Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. des. 1964
Eítirtebju Vestnr-ísiendings
Páll Guðmundsson:
Á FJAIXA- OG DALA-
SLÓÐUM, endurminningar og
sagnaþættir, 261 bls.
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Akureyri 1964.
P Á L L Guðmundsson er maður
nefndur og kennir sig við bæinn
Rjúpnafell í Vopnafirði. Hann
fluttist til Vesturheims tuttugu og
fjögra ára gamall, og bar brott-
för hans upp á árið, sem íslend-
ingar stofnuðu háskóla í minn-
ingu um hundrað ára afmæli
Jóns Sigurðssonar. Var þá að
vísu farið að draga úr fólksflutn-
ingum til Vesturheims, „sem þá
var, og lengi síðan, næsta land
við gröfina", eins og Benedikt
Gíslason frá Hofteigi segir svo
vel og hnyttilega í grein sinni um
Pál.
Frá því er Páll Guðmundsson
fluttist vestur um haf, leit hann
ekki aftur ættjörð sína, fyrr en
hann stóð á sjötugu. I>á heim-
sótti hann landið og vitjaði æsku-
stöðvanna.
Páll gerðist bóndi í Vestur-
heimi og fór þar að dæmi margra
annarra útflytjenda frá íslandi.
Hann mun því hafa haft nauman
tíma til ritstarfa. En hann hefur
náttúru til fræðimennsku, og sú
náttúra dofnar ekki þó árin fær-
ist yfir. Nú er komin frá hendi
hans ríf sextán arka bók inni-
haldandi endurminningar og
sagnaþætti. Á fjalla- og dalaslóð-
um heitir hún.
Meginsögusvið þessara sagna-
þátta er heimasveit höfundarins,
Vopnafjörður, Hólsfjöll og Efra-
f jall, en svo nefnist byggð Möðru-
dals og fáeinna bæja annarra,
sem í byggð hafa verið á þeim
slóðum. Aðrar sveitir koma
einnig við sögu, einkum þær, sem
næst liggja fyrrnefndum byggð-
arlögum.
Bókin Á fjalla- og dalaslóðum
skiptist í tvo aðalhluta. Hinn
fyrri nefnist Þættir af Kristjáni
Jóhannssyni og Helga Guðlaugs-
syni, en hinn síðari Möðrudals-
þáttur, og greinir þar fyrst frá
ábúendum í Möðrudal fyrir og
um síðustu aldamót, en síðan
segir höfundur frá veru sinni þar
og lýsir heimilisháttum og bú-
skaparlagi á því alkunna stór-
býli.
„Þá er þess að geta,“ segir höf-
undur í formála, „að Benedikt
Gíslason frá Hofteigi hefur búið
handrit mitt undir prentun, og
samið athugasemdir og skýring-
ar neðanmáls."
En Benedikt hefur gert meira
en semja „athugasemdir og skýr-
ingar neðanmáls," því hann hef-
ur samið ritgerð um höfundinn,
sem prentuð er fremst í bókinni.
Ritgerð þessi er að meginhluta
ættartölur, sem vænta mátti af
Benedikt, því hann er grunnmúr-
aður í ættfræðinni, þekkir hvern
krók og kima í þeirri grein, svo
fáir standa honum þar á sporði.
Maður þarf ekki að lesa mikið
í sagnaþáttum Páls frá Rjúpna-
felli til að sannfærast um, að
Páll er sögumaður í eðli sínu.
Náttúrlega er frásögn hans í
mörgu áfátt. Til dæmis hefur
honum ekki tekizt að skipuleggja
verk sitt, fer úr einu í annað,
segir kannski fyrst frá því, sem
ætti að koma síðast, og síðast frá
því, sem ætti að koma fyrst, ef
viðhöfð væri venjuleg niðurröð-
un efnis. Það snillir, en eyðilegg-
ur ekki, því Páll segir lipurlega
og skemmtilega frá. Hann skrifar
gott mál, kjarnmikið, tilgerðar-
laust, eðlilegt og brestur ekki orð
um það, sem hann vill segja.
Málfar hans er sem næst hinu ó-
mengaða íslenzka talmáli, eins og
það tíðkaðist, áður en málvönd-
unarmenn komu til skjalanna í
skólum og útvarpi og sögðu fólki,
að það yrði að tala og skrifa
„málfræðilega rétt“. Páll talar til
dæmis alltaf um prísa á vöru, en
ekki verð, og mun það hafa verið
hið algilda orð um það hugtak
í æsku hans.
Orð af þessu tagi munu vera
talin dönskuslettur og mega nátt-
úrlega missa sig. Samt finnst
mér þau eiga fullan rétt á sér í
sögnum frá eldri tíð. Réttum blæ-
brigðum verður aðeins náð með
réttum orðum.
En dönskuslettur eru síður en
svo algengar í bók Páls. Miklu
meira ber þar á sjaldgæfum, ís-
lenzkum orðum, sem hafa sjálf-
sagt verið algeng í talmáli á upp-
vaxtarárum hans, og eru kannski
algeng enn á þeim slóðum, en
hljóma framandi í eyrum borg-
arbúans.
Páll Guðmundsson
Þó bók Páls Guðmundssonar
beri undirtitilinn Endurminning-
ar og sagnaþættir, er þar hvergi
að finna samfellda ævisögu hans
sjálfs. Ekki er bókin heldur
skráð gagngert eftir frásögnum
annarra manna. Hún er nánast
sambland af minningum Páls um
ýnisa menn, sem hann sá og
heyrði, og sögum, sem hann nam
af vörum fólks í æsku sinni. Það
er almannarómur þeirrar tíðar,
sem hann blandar saman við per-
sónulegar minningar.
Og hvað er það, sem almenn-
ingsálitið lætur sig ekki varða?
Það mælir manninn hátt og
lágt, rekur allan æviferil hans að
svo miklu leyti, sem það er hægt,
getur í eyðurnar, þar sem vit-
neskju þrýtur, leggur saman dag-
far mannsins, hátterni og fram-
komu, dregur ályktanir og dæm-
ir svo manninn sínum úrslita-
dómi, sem ekki verður áfrýjað
til nokkurs æðra dóms.
Páll Guðmundsson hefur hlust-
að grannt og geymt í minni, það
sem hann sá og heyrði í æsku. En
honum er ljóst, að almennings-
álitinu er valt að treysta. Að vísu
segir gamalt orðtak, að almanna-
rómur Ijúgi sjaldan, og kann það
að vera rétt í sjálfu sér. En dóm-
ur getur verið einhliða, þó hann
sé ekki beint rangur. Þess vegna
setur Páll fyrirvara um margar
sögur sínar og ber sjálfur í bæti-
fláka fyrir menn, sem hann telur
almenningsálitið hafa vanmetið,
eins og Kristján Jóhannsson, sem
oft er kenndur við Hólssel' á
Fjöllum.
Páll veit, að gömul kjaftasaga,
sem endur fyrir löngu var sögð
um einhvern mann, getur verið,
hvort heldur er, sönn eða login.
Gildi hennar sem heimildar er
því næsta lítið í fræðilegum skiin
ingi. Það er eingöngu fólgið í því
Hertogahjónin af Windsor. — Myndin var tekin í Frakklandi í haust.
I* '.eriog innafWindsor
á góðum batavegi
EINS og skýrt hefur ver
ið frá í fréttum, var her-
toginn af Windsor lagð-
ur í sjúkrahús í Houston í
Texas um miðjan mánuð-
inn, og þar gekkst hann
undir uppskurð.
Undanfarin fjögur ár
hafði verið að myndast
gúll á að&lslagæð hertog-
ans og var hann orðinn
jafn stór og tennisbolti.
þegar aðgerðin. var fram-
kvæmd. Var parturinn,
sem gúllinn var á, skorinn
úr æðinni og skeytt í hana
plastpípu í staðinn.
Hertoginn er nú. farinn að
ganga um sjúkrahúsið og segja
læknar hann á góðum bata-
vegi. Kona hans, hertogafrú-
in af Windsor, hefur búið i
herbergi nálægt sjúkrastofu
hans í sjúkrahúsinu frá því
að uppskurðurinn var gerður.
En á meðan á honum stóð,
beið hún í næsta herbergi við
skurðstofuna. Uppskurðúrinn
tók 67 minútur og hann fram
kvæmdi Michael DeBakey, en
hann hefur áður skorið þús-
undir sjúklinga upp af sama
tilefni. Eftir uppskurðinn
sagði DeBakey, læknir, að her
toginn hefði þolað aðgerðina
vel og hann myndi ná sér að
fullu.
Sem kunnugt er, var það
mikið áfall fyrir brezku
konungsfjölskylduna, þegar
Játvarður VIII afsalaði sér
konungdómi til þess að ganga
að eiga fráskilda bandaríska
konu, frú Wallis Simpson, og
margir telja, að enn sé ekki
gróið um heilt með honum
og fjölskyldunni. En eftir hinn
vel heppnaða uppskurð bár-
ust honum blóm og óskir um
góðan bata, frá frænku sinni
Elísabetu Englandsdrottningu,
systur sinni og bróður sínum,
hertoganum af Gloucester.
Hertoginn af Windsor hefur
ekki búið í föðurlan'di sínu
frá því að hann afsalaði sér
konungdómi. Hefur hann ekki
viljað setjast þar að vegna
þess að brezka konungsfjöl-
skyldan hefur ekki fallizt á,
að kona hans yrði titluð henn
ar konunglega hátign. En nú
herma fregnir, áð hann hygg-
ist falla frá þessu skilyrði og
flytja heim.
Heimildir innan brezku hirð
arinnar herma, að Elísabet
drottning geti ekki veitt her-
togafrúnni af Windsor áður-
nefndan titil, þótt hún vildi.
Sé það vegna þess, að enska
kirkjan viðurkenni ekki hjóna
skilnaði.
Ekki hefur verið skýrt frá
því hve lengi hertoginn af
Windsor verður í sjúkrahús-
inu, en DeBakey sagði, að
hann fari í fyrsta lagi þaðan
mánuði eftir uppskurðinn.
DeBakey, læknirinn sem skar hertogann upp, skýrir fréttamönnum frá aðgerðinni. Á mynd-
inni heldur hann á plastpípu, svipaðri þeirri, sem hann skeytti í aðalslagæð hertogans.
áliti, sem hún endurspeglar. Hún
gefur, með öðrum orðum, vís-
bendingu um almenningsálit síns
tíma.
Páll Guðmundsson vill vera
fræðimaður. Honum er ekkert
kappsmál, að lesandinn trúi
gömlum kjaftasögum, þó hann
styðjist við þær í bók sinni. Stað-
reyndirnar eru honum ofar í
huga. En á þeim vettvangi á hann
óhægara um vik. Þar brestur
hann ekki áhugann, heldur heim-
ildirnar. Heimildaskorturinn hef-
ur verið hans mikli þröskuldur í
samningu þáttanna. Hann hefur
allgott yfirlit yfir það, sem gerð-
ist, meðan hann var sjálfur að
alast upp heima á fslandi. En
hann reynir að rekja hverja sögu
til enda, og fer ósjaldan svo, að
hann missir sjónar af söguhetj-
unum, hefur kannski óljósan
grun um, hvað af þeim hafi orð-
ið, en veit það ekki með vissu.
Reynir hann þá stundum að geta
í eyðurnar og hnýtir við orðum
eins og „að ég held“, „ef til vill“,
„að líkindum" og fleira þess hátt-
ar. Víða standast þessar getgátur,
annars staðar brestur höfundinn
getspekina.
Framhald á bls. 19.