Morgunblaðið - 21.01.1965, Síða 22
MORGU N B LAÐIÐ
Fimmtudagur 21. jan. 1965
22
Reiði vegna kaupa Skota
á norrænum leikmönnum
Ensk stórblöb blanda sér 1 málið en
litlar breytingar eru liklegar
INNFLUTNINGUR norrænna
knattspymumanna til Skotlands
er nú farin að vekja athyg-li I
enskri knattspyrnu og enskir
íþróttafréttamenn rita mikið um
málið. Fram til þessa hafa þeir
látið málið afskiptalaust en und-
anfarna daga hafa skrif um „Vík-
inga-innflutninginn“ fyllt marga
dálka stóru blaðanna.
í gær Skrifuðu íþróttafrétta-
menn ,,Times“ og „Daily Mail“
um tilkynningu frá sambandi
skozkra knattspyrnumanna. þar
sem segir að rætt verði um inn-
flutning norrænna leikmanna á
fundi n.k. sunnudaig. Fyrirsögnin
er „. . . Skandinavisk innrós ógn-
ar skozkri knattspyrnu" skýrir
skozkur knattspyrnusérfræðing-
ur ástandið í grein í Times.
Orsök þess að skozk félög líta
til leikmanna á Nor'ðurlöndum
er augljós. Um margra ára skeið
bafa skozku liðin misst hverja
stjörnuna af annari til ensku fé-
laganna. Þess vegna hafa skozku
félögin orðið að leita á ný mið
til að viðhalda „standardinum“.
• Fjárhagslegur ágóði.
Fjórhagslega séð ligigja Norð-
urlöndin vel vi'ð hjó Skotum.
Þar er hægt að fá úrvals leik-
menn fyrir 5—600 þús. ísl. kr.
en jafningi hans í Skotlandi er
keyptur til enskra liða fyrir
kannski 6 sinnum hærri upphæð.
Annar kostur er að geta skozkra
liða hefur aukizt við komu'hinna
norrænu leikmanna. Þeir hafa
reynzt hinir ágætustu hæfileika
menn og þeirra vegna hafa þeir
Skotar sem í liðunum voru fyrir
orðið að leggja hart að sér til
að halda stö’ðum sínum í liðun-
um. í þriðja lagi hefur koma
Ihinna norrænu manna aukið að-
sókn áhorfenda að leikjunum og
bætt fjárhag skozku liðanna.
Times lýkur greininni með því
að segja að flutningur norrænna
leikmanna til Skotlands sé jafn-
heilbrigður og flutningur skozkra
leikmanna til enskra liða. Blað-
ið segir að án efa muni fleiri
norrænir leikmenn koma til Skot
lands í náinni framtíð. Það eina
sem gæti komið í veg fyrir það
væri að lagður yrði t.d. 15%
„innfluytningsskattur" á kaup
skozkra liða á norrænum leik-
mönnum.
• Engar aðgerðir.
Daily Mail skrifar undir fyrir-
sögninni .,Er noikkur sem vill
kaupa sér víking?“ hvort ekki sé
ástæða til fyrir atvinnumálaráðu
MOLAR
Cardiff City og Real Zara-
gossa léku fyrri leik sinn í 8
liða úrslitakeppni um Evrópu
bikar bikarsigurvegara, í Zara
gossa í gær. Eftir 12 mín. stóð
2—0 fyrir spánska liðið. En
Cardiff-mönnum tókst að
jafna og leik lyktaði 2—2.
18 ára gamall Norðmaður
Tor A. Wiersdalen setti nýtt
norskt unglingamet * lang-
stökki án atrennu innanhúss.
Ilann stökk 3.45 m. Viku áður
setti hann unglingamet í há-
stökki án atrennu, stökk 1,72
m. og átti góðar tilraunir við
l. 75.
Vitali Kunarev, 26 ára gam
all rússneskur spretthlaupari
setti óstaðfest heimsmet í 100
m. hlaupi innanhúss í Lenin-
grad s.l. sunnudag. Hann hljóp
á 10.3 sek. Á sama móti stökk
Igor Feldes 4.50 m. í stangar-
stökki.
neytíð að skipta sér af þessum sí-
vaxandi innflutningi. Greinarhöf-
undur hefur snúið sér til ráðu-
neytisins í London og fengið þau
svör að ráðuneytið sæi ekki frek
ari ástæður til afskipta al mál-
'
inu ,svo lengi sem geta hinna
Framhald á bls. 23.
„Ég vil fá hvítan
andstæðing“
segir Cassius Clay
CASSIUS Clay lét svo um mælt
ó dögunum að vandamál hnefa-
leikaíþróttarinnar væri „að skort
ur væri á hvítum' mönnum sem
eitthvað gætu. Ef þeir fyrirfynd
ust myndi áhugi fóliks á íþrótt-
inni aukast mjög. Clay lét þessi
orð falla í hádegisverði sem
iþróttafréttamenn, sem um hnefa
leika skrifa, buðu til. Clay sagði
að væri fleiri að finna í hnefa-
leikunum eins og Gene Tunney
og Jack Dempsey (iþiir voru báð
ir viðstaddir) og ég til að berjast
við þá, þá væri hægt að stofna
til kappleikja sem gæfu 30
millj. dollara í inntekt.
„Við þurfum fleiri hvíta sem
eitthvað geta. Þess vegna er ég
að vona að „þvottakonan" (en
svo kallar Clay Kanadamanninn
Chuvalo) _ sigri Floyd Patterson.
Þá lendi ég á móti hvítum and-
stæðingi. Fólkið myndi kjósa
frekar að það væri hvítur og
svartur sem berðist um titilinn“.
Clay var aðalmaður þessa sam
kvæmis. Allir snerust um hann
en þó voru meðal viðstaddra
margir heimsfrægir garpar svo
og þingmenn og ráðamenn.
m
Sundsvæöið tilbúið á næsta ári
SUNDLAUGARBYGGGING-
IN í Laugardal tekur nú
stökkbreytingum. Feiknlegur
uppsláttur hefur risið þar síð-
ustu mánuðina, en hann stend
ur undir mótum að þaki áhorf
endastúkunnar. Var allt verk
ið boðið út fyrir nokkrum ár-
um og m.a. samið um smíði á
þaki stúlkunnar. Með núver-
andi verðlagi var þó tilboðið
ekki raunhæft, en verktakinn
vildi standa við það og hóf
smíði þess, þó um það hafi
hafi verið rætt af ráðamönn-
um að fresta gerð þaksins. En
nú er ljóst að allri steypu-
vinnu við laugina verður lokið
með vorinu. Verið er að hefja
vinnu við innréttingu á
kvennaklefum og síðan verð-
ur gengið að karlaklefum.
Senn verður hafin smíði á
klórtækjum fyrir laugina en
smíði þeirra og uppsetning
tekur um það bil ár. Miðað
er að því að allt sundsvæðið
verði tilbúið á árinu 1966.
Myndin sýnir uppsláttinn
undir þak stúkunnar. Sjá má
og göngubrúna yfir vaðlaug-
ina og tröppurnar niður í vað-
laug barna.
Jóhonn
Vilbergsson
þjólfor
skíðamenn
JÓHANN Vilbergsson frá Siglu-
firði þjálfar í vetur skíðamenn
f. h. Skíðasambands íslands og
um þessar mundir fer þjálfun
fram hjá Reykjavíkurfélögunum
og fer kennsla fram hjá eftir-
töldum félögum sem hér segir:
Þriðjudag, 19. janúar, Ármann
Miðvikudag 20. jan. Skíðaskálinn
Fimmtudag, 21. janúar Ármann
Föstudag, 22. janúar K.R.
Laugardag, 23. janúar K.R.
Sunnudag, 24. janúar K.R.
Mánudag, 25. janúar K.R.
Þriðjudag, 26. janúar Ármann
Miðvikudag, 27. janúar Ármann
Fimmtudag, 28. janúar Ármann
Föstudag, 29. janúar Í.R. og Vík.
Laugardag, 30. jan. Í.R. og Vík.
Sunnudag, 31. janúar Í.R.
Mánudag, 1. febrúar Í.R.
Þriðjud. 2. febrúar Skíðaskálinn.
Ferðir verða síðar auglýstar
nánar af skíðafélögunum.
Hjónaband nefbrotins
hnefaleikara í hœttu
vegna þess hvað hann hrýtup óskaplega
MAÐUR er nefndur Keith Lee
og er áhugahnefaleikari í Eng
landi. Nefið á honum er í
átján hlykkjum, enda var
hann nefbrotinn í hnefaleik-
um fyrir mörgum árum, en
að öðru leyti er þetta hinn
vörpulegasti náungi. Hann
hefur samt engar áhyggjur af
lýti sínu, því að ekki eru allar
ástir í andliti fólgnar, eins og
sagt er, og fyrir nokkrum
mánuðum festi nann sér konu,
stúlku að nafni Pam, er hann
gekk svo að eiga fyrir tólf
vikum.
En þegar á brúðkaupsnótt-
ina komst þriðji aðili upp á
milli hjóna: nef húsbóndans.
Gamla, ljóta, brotna nefið er
nefnilega með þeim ósköpum
gert, að eigandi þess lírýtur
ofboðslega. Hrotudrunurnar
eru háværar og langdregnar,
svo að Pam getur ekki sofið
fyrir skarkalanum.
Minnstu munaði, að hrot-
urnar eyðulegðu brúðkaups-
ferðina algerlega fyrir vesa-
lings Pam. Þau voru sjö daga
í ferðinni, og þegar þau komu
aftur heim til Exeter, var frú-
in búin að fá blakka bauga
undir bæði augu af vökum og
andstreymi þess vegna.
Hún reyndi að vinna bug
á svefnleysinu með ýmsum
ráðum. Hún setti upp hlustar-
hettur og eyrnaskjól, át gríð-
arlega mikið af svefntöflum,
kleip Keith í nefið, tróð baðm
ullarhnoðrum upp í nasir á
karli og límdi sárabindi yfir
munninn á honum.
Ekkert dugði. Keith skar
hrúta sem aldrei áður.
Að lokum greip unga frúin
til örþrifaráðs, sem telja verð
ur óvenjulegt meðal nýgifts
fólks: Hún rak Keith úr rúm-
inu og lét hann sofa í öðru
svefnherbergi. Það kom þó
fyrir ekki. Hvalablásturinn,
lúðraþyturinn og hryglukorrið
heyrðist inn til hennar og hélt
fyrir henni vöku.
Nú voru læknar kvaddir til
ráða. Hið 33ja ára gamla nef
Keiths var grandskoðað af
færustu doktorum, sem kváðu
upp þann úrskurð, að brjósk-
flögur, sem brotnað höfðu og
raskazt við heljarmikið hnefa-
högg fyrir löngu, skelltust til
og frá í skakka nefinu og trufl
uðu eðlilega öndun. Ákveðið
var að höggva og skera í nef-
ið.
Aðgerðinni eða viðgerðinni
lauk með uppskurði s.l. þriðju
dad (19. jan.). Keith sagði við
íiþróttafréttaritara og aðra
blaðamenn að homum loknum:
„Ég vona, að nú falli allt
í ljúfa löð, þótt mér séu enn
að berast kvartanir um hrot-
ur mínar frá öðrum sjúkling
um í sjúkradeildinni eftir upp
skurðimn.
É|g hef hrotið vel og lengi,
— árum saman, að því er ég
bezt veit, en ég hef aldrei
haft nokkrar áhyggjur af því,
enda alltaf sofandi á meðan".
„Ég er önnur og ný kona“,
sagði Pam. „Meðan Keith hef
ur verið í sjúkrahúsi, hef ég
átt beztu nætur hjónabands-
ins ti-1 iþessa. Ég hef sofið eins
og steinn.
Hefði ég vitað, að hann
hryti svona stórkostlega alla
liðlanga nóttina, þá hefði ég
aldrei gifzt honum, svei mér
þá“, segir hún Pam litla.
Hvað er hægt að læra af
þessu? Að hnefaleikarar gifti
sig, áður en þeir láta nef-
brjóta sig.