Morgunblaðið - 21.01.1965, Síða 1
24 siður
Hjartslátturinn
áberandi veikari
Líðan ChurchiEls:
London, 20. jan. — (AP-NTB)
L í T I L breyting hefur
orðið á líðan Sir Winston
Churchills sé í dag. Þó segir
læknir hans að hjartsláttur
Churchills sé orðinn áberandi
veikarL
Wasihington, 20. jan. (AP)
LYNDON B. JOHNSON sver
embættiseið sem 36. forseti
Bandarikjanna. Til hæigri er
Earl Warren, forseti hæsta-
réttar, sem las Johnson eið-
stafinn. Á milli þeirra sjást
frú Lady Bird Johnson og
Hubert H. Humphrey, sem tók
við embætti varaforseta í dag.
Lady Bird hélt á biblíunni
er Johnson sór eiðinn
- Johnson hvetur
ingar og aukinna átaka
sána til ein-
Washington, 20. jan. (AP)
LYNDON B. JOHNSON
tók formlega við embætti
forseta Bandaríkjanna á
hádegi í dag með eiðtöku
úti fyrir þinghúsinu í Was-
hington. Earl Warren, for-
seti hæstaréttar, las honum
eiðstafinn, en forsetafrúin,
Lady Bird Johnson, hélt á
biblíunni, meðan maður
hennar sór eiðinn. Er það
í fyrsta sinn, sem forseta-
frú Bandaríkjanna tekur
þátt í emhættistöku manns
síns,
Gífurlegur mannfjöldi
fylgdist með embættistök-
unni, þrátt fyrir kalsaveð-
ur. Forsetinn sjálfur var
frakkalaus, klæddur dökk-
gráum jakkafötum.
í ræðu sinni sagði forset-
inn meðal annars, að sá eið
stafur, er hann nú ynni,
væri ekki hans eins heldur
allrar þjóðarinnar, forlög
hennar og framtíð byggð-
ist ekki á einum þegni held
ur öllum. Hann hvatti þjóð
sína til sameiningar í upp-
byggingu hins mikla þjóð-
félags (great Society), er
hún gæti skapað sér — og
sagði: „Við höfnum hverj-
um þeim, sem reynir að ýfa
gömul sár, kveikja nýja
hatursloga. Þeir eru leit-
andi þjóð þrándur í götu.
Athöfnin fyrir utan þinghús
ið fór fram með mikilli við-
höfn og hófst skömmu fyrir
kl. 12 á hádegi að staðartíma
að Hu'bert H. Humphrey sór
(um kl. 4 ísl. tími) með því
emhættiseið sinn sem varafor-
seti Bandaríkjanna. John Mc
Cormack, forseti fulltrúadeild
ar Bandaríkjaþings, las hon-
um eiðstafinn.
Ráðgert hafði verið, að
Lyndon B. Johnson, tæki form
lega við embætti Bandaríkja-
forseta næsta kjörtímabil á
mínútunni tólf á hádeigi (stað-
artími), en kl. var þrjár mín-
út/ur yfir tólf, þegar hann
lagði höndina á biblíuna og
Earl Warren, forseti hæsta-
réttar las honum eiðstafinn,
sem er svohljóðandi: „Ég
Lyndon B. Johnson heiti því
hátíðlega að gegna forsetaem-
bætti Bandaríkjanna með trú-
menns'ku og eftir beztu getu,
og með Guðs ’hjálp halda,
vernda og verja stjórnarskrá
Bandaríkjanna.“ Þegar forset-
inn hafði unnið eiðinn kvað
við mikið lófatak. Er það
hljóðnaði, hóf forsetinn ávarp
sitt til þjóðarinnar (sjá síðar).
• LADY BIRD HÉLT Á
BIBLÍUNNI
Þingnefndin, sem sá um
framkvæmdir við embættis-
töku Johnsons og Humpreys,
Framhald á bis. 28
Churchill svaf vel í nótt
og í morgun. Telja sumir sér-
fræðingar þetta henda til þess
að þróttur hans sé nú að
dvína.
Ný tilkynning um líðan
Sir Winstons verðiu: gefin ut
í fyrramálið.
Moran lávarður, læknir Chur-
chills, kom fyrst til sjúklings síns
klukkan hálf ellefu í morgun og
Framhald á bls. 2.
Aukin
*
geislun
vegrra spreng-
iaigar Rússa
Washington, 20. jan.
(NTB—AP).
BANDARÍSKA stjórnin lýsti
þvj yfir í gærlcvöldi að geisla-
virkpi hafi aukizt í andrúmsloft-
inu eftir að sovézkir vísinda-
menn sprengdu kjamorkn-
sprengju neðanjarðar í síðustu
viku. Vilja Bandaríkjamenn að
Sovétstjórnin gefi ítarlega
skýrslu um sprenginguna.
Dean Rusk, utanríkisráðherra,
kvaddi Anatoly Dobrynin, sendi-
herra Sovétríkjanna, á sinn fund
í dag. Skýrði hann sendiherran-
um frá óskum Bandaríkjastjórn-
ar um upplýsingar varðandi
sprenginguna. Segja bandariskir
sérfræðingar að geislaryk hafi
fallið á norðurhluta Kyrrahafs-
ins í nánd við Japan. Halda þeir
því fram að Sovétríkin hafi brot
ið samninginn um takmarkað
bann við kjarnorkutilraunum
með því að hleypa geislaryki út
i andrúmsloftið. Að minnsta
kosti sé hér um tæknllegt brot
að ræða.
Bandaríska kjarnorkumála-
nefndin segir að geislavirknin,
sem mæld hefur verið, sé ekki
hættuleg enn sem komið er.
De Gaulle og Erhard
hvetja til stjórnmálaeiningar
Astæðulaust að takmarka
landanir íslenzkra fiskiskipa
ssgir fiskimálairáðherra Noregs
Evrápu
París, 20. jan. — (AP-NTB)
í DAG lauk í París tveggja
daga leynilegum viðræðum
þeirra de Gaulles, Frakklands
forseta og Ludwigs Erhards,
kanzlara Vestur-Þýzkalands.
í fréttatilkynningu, sem
leiðtogarnir gáfu út að við-
ræðunum loknum, hvetja þeir
til þess að boðuð verði ráð-
stefna leiðtoga Efnahags-
bandalagsríkjanna til að
kanna möguleika á stjórn-
málaeiningu landanna. Segja
þeir einnig að ekki geti verið
um sannan frið að ræða í Ev-
rópu fyrr en þýzka þjóðin hef-
ur verið endursameinuð á
grundvelli sjálfsákvörðunar-
réttar síns.
Viðræður leiðtoganna fóru fram
í Rambouillet, um 60 km. fyrir
suðvestan París. Voru utanríkis-
ráðherrar beggja ríkjanna, þeir
Couve de Murville og Gerhard
Schröder, viðstaddir. Héldu
þýzku ráðherrarnir heimleiðis til
Bonn í dag með þýzkri herflug-
vél, og fylgdu Pompidou, forsæt-
isráðherra og de Murville þeim
til flugvallarins.
Framhald á bls. 23
Osló, 20. jan. — (NTB) —
LANDANIR íslenzkra fiski-
skipa í Noregi voru til um-
ræðu í Stórþinginu í dag, og
svaraði Magnus Andersen,
fiskimálaráðherra. þar fyrir-
spurn Erlings Engans um mál
ið. Sagði ráðherrann að ekki
væri ástæða til að gera frek-
ari ráðstafanir til að tak-
marka landanir erlendra fiski
skipa í norskum höfnum.
Hafði Engan óskað eftir því
að þingið samþykkti laga-
breytingar, sem fælu í sér að
landanir íslenzkra fiskiskipa
væru háðar því að norsk fiski-
skip nytu sömu réttinda á
íslandi.
Andersen ráðherra benti á að að
eins væri um tvö íslenzk fiski-
skip að ræða, sem legðu upp afla
í Noregi, en þau eru Jörundur II.
og Jörundur III., er stunda sfld-
veiðar við Noreg, utan fiskveiði-
lögsögunnar. Afli þeirra er seld-
ur á vegum norsku síldarsölu-
samtakanna, en þau hafa til-
kynt að markaður sé nægur.
Þá sagði ráðherrann að svo-
nefnd Ulrik Olsen nefnd vinni
nú að endurskoðun laganna um
löndunarheimildir erlendra
Það komi því bráðlega til kasta
Stórþingsins að taka afstöðu tíl
málsins. En ekki taldi ráðherr-
ann líklegt að breytingartillögur
nefndarinnar fengjust afgreiddar
á yfirstandandi þingi.