Morgunblaðið - 21.01.1965, Síða 10

Morgunblaðið - 21.01.1965, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. jan. 1965 Dr. Sturla Friðriksson, erfðafræðinsur, sérfræðingur við Búnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans svarar á þessa leið: . Á SEI'NNI hluta 18. aldar hófst vakningartímabil vís- indalegra rannsók.na hér á landi með náttúruskoðunum og könnunum þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarni Pálsson- ar og sjálfstæðum náttúru- rannsóknum Sveins læknis Pálssonar, sem marka tíma- mót í sögu landsins. Allt frá þeim tíma fram á okkar daga hefur átt sér stað hægfara en stöðug þróun á sviði vísinda- legra rannsókn hér á landi, en örust hefur þessi þróun orðið eftir lok síðustu heimsstyrj- aldar, þegar æ fleiri íslending- ar taka að sækja nám við er- lenda háskóla og kynnast fjöl- þættari námsgreinum en þeir höfðu áður átt kost á að nema. Þessir menn veita nýju þekk- ingarflóði inn í landið og flytja þjóðinni sýnishorn af þeirri miklu þróun, sem átt hefur sér stað meðal stór- velda á sviði raunvísinda. Þjóðin hefur þó vart enn áttað sig að fullu á því hvern- ig hún á að bragða við og nýta allt það nýjungaflóð og hvernig hún má bezt heim- færa það íslenzkum staðhátt- um. Við íslendingar gerum okk- ur þó fylllega grein fyrir því að til þess að geta kallazt menningarþjóðfélag í dag verðum við að tileinka okkur tæknilega raunvísindalega þekkingu. Að öðrum kosti dragst þjóðin afturúr í sam- keppni fyrir bættri lífsaf- komu. Frumskilyrði fyrir þvi að íslenzk raunvísindi megi efl- ast tel ég vera menntun hinn- ar upprennandi æsku. Skóla- kerfi okkar hefur lagt litla alúð við að kenna grundvallár- atriði náttúruvísinda þannig, að þau séu aðlaðandi eða að- gengileg fyrir nemendur. Það er ekki viðunandi að kennd séu grundvallaratriði náttúru- fræði án þess að nemendum sé gefinn kostur á því að kynnast viðfangsefnunum af eigin reynd með verklegum æfingum í ríkari mæli en nú er gert. Sömuleiðis þurfum við að endurskoða námsbóka- kost þann sem nú er notast við. Mér er kunnugt um að erlendir unglingaskólar hafa mim aðgengilegri námsbæk- ur en hér er völ á auk þess sem almennan fróðleik um námsgreinar er að finna í fjölda læsilegra handbóka. Samfara aukinni og bættri undirstöðumenntun í náttúru- fræði í menntaskólum er nauðsynlegt að efla raunvís- indarannsóknir og kennslu víð Háskóla íslands. Við mun- um aldrei geta veitt fræðslu í öllum þeim fjölda náms- greina, sem er á færi stór- skóla milljónaþjóða og þess-. vegna verður ávallt nauðsyn- legt að nokkur hluti stúdenta leiti úr landi til frekara náms. En við höfum hvorki efni á því að senda allan hinn ört- vaxandi stúdentahóp út til grundvallarnáms, sem auðvelt væri að kenna hérlendis, eða hitt að láta reynzlu þeirra manna fara forgörðum, sem tekizt hefur með íslenzkum rannsóknarstörfum, að heim- færa erlenda þekkingu sína við hérlenda staðhætti. fs- lenzk náttúra er svo sérstæð um margt, að þekkingin á nýtingu hennar verður aðeins að litlu leyti numin á erlend- um vettvangi. Hér hafa þróazt nokkrar rannsóknastofnanir á sviði náttúruvísinda sem vinna að skildum viðfangsefnum og eflast þær hver á kostnað hinnar ‘með þeim takmörkuðu fjárveitingum, sem nú eru ætl- aðar til raunvísinda. Það er skoðun mín að við "eigum að sameina krafta þessara stofn- ana til uppbyggingar öflugrar náttúrufræðideildar við Há- Skóla íslands, en ekki að sundra þeim tengslum, sem eru milli undirstöðurannsókna oig hagnýtra rannsókna eins og meðal annars er gert ráð fyrir í frumvarpi um rann- sóknamál, sem nú liggur fyrir Alþingi. Þessar tvær hliðar raunvísinda eru svo samflétt- aðar, að þær þurfa að haldast í hendur til þess að styðja og uppbyggja hvor aðra. Sem starfsmanni Atvinnudeildar Háskólans, mundi mér til dæms finnast það illa farið, að lo'ks þegar Háskóli íslands hefði hug á, eftir 25 ára af- skiptalitla sambúð, að nýta krafta Atvinnudeildarinnar, væru stofnanirnar einmitt al- gjörlega slitnar úr tengslum hvor við aðra með laigaákvæði. Atvinnudeild Háskólans var upphaflega ætluð sem raun- vísindadeild við Háskóla ís- lands og það er orðið tíma- bært, að sú hugsjón sé endur- vakin og að samfara henni sé hafin kennsla í náttúrufræði og landbúnaðarvísindum við Háskóla íslands, meðal ann- ars til þess að stöðva þá öfug- þróun, sem, er að skapast í rannsóknum og kennslu þeirra greina hér á landi. Rannsó'knarsérfræðingum er að vísu heldur i nöp við að þurfa að eyða tíma sínum í 'kennslu, en á móti kemur nánara samband milli náms- greinarinnar og rannsóknar- starfsins. Auk þess er hverri rannsóknarstofnun nauðsyn- legt að hafa nemendum á að Skipa til þess að vinna að úr- lausnum sérstakra viðfangs- efna. Þetta samband milli nemans og vísindamannsins er eitt hið þýðingarmesta at- riði, ekki sízt þar sem skort- ur er á aðstoðarfólki. Við er- lendar stofnanir, þar sem meira er um aðstoðarfólk en hér, er fjöldi nema, sem gera skil verkefnum, er annars væru látin óunnin. Margt þeirra nema, sem út- skrifast úr væntanlegum raunvísindadeildum Háskóla íslands yrðu velhæfir boðber- ar innlendrar niðurstaðna sem kennarar unglinga og menntaskóla og ráðunautar á sviði atvinnuveganna. Eiga þeir ásamt tæknimenntuðum mönnum að hagnýta visinda- legar þekkingar hér á landi. Okkur fslendingum er nauð- synlegt að efla raunvisinda- starfið til þess að við getum lifað hér sómasamlagu lífi. En við eigum auk þess að geta lagt umheiminum ýmsa áður óþekkta þekkingu af mörk- um vegna sérstöðu okkar lands og okkar þjóðar. Og svipað því sem hugvísindi okkar hafa sérstöðu, ætti hér á landi að geta skapazt há- borg ákveðinna greina raun- vísinda. Svo sem á sviði jarðfræði, erfðafræði, sumra greina lækpisfræði og land- búnaðarvísinda norðurbygtgða. Sturla Friðriksson. Trausti Finarsson svarar spumingunni þannig: Þetta er geysilegá yfirgrips- mikið efni og í stuttu svari eins manns getur varla rúm- ast annað og meira en sú hlið spurningarinnar, sem honum er ofarlega í huga. Það sem fyrst verður fyrir hjá mér eru viss atriði varðandi eðli og innri. lögmál vísindalegra rannsókna otg hvaða ljósi þau geti varpað á aðalspurninguna. Vísindalegar rannsóknir eru að nökkru leyti í ætt við iðn- að eða önnur þau störf, sem menn geta unnið með fullum árangri þegar vissrar undir- búningsþekkingar hefur verið aflað. En að nokkru leyti eru þær í ætt við listsköpun og velta að því leyti algerlega á hugsmíðum einstaklinga. Þennan þátt vil ég fyrst ræða nokkuð. Þegar ég var við há- skólanám á árunum kringum 1930 stóð mikill ljómi um ýmsa einstaklinga, menn sem með frábæru hugviti báru raunvísindi, einkum, eðlis- fræði, fram á leið í stórum skrefum. Ég nefni hér nöfn eins og Planck, Einstein, Bohr og Heisenberg, sem allir kann- ast við. Engum manni gat blandast hugur um, að það var fyrst og fremst hinn ein- stæði sköpunarmáttur hjá slíkum mönnum, sem lyfti eðlisfræði stig af stigi á hærra svið. Þeir snertu efniviðinn, sem fjöldinn hafði framleitt með töfrasprota og igáfu hon- um form og inntak. Ef við tökum aðeins Heisenberg sem dæmi þá má fullyrða, að hann margsannaði það, að hann sem ungur maður milli tví- tugs og þrítugs gat upp á eigin spýtur leyst hinar erf- iðustu ráðgátur eðlisfræðinn- ar, sem skipulögð samvirk rannsókn hópa af færustu mönnum réð ekki við. Hann sannaði, að í heimi raunvís- inda er sköpunargáfa eins manns afl, sem ekki verður jafnast á við með þekkingu, mannfjölda og skipulaigningu, fremur en listaverk mikils meistara er hægt að meta í dagsverkjum venjulegra kunnáttumanna. Auk þess sem þýðing ein- staklinga fyrir framþróun vís- inda hefur blasað við, hefur það einnig vakið menn til umhugsunar hversu ungir afburðamennirnir hafa verið, þeir unnu sín mestu afrek yfirleitt milli tvítugs og þrí- tugs. Þeir höfðu þá ekki öðl- azt reynslu né sankað saman allri þekkingu eldri manna, en þeir áttu annað, sem reynd- ist mikilvægara, sköpunargáf- una. Sumir hafa ályktað, að andlegu atgerfi hnigni eftir 30— 35 ára aldurinn, en mér er nær að halda, að annað valdi hniignun afreksmann- anna, nefnilega það, ■ að þeim hafa verið falin verk, sem beindu þeim inn á aðrar brautir. Heisenberg voru falin hin æðstu skipulagningar- og stjórnarstörf í eðlisfræði síns lands, honum var breytt í dug- legan forstjóra, sem ekki hafði tíma til grúsks. Og þó — sem betur fer verður hann einstöku sinnum rúmfastur (hans eigin orð) og þá notar andinn tækifærið qg skrepp- ur til hans. Hvað er hægt að géra til að efla þennan mikilvæga þátt raunvísinda? Eitthvað svipað og gert er fyrir æðri listir, að viðurkenna gildi hans og til- verurétt og skapa honum lífs- skilyrði. Þessi þáttur getur þróast við margháttaðar kring umstæður, en yfirleitt er það svo, að aðaljarðvegur hans eru háskólarnir, miðstöðvar kennslunnar, þar sem sífeld krufning á vísindalegum við- fangsefnum fer fram. Það þarf að vera mötguleiki fyrir okkur til að tengja skapandi menn við háskólann. Tak- mörkuð kennslu- eða önnur starfsskylda álít ég að sé ' holl. Hún gefur manninum þá tilfinningu, að hann hafi gert skyldu sína og gerir hann algerlega frjálsan þess utan að gefa sig hugmyndunum á vald. Þá kem ég að hinum þætti vísindanna, sem meta má að verulegu leyti í dagsverkum, mannafla, tækjakosti otg fjár- magni. Ég segi að verulegu leyti, því eðli málsins sam- kvæmt reynir á sköpunargáfu í vísindastarfi. Þegar verk- fræðingur ætlar að byggja brú þá veit hann fyrirfram að hverju stefnt er og að verkið er vinnanlegt. En þegar vís- indalegt verk er hafið er margt í óvissu um útkomuna. Fara þarf fram gagnasöfnun eftir mati um það hvað rnesta þýðingu hafi og síðan úr- vinnsla og ályktanir, sem unnt sé að draga. Eigi að síður hafa í hverri vísindagrein mótast höfuðlínur um starfið, vinnuaðstaða, tækjakostur, sérmenntað aðstoðarfólk. Og þegar um er að ræða að byggja upp greinar frá byrjun er hægt að leita fyrirmynda til eldri stofnana á því sviði. Þannig er hægt að skipuleiggja mikinn hluta starfsins og gera kostnaðaráætlun. Á síðari tímum hafa raun- vísindin þróazt í það að verða veigamikill og sívaxandi þátt- ur í hverju þjóðfélagi, grund- völlur atvinnuvega og tækni- legra framfara. Það þýðir að ríkisvaldið hlýtur að láta þau mjög til sín taka og hefur það m.a. komið fram í því að nú eru komnir sérstakir vísinda- málaráðherrar í ýmsum ríkis- stjórnum. Þetta leiðir að sjálf- sögðu til áætlana um þörf á rannsóknum og fjárframlög- um til þeirra og til stórauk- inna fjárframlaga. Um leið hefur hinsvegar fjölgað aðil- um að stjórft og skipulagningu raunvísinda, sem aftur leiðir óhjákvæmilega til vissrar spennu, sem lítið eða ekki bar á áður og minna hlýtur að gæta í hugvísindum. Skoða- anamunur verður milli þeirra, sem miða vilja við bein hag- nýt sjónarmið, en þeir ráða gjarnan yfir fjármaigninu, og hinna sem bæði telja að þekk- ingarleit sé markmið í sjálfu sér og um leið að slík þekk- ingarleit sé að minnsta kosti í lengd, ef ekki einnig í bráð, happadrýgst, einnig frá hreint hagnýtu sjónarmiði. Þessi spenna er sumstaðar talin verulegt og vaxandi vanda- mál. Hún er ekki alveg óskyld þeirri spennu, sem skapast þegar ríkisvaldið upp- igötvar, að listir séu máttur, sem þurfi að skipuleggja með þarfir ríkisins fyrir augum. Að sjálfsögðu hljóta vísinda- menn að fagna því að eiga að bakhjalli ríkisvald, sem vill vöxt vísindanna sem mestan, en það er um leið nauðsynlegt að sú staðreynd sé viðurkennd, að visindin lifa og blómgast eftir eigin lögmálum. Það er óhjákvæmilegt að virða og viðurkenna þau sem sjálfstæð- an þátt í þjóðfélaginu. Ef við spyrjum nú hvað séu eða eiigi eðlilega að vera ís- lenzk raunvísindi þá er ann- arsvegar á það að líta, að ís- lendingur hlýtur að hafa alveg sömu innri þörf fyrir þekking- arleit og annarra þjóða menn, en hinsvegar hljóta möguleik- ar hans til að hafa atvinnu í sambandi við hana að vera þröngir vegna smæðar þjóðar- innar. Það má kalla það skerð- ingu á rpöguleikum að geta ekki lifað hér á ið'kun þröngra sérgreina. En takmörkun á slíkum möguleikum er í sér- hverju landi þótt á mismun- andi hátt sé. Það á t.d. við um rannsókn á náttúru landanna að menn haida sig að lang- mestu leyti við sitt eigið land. Þetta má kalla skerðingu á rannsóknarsviði, en fáum mun finnast það, því kjarni máls- ins er sá, að rannsakandi verður að hafa aðgengilegan efnivið, það er honum megin- atriði. Það er þetta, sem alveg sjálfkrafa hlýtur að beina meginþorra íslenzkra raunvís- indamanna að íslenzkum verk- efnum, þó ekki kæmi fleira til, og halda augum þeirra opnum fyrir því, að hér er gnægð Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.