Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. des. 1964
Skip og flug-
vélar um jdlin
FJÖLDI manna verða a3
dveljast fjarri fjölskyldum
sínum um jólin vegna atvinnu
sinnar. í nútíma þjóðfélagi er
eðii ýmissa þjónustustarfa
þannig, að þar má ekki verða
hlé á, ekki einu sinni á stór-
hátíðum.
Þó eru það fyrst og fremst
sjómennirnir, og reyndar
flugmennirnir nú síðustu ár-
in, sem okkur kemur í hug
þegar við njótum jólahátíð-
arinnar í skauti fjölskyldunn-
ar, en erum þess jafnframt
meðvitandi að margir sam-
borgar okkar geta ekki leyft
sér hið sama.
Á kortið hefur Halldór Pét-
ursson, listmálari, merkt inn
fyrir Morgunblaðið hvar flest
kaupskip okkar verða á að-
fangadag jóla, svo og milli-
landaflugvélarnar. Mörg kaup
skip verða í Heykjavíkurhöfn
& aðfangadag, sum þeirra
fara út á jóladag eða á annan
í jólum. Öll eru skipin á At-
lantshafi eða innhöfum þess,
að Hamarfelli einu undan-
teknu, sem verður á Kyrra-
hafi á leið sinni til Callao
í Perú.
Jól á hafi úti hljóta að vera
einmanaleg fyrir sjómennina,
flesta þeirra a.m.k., ef til vili
eru þau haldin í stórsjó og
nístandi vetrarveðrum. Einna
einmanalegust jól, og áramót
í þokkabót, mun þó áhöfn
Straumfaxa eiga, sem dvelst
um hátíðirnar á Narssaars-
suaq á Grænlandi. Áhöfn
flugvélarinnar fór þangað 14.
desember sl. og er ekki vænt-
anleg heim fyrr en 4. janúar.
Þó kortið sýni aðeins kaup-
skip og flugvélar má ekki
gleyma togurunum, því marg-
ir þeirra verða að veiðum um
jólin eða á siglingu til er-
lendra hafna með aflann.
Fyrir áramót munu selja 1
Þýzkalandi Hallveig Fróða-
dóttir og Hvalfell og í Bret-
landi selja fyrir áramót Jön
Þorláksson, Geir og Svalbak-
ur og Fylkir á nýársdag.
Þessir togarar verða því á sigl
ingu um Jólin.
Að veiðum um jólin verða
m. a. þessir togarar, allir á
heimamiðum: Maí, sem er
væntanlegur inn á gamlárs-
dag, Pétur Halldórsson,
Haukur, Egill Skallagrímsson,
Harðbakur og Sléttbakur.
Nokkrir toagrar verða á
siglingu heim, t. d. Askur,
sem er væntanlegur úr sölu-
ferð á jóladag.
í Reykjavíkurhöfn verða á
aðfangadag togararnr Víking-
ur, Sigurður, Þormóður goði,
Skúli Magnússon, Þorsteinn
Ingólfsson, Þorkell máni,
Úranus, Marz, Júpiter, Karls-
efni, Jón forseti og Bjarni
Ólafsson. Ingólfur Arnarson
verður líklega einnig í höfn.
Margir þessara togara fara á
veiðar 2. jóladag.
Svalbakur er væntanlegur
til Akureyrar á aðfangadag,
en heldur samdægurs út aftur
í söluferð.
Hér er ekki um tæmandi
frásögn að ræða um skipin
okkar, en hún ætti samt að
nægja til að gefa lesendum
góða hugmynd um allan þann
fjölda íslenzkra sjómanna, og
reyndar flugmanna, sem verða
að dveljast fjarri ástvinum
sínum um jólin.
Morgunblaðið sendir þess-
um mönnum, eins og öðrum
landsmönnum, hugheilar óskir
um gleðileg jól.
Jðlapóstur
Þessa mynd tók Sigurgeir Jón
asson ljósm. Mbl. í Vest-
mannaeyjum, er jólapóstur-
inn kom þangað til Eyja. Flug
vél ein frá Flugfélaginu var
nær fullhlaðin pósti, en áður
höfðu vélar komið sama dag
með farþega. í póstferðinni
voru 2 Yi tonn af pósti.
JÓLALEIKUR Þjóðleikhússins
verður að þessu sinni söngleik-
urinn „Stöðvið heiminn“ eftir
Anthony Newley og Leslie Bri-
cusse. Leikstjóri er Ivo Cramér
og hljómsveitarstjóri er Eckert
Lundin, en þeir eru báðir sænsk-
ir listamenn og stjórnuðu sýn-
ingu á þessu verki er það var
sýnt í Stokkhólmi. Aðalhlutverk-
in eru hér leikin af Bessa Bjarna-
syni og Völu Kristjánsson, en
auk þeirra koma fram níu leik-
konur og dansarar, sem fara með
þýðingarmikil hlutverk í leikn-
um. Þýðandi leiksins er Þorsteinn
Valdimarsson skáld. Hljómsveit-
in verður skipuð 16 hljóðfæra-
leikurum.
Leikurinn verður frumsýndur
á annan í jólum. Næstu sýningar
verða 27. og 30. des., sem verður
siðasta sýning í Þjóðleikhúsinu
á þessu ári.
Myndin er af Bessa og Völu
I hlutverkum sínum.
JÓLALEIKUR Leikfélags Reykja
víkur verður „Ævintýri á göngu-
för“ eftir Hostrup. Leikstjóri er
Ragnheiður Steingrímsdóttir, en
undirleik annast Guðrún Krist-
insdóttir, en hún hefur æft söngv
ana ásamt Mána Sigurjónssyni.
Aðalhlutverk leika þeir Brynjólf-
ur Jóhannesson og Haraldur
Björnsson, en margir góðir leik-
arar komi fram I leiknum. —
„Ævintýri á gönguför“ verður nú
leikið í þýðingu Jónasar frá
Hrafnagili, en þýðinguna hefur
Lárus Sigurbjörnsson endurbætt
lítillega.
„Ævintýri á gönguför" verður
frumsýnt 3. jóladag. Meðfylgj-
andi mynd er af Brynjólfi Jó-
hannessyni í hlutverki sínu.