Morgunblaðið - 21.01.1965, Side 3

Morgunblaðið - 21.01.1965, Side 3
Fimmtudagur 21. jan. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 VIÐ komum í Fossvogs- kirkju til að kveðja látna vini og kunningja og kannske förum við þangað okkar hinztu ferð hérna megin grafar. Þrátt fyrir þetta munu það næsta fáir, sem þekkja nokk- uð til starfseminnar, sem Sigurbjörn Þorkelsson, íorstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Eg get enn stokkið hátt í loft upp, jafnfætis, — segir Sigurbjörn Þorkelsson, forstjóri kirkjugarðanna, sem nú er að láta af störfum nær áttræður að aldri 4 grafir á dag i kirkjugörðun um. Tæknin befir verið tekin í þjónustu þeirra eins og ann- ars staðar og notuð loftpressa til að brjótast gegnum klak- ann. Til marks um starfsemi Foss vogskirkju og Kirkjugarða Reykjavikur mó geta þess, a'ð til starfa í sept. 1932. Á sama tíma hafa verið jarðsettir 3556 í garðinum við Suður- götu. Bálfarir ihafa verið frá byrjun 773 fró Fossvogskirkju, en þeim fer lítið fjölgandi ár frá ári, voru s.l. ár 51, en 65 árið áður. Sigurbjörn gat þess að kistuverkstæði'ð leitaðist við að hafa kisturnar sem ódýr- astar og hefði þar ráðið til- laga Björns Ólafssonar frv. ráðherra, sem látið hafði þau orð falla við umræður um það mál, að það væri nóg sorg og armæða fyrir aðstand endur, er þeirra nánasti félli frá, þótt ekki væri verið að féfletta þá að auki við útför- ína. En Björn Ólafsson var mörg áí 4 stjórn kirkjugarð- anna. Með hagræðingu hefir verið hægt að halda verðinu óbreyttu frá 1. okt. 1963. — Okkur hættir stundum til að gieyrixd vandamálum hinna látnu, sagði Sigur- björn. Mönnum er ekki sama hvar þeir hvíla, það sást bezt þegar byrjað var að jarðsetja í Fossvogskirkjugarði. Nú er komið að því að hann er brátt fullsetinn, eða fulllofaður. Við verðum fara að fá nýtt svæði fyrir kirkjugarð höfuð- borgarinnar. Hann verður upp við Breiðholt. Ég fór fram á 60 hektara lands þar, en líklega fáum við ekki nema 15. Ég tel illa við eiga að vera að hringla með þessa hluti á fárra áratuga fresti. Við gengum um hið mynd- arlega hús kirkjugarðanna. Þar var Kjartan Jónsson út- fararstjóri að setja saman kistu og þar voru aðrir að efna niður í hinn hinzta hvílu — Hér er valinn maður í hverju rúmi, sagði Sigur- björn. Ég gæti ekki kosið mér betra samstarfsfólk og hver STAKSTEINAR fram fer á landareign Foss- vogskirkj ugar ðs. Nýlega var forstjórastarfið . við Kirkjugarða Reykjavíkur auglýst laust til umsóknar í Lögbirtingaiblaðinu og not- u'ðum við þó tækifærið og brugðum okkur suður í Foss« vog og heilsuðum upp á fráfat andi forstjóra Sigurbjörn Þor- kelsson sem áður var kenndur við verzlunina Vísi. Okkur virtist Sigurbjörn hinn hress- asti en spurðutn hann um ald ur og hvers vegna hann væri að hætta. — Ég er nú að verða átt- ræður og einihverntíma verð ég að hætta. Ég kenni áð vísu engrar hrörnunar enn. Ég get enn stokkið talsvert hátt jafnfætis. Ég var aldrei góður að stökkva yfir snúru í ÍR hérna í gamla daiga, en ég gat stokkið hátt ef ég hafði fæt- urna saman. Og Sigunbjörn lét ekki sitja við orðin tóm. Hann stökk fyrir okkur hátt í loft upp svo nú sá undir iljar honum og við gátum ekki orða bund- ist en sögðum. — f>ú segir ekki satt Sigur- björn, að þú sért að verða áttræður. En erindið var hins vegar ekki að munnhöggvast við Sigurbjörn um aldur hans, heldur að kynna okkur í leið inni starfsemi kirkjugarðanna Sigurbjörn sýndi okkur skrif- stofubyiggingu fyrirtækisins, sem jafnframt er trésmíðaverk stæði fyrir kistur. Þarna eru miklar framkvæmdir, því fyrirtæki'ð smíðar nú orðið yfir 500 kistur á ári og býr þær líkklæðum og öðru því, er þurfa þykir. >á eru jafnan fyrirliggjandi miklar birgðir af kistum og kvaðst Sigur- björn hafa í hyggju að koma þeim upp í a.m.k. 200. þær þurfa einnig áð vera af ýms- um stærðum eins og lætur að líkum. Sigurhjörn var kosinn í sóknarnefnd Dómkirkjunnar árið 1917 og á herðum þeirrar nefndar hvíldi rekstur kirkju garðsins vi'ð Suðurgötu. Árið 1932 var kosin kirkjj garðsstjórn. en sama árið er Fossvogskirkjugarður tekinn í notkun. Felix Guðmundsson var framkvæmdarstjóri frá 1919 til dauðadags 1. ágúst 1960. Sigurbjörn tók við fram kvæmdastjórn kirkjugarð- anna árið 1951, og nú eru þeir sameign 11 safnaða í Reykja- vík og Kópavotgi. Starfið við rekstur kirkju- garðanna er talsvert umfangs mikið. Þar vinna um 80 starfs menn þegar flest er að sumr- inu, en um 20 að vetrinum. — Þessa dagana eru teknar m '■ * sy' xys'- <■ ' Trésmiðir og aðrir starfsmenn á verkstæðinu. Talið frá vinstri: Kjartan Jónssoiv, Ólafur Magnússon, Guðmundur Helgason, Sigurður Guðmundsson, Benedikt Halidórsson og Páll Oddsson. alls fóru fram 919 athafnir í kirkjunni á s.l. ári þar með taldar kistulagningar og kveðjuathafnir fyrir þá, er jarðsettir eru annars staðar á landinu, en látizt höfðu hér fyrir sunnan. Jarðsettir voru á s.l. ári um 700 manns, þar af sá stofnunin um 455 útfar- ir, en frá kirkjunni voru gerð ar um 500 útfarir. Um sl. ára mót höfðu alls verið jarðsettir í Fossvogskirkjugarði 8469 manns frá því gar'ðurinn tók sem hér tekur við á eftir mér fær gott lið að starfa með. Á leiðinni inn í bæinn spyrjum við Sigurbjörn hver muni _nú taka við starfi hans. — Ég veit það ekki. En eitt er víst, að sá, sem tekur við, verður að hafa til að bera mikið af heilbrigðri skynsemi. — Þetta er þá kannske kjör ið starf fyrir blaðamann? spyrjum við. — Já, því ekki það, segir Sigurbjörn að lokum og stekk ur léttstígur út úr bílnum. Hið glæsilega skrifstofu- og trésmiðjuhús Kirkjugarðanna 1 Fossvogi. Tíminn deilir á Rússa Tíminn birtir i gær grein á forsíðu.þar sem hann deilir harð lega á Rússa fyrir lélega frammi stöðu við olíuflutninga tll ís- lands. Segir blaðið að engu hafi munnð að Faxaflóasvæðið yrði olíulaust vegna seinkunar á komu rússnesks olíuflutningaskips. Kemst Timinn m.a. að orði um þetta á þessa leið: „Ástandið í olíuflutningunum til landsins er nú þannig að minnstu munaði að Reykjavík og Faxaflóasvæðið yrðu olíu- laus, og það á einum harðasta vetri, sem hér hefur komið um árabil. Eins og kunnugt er, þá fól ríkisstjórnin Rússum að flytja olíuna hingað til að hindra að Hamrafellið flytti hana áfram, eins og hingað til, en Rússar virðast ætla að flytja olíuna þeg ar þeim hentar, og þegar þeir telja sig hafa skip til þess. Og nú þóknast þeim að koma með olíu farm þegar 2ja daga birgðir eru til af olíu í Reykjavík og á Faxa flóasvæðinu“. Enn segir Tíminn: „Eins og kunnugt er, þá hefur staðið yfir verkfall á bátaflotan- um, en hefði ekki hitzt svona á, þá hefði Reykjavík og Faxaflóa svæðið verið orðið olíuiaust fyr löngu. Sýnir þetta dæmi hve gott er að treysta á Rússann til þessara flutninga, og hve hyggilegt það var af ríkisstjórninni, að taka að þarflausu, „dumping“ tilboði Rússa um olíuflutningana, til þess að geta tekið flutningana af Hamrafelli“. Viðreisn og framtíð Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein, þar sem það segir m.a. að fáir myndu vilja snúa við aftur til þeirra tíma, sem voru fyrir Viðreisn. Jafnvel komm- únistar og Framsóknarmenn myndu án efa halda flestum um- bótum viðreisnartímans ef þeir kæmust til valda. Alþýðublaðið kemst síðan að orði á þessa leið: „Vilja kommúnistar lækka bæt ur almannatrygginganna um stór upphæðir og koma þeim niður á það svið, sem þær voru fyrir Viðreisn? Vilja kommúnistar fá aftur halla á utanrikisviðskiptum og stöðug gjaldeyrisvandræði með höftum og banni? Vilja kommúnistar að íbúðalán minnki og stuðningur við útrým ingu heilsuspillandi húsnæðis eða verkamannabústaði verði aft ur það, sem hann var fyrir Við- reisn? Vilja kommúnistar afnema hið •a.ixandi launajafnrétti kvennji og karla og taka upp það mis- ræmi, sem var fyrir Viðreisn?“ Markaði tímamót Alþýðublaðið segir undir lok forustugreinar sinnar á þessa leið: „Vilja kommúnistar draga nr stórframkvænidum við vegi, skóla og hafnir, unz þær verða ekki meiri en fyrir Viðreisn? Vilja kommúnistar afnema Seðlabankann, Efnahagsstofnun- ina, skattaeftirlitið, saksóknara ríkisins eða aðrar þjóðfélags- stofnanir, sem ekki voru til fyrir Viðreisn? Vilja kommúnistar, að einhver nefnd ákveði, hverjir fái að byggja sér íbúð eða kaupa aér bil? Þannig mætti lengi spyrja. Viðreisnartimabilið markaðf timamót i sögu íslendinga".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.