinu. Hann átti sex börn, öll mjög vel gefin — og honum farn aðist þannig í heiðinni, að þau hjón bjuggu þar samfellt mynd- ar búi í fjóra áratugi og vi'ð all- igóð - efni — að minnsta kosti seinustu áratugina. í Heiðarseli var góður bókakostur, og hjónin og börnin á þessu býli, þar sem skammt er inn til jökla höfðu miiklar mætur á góðum þjóðleg- um skáldskap og sum af börn- unum urðu mjög smekkvísir ihagyrðingar, ekki aðeins á tæki- færisvísur, heldur á ljóðrænan kveðskap. Gu'ðjón bóndi og kona hans fluttust síðust allra búenda úr heiðinni, en það var árið 1946. Mér þótti það svo nokkrum tíðindum sæta í sumar, þegar ég frétti, að Björn Jóhannesson, sem lengs't sinnar ævi hefur ver- ið skólastjóri í Vopnafirði, um skeið spítalahaldari og lengi gestgiafi og um áratuigi bókavörð ur vi’ð bókasafn Vopnfirðinga, hefði sikrifað endurminningar sínar — og að þær yrðu gefnar út í bókarformi á þessu hausti. Og þó að ég hefði gist þau Björn og hans myndarhúsfreyju og kynni allgóð skil á störfum þeirra í Vopnafjarðarkauptúni, kom mér fyrst í hug, þegar mér barst þessi fregn: Skyldi hann nú ekki fjalla ræikilega um þau fjögur ár, sem þau hjón bjuggu í Vetur- húsum í Jökuldalsheiði? Ég þóttist svo sjá það, þegar ég las bókina, að Jökuldalsheið- in heifur or’ðið honum svo áleitin í minningunni, að einmitt búskap ur þeirra hjóna þar mundi hafa komið honum til að grípa penn- ann — og síðan hefði hann prjón að framan við. Hann var 25 ára, þegar hann flutti í Veturhiús, en frásögnin af fjögra ára dvölinni þar er einn þriðji bókarinnar. í fyrsta þætti segir frá upp- runa höfundar, bernsku hans og æsku í Húnaþingi, og námi hans í Flensborg og Kennaraskólanum og í öðrum þættinum greinir hann frá tildrögum þess, að hann fór austur á land og staðfestist þar. Það var hamingja Björns, sem beindi honum þangað, ung kona og ógefin austan af Jökul- dal, greind og glæsileg og svo vel gerð, að saman hefur þar iafnan farið drengskapur, líkn- semd við allt veikt og vesalt og framtak og þrek til búsýslu og úrræða, hversu sem horft hefur. Þegar minnzt er á störf Björns, mundi hann sízt vilja, að hlutar ikonu hans væri látið ógetið, enda hafa þau komið upp átta sonum, svo að einnig að því leyti hafa þau skilað þjó’ð sinni meira en igerist og gengur. En frá störfum þeirra í rúma fióra áratugi í Vopnafirði er ekkert sagt í bók- inni. Björn setur lokapunkt, þar sem lýkur dvöl þeirra í hinum liága bæ við silungsvötnin á hinni víðáttumikliu heiði — og þau flytja með sonu sína fjóra, þrjá fædda á heiðarbýlnu, út í Vopna fjarðarkauptún, sem í þann tíð var sízt neitt Gósenland, þar sem hafsilfri ringndi án afláts í marga mánuði ársins. Það, sem einkennir þesisa bók Björns, er hógværð og látleysi, og au'ðsjáanlega mjög áfcveðinn vilji til þess að fara hvergi með staðlausa stafi. Hann gefur öðr- um dýrðina, þegar þess er nokkur kostur, og ef hann getur ein- hvers, sem hann er ekki alveg viss um, þá segir hann gjarnan eitthvað svipað og þegar hann er að skýra frá næsta umihverfi Vetuhhúsa: „Tjörnin ber nafn af bænum og er kölluð Veturhúsa- tjörn. Heyrt hef ég. þó, að hún hafi áður heitið Krókatjörn, en ekki veit ég sönnur á því“ Ýkju- leysi höfundar er bæ'ði kostur og igalli. Menn fá á tilfinninguna, að örugglega megi þeir trúa því, sem þarna er sagt, en hns vegar verður frásögnin ekki gædd eins •miiklu fjöri og ella hefði orðið. Þó að tveir fyrstu þættirnir séu skilorðir og læsilegir, verð- ur það sá þriðji, sem gefur bó'k- inni einkum gildi sem forvitni- legri heimild, þátturinn um heið- arbýlin og lífið þar. Birni haf'ði ekki litizt á afkomu möguleika sína á Norðfirði. Hann hafði fimm manna fjölskyldu, þar eð þau hjón höfðu eignast son og til þeirra höfðu flutt for- eldrar hains vestan úr Húnaþingi. Hann var ekki sjómaður, en önn- ur vinna en sjómennsfca í þorp- inu var stopul í þann tíð — og kennarakaupið var 65 krónur á mánuði. Þau hjón réðu því af að fara a'ð búa í Veturhúsum, sem höfðu þó verið í eyði í fjögur ár. Björn fór að skoða bæinn og jörðina. Voru þá bæjardyrnar fullar af klaka, en snjór að mestu horfinn úr heiðinni. Honum datt í hug frásögn Jóns Trausta um aðkomuna í Heiðarhvammi. Ekki voru húsakynnin háreist, enda ekiki óalgengt, að bæi í heiðinni fennti í kaf. Hann heyrði þá sögu að stúlfca hefði fcomi'ð með fylgd- armanni sínum í Veturihús, og allt í einu skaut geltandi hundi upp úr skaflinum, sem hún stóð á. Hún hafði þá staðið á hurðinni yfir opi snjóiganganna, sem graf- in höfðu verið frá bæjardyrum og út og upp úr fanndymgjunni, hundinum verið svo mifcið í mun að hitta gestina, sem hann hafði haft veður af, að hann reif sig upp með hurðinni. Það gerðist og á búskaparrárum Björns, að dag einn í hríðar- veðri voru þrír menn ne'ðan af Jökuldal all't í einu komnir inn í baðstofu, áður en heimilisfólk- ið varði. í bókinni segir svo: „Hvernig komust þið inn í bæinn?“ varð okfcur á að spyrja. „Við komum niður um hest- hússtrompinn,“ sögðu þeir. Strax fyrsta búskaparsumarið bygg’ði Björn nýja baðstofu, og var í henni loft, enda fennti hana ekki svo í kaf, að ekki stæði upp úr eitthvað af risinu, þó að hins vegar yrði að grafa göng upp frá bæjardyrunum á hverjum vetri. Björn átti fjóra hesta, og á þeim sótti hann aftur og aftur bygging arefni til VopnafJarðar og Reyð- arfjarðar, en vegalengdin til þessara staða var svo sem enginn smáspotti, að minnsta kosti tvær þrjár dagleiðir hvora lei'ð, og þar sem hestarnir voru ekki nema fjórir, var Björn ávallt gangandi, þegar hann fór heim. Björn lýsir öllum þeim býlum, sem í byggð voru í heiðinni í þennan tíma, og segir frá búend- um og afkomu. Veturhús eru einna afslkekktust allra býlanna. Þau voru ekki nærri þjóðbraut- um, og þaðan var einna lengst niður í byggð. Einnig var þar mjög langt til næstu bœja í heið- inni, styzt að Grunnavatni. Þegar ihægt var að ganga á ís yfir Ána- vatn, var þangað rúmlega klukku tíma gangur. En þó komu oft gestir í Veturhús, lögðu þangáð lykkju á leið sína, og fjölskyldan undii sér furðuvel, þrátt fyrir margvíslega erfiðleifca. Innan- genigt var í skepnuhúsin, og svo sat þá fólkið við vinnu, en ann- ar hvor feðganna, Björn eða fað- ir 'hans lásu sögur. Þá tók og Björn börn til kennslu af heiðar byggjum, og það lífgaði upp. Búi'ð var ekki stórt. Kýrin var aðeins ein, en féð komst upp í 70, þar af 60 ær. Var fært frá 25 — 30, og þær gerðu gott gagn. Fráfærulömbin urðu engu síðri en dilfcar niðri í sveitnni, og dilk 'þurfti að gefa inni í samfeldar 24 vikur og kúnni í 36, en þó að túnið gæfi ek'ki af sér nema 6—7 baigga, var unnt að afla nægra Iheyja handa þessum bústofni. Leiðinlegast þótti fólkinu, a’ð gad'dur gat verið yfir öllu í heið inni, þó að snjóa hefði leyst að fullu niðri á dalnum, en bót var í máli, að grasið óx ótrúlega fljótt á enginu, strax og leysti — og ekki þurfti að efa fóðurgildið. En 'hugsi’ð ykkur: Bærinn stóð í dæld sem er 540 metrar yfir sjó. Til samanburðar má geta þess, að hæð hellisheiðar er 374 m. yfir sjávarmál Holtavörðuheiðar 390 og Öxnadalsheiðar 550. Silungisveiði var mikil og notadriúg. Til dæmis um fisk- auðgi lækja og vatna er sögð sú •saiga, að einu sinni hafi karl, sem átti heima í Veturhúsum, verið áð leggja silumganet í læk. Karl kom heim og kvartaði sáran. Silungarnir komu jafnóðum í net ið og hann lagði það í lækinn, og svo sagði hann þá við heim- ilisfólfcið: „Svo leiddist mér þetta hel- Skraudeg bók Ómar Berg: PRINSINN OG RÓSIN. Bókaforlag Odds Björnssonar. PRINSINN og rósin er ævintýr um kóngafólk og mun vera ætlað ungum börnum, því bókin er prentuð með mjög stóru letri. Ég sagði ævintýr, en það er kannski rangnefni. Réttara væri líklega að kalla það ástarsögu. Aðalpersónan er miðaldra prins, „góðhjartaður og drengilegur", eins og segir í sögunni. Einnig má bæta því við, að hann er ekkjumaður. Er nú ekki að orðlengja, að prinsinum er boðið á kostulegan dansleik hjá kónginum í stærsta nágrannaríkinu. Þar hittir prins- inn unga prinsessu og verður yfir sig ástfanginn, eins og oft kemur fyrir á böllum. Og ekki hallar á um ástina, því unga prinsessan verður engu minna ástfanginn af prinsinum. „Og alltaf elskuðust þau meir og heitara með hverjum dansinum, sem þau dönsuðu.“ En þarna voru heldur óþægi- legir meinbugir. Prinsessan var sem sé gift kona. „Þetta var prinsessa úr hinu nágrannaríkinu og var hún þarna einnig boðin, með manni sínum, gömlum, ríkum, þótta- fullum, hörkulegum aðalsmanni, víti, svo að ég hætti og fór heim“. En ekki var völ góðra farkosta á beiðar'bæjunum, og eitt sinn lenti Björn ósyndur í veiðivatn- inu, veit hann ekki enn hvers kona hundasund þa'ð var, sem bjargaði honum að landi. En mestur háski stóð heiðar- búanum af því, hve skyndilega gat skipt um veður að vetrinum. Allt í einu var kominn hörku- bylur, svo að ekki sá handa sinna ski'l. Tveir menn urðu úti á heið inni, meðan Björn bjó þar, ann- ar rétt hjá garði í Sænautseli, hinn á miðri lei'ð milli Veturhúsa O'g Ármótasels. Og oft skall hurð nærri hælum hjá Birni, bæði við fjárgæzlu og á ferð á milli bæja. Hann liá til dæmis úti eina nótt rammvilltur, og í annað sinn bjargaði honum reykjarlykt, þar eða kona hans hafði bætt á eld- inn moði og öðru, sem af verður mikill reykur. Kaupstaðarferðir voru ekkert gamanspil áð sumr- inu, en að vetrinum voru þær auðvitað hættulegar, jafnvel hve vel sem menn gættu sín. Þá var enginn barnaleikur að sækja lækni að vetrarlagi, og spaug- laust var hjá konu Biöms, sem var lærð ljósmóðir, að fara til sinna líknarstarfa að vetrarlagi í vondu veðri langar lei'ðir frá börnum sínum og stundum sjálf með barni. En mér skilst af bókinni, að vérst hafi þeim hjónum liðið, þá annaðhvort þeirra beið heima og vissi hitt í misjöfnu veðri milli bæja í heiðinni, — og var sú raun auðvitað oftar lög'ð á húsfreyj- una en bóndann. En hvað sem öllum erifiðleik- um leið, varð reyndin sú, að hagur fjölsikyldunnar stóð með mun meiri blóma, þegar hjónin fluttu á brott með fjögur börn, • það elzta fimm ára heldur en þegar þáu reistu bú í Veturhús- um. Þau voru skuldlaus og seldu fé sitt á sex þúsund krónur, sem var há upphæ'ð í þann tíð. Og margs er ánægjulegs að minnast, kvöldvökunnar og gestakomanna að vetrinum, — og sumarkvöld- ‘ anna í nóttleysunni spegilfögur vötn og tjarnir, krökt af öndum, gæsum og áliftum, marglitt gróð- urlemdið, þar sem rjúpur, mó- fuglar og spörvar flugu kvakandi og syngjandi — og ásar, fell og ifjöll í ýmsurn litbrigðum nær og fjær. f öHu sínú látleysi er þessi þáttur trúr og lifandi vitnisiburð- ur um lífið á heiðarbýlunum, þrátt fyrir alla harmleiki, er þar hafa gerzt, hafa mörg börn fá- tæfcra og vegalausra foreldra komizt þar til mikils þroska og orðið nýtir borgarar þjóðfélags- ins. Guðmundur Gíslason Hagalin hondo börnum sem bar það með sér, að hann svifist einskis, ef því væri að skipta.“ Unga prinsessan er, sem geta má nærri, afskaplega óhamingju- söm eiginkona og trúir prinsin- um fyrir raunum sínum: „Ég elska þig, ekkert nema þig,“ segir hún. „Ég er fangi hjá þessum gamla skrögg, sem ég hata, hann tók mig. Ég bý í hinni skrautlegu höll hans og hef alls- nægtir af öllu, nema því eina, sem ég þrái, og nokkurs virði er, Framha'd á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.