Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. febrúar 1965 MOHGU NBLADIÐ 15 leyfin. Bátagjaldeyririnn var hinsvegar með fyrirfram á- kveðnu álagi, en hann mátti t.d. nota til kaupa á hreinlætistækj- um. Leifar frá þessum tíma er t.d. tollflokkun á salernisskál- um, sem nú er 80%. Það var bókstaflega auðmýkj andi að þurfa að ganga fyrir pólitískar nefndir og reyna að fá leyfi til að flytja inn vörur. Ég held, að það kerfi hafi í raun og veru aldrei verið fram- kvæmanlegt, hversu góðir og heiðarlegir menn hefðu verið fengnir til að sjá um úthlutun á þessum leyfum. Nefndir þess- ar höfðu ótrúlega mikið vald, þar sem vöruskorturinn skap- aði þeim, sem fengu leyfi, bein- línis aðstöðu til hagnaðar. Mis- munur á leyfisveitingum, sem gat verið sprottin af vanþekk- ingu eða jafnvel af pólitískri aðstöðu gat verið harla afdrifa- rík þeim sem í hlut átti. Mikil og þörf breyting varð í þessum efnum árið 1960 og svo aftur nú. Þær byggingavörur, sem nú er frjáls innflutningur á, eru m.a. hreinlætistæki, mið- stöðvarofnar, linoleum, þak- pappi, skrár, lamir o. fl. Enn eru þó stórir og þýðingarmiklir vöruflokkar háðir leyfum, svo sem timbur, steypustyrktar- járn, vatnsleiðslupípur, fittings og þilplötur allskonar. Leyfi fyrir þessum vörum, fást nú eft- ir þörfum séu vörurnar keyptar frá Austur-Evrópu, en að mjög takmörkuðu leyti frá Vestur- Evrópu. Sem dæmi um, hve bagalegt ófrelsið er, má geta þess, að á fittings hefur verið 9 til 12 mán. afgreiðslutími frá Austur-Þýzkalandi, en þar eig- um við 'að kaupa þessa vörur. Auðvitað er ekki á nokkura hátt hægt að gera sér grein fyr- ir því í dag, hvaða fittings muni vanta að ári liðnu, þó er sú bót- in á nú, að við höfum fengið leyfi fyrir nokkurri upphæð í frjálsum gjaldeyri til að fylla 1 eyðurnar. Hið aukna innflutn- irigsfrelsi og fyrirheit um al- gjört afnám innflutningshafta, hefur haft það í för með sér, að viðskiptin við jafnvirðiskaupa- löndin, þ.e.a.s. Austur-Evrópu, hafa færzt í miklu betra horf, bæði hvað snertir afgreiðslu, verðlag og gæði. Seljendur þar eystra gera sér það nú ljósara, en áður var, að því aðeins er þess að vænta, að viðskipti við þessi lönd haldi áfram, að þau fari fram á samkeppnisgrund- velli, enda held ég að viðskipt- um þeirra við önnur Vestur- Evrópulönd sé þannig varið og hafi svo verið að undanförnu. Eitt er það sem ég vildi minn- ast á hér og það er að við ís- lendingar munum vera þeir einu, sem enn höldum í verð- Þorvarður Jón Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs, sagði: „Aukning frílistans er að sjálfsögðu fagnaðarefni öllum þeim, sem hlynntir eru frjáls- um viðskiptum. Hún byggist á því, að staða landsins í frjálsum gjaldeyri hefur batnað að mun, jafnframt því, að halli hefur orðið á viðskiptunum við Aust- ur-Evrópulöndin. Þó að nú hafi verið stigið stærra spor í áttina til verzlun- arfrelsis en gert hefur verið síðan 1960, er ég á þeirri skoð- un, að mjög varlega hafi verið að farið. Þrátt fyrir aukningu frilistans, má búast við skulda- söfnun við öll Austur-Evrópu- löndin á þessu ári. Það er að vísu nokkurri óvissu undirorp- ið, og fer að miklu leyti eftir því, hve mikill síldarafli til sölt- unar og frystingar verður. Aust- ur-Evrópulöndin munu vafa- laust halda áfram að selja sínar vörur í verulegum mæli á ís- Þessi ömurlega mynd var tekin fyrir nokkrum dögum af Garant-bilunum, sem eru að grotna nið- nr fyrir innan Elliðaár. Þeir voru fluttir inn fyrir mörgum árum og byggt yfir þá, þvi að ætlun- in var að nota þá sem sendiferðabíla. Þegar á átti að herða fékkst enginn til að kaupa bílana, því að þeir voru taldir allt að því ónýtir, þegar þeir komu nýir til landsins. Nú geta menn sjálfir ákveðið, hvaða bifreiðir þeir kaupa og þurfa ek ki að fá til þess neitt sérstakt leyfi. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) hufiaskipulags EIN af fyrstu ráðstöfunum Við- réisnarstjórnarinnar var að gefa frjálsan verulegan hluta af inn- flutningi til landsins. Innflutn- ingsnefnd og Fjárhagsráð voru lögð niður, en þær stofnanir höfðu um áratugabil skammtað bórgurunum, hvaða vöruteg- undir mætti kaupa til landsins og þá hvaðan, og í hverjar fram kvæmdir mætti ráðast. Með þessu var endir bundinn á það kerfi hafta og ófrelsis, sem kost- að hafði íslenzku þjóðina stórfé og staðið framförum í landinu verulega fyrir þrifum. Arang- urinn hefur líka komið skýrt í ljós: Aldrei í sögu þjóðarinnar hafa framkvæmdir í landinu verið meiri. Aldrei fyrr hefur fjölbreyttara vöruúrval verið á boðstólum á Islandi. Ríkisstjórnin hefur haldið á- fram á sömu braut. A hverju ári er nýjum vörutegundum bætt á frílistann svonefnda, og nú fyrir skömmu var enn eitt spor í þessa átt stigið með því að setja , á frílista vörur, sem á undan- förnum árum hafa verið rúm3% af heildarinnflutningi lands- manna. Er nú leyfður frjáls inn- flutningur á rösklega þremur fjórðu hlutum af öllum vörum til landsins. Morgunblaðið hef- ur snúið sér til nokkurra aðila, sem flytja inn þær vörur, sem settar verða á frílista á þessu ári, og leitað álits þeirra á því, hvaða breytingar verða á mark- aðinum með hinu aukna verzl- unarfrelsi að þessu sinnL Frjáls verzlun lyfti- stöng kjarabóta lenzkum markaði, enda hafa þau margar ódýrar vörur að bjóða. Við vörukaup frá öðrum löndum er fremur sótzt eftir út- liti, gæðum og skemmri af- greiðslutíma. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga, að Austur-Evrópulöndin stefna að því að hverfa frá tví- hliða vöruskiptasamningum og færa verzlunina í frjálsara horf, bæði inn á við og út á við. Höf- uðsjónarmiðið við kaup og sölu verður þá að bera saman það, sem í boði er, og láta markað- inn ráða. Þróunin á þessu og næstu ár- um mun vonandi leiða í ljós, að unnt verði að auka enn við- skiptafrelsið til hagsbóta bæði fyrir ísland og viðskiptalönd þess í Austur-Evrópu. Það er orðið augljóst, að við frjálst markaðskerfi eiga fyrir- tækin viðgang sinn og vöxt undir hylli neytenda. Þau eru m.ö.o. miklu fremur „almenn- ingseign“ en fyrirtæki, sem stjórnað er „að ofan“, hvort sem þau eru staðsett í austri eða vestri. Viðskiptafrelsið hefur reynzt helzta lyftistöng þeirra kjarabóta, sem almenningur hefur notið á undanförnum ár- um, og mun svo verða í fram- tíðinni, ef vel er á haldið“. Markaður seljenda breytist í markað kaupenda Formaður Félags bygginga- vörugaupmanna, Hjörtur Hjartarson, frkvstj. J. Þor- láksson & Norðmann, sagði: „Hið síaukna innflutnings- frelsi á byggingarefnum hefur áreiðanlega í för með sér meiri hagsbætur fyrir húsbyggjendur, en þeir í fljótu bragði gera sér grein fyrir. Áratuga innflutn- ingshöft eru nú, sem betur fer, að víkja fyrir frjálsum innflutn ingi. Markaður seljanda að breytast í markað kaupenda. Vöruval, vörugæði og vöruverð er nú að verða kaupendum það hagstæðasta, sem völ er á í heim inum. Aukið innflutningsfrelsi leggur að sjálfsögðu aukið erf- iði á herðar innflytjendum, þar sem leita verður nú hagstæð- ustu innkaupa í harðri sam- keppni um hylli kaupenda, í stað þess, sem tíðkazt hefur undanfarna áratugi, er sam- keppni innflytjenda var aðal- lega háð um öflun gjaldeyris- og innftutningsieyfa og hagur þeirra oftast meira kominn und- ir hylli innflutningsnefnda en kaupenda. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, man varla eftir hvernig altri verzlun var hátt- að, er innflutningshöftin voru í algleymingi og gera sér því varla grein fyrir, hversu miklu hefúr verið áorkað til aukins frelsis, á undanförnum árum. Við eigum ennþá til hérna í skrifstofunni plögg, undirrituð af ráðherra og ráðuneytisstjóra, er veittu okkur heimild til að selja Jóni Jónssyni einn eða tvo poka af sementi til viðgerða á þvottahúsgólfi. Um eitt skeið voru sítrónur aðeins fluttar til landsins til fjörefnabóta handa refum og appelísnur aðeins af- hentar gegn lyfseðlum af Skipa- útgerð ríkisins, svo örfá dæmi séu nefnd. Ráðamenn hafa verið ótrúlega fundvísir á nöfn þeirra nefnda, sem innflutningshöftun- um stýrðu og man ég þau ekki öll, en þótt undarlegt megi virð- ast þá hafði gjaldeyririnn stundum hin furðulegustu heiti, svo sem hrognagjaldeyrir, síld- argjaldeyrir, bátagjaldeyrir. — Sílldargjaldeyrisleyfi mátti t.d. nota til kaupa á þakjárni, gólf- dúk, pípum og skótaui og urðu innflytjendur að greiða útflytj- endum 20 til 30% yfirverð fyrir Verzlunarfrelsi í stað lagsákvæði. Stór hluti bygging- arefna, er enn háð verðlaga- ákvæðum“. Að lokum sagði formaður F6- lags byggingavörukaupmanna: „Við væntum þess fastlega. að allar byggingavörur verði gefnar frjálsar sem fyrst. Þá munu viðskipti við Austur-Ev- rópu- og Vestur-Evrópu-löndin þróast jöfnum höndum, eftir því sem við á, á hverjum tíma“. Allur innflutningur verði að lokum frjáls Formaður Stórkaupmanna- félags Islands, Hilmar Fenger, frkvstj. hjá Natan & Olsen hf, komst svo að orði: „Við stórkaupmenn erurn mjög ánægðir með hina nýju stækkun frílistans. Mesta átakið í þessum efnum var árið 1960, en þá var verulegur hluti inn- flutningsverzlunarinnar gefinn frjáls eftir áratuga ófrelsi í víð- skiptum almennt. Nú ér aug- ljóst, að áfram er haldið sömu stefnu og þá var mörkuð, og er ég miklu bjartsýnni en áður á, að allur innflutningur til lands- ins verði að lokum gefinn frjáls. Þessi stækkun frílistans nú er ekki tilkomin vegna neinnar sérstakrar „pressu" frá innflytj- endum. Ríkisstjórnin sjálf hefur séð sér fært að auka frélsi f innflutningi, af því að við Is- lendingar erum ekki eins háðir mörkuðum í vöruskiptalöndum Austur-Evrópu með fram- leiðslu okkar og áður var. Sýnir þetta, að íslenzkur útflutningur er stöðugt að verða samkeppnis- hæfari á frjálsum mörkuðum, og hlýtur það að vera öllum landsmönnum mikið fagnaðar- efni. Nathan & Olsen hf. flytja inn nokkuð af þeim vörutegundum, sem settar verða á frílista á þessu ári, t.d. postulin, gler og leirvörur. Hingað til höfum við keypt þessar vörur frá Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi, og aðrir innflytjendur hafa fengið þær einnig nokkuð frá Póllandi. Þó höfum við fengið takmarkað leyfi til kaupa á postulini og eldföstu gleri á frjálsum mark- aði. Ég býst ekki við neinum stór- felldum breytingum varðandi innflutning á leir og postulínL í Tékkóslóvakíu er t.d. háþróað- ur krystal- og postlínsiðnaður, sem stendur á aldagömlum merg. En eftir að við getum fengið þessar vörur frá fleirl löndum, mun vörúvalið auðvit- að verða miklu skemmtilegra, þótt búast megi við svipuðu verðlagi. Hins vegar býst ég við nokk- urri verðlækkun á gleri og gler- vörum. Á ég von á, að sérstak- lega verði unnt að ná betra verði í ódýrari gæðaflokkunum, Nú getum við líka flutt inn meira af ýmsum niðursuðuvör- um en áður, t.d. portúgalska* Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.