Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 24
24 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. des. 1964 SVARTAR RAFPERLUR EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY — Já en ég gæti alls ekki tekið við þeim, sagði Tracy í öngum sínum. — Ég átti ekki við . . . Fazilet lét þá íalla í kjötlu hennar. — Þetta er tyrkneskur siður. Þér getið ekki afþakkað þá héðan af, því að þá móðgið þér mig. En má ég kalla yður skírnarnafni? Og þér kallið mig Fazilet? — Þakka yður fyrir, sagði Tracy, sem var snortin af þessu vinahóti. Og þakka þér kær- lega fyrir. Mér væri ánægja að eiga þá. Svo festi hún þessa fallegu gripi 1 eyrun á sér. Henni fannst skemmtilegt að finna þá kitla sig á kinnunum. Annabel hafði verið með svona eyrnalokka, en sjálf hafði hún aldrei átt neina. Sem snöggvast fannst henni hún vera alveg eins fín og Fazilet eða Annabel. Engu að síður óskaði hún þess að þurfa ekki að umgangast þessa stúlku með nokkrum fyrir vara. Því að þrátt fyrir eyrna- lokkanna, leið henni aldrei veru lega vel í návist Fazilet. Henni fannst oft eins og tyrkneska stúlk an væri að leyna einhverju. Þær fóru yfir Bosporus á bílferjunni og óku síðan eftir aðalbrautinni um nýrrl hluta Istambul. Þegar gamla borgin kom í ljós handan yfir Gulihornið, rétti Tracy úr sér til þess að skoða þennan fræga sjónhring. Gullhornið var þe&si boga- dregni mjói kafli af sundinu, sem sker sundur Istambul og skilur nýja hlutann frá þeim gamla. Yf ir það lágu tvær brýr, önnur var nýja Ataturkbrúin, en hin gamla Galatabrúin, sem þær voru nú að nálgast. Þegar þær óku áleiðis a@ brúnni kom sjónhringurinn í ljós, og Tracy greip andann á lofti. Hún sá þennan pýramída af þéttskipuðum byggingum og upp af þeim gnæfðu hvelfingar og bænaturnarnir á hinum ótölu legu musterum. Það var lítill lit ur á þessu öllu, tók Tracy eftir. Istambul var grá, borg, jafnvel í sólskini. Þær hægðu á sér vegna um- ferðarinnar yfir brúna og Fazilet nefndi henni hinar og þessar byggingar. Til vinstri gnæfði þessi dásamlega bygging, sem Justinianus keisari reisti árið 537 — hin guðdómlega Soffíu- kirkja, sem áður var kirkja, því næst musteri, en nú safn, sem hýsti merkilega muni sinnar eigin sögu. Nokkru hærri var Bláa musterið, en nær miðju var ennþá miklu stærri bygging — hið stórfenglega musteri Suleim ans hins mikla. Þegar yfir brúna kom var eins og steinlögðu strætin í gömilu borginni gleypti þær. Asnar, sölu menn og fótgangandi fólk moraði í hverri götu. Fazilet ók bílnum mjög hægt upp eftir hæðinni gegn um mann grúann til að reyna að finna sér eitthvert stæði. — Við erum að nálgast Þakta Basarinn, sagði hún. — Við skul um fara þangað fyrst og ég ætla að ljúka erindi mínu. 12 Þegar þær voru farnar að ganga um bröttu, hellulögðu göturnar fann Tracy þessa ryklykt, sem er svo einkennandi fyrir Istam- bul. Þær gengu yfir húsagarðinn við lítilfjörlegt musteri og komiu inn í bogadyrnar að Þakta Bas- arnum. Þegar þær voru komnar þar inn, fannst Tracy hún vera komin í litla borg, sem væri ein tómar smábúðir, en allar undir einu bogadregnu þaki úr steini, sem var orðið slitið og veðrað með árunum. Út frá fyrsta stein ganginum lágu svo aðrir gangar, og út frá þeim aftur enn aðrir, þangað til Tracy var orðin alveg villt í þessu völundarhúsi." Svo virtist sem búðirnar væru aðgreindar eftir flokkum, sem hver seldi ekki nema eina vöru tegund. Þær fóru framhjá hverj um glugganum eftir annan, sem voru fullir af gylltum armbönd- um. Aðrar búðir voru þarna, þar sem ekkert fékkst nema inniskór og venjulegir skór. Svo voru búð ir með eirvörum og aðrar með látúnsvönpn eingöngu, og svo virtist þarna vera endalaus röð af búðum, litlum og dimmum, sem seldú skartgripi. Fyrsta erindi Fazilet var í eina þessara búða. Framhliðin á henni var lítið meira en sýningarglugg inn og ein hurð. Inni var lítið búðarborð, þar sem ekki mundi komast fyrir nema einn af- greiðslumaður, og rúmið fyrir utan borðið hefði ekki getað tek ið meira en tvo viðskiptavini í einu, svo að í nokkru lagi væri. Ungi maðurinn fyrir innan búð arborðið heilsaði Fazilet með nafni og kom strax með stóia handa gestunum. Hann var hár og vel vaxinn, með eftirtektar- söm svört augu og bros, sem sýndi fallegar, hvítar tennur. — Þetta er Hasan Effendi, sagði Fazilet við Tracy. — Þér hafið tespih handa bróð ur mínum? spurði Fazilet. Hann seildist í skúffu, sem var að baki honum og dró fram festi úr perlum úr fallegu, grænu jade. Fazilet rétti festina að Tracy, svo að hún gæti skoðað hana. — Þetta verður dýrmæt viðbót í safnið hans bróður míns, sagði hún. Festin líktist hinum, sem Tracy hafði áður farið höndum um — stuttur strengur með endaperl- um en engri læsingu. Henni fannst steinninn sléttur og mjúk- ur viðkomu. Þegar Fazilet tók við henni aftur og spurði um verðið, hófst vingjarnlegt þjark um það milli seljanda og kaup- anda, en því lauk fljótlega og Fazilet greiddi verðið, sem þau komu sér saman um og stakk bögglinum í handtöskuna sína. Síðan sagði hún við Traey: — Þú afsakar að við skulum tala sam an á tyrknesku? Hasan Effendi er sonur Ahmets Effendi og ég var með skilaboð til hans frá föður hans. Meðan þau voru að tala sam- an, athugaði Tracy unga manninn með vaxandi áhuga. Fallegur vöxtur hans og laglegt andlitið minnti býsna lítið á Ahmet, sem var svo klunnalegur. Þangað til hann fór að hleypa brúnum. Þá ko mskyldleikinn í ljós í svipn- um. Henni líkaði ekki, hvernig hann ygldi sig, né heldur hörk- una, sem kom snögglega í rödd- ina. Enn einu sinni leit Fazilet niður fyrir sig með þessum auð- mýktarsvip, og það virtist ein- kennilegt þegar maðurinn var ekki annað en búðarloka og son- ur þjóns á heimili hennar. Ef til vill hefur hann tekið eft ir undrun og eftirtekt í svipnum á Tracy, því að hann breytti snögglega framkomu sinni, brosti til hennar og tók upp öskju úr skúffu undir búðarborð inu. — Kannski hefðuð þér gaman af að sjá festarnar, sem ég ætla bráðum að senda frú Erim, sagði hánn og lagði handfylli af perlu festum á borðið fyrri framan hana. Ósjálfrátt leitaði Tracy að svörtum rafperlum, en engin slík var í þessu safni. En Fazilet leit ekki nema snöggvast á þær, og lét þær síðan afskiptalausar. — Ég er viss um, að frú Erim vill gjarna fá þær, Hasan Effendi sagði hún kurteislega. — Hún hefur áhuga á að hjálpa yður til að láta þessa búð bera sig, alveg eins og hún reynir að hjálpa þorpsbúunum. Svipurinn af Ahemet kom aft ur á andlit unga mannsins — ó- lundarlegur, skuggalegur og móðgaður. En hann svaraði engu. Hann gekk með þeim að búðar dyrunum og stóð svo og horfði á eftir þeim, er þær gengu burt. — Þetta er erfitt hjá honum Hasan Effendi, sagði Fazilet. — Eldri bróðir okkar kostaði hann í skóla um nokkurt skeið, en þegar hann dó, vildi Murat ekki að hann héldi áfram að læra, af því að við vorum svo fátæk. Og Sylvana vill heldur ekki leggja í þann kostnað — enda þótt hún hafi vel efni á því. Þessvegna verður þessi ungi maður að vinna í þessari litlu búð. En hann er — Hugsaðu þér heppnina. Við erum búnir að grafa niðui I vínkjallara fangavarðarins. metorðagjarn engu að siður og ef til vill lýkur hann námi ein- hverntíma seinna og verður góð- ur lögfræðingur. — Hann sýndist vera reiður við þig þegar við fórum, sagði Traey, til þess að þreifa fyrir sér. Fazilet lét sér hvergi bregða. — Það var ekkert. Hann er bara gramur yfir framkomu frú Erim. Og kannski er það fyrir beztu. Komdu — við skulum fara þessa leið. Nú, þarf ég að gera mikil- væg innkaup fyrir mágkonu mína. Hún stanzaði fyrir framan búð, sem var stærri en hinar, ef til vill voru þetta þrjár eða fjórar undir sama þaki. Búðarmaður- inn kom auðmjúkur á svipinn og heilsaði þeim. Svo var komið með stóla og bolla af þykku, tyrknesku kaffi. Þegar þessum kurteisiskveðj- um. var lokið, kom búðarmaður- inn með dýrgripinn, sem Fazilet átti að sækja. Það var afskaplega stór og virðuleg tevél. Eirgljá- inn á henni var daufur og blett óttur, en engu að síður var þetta hinn vandaðasti gripur. — Þessi tevél á sér sögu, sagði Fazilet við Tracy. — Ef til vill er hún meira en tvö hundruð ára gömul. Hún var smíðuð' í þorpi í Anatólíu. Þegar þáver- andi soldán fann svona góðan smið í þessu þorpi, flutti hann manninn og tevélina, sem hann hafði sm,ðað, til Istambul. Þar var manninum fengið mikilvægt starf við hirðina og studdur í iðn sinni. En því miður var hann einn þessara manna, sem getur ekki lifað án vélabragða og hlaut sorgleg endalok og höfuðið af honum flaut út í Bosporus í körfu. — Loks var tevélin gefin móð- ur soldánsins, voldugustu konu í ríkinu. í mörg ár prýddi hún sumarhöll hennar við Bosporus. En til allrar ógæfu var hú,n stung in til bana, svo að tevélin lifði hana. Seinna var hún sett í safn- ið i Topkapihöllinni. Fyrir mörg KALLI KUREKI ^ABw/eePS fvHAT'S H£ CAMP-' ~>f- WELL,THAT'SWHAT W6 NEED, HUH? I'LL LETHIMHAVEIT N0W,HUH7 of- Teiknari: J. MORA Á hæðunum fyrir ofan áningarstað Kalla. „Hvað er hann að gera? Skrifa skáldsögu?" „Nei, líklegiast er hann að gera upp- drátt að námunni, svo hann geti sett þær í póst, þegar hann heldur til námunnar“. „Nú, það er uppdrátturinn sem við viljum ekki satt? Ég aetla að láta hann fá sendingu núna“. „Nei, láttu það bíða þangað til hann leggst fyrir. Þá getum við barið hann dálítið og velt honum síðan nið- ur hlíðina þama“. „Jæja, hestur, þarna er bréfið bundið um makkann á þér. Ef eitt- hvað kemur fyrir mig, þá tekur þú það heim. Ég ætla ekki að tjóðra þig í nótt“. um árum var henni stolið þaðan og svo kom hún ekki í ljós aftur fyrr en fyrir skömmu í basörun um hér í Istambul. Hún má vera mikill dýrgripur fyrir frú Erim að eiga, enda þótt ég hefði nú heldur kosið, að Murat hef ði eiga azt hana. , Tracy skoðaði tevélina með á- huga og eftirtekt. — Þarf ekki að skila henni til safnsins? — Ef til vill verður það gert. En þangað til ætlar Sylvana að njóta hennar og hún mun líka njóta þess að æsa upp öfund- ina í Murat. Hún andvarpaði, eins og hún væri að hugsa til væntanlegrar aukningar spennu í húsinu, þgear tevélin væri þang að komin. Hér var ekki þjarkað neitt um verðið, og svo virtist sem það væri þegar umsamið. Þær fóru með tevélina út í bílinn, og Fazi let minntist á, að Tracy hefði nægan tíma til að skoða Bláa Musterið fyrir hádegisverð. Henni tókst að leggja bílnum skammt frá musterinu. — Því miður get ég ekki farið með þér inn. Ég má ekki skilja þennan dýrgrip hennar eftir í bílnum. En skoðaðu þig um eins og þú vilt. Okkur liggur ekkert á. Musterið mikla var heill pýra- mídi af hvelfingum, sem risu upp af öðrum hvelfingum, með svíf- andi fegurð en sú hæsta gnæfði efst uppi yfir öllum hinum. Við innganginn var gamall Tyrki, sem benti henni á stóra hlífðar- skó, sem Tracy fór í utan yfir sina skó. Hún átti bágt með gang í þessum óþægilegu skóm og kom nú inn í nýjan heim af bogum og stórum hvelfingum, þar sem allsstaðar var bláleit birta. Svo margvíslegar voru skreytingarn- ar úr múrsteini, með bláum pá- fuglastélum og stílfærðum eftir- líkingum af bláum rósum, túli- pönum og liljum, og stórum áletr unum úr kóraninum, að hún varð steinhissa. Eftir stundarkorn gekk hún upp á einar ytri svalirnar og þeg ar hún kom fyrir horn í einum ganginum, stanzaði hún stein- hissa. Maður stóð þarna við mál aragrind, niðursokkinn í verk sitt. Hún sá, að þetta var Miles Radburn. Tracy horfði á hann og var í vafa um, hvort hún ætti að halda áfram, eða flýta sér burt áður en hann sæi hana. Hann var ð mála eina páfuglamyndina, sem var fyrir ofan hann. Tracy varð hissa á, að hann skyldi geta fengizt við svona verk. Einu sinni hafði hann mál- að karla og konur. Hvernig gat hann snúið sér að svona smá- gerðu fitli, sem ekki líktist á nokkurn hátt mannverum? Alls óvænt þótti henni fyrir því, að þessi breyting skyldi vera orðin á honum. Hann hlaut að hafa fundið á sér nærveru hennar, því að allt í einu leit hann við og þekktl hana. — Eruð þér að skoða yður um? spurði hann og ekki óvingjarn- lega. — Hvað finnst yður um altt þetta skraut?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.