Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADID Fímmtudagur 18. febrúar 1965 ÚTVARP REYKJAVÍK SUNNUDAG, 7. febrúar, hóf Hannes Jónsson, félagsfræðing- ur, að ræða fjölskyldu- og hjú- skaparmál. Mun hann flytja er- indaflokk um það efni næstu sunnudagseftirmiðdaga, og er hlustendum vinsamlega bent á að hafa eyrun hjá sér um það leyti (kl. rösklega 1). Hannes er fróðleiksmaður í sínu fagi og flytur mál sitt vel og skipulega. Og efnið er hið girnilegasta til fróðleiks. „Síðustu ernir eystra" nefndist skemmtilegur samtalsþáttur um kvöldið. Ræddi þar Stefán Jóns- son, fréttamaður, við alnafna sinni, hreppstjóra í Hlíð og Einar Eiríksson frá Hvalsnesi, þann sem fékk ákúrur fyrir að hlægja að Vilhjálmi Þór í út- varpið um árið. Athyglisverð var sú kenning Einars, að „lodd- an“ (þ.e. örninn) væri smátt og smátt að leggja Vestfirði í eyði og ætti drýgstan þátt í fólksflutn ingum þaðan. Vonandi tekur loddan upp civiliseraðra hátterni, eftir að hinn tilvonandi mennta- skóli er tekinn til starfa á ísa- firði. Dag og veg á mánudagskvöld annaðist Haraldur Hamar blaða- maður. Hann drap m. a. allmikið á atvinnu- og verzlunarmál okk- ar og hvatti til vaxandi fræðslu meðal almennings um vöruvönd- un og maTkaðsmál. Fagnaði hann því, að stofnsett hefði verið ís- lenzk verzlun í New York, væri það stórt skref, sem vonandi boð- aði annað meira. Sama mætti segja um íslenzkt veitinga- og verzlunarhús í London, sem mun ráðgert að koma á fót. Allt mið- aði þetta m. a. að því að kynna útflutningsvörur okkar. Haraldi þótti að vonum ekki nógu mikið að því gert að full- vinna útflutn- ingsvörur okkar hér heima, til að auka útflutnings verðmæti þeirra. Nefndi hann t d., að Svíar seldu peysur úr íslenzkri ull við góðu verði í Bandaríkj unum. Miklu víðar kom Haraldur við, rakti meðal annars ýmsar tækm- legar framfarir. Nú ku þeir í Bandaríkjunum vera að undir- búa smíði á farþegaþotum, sem bera 700 manns. Er í ráði, að þæri verði fullbunar innan fárra ára. — Já mikill er máttur vís- indanna hjá börnum jarðarinnar. Haraldur Hamar lauk máli sínu með þessum orðum: „Síld í guano er ekki töfraorð tuttugustu aldar, jafnvel ekki á íslandi. í þættinum „Tveggja manna tal“ siðar um kvöldið átti Matt- hías Johannessen, ritstjóri, við- tal við Halldór Hansen, yfir- lækni á Landakotsspítala. >ar bar margháttaðan fróðleik á góma, og verður fátt eitt talið. Halldór ólst upp við fremur fá- tækleg kjör hjá ekkju móður- bróður síns, Rebekku Tómasdótt ur, eftir að hann hafði misst móð ur sína misserisgamall. En þessi fóstra hans reyndist honum mjög Haraldur Hamar vel, og fyrir tilstyrk góðra manna og eigin atorku komst hann tii mennta og nam læknis- fræði, meðal annars í Danmörku. Árið 1916 hóf hann síðan læknis- störf á Landakotsspítala og hef- ur starfað þar síðan. Landakots- spítali hafði verið tekinn í notk- un 1. sept. 1902, og varð þá Guðmundur Magnússon þar aðal læknir, en auk hans störfuðu þar læknarnir Guðmundur Björns- son, síðar landlæknir, og Stein- grímur Matthíasson. Allt voru þetta kennarar Halldórs, og var hann hrifnastur af Guðmundi Magnússyni sem kennara. „Það var hrein nautn að læra af hon- um“ sagði Halldór. Mest mun Halldór þó hafa lært af Matthíasi Einarssyni lækni, enda byrjaði hann að starfa und- ir handleiðslu hans í Landakoti. Matthías var brautryðjandi í skurðaðgerðum á Landakotsspít- ala, mjög áræðinn í þeim sökum, og heppnuðust aðgerðir hans yfir leitt vel. Hann var svo skarp- syggn á sjúkdóma, að það var ekki laust við, að ég öfundaði hann, sagði Halldór. Aðspurður viðurkenndi hann þó, að skammt gæti verið milli öfundar og að- dáunar. Matthías lýsti nú eftir minnis- stæðum atvik- um af læknis- ferli Halldórs Tvö atvik voru honum þar einna minnis- stæðust. Annað var það, er ir ,, ,. _ hann varð að Halldor Hansen skera Einar Jónsson, myndhöggv ara upp á hefil-bekk og við hin frumstæðustu skilyrði á Galta- felli 27. júlí 1935. Hafði Einar fengið lífhimnubólgu vegna sprungins botlanga. Allt lán- aðist þó vel. Hitt atvikið var það, að árið 1940 var hann kallaður frá skála- glaumi, til að gera keisaraskurð á konu í bamsnauð. Var það í eina skiptið er hann neyddist til að gera skurðaðgerð undir áhiifum áfengis og í eina skiptið, sem hann hefur gert keisara- skurð. En allt fór vel. Bæði kona og barn lifðu og lifa enn í dag. Að lokum spurði Matthías, hvaða heilræði Halldór vildi gefa mönnum eftir sína miklu reynslu sem læknir. „Þetta er mikil samvizkuspurning" svar- aði yfirlæknirinn, en hann svar- aði henni svo, að eitthvert mesta böl manna væri óttinn. Ef hægt væri að losa fólk við óttann, væri mikið unnið, hann lægi eins og farg á fjölda fólks og eyði- legði líf þess. Lokaorð hans voru þessi: Tempiff yffn rvarúff, rekiff óttann á flótta. Á miðvikudagskvöldvökunni lauk Arnór Sigurjónsson hinum fróðlega erindaflokki sínum um Ás og Ásverja. Lesnar voru þjóð sögur. Þá voru skáldskapnum gerð nokkur skil. Baldur Pálma- son flutti kvæði um Surt og Surtseyjarrímu, eftir Sveinbjörn Benónýsson í Vestmannaeyjum. Voru einkum vísurnar bráðsnjall ar, enda fór Baldur ágæta vel með þær, þótt ekki kvæði hann þær. Það gerði hins vegar næsti ræðumaður, Auðunn Bragi, en hann kvað visur eftir föður sinn, Svein Hannesson frá Elivogum, í lok kvöldvökunnar. Sveinn er látinn fyrir næfellt 20 árum. Var hann einhver snjallasti hagyrð- ingur á Norðurlandi um sína daga. Hjálmar R. Bárðarson lauk að segja frá björgun sænska orustu- skipsins „Vasa“ á fimmtudags- kvöldið. Sú björgun kom að vísu nokkuð seint, eða um 330 árum, eftir að skipið sökk. En ýmis merkilegur, sögulegur fróðleikur var þó halaður á land, jafnhliða skipinu. Vasa var 50 metrar á lengd, en 12 á breidd. Talið er, að fallbyssur skipsins hafi í hæsta lagi dregið 700 metra, og þóttu þær þó fullkomnar á þeirra tíma vísu. — Fróðlegt erindi. Sama kvöld var þátturinn „Raddir skálda“, helgaður Stefáni Herði Grímssyni. Meðal annars viðtöl við skáldið, en þess á milli lesið úx kvæðum þess. Voru þar bæði rímuð og órímuð ljóð á boðstólum. Stefán, sem mun upprunninn í Skafta- fellssýslum, gerði heldur lítið úr Reykvíkingum, einkum þeim inn fæddu og taldi þá litla andans menn. Þeir litu niður á skáld eins og hunda. Þó væri að því leyti gott fyrir skáld að dvelja hér, að hér nytu þau mestrar einangrunarkenndar vegna fjöl- mennisins. Stefáni þótti íslenzk skáld- sagnagerð ekki hafa staðið með miklum blóma eftir 1360. Þó tilnefndi hann sem ágæta skáld sagnahöfunda Einar Kvaran, Jón Trausta, Grímsson Jón Thoroddsen og síðast en ekki sízt Halldór Lax ness, sem hann nefndi óskabarn íslenzkrar tungu. Ljóðagerð taldi hann hafa betur „hangið á sínu“ hér á landi. Af ljóðskáldum virt- ist hann einna hrifnastur af Tómasi, Steini og Magnús Ás- geirssyni. Jóhann Hannesson, prófessor, ræddi kenningar þýzka heim- spekingsins Kants á föstudags- kvöldið. Varð hann að fara mjög fljótt yfir djúpgrundaðar og flóknar kennisetningar um upp- runa og eðli hins góffa. Mér skilst, að Kant hafi talið góðan vilja mestu skipta, en síður hitt, ★ NÝTT ORÐ Hér er bréf úr Kópavogi: „Fyrir nokkru hnaut ég yfir nýyrði, sem ég las í blaðinu og gat ekki almennilega fellt mig við, en það var orðið „leik- teiknari," sem á að koma í stað orðsins „leiktjaldamálari," á þeim forsendum, að hið síðara sé ekki nægilega vel til þess fallið, að skilgreina athöfnina, sem það á að tákna, þar sem um annað og meira sé að ræða, en að mála leiktjöld, o.s.frv. Það kann að vera rétt, að orðinu „leiktjaldamálari" sé að einhverju áfátt hvað þetta snertir og að þörf sé fyrir nýtt orð, sem betur táknar þessa ákveðnu athöfn, en fæ þó ekki séð, að orðið „leikteiknari", sé til þess fallið að leysa það af hólmi, nema síður sé. Merking þess er bæði þrengri og óskil- merkilegri. Orðið „leiktjaldamálari," er þrátt fyrir allt breiðara að merkingu, vegna þess að þar er ótvírætt talað um leiktjöld, sem óhjákvæmilega tengir það við leiðsvið. Orðið „leikteikn- ari,“ gefur aftur á móti ekkert slíkt til kynna og hefði það staðið eitt sér og án skýringar, er vafasamt að menn hefðu gert sér grein fyrir, við hvað var átt, með notkun þess. Hins vegar hefði enginn villzt á orðinu „leiktjaldateiknari.“ Það er þó ekki álit mitt, að taka beri það orð fram yfir orð ið „leiktjaldamálari," því að þrátt fyrir ófullkomleika þess, mun það þó hinu öllu fremra. En------, ef það er álit manna, að breyta beri nafni þessarar virðulegu stéttar, er ef til vill mögulegt að finna annað orð, sem betur hentar og í því sam- bandi kemur mér í hug orð, sem nátengt er leiksviðinu, en það er orðið „ljósameistari“, og í beinu framhaldi af því orðið „leiktjaldameistari,“ eða „leik- sviðsmeistarL" Virðingafyllst, Eggert E. Laxdal, listmálarL ★ TRYGGINGAR OG FRÁSKILDAR KONUR Hér kemur annað bréf — um ólíkt efni: „Kæri Velvakandi. Vegna þess, að ég held, að þú sért velvakandi og að þú getir jafnvel vakið aðra til umhugs- unar, sendi ég þér þessar lín- ur. Eins og þú veizt, liggur nú fyrir á Alþingi stjórnarfrum- varp um breytingar á almanna- tryggingalögunum. Var tekið til fyrstu umræðu þann 4. þ.m. í almannatryggingalögunum er liður er nefnist ekkjulífeyrir, samkvæmt þesum lið og í fram- kvæmd varðandi hann, hljóta aðeins þær ekkjur og fráskild- ar konur 50 ára, er orðið hafa viðskila við maka sinn, lífs eða liðin, eftir að þær urðu 50 ára. Á lífeyri þessum hvíla engin skerðingarákvæði, svo sem, of mikill auður, of háar tekjur, tímatakmörkun samvistar með maka, eða annað. Ég vil þakka þeim mönnum, sem unnið hafa að og komið í framkvæmd lög- þótt eitthvað gott kunni að leiða af því, sem ekki á sér uppsprettu í góðum vilja. Góður vilji var aff hans dómi góður í sjálfum sér, jafnvel þótt hann leiddi ekki beint gott af sér, sem hann hefur þó væntanlega gert ráð fyrir aff ætti sér stað í fleiri tilvikum. Hamingju taldi Kant ekki aðal- atriðL en gerði þó ráð fyrir, aff hamingjan kæmi sem afleiðing réttrar breyttni, sem ætti upptök í góðum vilja. Erindaflokkur próf. Jóhanns „Siðir og samtíð'- er með bezta útvarpsefnL sem flutt hefur ver- ið lengi. Efnið er ekki eingöngu siðaprédikanir, heldur eigi síður viðLeitni til hlutlægra skýringa á ýmsum siðgæðislögmálum, tíð- um sóttra til hinna fjölvísustu spekinga erlendra, en einnig aff sjálfsögðu með útlistingum prófessorsins sjálfs. — Þáttum hans er hins vegar helzti þröng- ur stakkur skorinn með tíma. f þættinum „Lög og réttur" þetta kvöld var einkum rætt um skaðabótakröfur, sem rísa kunna vegna brota á hjúskaparloforð- um. Sú eða sá, er getur sannaff brigðmælgi mótaðilja í þeim sök- um, getur stundum átt rétt til skaðabóta og mun algengara að konur eignist slíkan rétt. Venju- lega er um að ræða bætur vegna þess, að kona telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kaupa, t. d. húsgagnakaupa, til heimilisstofnunar, sem svo fcrst fyrir. En einnig getur komið til greina, að kona eignist rétt til eins konar „miskabóta“ eða bóta vegna „röskunar á stöðu og hög- um“, verði hún ófrísk af völdum fyrrverandL tilvonandi eigin- manns. Allt fer þetta þó mjög eftir atvikum, og skyldi enginn reisa neinar kröfur á þessari losara- Iegu endursögn minni. Ég birtl þetta án ábyrgðar, en þó meff góðum vilja. Ánægjulegt var að fylgjas* með setningu og fyrsta fundi Norðurlandaráðs, sem útvarpaS var kl. 11 árdegis á laugardag. „í vikulokin“ átti Jónas Jón- Framhald af bls. 19 boðnum tryggingum fyTÍr nefndar konur. En svo er annar hópur ekkna og fráskilinna kvenna, er ekki njóta þessa lög- boðna lífeyris, þótt þær séu 59 ára, en það eru þær konur er misst hafa maka sína og fyrir- vinnu heimilisins áður en þær urðu 50 ára. Þekkja ekki flestir dæmi um að einmitt þessar kon ur áttu oft þungan róður fyrir höndum og skiluðu erfiðu verkl oft við þröngan kost, einmitt á því tímabili, frá því að þær misstu maka sinn, þar til þær urðu 50 ára. Þetta er óskiljan- legt ,en satt, að núgildandl tryggingalöggjöf skiptir ekkj- um og fráskildum konum í tvo svo mjög ólika hópa, gagnvart ekkjulífeyri. Afturá móti fá all- ar þesar konur ellilífeyri, ef þær lifa að verða 67 ára. Ég og ótal fleiri, halda því fram, að þessi auðsjáanlegu mistök, varð andi áður nefnt, hljóti að stafa af vangá hjá þeim, sem með þessi mál hafa farið. En ef þeiiv sem með þessi mál fara, athugl nú þessi mál með Velvakanda, þá trúi ég, að bráðlega verðl lagt fram á þinginu frumvarp til breytinga á áðurnefndum lið í almannatryggingalögunum. Virðingarfyllst, Freyja."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.