Morgunblaðið - 21.01.1965, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐI&
Fimmtudagur 21. jan 1965
Aðstoð við skattframtöl
í kvöld verð'ur frumsýning á
Litla-sviðinu í Lindarbæ á
einþáttungunum Sköllóttu
söngkonunni eftir Ionesco og
Nöldri eftir Gustav Wied.
Leikstjóri er Benedikt Árna-
son, en leiktjöld eru gerð af
Lárusi Ingólfssyni. Leikendur
eru: Valur Gíslason, Gunnar
Eyjólfsson, Árni Tryggvason,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Herdis Þorvaldsdóttir, Nína
Sveinsdóttir, Brynja Bene-
diktsdóttir og Kristbjörg
Kjeld. Þýðandi er Bjarni Bene
diktsson. — Myndin er af
Árna, Brynju, Val og Krist-
björgu í hlutverkum sínum i
Sköllóttu söngkonunni.
EIGNIR OG TEKJUR
I GÆR birtist hér í blaðinu grein
til aðstoðar framteljendum við
skattframtöl þeirra. Var hún um
skattmat á búfé, tekjumat af eig-
in húsaleigu og frádrátt vegna
námskostnaðar. 1 dag birtist önn-
ur grein og verður nú skýrt frá
því, sem aðallega skiptir máli við
að útfylla eignadálk framtals-
eyðublaðanna svo og skuldadálk,
sem eru á 1. bls. þeirra og dálk-
inn fyrir tekjur fyrir sl. ár, en
hann er á bls. 2. Upplýsingar
þessar eru frá ríkisskattstjóra.
EIGNIR 31. DES. 1964
L. Hrein eign samkvæmt
meðfylgjandi efnahags-
reikningi.
ví flestum tilfellum er hér um
atvinnurekendur að ræða, og
ekki til ætlast að skattstjóri ann-
ist reikningagerð. Er þessi liður
því aðeins útfylltur, að efnahags-
reikningur sé fyrir hendi, og
skiptir hann því mikinn hluta al-
mennings engu málL
2. Eignir samkvæmt landbún-
aðar- eða sjávarútvegsskýrslu.
Leita skal til deildarstjóra,
fulltrúa eða umboðsmanns skatt-
stjóra með slíka aðstoð, og til-
nefnir hann starfsmann til verks-
ins.
3. Fasteignir.
í lesmálsdálk skal færa nafn
og númer fasteignar- og fast-
eigna og fasteignamat í kr.dálk.
Hafi framteljandi keypt eða selt
fasteign, ber að útfylla D-lið á
bls. 4 á eyðublaðinu, eins og þar
segir til um.
Ef framteljandi á hús eða íbúð
í smíðum, ber að útfylla bygg-
ingarskýrslu og færa nafn og
númer húss undir eignalið 3 og
kostnaðarverð í kr.dálk, hafi hús
ið ekki verið tekið í fasteigna-
mat. Sama gildir um bílskúra,
sumarbústaði, svo og hverjar aðr
ar byggingar. Ef framteljandi á
aðeins íbúð eða hluta af fast-
eign, skal tiigreina hve eignar-
hluti hans er mikill, t.d. >/s eða
20%. Nota má það sem betur
hentar, hlutfall eða prósentu. Lóð
eða land er fasteign. Eignarlóð
færist á sama hátt og önnur fast--
eign, en leigulóð ber að skamm-
stafa L. 1. kr........ sem færist
í lesmálsdálk.
4. Vélar, verkfæri og áhöld.
Undir þennan lið koma land-
búnaðartæki þegar frá eru dregn
ar fyrningar skv. landbúnaðar-
skýrslu, svo og ýms áhöld hand-
verksmanna, lækna o.sfrv. Áhöld
keypt á árinu að viðbættri fyrri
áhaldaeign, ber að færa hér að
frádreginni fyrningu.
5. Bifreið.
Hér skal útfylla eins og
skýrsluformið segir til um, og
færa kaupverð í kr.dálk. Heimilt
mun þó að lækka einkabifreið
um 1314% af kaupverði fyrir árs-
notkun, frá upphaflegu verði.
Kemur það aðeins til lækkunar
á eignarlið, en dregst ekki frá
tekjum, nema bifreiðin sé notuð
til tekjuöflunar. Leigu og vöru-
bifreiðir má fyrna um 18% af
kaupverði. Fyrning til gjalda
2. grein
skal færð á rekstrarreikning bif-
reiðarinnar.
6. Peningar.
Hér á aðeins að færa pen-
ingaeign um áramót. Ekki víxil-
eignir, verðbréf, né neina aðra
fjármuni en peninga.
7. Inneignir.
Hér ber eingöngu að færa
peningainnstæður í bönkum,
sparisjóðum og innlánsdeildum,
svo og verðbréf, sem skattfrjáls
eru skv. sérstökum lögum. Víxlar
eða verðbréf, þótt geymt sé í
bönkum, eða þar til innheimtu,
telst ekki hér.
8. Hlutabréf.
Rita skal nafn félags í lesmáls
dálk og nafnverð bréfa í kr.dálk.
Heimilt er þó, ef hlutafé er skert,
að telja hlutabréf undir nafn-
verði og þá í réttu hlutfalji við
eignir félagsins og miðað við
upphaflegt hlutafé.
9. Verðbréf, útlán, stofn-
sjóðsinnstæður o. fl.
Útfylla skal B-lið bls. 3 eins
og skýrsluformið segir til um, og
færa samtalstölu í lið 9.
10. Eignir barna.
Á bls. 4 á eyðublaðinu er sér
stakur iiður yfir eignir barna,
sem útfylla skal eins og formið
segir til um, og færa samtals-
töluna á eignarlið 10, að frá-
dregnum skattfrjálsum innstæð-
um og verðbréfum sbr. tölulið 7.
Ef framteljandi óskar þess, að
eignir barns séu ekki taldar með
sínum eignum, skal ekki færa
eignir barnsins í eignarlið 10, og
geta þess sérstaklega í G-lið bls.
4, að það sé ósk framteljanda, að
barnið verði sjálfstæður skatt-
greiðandi.
11. Aðrar eignir.
Undir þennan lið koma ýms-
ar ótaldar eignir hér að ofan
(aðrar en fatnaður ,bækur, hús-
gögn og aðrir persónulegir mun-
ir).
* GULL-BÆRINN
NÚ SITJA þeir uppi með
allra þjóða fólk í Vestmanna-
eyjum og tugthús staðarins er
orðið fjölsótt gestaheimili —
líka fyrir allsgáða. Fiskisagan
um hinn skjótfengna gróða á
íslandi virðist hafa flogið víða
um lönd, en þótt straumurinn
hingað sé ekki stór miðað við
allar milljónirnir í heiminum
— þá er ljóst, að fyrirhyggju-
lausir menn leggja á sig tölu-
vert erfiði og útgjöld til að
komast í gullbæinn Vestmanna-
eyjar til þess að fá hlutdeild í
gróðanum.
ic FÆREYJAFLUG
Nýlega var sagt frá því i
fréttum, að Flugfélag íslands
SKULDIR ALLS
Fyrir skuldir er sérstakur lið-
ur C á bls. 3, sem útfylla skal
eins og formið segir til um og
færa samtalstölu á bls. 1 neðst:
Skuldir alls. Muna ber að merkja
fasteignalán til 10 ára eða lengur
með X aftan við upphæðina, ef
þau eru tekin til öflunar fast-
eignanna eða endurbóta.
TEKJUR ÁRIÐ 1964
1. Hreinar tekjur samkv. með-
fylgjandi rekstrarreikningi.
Liður þessi er því aðeins út-
fylltur, að fyrir liggi rekstrar-
reikningur Skattstjóri annast
ekki reikningsuppgjör fyrir fram
teljanda og kemur því ekki til
aðstoð í þessu tilvikL
2. Tekjur samkv. landbúnaðar-
og sjávarútvegsskýrslu.
Hér eru færðar nettótekjur af
landbúnaði og smáútgerð og ekki
til ætlast að byrjandi annist slíka
skýrslugerð. Sjá umsögn með
eignarlið 2.
3. Húsaleigutekjur.
Frá þeim var skýrt í blaðinu í
gær. —
4. Vaxtatekjur.
Hér skal færa skattskyldar
vaxtatekjur samkv. A- og B-lið
bls. 3. Það athugist, að undan-
þegnir framtalsskyldu og tekju-
skatti eru allir vextir af eignar-
skattsfrjálsum innistæðum og
verðbréfum, sbr. tölulið 7, X.
5. Arður af hlutabréfum.
Hér skal færa arð, sem fram-
teljandi fær úthlutaðan af hluta-
bréfum sínum.
6. Laun greidd í peningum.
í lesmálsdálk skal rita nöfn
og heimili kaupgreiðenda og
tekjuupphæð í kr.dálk. Ef fram-
teljandi telur fram óeðlilega lág-
ar tekjur, miðað við það sem aðr-
ir hafa í hliðstæðu eða sams kon-
ar starfi, skal inna eftir ástæðu
og geta hennar í G-lið bls. 4.
7. Laun greidd í hlunnindum.
a. Fæði: Rita skal dagafjölda,
hyggðist halda áfram Færeyja-
flugi í sumar. Er ánægjulegt, að
unnt skuli að viðhalda flug-
samgöngum milii Færeyja og
íslands — og jafnframt að
temgja Færeyjar Bretlandseyj-
um á þennan hátt.
En miðað við síðasta ár verð-
ur dregið töluvert úr Færeyja-
fluginu í sumar. Nú verða eng-
ar ferðir til Noregs og Dan-
merkur, eins og þá, einungis
ferðir frá Færeyjum til íslands
og Skotlands.
Erfiðar aðstæður í Færeyj-
um munu valda því, að með nú-
verandi flugvélakosti Flugfé-
lagsins reynist erfitt að láta
þessa starfsemi bera sig og þess
vegna hefur félagið dreigið sam-
an seglin.
sem framteljandi hefir frítt fæði
hjá atvinnurekanda sínum, og
reiknast til tekna kr. 50.— á dag
fyrir karlmann, kr. 40.— fyrir
kvenmann og kr. 40.— fyrir börn
yngri en 16 ára. Margfalda síðan
dagafjölda með 50 eða 40, eftir
því sem við á, og færa útkomu
í kr.dálk.
b. Húsnæði: Rita skal fjölda
mánaða, sem vinnuhjú hafa frítt
húsnæði hjá atvinnurekanda sín-
um og reiknast til tekna kr. 165.—
Friendship verður ekki not-
uð í Færeyjafluginu í sumar,
því hún mun hafa í nógu að
snúast í innanlandsfluginu.
Hins vegar er talað um að fá
aðra Friendship næsta vor —
og e.t.v. þá þriðju síðar — og
verður þá væntanlega hægt að
þjóna samgöngum við Færeyj-
ar mun betur. En mikilsvert er,
að samgöngur þessar falli ekki
niður meðan beðið er eftir
endurnýjun fluigflotans.
ic SKOTTHÚFAN ENN
Lending Björns Pálssonar
og vísindamannanna í Surtsey
hefur vakið töluverða athygli,
enda þótt Surtsey sé hætt að
vekja athygli — hversu líflegur
á mánuði í bæjum og kaupstöð-
um, en kr. 132.— á mánuði i
sveitum. Margfalda skal mánaða-
fjölda með 165 eða 132, eftir þvl
sem við á, og færa útkomu í kr.
dálk. Frítt fæði sjómanna er und-
anþegið skatti og útsvari og fær-
ist því ekki hér. Ef framteljandi
fær greitt kaup fyrir heimilisstörf
reiknast fæði og húsnæði til
tekna.
c. Fatnaður eða önnur hlunn-
Framhald á bls. 17
sem Surtur er. Einhver sagði að
þessi flugleiðangur hafi verið
gerður út til þess að koma í veg
fyrir að Sigurður Þórarinsson
færi á bólakaf við ströndina
— og týndi höfuðfati sínu. En
menn geta týnt höfuðfatinu og
öllum fjandanum þótt þeir lendi
ekki við Surtsey. í gær týndi
óg t.d. bílnum mínum og leitaði
lengi á öllum bílastæðum og
götum í kring um Morgunblaðs-
húsið, en fann ekki. Það var
komið myrkur og þess vegna
gafst ég upp á endanum — og
fór heim í mat. En það fyrsta.
sem ég sá, þegar ég kom heim,
var bíllinn, sem ég hafði auð-
vitað aldrei farið á í bæinn.
Þetta eru svo sem engin tíð-
indi. Ég nefni þetta bara til
þess að sýna fram á að fólk
getur týnt öðru en húfu og
vettlingum, jafnvel miklu
merkilegri hlutum — og þvi
ekki ástæða til að tönglast
óendanlega á því að Sigurður
Þórarinsson.hafi týnt skotthúfu
sinni.
6 y
12 v
24 y
32 y
spennustitlar, í miklu
úrvali.
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Vesturgötu 3. — Sími 11467.