Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 21
T nmmtudagUr 24. des. 1964 MORGUNBLAÐID 21 Torfi Hermannsson trésmiður áttræður TORFI er fæddur 24. des. 1884 að Fremstuhúsum í Dýrafirði. Foreldrar: Guðbjörg Torfadóttir og Hermann Jónsson, búendur þar. Og vegna þess að afmælis- dagur Torfa er vafinn inn í veldi rísandi sólar, finnst mér eiga vel við að birta hina hljómfögru kveðju Bjarna Ásgeirssonar, fyrr- verandi alþingismanns, er hann lét frá sér fara í skammdeginu «ð Hvanneyri 1912: '■* „Nú er sólin sigri að ná, svarta nætur veldi að þrengja. Nýjan kraft hún ætíð á, eins og hljóma fornra strengja. Glæðast vonir, þroskast þrá, þegar daginn fer að lengja“. Af því ég veit að afmælisbarnið er ljóðrænt og hefur gaman af að smíða stökur úr tungutaki móð- lirmálsins læt ég þetta fljóta með. Torfi er Dýrfirðingur að ætt og uppruna, sem áður segir, kom- inn af kjarnmiklu bændafólki. Ungur að árum hóf hann nám við ungmennaskóla sr. Sigtryggs að Núpi, og féll fljótt inn í fylk- ingu ungra umbótamanna er þá voru að vaxa úr grasi. Gerðist hann ötull starfsmaður bindindis- málsins, sem virkur þátttakandi •túkunnar Gyðju no. 120, er starf aði lengi með glæsibrag að Núpi. Einnig var hann í stjórn „Umf. Mýrahrepps", enda áttu þau fé- lög oft samstarf, einkum um alla íjölmenna félagsfundi og skemmti samkomur, sem lyfti fólkinu á hærra stig og skapaði félagslega þróun í sveitinni undir forystu mikilhæfra manna, bæði í stúk- unni Gyðu og ungmennafélögum Vestfjarða. Nú hafa flestir þessir umbóta- menn safnazt til feðra sinna og ný kynslóð tekið við. „Því lífið yrkir þrotlaust og botnar aldrei braginn“. Á yngri árum var Torfi oft undir læknishöndum vegna mein eemdar í fæti, og varð oft að ganga undir hnífinn, þar til loks tókst að komast fyrir meinsemd- ina. Eitt sinn er hann gat staðið í báða fætur milli læknisaðgerða varð honum að orði: „Ennþá er eg kominn á kreik, ' eikur í báða fætur, , TEtli ég bregði ekki á leik undir veturnætur?“ Sýnir þetta óbugaðan kjark og andlegt jafnvægi blandað léttri kímni. Heima I sveit sinni hóf Torfi smíðanám hjá Guðmundi Jóni Jónssyni er var eini „lærði“ smið urinn i sveitinni. Og eftir að hann hélt úr heimahéraði, alfar- inn til Reykjavíkur 1917, hélt hann trésmíðanámi áfram hjá hinum þjóðkunna húsgagnasmið, Jóni Halldórssyni, og hefur óslit- ið haldið áfram smíðum fram á þennan dag. Sumarið 1929 kom Torfi vestur á Ingjaldssand til þess að sjá um 8míði á Sæbólskirkju, og skilaði því verki með því að afhenda kirkjunni að gjöf skírnafont, smíðaðan af miklum hagleik. Torfi Hermannsson er heil- Steyptur kjarnakvistur, víðsfjarri allri „aktaskrift“ og yfirborðs- mennsku; enda mun hann eiga óskiptan hlýhug allra sem til hans þekkja og vissulega mun sá hug- ur leggja leið sína heim að Flóka- götu 3 f dag er Torfi lýkur 8. tugnum og fitjar upp á þeim 9. Hann mun nú vera með elztu templurum á landinu, frá því hann gekk í stúkuna Gyðu 1906, eða 58 ára templari, því maður- inn er fastlyndur og enginn veifi- skati. Torfi hefur aldrei kvænzt um dagana og finnst okkur kunn- ingum hans og vinum það mikii mistök. En áður en ég lýk þess- um fáu orðum langar mig til að segja frá hugstæðu atriði er Torfi tók að sér að leysa af hendi heima í sveit sinni á skemmtisamkomu að Núpi, með miklum glæsibrag. — Mér er minnisstætt hve hon- um tókst vel að túlka tvo þjóð- lega heiðurskarla úr „Manni og konu“ í leikritsformi, þá Hall- varð og Hjálmar Tudda. í>egar ég horfði á þessar persónur fyrir nokkrum árum túlkaðar hér í Reykjavík, fannst mér vanta Torfa til þess að fullnægja öllu réttlæti frá mínum bæjardyrum séð. Hallvarður, sem hafði „tekið kósinn fjallasýn“ og gerðist hinn þjóðlegasti „fréttamaður“ er hann hafði guðað á gluggann að göml- um og góðum sveitasið, með hundgá að undirspili, en Hjálm- ar gamli hélt áfram acV „mala“ milli þess að gerast svo djarfur að ávarpa sr. Sigvalda og „plata“ út úr honum „tóbakstölu" eða ogurlitla „brjóstbirtu“ er liðkaði fyrir hinum leynilegu frétta- málum Hjálmars úr ástaheimin- um er klerkur var svo sólginn í. .Báðar þessar persónur af- greiddi Torfi með ógleymanleg- um snilldarbrag. Svona skemmtisamkomur, flétt aðar saman af „gamni og alvöru“ voru sannkallaður „sólskinsblett- ur í heiði“ er vakti sjálfstraust og starfsgleði og héldu menningar- átökum sveitalífsins vakandi. Annars er ekki meining mín að gera neina „úttekt“ á ævi- starfi Torfa. Þetta er aðeins fátækleg af- mæliskveðja, með þökk fyrir góða og gamla samfylgd og kynni. Heill þér, heiðurstemplari! Og megir þú enn halda áfram að „taka kósinn fjallasýn“ og undir- strika með Davíð Stefánssyni: „Því lengra sem hugur fólksins flýgur þess fegri vor salakynni. Án himins erum við húsvilit börn og; heimurinn allur minni“. Gleðileg jól! Bjarni ívarsson. — Handritin FramlhaM aí bls. 15. einkum hafa staðið að útgáf- um handrita — en það eru „Det Arnamagnæanske legat“, „Det nordiske Litteraturssam- fund“ „Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur“ og „Det kongelige nordiske oldskrifteselskab“. D r e p u r hann á helztu forvígismenn þessara stofnana og rekur að nokkru hve miklu stærri þátt íslenzkir menn hafa átt í út- gáfustarfinu en nokkrir aðrir — án þess þó að hann kasti rýrð á þá erlenda menn, sem að handritarannsóknum hafa starfað. Sérstaklega minnist hans hins mikilvæga starfs þeirra Rasks og Kálunds. Jafnframt bendir Bjarni á, að síðustu árin, eða frá því 1968, hefur áhugi danskra fræði- manna á handritunum farið mjög vaxandi. y Grein Viggo Starcke birtist , „Berlingske Tidende“ 16. desember sl. og er svar við grein Hennings Krabbe frá því viku áður. Hér á eftir verða rakin stuttlega helztu ummæli þeirra og ágreinings- atriðL Henning Krabbe ræðir m.a. um, að Danmörk eigi gnótt sögulegra minja. Auk auð- ugra bókmennta eigi Danir gamlar kirkjur, hallir og herragarða, sögufrægar borg- ir og bæi, þar sem hús og stræti geymi sögu liðins tíma. íslands eigi hinsvegar hvorki gamlar borgir, hallir né kirkjur. Mesti menningar- fjársjóður þjóðarinnar sé geymdur í stofu úti í Kaup- mannahöfn. „Skyldum vér ekki hafa efni á að láta hann af hendi við þá“. >á bendir Krabbe á, að í augum 99 Dana af hverjum 100 sé forníslenzkan óskiljan- legt mál og áður en handrita- deilan kom til, hafi sárafáir haft hugmynd um handritin. Hinsvegar hafi níu af hverj- um tíu íslendingum lesið fornsögur og flestir geti, án mikilla örðugleika, skilið forn íslenzku. Bftir ýtarlegra spjall um mikilvægi fornbókmennta fyrir íslenzka menningu minn ist Krabbe á hvernig augu er- lendra manna hafi oft opnazt fyrir fornsögunum eftir að hafa dvalizt á íslandi. „Einn þeirra, sem heimsóttu ísland var Stephen Huwitz, pró- fessor. Vitað er, að hann nýt- ur óvenju mikils álits sem lög- fræðingur. Og það sem óvenju legra er — hann lítur á mál þetta frá hærri sjónarhól en hinum lögfræðilega. Hann skrifaði í neðanmálsgrein 1950 (Politiken 28. júní) í>að er óiheppilegt, að afhending hand ritanna skuli hafa verið gerð að lögfræðilegu vandamáli. Málið er ekki lögfræðilegt heldur er hér fyrst og fremst (jíeSiíecj jóll Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. J arðvinnslan sf um að ræða, hvað sé sögulega réttlátt“. Um þessa tilvísun segir Starcke, að umrædda grein hafi Huwitz skrifað eftir nokk urra daga dvöl á íslandi og ' hafi hún verið spjall um eitt og annað, séð með augum ferðamannsins. Sjálfur hafi Huwitz sagt, að hann hafi haft mjög takmarkaðan áhuga á handritamálinu, áður en hann fór til íslands. Siðas segir Starcke: „Huwitz segir, að í hverri bókaverzlun og á hverju heimili í landinu megi sjá útgáfur af hinum forn- islenzku bókmenntum. Þetta sýnir, að frá sjónarmiði þjóð- arinnar er mikilvægasti þátt- ur þessa máls nú þegar leyst- ur. Hver sem er, hefur aðgang að hinu andlega innihaldi bók menntanna. Prentaðar bæk- ur getur allþýða manna lesið en ekki handrit. Væri alþýðan látin fara höndum um hand- ritin yrðu þau fljótt eyðilögð.” Hurwvitz sagði í grein sinni: „Skiljanlegt er, hve biturt það hlýtur að vera, að á öllu íslandi skuli ekki finnast eitt einasta fornt handrit, þar sem aftur heilt safn þeirra er til erlendis". Sannleikurinn er sá, að íslendingar eiga um það bil 12.000 handrit — og þó þau séu e.t.v. ekki jafn gömul handritunum í Kaupmanna- höfn eru þau þrefalt fleiri.“ Loks segir Starcke um til- vísun Krabbe í grein Hurwitz, prófessors, að hún sé mis- túlkuð freklega. Hafi Krabbe undanskilið úr síðustu setning unni lok hennar: „. . . . og til- finningalega á beztum rökum reistar“ — auk þess, sem hann hafi sleppt setningu, er stóð milli þeirra setninga, er hann tiltók. í>ar hafi átt að standa „Frá lögfræðilegu sjón armiði verður vart mælt í móti eignarrétti Dana, hvort sem hann er til kominn með kaupum, skiptum, gjöfum eða öðrum leiðum“. Krabbe segir í seinni grein, að handritadeilan sé gengin svo langt af hálfu sumra Dana, að endurteknar séu ár- ásirnar, sem beint var gegn Íslendingum, eftir að þeir sögðu lausu konungssamband- inu við Dani á styrjaldarár- unum. Segir Krabbe fákunn- áttu um hagi íslands á þeim tóma liggja að baki slikum árásum og rekur aðdraganda þessa. Einnig drepur hann á ástandið í landinu um það bil er Árni Magnússon safnaði sem mestu af handritum sín- um. í tilefni þessa segir Starcke: „Á miðöldum gátu menn keypt sér syndaaflausn með sáluhj á Ipargj öfum og afláts- bréfum. Nú er reynt að telja fólki trú um, að Danir hafi með einokunarverzlun á sín- um tóma eyðilagt ísland, efna- hags- stjórnmála- og menn- ingarlega — og þessvegna beri þeim að kaupa sér synda- aflausn með því að afhenda þau handrit, sem íslendingar hafa ágirnd á en engan rétt til“. Víst viðurkennir Starcke, að einokun, höft og ríkis- verzlun séu slæm fyrirbrigði, en ekki megi gleyma því, að fleiri en íslendingar hafi beð- ið þar af tjón. Skylt sé og að minnast þeirra verzlunar- hafta, sem íslenzka ríkisstjórn in sjálf hafi sett á þjóðina eftir heimsstyrjöldina. í>á tel- ur Starcke sjálfsagt að nefna, að þótt Danir hafi tíðum staðið í styrjöldum meðan þeir réðu fslandi, hafi þeir aldrei kallað út hermenn þaðan. Slík forréttindi hafi verið nokkurs virði. Þá segir Starcke: „Fiskgöng ur geta breytzt svo, að fisk- veiði bregðist, veðrátta getur breytzt svo, að uppskera bregðist, farsóttir og eldgos geta leikið ísland grátt. Þetta eru að sönnu ólán — en þau verða ekki skrifuð á reikning Dana. „Hann heldur áfram. að íslendingar hafi sjálfir eyði- lagt þjóðfélag sitt fyrir 700 árum og vitnar í ýmis rit er- lendra manna um upplausn íslenzka þjóðveldisins. Segir síðan: „í>að væri Dr. Krabbe og hinum íslenzku skoðana- bræðrum hans réttast að hætta að telja fákunnandi fólki trú um, að það hafi ver- ið Danir, sem eýðilögðu ís- land og því eigi þeir í auð- mýkt að íklæðast iðrunar- gervi syndarans og láta at hendi handritin sin“. Henning Krabbe vísar til ummæla Lis Jacobsen frá 1961, er hún gerði grein fyrir stuðningi sínum við afhend- ingu handritanna. Taldi hún þar hvað þyngzt á metunum, að langmestur hluti fræði- manna í norrænum bókmennt um og íslenzkum fornbók- menntun hlytu menntun sína í Reykjavík. Um þetta segir Starcke, að Krabbe og skoðanabræður hans séu gjarnir á að vísa til Lis Jacobsen. Bendir hann á, að afstöðu hennar hafi verið nokkuð á annan veg farið ár- ið 1946, er hún skrifaði gegn afhendingu handritanna í neð- anmálsgrein í „Berlingske Tidende" og segir því vafa- samt að vísa til hennar, sem einhvers hæstaréttar um hand ritamálið. Með fárra ára milli- bili hafi hún haldið á lofti skoðunum og. ekki geti báðar verið réttar. Eftir að hafa farið nokkrum hæðnisorðum um sambands- slit íslands og Danmerkur lýkur þó Starcke grein sinni með tilvísun í grein Lia Jacobsen, þar sem hún sagði (1946) „Nei ágætu íslending- ar, þið hafið komið lúalega fram. Ef þið viljið bæta að einhverju leyti fyrir fram- komu ykkar, þá sýnið af ykk- ur eitt vinarbragð: Látið af hinum sífelldu kröfum til ’ handritanna, sem réttilega »ru okkar eign“. ! ■i i Gott og farsælt nýár. Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. O. P. NIELSEN. rafvirkjameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.