Morgunblaðið - 21.01.1965, Blaðsíða 2
2
MORCU N BLADIÐ
Fimmtudagur 21. jan. 1965
Varsjárfundinum lokið
IMðrgt bendir til vaxandi
eSningar eftir fafll Krúsjeffs
Varsjá, 20. jan. — (AP-NTB)
LOKIÐ er í Varsjá tveggja
daga ráðstefnu ráðgjafanefnd
ar Varsjárbandalagsins, en í
nefnd þessari eiga sæti
fremstu flokks- og stjórnar-
leiðtogar kommúnistaríkj-
anna. Að fundarhöldum lokn-
um undirrituðu þingfulltrú-
ar sameiginlega yfirlýsingu,
sem birt verður síðar.
Þing sóttu flokks- og stjórn-
arleiðtogar frá Sovétríkjun-
um, Austur-Þýzkalandi, Pól-
landi, Ungverjalandi, Tékkó-
Eldflaug skotið
!of Skogasandi?
FRAKKARNIR, sem nú eru
að athuga möguleika á að
skjóta aftur eldflaug frá ís-
landi í sumar, komust ekki
austur í Vík í fyrradag vegna
ófærðar. Sneru þeir við
skammt austan við Skóga.
>eir munu í þetta sinn hafa
í hyggju að skjóta eldflaug-
inni af Skógasandi og voru
m. a. að athuga það.
Óvenjuleg ófærð
í Eyjum
Vestmannaeyjum 20. jan.
ENOLR síldarbátar voru á sjó sl.
nótt vegna óveðurs, en með
morgninum tóku þeir að halda
út og voru allir farnir á miðin
fyrir hádegið.
Línubátar voru á sjó í dag í
bezta veðri. Fyrstu bátarnir voru
að koma að landi um fimm leytið.
Höfðu þeir sæmilegan afla.
Mrkil ófærð er á götum Vest-
mannaeyja og vont um gang. Er
mjög langt um liðið síðan önnur
eins ófærð hefur verið í Eyjum
sakir fannkyngis. — Bjöm.
slóvakíu, Rúmeníu og Búlg-
aríu.
Margt bendir til þess að sum
dagskrármálanna hafi ekki verið
rædd á sameiginlegum fundum,
heldur aðeins í nefndum. Meðal
þessara móla eru varnarmál
Varsjárbandalagsins. Meðan þau
mál voru rædd á nefndarfundum
ræddust flokksleiðtogarnir við
um ágreining Sovétríkjanna og
Kína. En tilraunir Kínverja til að
taka sér leiðtogahlutverkið meðal
kommúnistaríkjanna eru ein aðal
orsök þess að boðað var til ráð-
stefnu ráðgjafanefndarinnar að
þessu sinni.
Eftir að Krúsjeff var vikið úr
embætti er margt, sem bendir til
aukinnar einingar meðal komm-
únistaríkjanna í Evrópu. Því var
sérstaklega veitt eftirtekt í því
sambandi að Rúmenar, sem að
undanförnu hafa ekki virzt sér-
lega samvinnuþýðir við hin aust-
antjaldslöndin, sendu nú fjöl-
menna sendinefnd til ráðstefn-
unnar í Varsjá og var flokksfor-
maðurinn, Gheorghiu Dej, for-
maður nefndarinnar.
Lítið hefur frétzt af ráðstefn-
unni enn sem komið er, því frétta
mönnum var bannaður aðgangur
að fundunum þar til leiðtogarnir
höfðu undirritað sameiginlegu
yfirlýsinguna í fundarlok.
Siguiúur Sigurjónsson, for-
maður V öru bílst jóraíélagsins
Þróttar.
Ssállkförið í Vörir^>íl-
stfórafélaginu Þrótti
FRAMBOÐSFRESTUR til stjórn
arkjörs í Vörubílstjórafélaginu
Þrótti var útrunninn kl. fimm
í gær. Aðeins einn listi kom
Frestur á fyrirfram-
qreiðslu opinberra gj
f ÁGÚST síðastliðnum var gjald
endum opinberra gjalda, sem
greiða gjöldin reglulega af laun-
um sínum, gefinn kostur á, að
tilhlutan ríkisstjórnarinnar, að
Ijúka greiðslu eftirstöðva gjalda
síðastliðins árs á sex mánuðum í
stað fjögurra. Munu þeir því
ijúka greiðslu þeirra í næsta
mánuði.
Gert er ráð fyrir, að fyrir-
framgreiðslur opinberra gjalda
fari fram 1. febrúar til 1. júní
ár hvert. Til þess að koma í veg
fyrir, að gjaldendur, sem veittur
var greiðslufrestur á s.L ári,
þurfi að inna af hendi tvær
greiðslur opinberra gjalda á
sama tíma, hefur ríkisstjórnin
ákveðið að gefa þeim kost á að
Skíðagangan á
Akranesi
AKRANESI, 20. janúar.
í dag gengu um 30 barnaskóla-
drengir fimm kílómetra skíða-
gönguna. Áður höfðu gengið 20
gagnfræðaskólanemendur. Á
morgun munu nemendur úr báð-
um þessu skólum þreyta skíða-
gönguna. — Oddur.
fresta fyrirframgreiðslum ríkis-
sjóðsgjalda á yfirstandandi ári
um einn mánuð, þannig að þær
fari fram 1. marz til 1. júlí n.k.
Jafnframt beinir ríkisstjórnin
þeim tilmælum til stjórna sveit-
arfélaga, að þær veiti áðurgreind
um gjaldendum sama gjaldfrest
að því er varðar fyrirfram-
greiðslur gjalda til veitarfélag-
anna, verði þess óskað.
Frétt frá ríkisstjórninni.
20. janúar 1965.
Léleg frammistaða
— fær ekki síma
MjfeR finnst það orðin frétt að
niú er komið á annan mánuð síð-
an óg flutti í nýtt húsnæði, en
Landsíminn hefir ekki enn séð
sér fært að leggja til mín síma,
sagði fréttaritari bla'ðsins á Seyð-
isfirði Sveinn Guðmundsson, er
blaðið hafði samband við hann
í gær. Á það skal bent að Sveinn
rekur söltunarsböðina Ströndina,
sem á síðastliðnu sumri var hæsta
söltunarstóð lanidisins. Enn skal
því við bætt að ekki eru nema
Veðurútlit
i
UM hádegi í gær var kröftug
lægð um 1500 km. suðvestur
af Reykjanesi og hreyfðist
NA. Er því búizt við ali-
hvassri SA-átt og hlákublota
í dag, en sennilega hækkar
á í nótt og kólnar aftur.
tvö hús rnilli þess gamla og hins
nýja íbúðaitbúss hans. Þetta kem-
ur sér auðvitað mjög illa, ekki
sízt er þetta batgalegt fyrir Morg-
unibiaðið vegna fréttaöflunar frá
staðnum.
Sveinn bætti þv< við að nú
stæði til að loka loftskeytastö'ð-
inni á Seyðisfirði að næturþeli,
en það er ein elzta loftskeyta-
stöð landsins. Hitt er svo annað
mál að lítið sem ekkert hefir
verið endurbætt í stöðinni og
loftnet hennar á mjög óhepipi-
legum stað og hlustunarskilyrði
slæm. Þarna er mikil ' þörf úr-
bóta, ekki sízt vegna þess, að
undanfarið hafir Seyðisfjörður
verið mi'ðstöð síldveiðanna við
Austurland og Seýðisfjarðarhöfn
mun nú vera sú höfn landsins,
sem fær flestar skiipakomur, er-
lendar og innlendar, þegar
Reykjavík ein er undandkilin,
sagði Sveinn að lokum.
Hafnarfjörður
ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna
í Hafnarfirði verður haidin tvk.
laugardag 23. janúar í Sjálfstæð-
ishúsinu, og hefst með sameigin-
legri kaffidrykkju kl. 21.00
Dagskrá:
Ræða, Geir Hallgrímsson, borg
arstjóri.
Skemmtiatriði.
Dans.
35 ára afmælis F.U.S. Stefnis
verður sérstaklega minnzt.
Geir Hallgrímsson.
Aðgöngumiðar í Sjálfstæðishús
inu föstudaig milli kl. 5-7 og laug
ardag frá 2-4. Sími 50228.
Fram hafa farið gagngerar
breytingar á salarkynnum Sjálf-
stæðiahússins og verður húsið
tekið í notkun á ný á laugardag
með árshátíð Sjálfstæðisfélag-
anna.
— Fjórtán bilar
Framhald af bls. 24
þar allar stóðir í nótt. Þá er búið
að ryðja veginn að Veigastöðum
á Svalbarðsströnd. en þar fyrir
norðan er allt ófeert og mjólk
dregin hingað á dnáttarvélum og
sleðum a£ Svalibarðsströnd og úr
Fnjóskadal. Vegir í framsveitum
Eyjafjarðar eru ágætlega færir
öllum bílum eins og er. — Sv. P.
fram, listi stjórnar og trúnaðar-
ráðs, og var hann því sjálfkjör-
inn.
Stjórn Þróttar er þannig skip-
uð:
Sigurður Sigurjónsson, formað
ur, Erlingur Gíslason, varafor-
maður, Pétur Hannesson, ritari,
Pétur Guðfinnsson, gjaldkeri, og
Ásmundur Guðmundsson, með-
stjórnandL
Varastjórn skipa: Lárus Bjarna
son og Stefán Hannesson.
Trúnaðarmannaráð skipa: And
rés Kr. Hansson, Friðrik Pálsson,
Helgi Kristjánsson og Stefán Þ.
Gunnlaugsson. Varamenn: Valdi
mar Stefánsson, Gunnar Ólafs-
son, Hans Þorstekisson og Marinó
Pétursson.
Vatnsleitarmál
Vestmaimaey-
m^a
MBL. hafði í gær tal af Jóni
Jónssyni jarðfræðingi hjá Jarð-
hitadeild Rafsrkumálaskrifstof-
unnar og spurðist frétta af vatns
leitarmálum Vestmannaeyinga.
Sagði hann deildina mundu
senda frá sér einhvern næstu
daga bráðabirgðaskýrslu um
vatnsleitina.
Verið er að smíða hérlendis
sýnishornanema (prufutaka),
sem á að taka sýnishorn á mis-
munandi dýpi í borholunni í
Heimaey. Beðið er eftir að fá
dælu utanlands frá, sem á að
dæla upp úr holunni.
Hótíðosýning n
sjónleiknnin
„Munkarnir n
MöðruvöUnm“
Akureyri, 20. jan.
LEIKFÉLAG Akureyrar frum-
sýnir sjónleikinn Munkana á
Möðruvöllum annað kvöld, 21.
janúar, í heiðurs- og virðingar-
skyni við höfundinn, Davíð skáld
Stefánsson frá Fagraskógi. Frum-
sýningin verður ekki með venju-
legu sniði, heldur sérstök hátíða-
sýning. Leilkstjóri er Ágúst Kvar-
an.
— Sv. P.
Prófessorsstaða
auglýst til um-
sóknar
f LGGBIRTINGABLAÐI 14. jan.
er prófessorsembætti í lífeðlis-
fræði við læknadeild Háskóla ís-
lands auglýst laust til umsóknar.
Forseti íslands veitir embættið,
og umsóknarfrestur er til 31.
þessa mánaðar.
Skipstjóri
slasast
MS. LANGJÖKULL kom inn
til St. John’s á Nýfundnalandi
á miðnætti aófaranótt mið-
vikudags, og var skipstjórinn,
Jón Þorvaldsson, sendur í
sjúkrahús, vegna þess að hann
hafði lærbrotnað á föstudags-
morgun, er hann féll á gólfið
inni hjá sér í miklu óveðri.
Skipið var komið 640 sjómíl-
ur frá Vestmannaeyjum, þeg-
ar óhappið vildi til. Mikíð
óveður var mestan hluta leið-
arinnar frá íslandi, og aðfara-
nótt laugardags náði það há-
marki. Varð skipið þá að
halda sjó.
Jóni leið illa, eftir að hafa
dottið í iilviðrinu, og þótti þvi
rétt að koma í St. John’s og
láta lækna athuga meiðsli
hans. Kom þá í ljós, sem fyrr
segir, að hann hafði lærleggs-
brotnað. Varð hann eftir í
sjúkrahúsi í St. John’s, þar
sem gert verður að meiðslum
hans, en skipið hélt áfram til
Gloucester í Massachusetts.
Þaðan fer m_s. Langjökull svo
til Frakklands.
— Churchíll
Framhald af bls. 1
tuttugu mínum síðar gaf hanri
út 12. tilkynningu sína um heilsu-
far gamla mannsins. Segir þar
aðeins að lítið sé að frétta. Sir
Winston hafi sofið vel um nótt-
ina og ókyrrð, sem hann var hald
inn í gær, sé nú horfin.
Fréttamenn í London hafa leit-
að álits hjá ýmsum sérfræðing-
im um líkumar fyrir því að
Churchill komLst yfir þennan
sjúkdóm sinn, og ber flestum
saman um að þær séu ekki mikl-
ar. Er bent á það í þessu sam-
bandi að djúpur svefn Churchilla
í nótt og í morgun bendi til þesa
að máttur hans sé á þrotum.
Að lokinni morgunheimsókn
Morgans Iávarðar tilkynnti hann
að næsta skýrsla um heilsufar
Churohills yrði gefin út klukkan
átta í kvöld (ísl. tími). Það vakti
því nokkurn ugg þeirra, er tit
sáu, þegar Iækinirinn birtist
skyndilega við heimili Ghurchilla
klukkan hálf fjögur síðdegis. —
Var Morgan lávarður í þrjá
stuindarfjórðunga hjá sjúkilingn-
uim, en hélt síðan heirn. Er hann
kom út frá Churchill sagði hann
við fréttamenm að ekkert nýtt
væri að frétta.
Áður en Morgan kom í síð-
degisheimsóknina hafði frú Chur
chitl brugðið sér út sem snöggv-
ast í fylgd með eiztu dóttur
sinni, Mary, og tengdasyni,
Christopher Soames. En þau
voru komin heim nokkru áður
en lækinirinn kom. Og meðan
læknirinn var hjá sir Wi.nston
komu þangað Sarah, dóttir Chur
chill og Ceiia Sandys, dóttur-
dóttir hans.
Morgan kom svo, eins og hann
hafði boðað, í kvöldheimsóknima
kl'ukkan átta. Dvaldi han.n
no-kkra stund inni, en gaf síða.n
út tilkynningu sína. Sagði lækn-
irinn aðeins: „Hjartsláttur Chur-
chiils er orðinn ábei'ancli mikið
veikari. Að öðru leyti er ekk.ert
að frétta." Bætti læknirinn því
við að næsta tilkynning yrði gef-
in út í fyrramálið.
Talsmaður brezku læknasam-
takanna sagði eftir að kvöldtil-
kynningm var birt, að það eina
við tiikynninguna, sem gæfi til-
efni til bjartsýni, væri að næsta
tilkyn.ning væri væntanleg á
morgun. Ha.nn sagði að svo virt-
ist sem sjúkdómur Churehilla
væri nú að komast á úrslitastig.
Seinna í kvöld sagði svo Moran
lávarður að yfirleitt hefði heilsa
Churohills lítið breytzt frá þvl
hann fékk slag s.l. föstudag, o.g
þó sénstakLega frá því á aðfara-
■nótt þriðjudags. Vel gæti verið
að heilsuástand hans héldist litið
breytt enn lun stund.