Morgunblaðið - 19.01.1965, Síða 8
8
MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagur 19. janúar 1965
Sextug:
Sesselja Magnúsdóttir
1 DAG, 19. janúar, er mín ágæta
vinkona frú Sesselja Magnúsdótt-
ir, Vatnsnesvegi 13, Keflavík,
sextug.
Sesselja er ein merkasta kona
á Suðurnesjum Var sem hún er
borin og barnfædd. Um 40 ára
skeið hefur hún verið búsett í
Keflavík og látið þar mikið að
Ég mæti áreiðanlega fyrir
rnunn allra Kefivíkinga, er ég nú
á þessum merku tímamótum æfi
frú Sesseljar óska henni heilla
og árnaðar og þakka henni öll
hennar miklu störf í þágu
Keflavíkurbæjar méð einlægri
ósk um, að við samborgarar
hennar mættum enn lengi njóta
starfskrafta hennar í bæjar-
félaginu og málefnum þess til
gagns og blessunar.
Alfreð Gíslason.
sér kveða á flestum sviðum fé-
lagsmála.
Áhugi hennar á félagsmálum^
dugnaður og ósérhlífni í störfum,
hafa orðið til þess, að á hana
hafa hlaðizt meiri störf á opin-
berum vettangi en hægt er að
ætlast til af húsmóður, sem jafn-
framt gegnir umfangsmiklum
heimilisstörfum af alkunnri
rausn og myndarskap. Keflaví'k-
ingum kemur öllum saman um
það, að varla hafi svo menningar-
eða líknarfélag verið stofnað í
Keflavík síðustu áratugina, að
Sesselja hafi ekki verið þar einn
aðalhvatamaðurinn. Þannig var
hún einn af stofendum Slysa-
varnafélags kvenna í Keflavík,
Kvenfélags Keflavíkur, Tónlistar-
félags Keflaví'kur og Sjálfstæðis-
kvennafélagsins Sóknar. Hefur
hún igegnt stjórnarstörfum í öll-
um þessum félögum frá upphafi.
Hún er sannur máttarstólpi
þessara félaga og eiga þau henni
að þakka að miklu leyti viðgang
sinn og þróun. Sesselja er ákaf-
lega söngelsk og hefur fagra og
þróttmikla sópranrödd. Telja þeir
sem vit hafa á, að hún hefði náð
langt á sönglistarbrautinni, hefði
hún haft aðstöðu til að leggja
inn á þá braut.
Sesselja hefur ákveðna skoðun
á þjóðmálum og hefur ætíð fylgt
Sjálfstæðisflokknum að málum
og unnið honum ómetanlegt gagn
í sínu byggðarlagi. Hún situr nú
sem fulltrúi flokksins í bæjar-
stjórn Keflavíkur og gegnir
þeim tímafreku störfum með
mikilli prýði. Á sviði bæjar-
málanna hefur Sesselja að von-
um verið falin mörg cng mikil
trúnaðarstörf í nefndum og ráð-
um, s.s. barnaverndarnefnd,
barnaleikvallanefnd, elliheimilis-
nefnd og vetrarhjálp svo fátt eitt
sé talið. Auk þessa er hún for-
maður æskulýðsráðs og forstjóri
elliheimilisins'Hlévangur.
Ölium þessum trúnaðarstörf-
um, sem á hana hafa verið hlaðin,
gegnir Sesselja með einstakri trú-
mennsku og samviakusemi. Er
ótrúlegt hve miklu þessi ágæta
kona getur afkastað. Sámt sem
áðúr er hún ætíð reiðubúiri að
rétta hjálparhönd þeim, sém
skuggamegin eru í tilvérunni, og
ver miklum tíma í líknarstörf,
sem fáum er kunnuigt um után
heimilis hennar.
Sesselja er gift Axel Pálssyni
fyrrum skipstjóra og kunnum
sjósóknara. Er heimili þeirra
þekkt af rausn og höfðingsskap
og er oft gestkvæmt þar, enda eru
hjónin bæði vinsæl og vinmörg.
Ég og kona mín þökkum þeim
hjónum báðum fyrir áralanga
vináttu og margar ánægjustundir
á heimili þeirra.
ÁGÆT vinkona mín, frú Sesselja
Magnúsdóttir að Vatnsnesvegi
13, Keflavík er sextug í dag, 19.
janúar. Þetta hljómar ótrúlega í
eyrum þeirra sem hana þekkja,
jafn fjörleg og athafnasöm kona
sem hún er, en við vinir hennar
neyðumst samt til að trúa þessu.
Fyrir nokkrum árum hittist svo
á að undirritaður bjó í næsta
húsi við Sesselju og fékk þá
ágætt tækifæri til þess að kynn-
ast henni qg hennar ágæta
manni, Axel Pálssyni útgerðar-
manni. Er þar skemmst frá að
Fraimhaild á bls. 17.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara aS auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
biöðum.
ÞÆR FREGNIR bárust fyrir
nokkru frá kóngsins Kaup-
mannahöfn, að Elsa Sigfúss
væri hætt að syngja — flauels
röddin hennar væri þögnuð.
Þessa fregn staðfesti Elsa sjálf
í símtali við Morgunblaðið nú
Elfia Sigfús, söngkona, ásamt dottur smni Eddu og móour, fru Valborgu Einarsson. Mynain var
tekin á heimili þeirra fyrir nokkrum dögunu
Mundi velja sönginn aftur
— segír Elsa Sigfúss í símfali við Mbl.
í vikunni:
— Já — ég skal segja yður,
að meiðslin, sem ég hlaut í
baki, þegar ég var heima árið
1947, hafa tekið sig nokkuð
upp að undanförnu. Hefur
komið æ oftar fyrir, að ég yrði
að neita að syngja á síðustu
stundu og ákvað ég því að
hætta alveg. En hvernig er
heima, hvernig er veðrið?
— Yndislegt í augnablikinu,
vægt frost og stilla. Eruð þér
e.t.v. farin að hugsa til búsetu
á íslandi?
— Nei' — það yrði of mikil
breyting, held ég, að flytjast
búferlum úr þessu'. Heimili
mitt hefur svo léngi verið hér
og nú-hef ég fengið hér ör-
orkubætur, sem eru allgóð
trygging. En við móðir mín
setlum að koma til fslands í
heimsókn í sumár og dveljast
einhvern tíma.
—1 Hve iengi hafið þér verið
búsett í Darimörkú?
— Frá því árið 1928, þá fór
ég til náms við konservatoriið
hérna.
— Ætlið þér e.t.v. að segja
lesendum Mbl. eitthvað frá
náms- og söngferli yðar?"
— Jú, það er sjálfsagt —
það ég man. Annars er nú allt
af auðveldara að rifja upp
liðna tíð, þegar spjallað er
saman augliti til auglitis. Við
Konservatoriið var ég í fjög-
ur ár, lærði hjá frú Dóru Sig-
urðsson. Eftir það fékk ég
styrk og notaði hann til náms
í Dresden í Þýzkalandi.
— Hvar sunguð þér fyrst op
inberlega?
—f Kaupmannahöfri, í lítla
salnum í Oddfeliow palæet —
söng þar, að mig minnir, ljóð
eftir Schubert, Schumann og
Hándel.
— Hvenær sunguð þér fyrst
inn á hljómplötu?
— Það var skömmu eftir að
ég byrjaði að koma fram op-
inberlega, kringum 1934—35.
Ég er nýbúin að fá í hendur
síðustu plötuna mína, plötú
með íslenzkum lögum, sem
kom út á vegum Fálkans:
Danska útvarpið hafi fengið
hana og mun spila hana bráð
lega. Nú fyrir skömmu voru
liðin 25 ár frá því ég fyrst
söng í danska útvarpið, en síð
an hef ég einnig sungið í út-
varp í Noregi, Svíþjóð, Hol-
landi og Bretlandi. -
• Hvað hafið þér sungið
inn á margar plötur
— Ætli þær séu ekki a-lls
um 150 -r- ýmist sígild músik
eða léttari auk íslenzkra söng
laga. En þau hafa ekki verið
neitt sem heitir á markaði hér
í Danmörku. Þeir hjá útvarp-
inu sögðu einmitt við mig,
að þeim þætti leitt að hafa
ekki fleiri ísl. sönglög á hljóm
plötum. Væri gaman ef hægt
væri að ráða einhverja bót á
því.
— Hvað er yður minnis-
stæðast frá söngferli yðar?
— Ja, það er erfitt að segja
— ég hef nú svo sem upplif-
að margt, bæði gott og miður
gott. í augnablikinu minnist
ég til dæmis helzt hljómleika,
sem ég hélf með kammer-
hljómsveit Emils Thelmany í
stóra salnum í Oddfellow
palæet. Það var mjög ánægju
legur viðburður fyrir mig og
þá ekki síðúr dómamir í blöð
unum. Þeir sögðu sumir, að
ég hefði verið betri en hljóm
sveitin. Annars er svo margs
að minnast, — til dæmis „den
Nordiske musikfest", þar sem
ég var með og söng íslenzk
lög, bæði í Oddfellow palæet
og í dómkirkjunni hérna. Þar
söng ég lög eftir föður minn.
Þá hefur mér þótt afar vænt
um, að síðustu dagana — frá
því. Berlingske Tidende birti
viðtalið við mig — hafa mér
borizt svo mörg vinsamleg
bréf. Mér þykir vænt um, að
fólkinu virðist hafa verið á-
nægja að því að heyra mig
syngja — það er gaman að
heyra það, meðan maður er
ennþá á lífi — slíkt kemur jú
svo oft fyrst eftir að maður
er farinn.
— Það mátti sjá á þessu sam
tali í „Berlingske Tidende“,
að ferill yðar hefur ekki ver-
ið eingöngu dans á rósum.
— Nei, það hefur hann ekki
verið. Og ég hef ekki haft eins
mikið upp ú.r söng mínum fjár
hagslega og fólk hefur nú á
dögum. Kemur þar ýmislegt
til og það meðal annars, að ég
hef eiginlega aldrei haft „al-
buer“ ef svo má segja — aldrei
haft góða hæfileika til að oln-
boga mig áfram í samkeppn-
inni og því tiltölulega lítt bor
ið úr býtum annað en góða
dóma. „Show business“ er
ekki beinlínis fyrir viðkvæmt
fólk.
— Er það þá harkan sem
gildir?
— Já, hún er bráðnauðsyn-
leg.
— Vilduð þér hafa valið yð-
ur annað starf?
— Ja, ég veit ekki — það
er nú einu sinni svo, að sá,
sem hefur eitthvað í sér, vill
helzt gera úr því það, sem
hann getur. Ég held nú, að ég
mundi velja aftur það sama.
— Og nú er dóttir yðar far-
in að syngja Hvað heitir
hún?
— Hún heitir Edda og er
23 ára. — Já, hún hefir mik-
inn áhuga á söngnum, og hef-
ur held ég ágæta mezzósópr-
an rödd. Áhugi hennar beinist
einkum að óperumúsik. En
það er aldrei að vita, hvað
úr þessu getur orðið. Hún hef
ur nú starf sitt á skrifstofu tii
að byggja á jafnframt
— Hvað finnst yður um
sönglífið hjá Dönum, er það
í mikilli framför?
— Já, það finnst mér, eink-
um í óperunni. Þar eru nú
margar ágætar raddir, til dæm
is Lone Koppel, sem er fín
rödd og á eflaust eftir að
verða á heimsmælikvarða •—
og tenórsöngvarinn Hart-
mann.
— En f nýrri músik?
— Það er auðvitað mikið af
henni hér eins og annarsstað
ar en ég verð að játa, að ég
kann yfirleitt ekki að meta
hana, held mér helzt við
gömlu kompónistana. Sem bet
ur fer heyrist enn nokkuð
eftir Bach, Vivaldi og Handel.
— Segið mér að lókum
Elsa, man ég ekki rétt, að móð
ir yðar hafi verið góður píanó
leikari?
— Jú, jú — hún var af-
bragðspíanóleikari og spilar
enn þótt hún sé orðin 81 árs.
Hún hlakkar mikið til að
koma til íslands í sumar og
heimsækja vini og kunningja.
Þætti mér vænt um ef ég
mætti biðja yður fyrir kveðj-
ur til þeirra og þakklæti til
allra þeirra aðila heima, sem
hafa hjálpað mér og veitt mér
ómetanlegan stuðning.