Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 27
MORCUNBLAÐIÐ 27 Fimmtuclagur 18. febrúar 1965 Forníslenzkir sfjðrnufræðingar DANI nokkur sem eitt sinn var berbergisfélagi minn á sjúkra- !húsi, sá mig einhvemtíma vera að horfa til stjarna út um glugg- ann. Sagði hann mér !þá frá því, áð í bænum þar sem hann var uppalinn hefði verið maður með svipuð áhugamál. Hefði hann átt dálítinn stjörnukíki og oft farið út með hann á kvöldin, þegar stjörnubjart var, og stund- um staðið lengi við að skoða. En svo bætti þessi danski kunningi minn við: „Folk troede han var skör, fordi han kiggede stjern- er‘ — það var haldið hann væri ekki með öllum mjalla, af því hann var að horfa á stjörnurnar. Mér datt ýmislegt í hug, þegar ég heyrði þetta, og mér hefur oit dottið þetta atvik í hug síðan, en ekki skal orðlengja um það hér, heldur nefni ég þetta aðeins sem dæmi um það, hve tiltölu- lega fágætt það hefúr löngum verið, að menn gæfu gaum að stjörnunum, og hvaða álit þeir fáu máttu stundum búast við að fá á sig. Slíkir menn hafa verið uppi á ýmsum öldum og með ýmsum þjóðum og hefur gáfa þeirra eða viðléitni birzt á ýmsan hátt, eftir því hvernig á stóð, og eítir því hve djarflega og drengi lega var sótt fram hverju sinni. Að það voru slíkir menn, sem urðu frumhöfundar heimspeki og visinda með Forngrikkjum, er vel kunnugt, eins og líka það hvernig framhald varð af verki þeirra með þeim undirstöðuupp- götvunum, sem gerðar voru á Vesturlöndum löngu síðar. En hitt er líka jafnsatt að uppi hafa verið forníslenzkir stjörnufræí- ingar, þótt sjaldan hafi vist verið þannig til orða tekið. Um Einar bónda Eyjólfsson á Þverá (Einar Þveræing) segir svo í Ljásvetn- inga sögu: „Einarr var sjálfr ár- vakr ok ósvefnugr. Gekk hann oft út um nætr at sjá himintungl ok hugði at vandliga. Kunni hann alls þess góð skil“. Ég sé enga ástæðu til að bera brigður á þennan vitnisburð Ljósvetninga sögu (fremur en t.d. frásagnirnar af hinum forníslenzku landa- fundum, sem fáir munu nú rengj-a), og það því síður, sem frásögn Glúmu (27. kap.) bendir einnig til þess, að Einar hafi verið skarpskyggn athugandi — Eldflaug Framh. af bls. 1 Ranger 7. sendi fjölda mynda ef yfirborði tung'lsins til jarð- ar. Fyrirhugað er að Ranger 8 sendf um 4.800 myndir til jarð ar, og jafnframt búizt við að þær myndir verði enn skýrari en þær fyrri. Ranger 8 var skotið á loft kl. 16,05 í dag (ísl. tími) og var fyrsti áfanginn að komast á braut í 185 km. hæð frá jörðu. Þar „beið“ svo eld- flaugin í 12 mínútur þar til hún kom á tilætlaðan stað yfir Suður-Atlantshafi. Þá kviknaði á ?5ru þrepi eldflaug arinnar og Ranger 8 var kom- inn á rétta braut til tunglsins. Vegalengdin, sem Ranger 8 fer, er rúmlega 375 þúsund kílómetrar. náttúrufyrirbæra. Virðist mér einsætt að telja megi Einar hinn þriðja íslenzka stjörnufræðing, milli þeirra Þorsteins surts og Stjörnu-Odda, sem báðum héfur verið veitt nokkur eftirtekt af fræðimönnum. Hefur jafnvel ver ið talinn einna fremstur stjcrnu- fræðingur síns tíma í Evrópu, þótt ekki hafi því neitt Vér\ð sinnt að fá þá vitneskju tekna upp í fræðibækur. En Þorsteinn surtur grundvallaði timatahð ís- lenzka, sem einstætt er í sinni röð', og má telja víst að hann hafi byggt á stjörnufræðilegum at- hugunum. Var enduroót hans samþykkt á Alþingi, senriJega árið 961, að ráði ÞorkeL. mána segir í íslendingabdk. En það er kunnugt, að Þorkell n:áni Komst svo einkennilega að orði um sól- ina, að undrun hefur vakið fram á þennan dag. Væri bá ef til vill ekki ástæðulaust að láia sér detta í hug, eins og maður nokkur hefur 'haft orð á við mig, ao auKiiefni sitt hafi hann fengið af einhverj- um óvenjulegum áhuga a-mán- anum. Þorsteinn Guðjónsson. Ighef iiugsað mér að hafa þau fíu‘ seglr Eihel Kennedy, sem él níunda barn sitt í fyrra mánuði ROBERT Kennedy sótti ný- verið konu sína á fæðingar- deildina i níunda sinn og ekki hið síðasta, ef maríca má orð konu hans, sem sagði er hún kvaddi lækna sína og hjúkr- unarkonur: „Jæja, við sjáumst aftur að ári, ég hef nefnilega hugsað mér að hafa þau tíu“. Sjálf er Ethel Kennedy 6. barnið af sjö, en Kennedy- systkinin voru tíu talsins og Ethel langar til að halda þess ari ættarhefð. Þetta niunda barn þeirra hjóna, sem er drengur, verður vatni ausið innan tíðar og gef ið nafnið Matthew. Þessi skemmtilega mynd hér að ofan var tekin við skírnina og á henni sjást, auk prests- ins, nokkur hinna níu barna Kennedy-hjónanna, og fleiri úr þessari frægu ætt. Litla stúlkan með blúnduslæðuna, sem stendur hjá prestinum og heldur á hinum nýskírða Matt hew, er systir hans, Kathleen. Að baki hennar sést í kollinn á Jean, eiginkonu kvikmynda leikarans . Peter Lawford, yngstu systir Roberts Kenne- dy, sem sjálfur heldur á yngst.u dóttur sinni, Kerry og styður hendi á öxl elzta son- ar síns, er ber nafn afans, Joseph. Framan við þau stend ur þriðja dóttirin, Courtney. Fremst á myndinni sjást svo, talið frá vinstri: Christine Radziwill og Anthony, bróðir hennár (börn Lee Radziwill, systur Jacqueline Kennedy), John-John, sonur forsetans sáluga og loks tveir aðrir syn ir Roberts, Michael og David. Bréf: Hinir ógæfusömustu — Indónesar Framh. af bls. 3 enda lögreglulið, vel búið vopn- um, og hermenn með táragas- grímur komnir á vörð við lokuð og rammleg hlið sendiráðsbygg- ingarinnar löngu áður en mann- fjöldann dreif að. Sex manns teknlr höndum. Indónesíustjórn tilkynnti síðar tendiráði Bandaríkjanna að hún myndi taka í sína vörzlu um sinn menningarmiðstöð Bandaríkj- anna í Djakarta, en vonandi þó ekki nema í nokkra daga. — Sinfóníusveitin Framhald af bls. 28 þetta óhapp aftra sér frá því að stjórna hljómsveitinni í kvöld. Á efnisskránni 'í kvöld verður Vatnasvíta eftir Hándel-Harty; Cellokonsert í D-dúr eftir Haydn, en Einar Vigfússon leikur ein- leik í því verki. í»á mun hljóm- sveitin og flytja Leikmúsik nr. 1 eftir Karl-Birger Blomdahl, en hann hefur m.a. samið tónlist við nokkrar kvikmyndir Ingmars Bergmans. Síðasta tónverkið á efnisskránni verður Sinfónía nr. 2 í H-moll eftir Borodin. Miðvikudagisn 24. febrúar held ur Sinfóníuhljómsveitin aukatón- leika og verður þar flutt tón- list af léttara fagi. Meðal verka á efnisskrá þá verða Rapsody in Blue, eftir Gerswin og mun Ás- geir Beinteinsson leika einleik á píanó; og Svanavatnið eftir Tjakovski. Að því er Gunnar Guð mundsson, framkv.stj. hljómsveit arinnar sagði, er þetta einn þátt- ur í starfsemi hljómsveitarinnar, sem miðar að því að flytja tón- verk við allra hæfi. Igor Buke- toff mun einnig stjórna þessum tónleikum. Verður nánar sagt frá þeim síðar. >AÐ vandamál meðal þjóðar | vorrar, sem brýnust nauðsyn ber | til að reyna að leysa, er hjálp við drykkjusjúka. Núverandi ástand í þessum efn um er svo bágborið, að það er þjóðinni til vanvirðu. Enda þótt AA-samtökin hafi hér unnið mikið og fórnfúst starf, er sú megin stefna þeirra, að hjálpa helzt þeim er geta og vilja sjálf- ir reyna að hætta ofdrykkjunni, að mínum dómi röng að veru- legu leyti, því vitað er, að mikill fjöldi þessa ógæfusama fólks hefur hvorki vilja né getu til þess að hætta sjálfviljugt. Hér þarf lokað heilsu- og vinnuhæli að koma til. Ég las nýlega í einu dagblað- anna frásögn af fundi samtaka gegn áfengisbölinu. Af þeirri frá- sögn má ráða, að mikið hefur verið starfað og margir mætir menn lagt þar hönd að verki. En eitt vantaði. Hvergi var á það minnst að koma þyrfti upp lok- uðu hæli. Það ætti þó að vera flestum ljóst, sem um þessi mál hugsa, ’að slík stofnun er hið eina, sem nú gæti leyst þetta knýjandi vandamál að verulegu leyti. Ástand þessara mála í dag er mun lakara en það hefur verið um árabil, því segja má, að eini spitalinn, sem nú tekur við þess- Frcsl hi. Hafnorfirði vantar stúlku til frystihúsavinnu. Upplýsingar í síma 50165. um sjúklingum sé Kleppsspítal- inn, og geta ménn gert sé í hug- arlund hve vænlegt til lækninga það sé, að ofdrykkjumenn séu, jafnvel langdvölum, samvistum við hina andlega sjúku. Mörg líknar- og mannúðarfé- lög eru starfandi í þessu landi og eru styrkt af Alþingi á marg- víslegan hátt. Þegar maður hug- leiðir hve miklar tekjur ríkis- sjóður hefur af áfengissölunni, væri það vart nein goðgá þótt maður ályktaði, að það væri fyrst og fremst skylda Alþingis, að leggja eitthvað áf mörkum til hælisbyggingar fyrir hina ógæfusömu, sem áfengið héfur lagt að velli. Ef öll þau félög og félagasamtök er nú vinna gegn áfengisbölinu, tækju hönd- um saman og legðu verulegan hluta tekna sinna t.d. næstu 2—3 árin, ásamt ríflegu framlagi Al- þingis og þar við bættist svo frjálst framlag þeirra einstakl- inga er vildu ljá þessu máli lið, — en ég vænti að þeir séu ófáir, — ætti að vera hægt að leysa þetta mál á tiltölulega skömmum tíma. Ég skora hér með á alla þá, er að þessum málum vinna, taka höndum saman til hjálpar hinum drykkjusjúku á þann hátt sem að framan er lýst. Drykkjusýkin er ólýsanlegt böl, bæði hinum drykkjusjúku og heimilum þeirra og lítt bætan- legt tjón okkar fámennu þjóð. Hefjumst handa og reisum heilsu- og vinnuhæli fyrir hina ógæfusömu í þjóðfélaginu. Annað er ekki sæmandi ís- lenzkri þjóð. Jonas Guðmundsson Sporðagruim 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.