Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID Fimmtudagur 13. febrúar 1965 Finna veröur lausn á markaðsvanda- málum Evrdpu — sagði forsætisráðherra Dana á Varðbergsfundi í gær Jens Otto Krag, forsætisráSherra Dana. Danski og íslenzki fáninn sitt hvorum megin viS hann. FORSÆTISRÁÐIÍERRA Dana, J«ns Otto Krag, sagði á Varð- bergsfundi í gær um samstarf Norðurlanda innbyrðis og á al- þjóðavettvangi að brýna nauðsyn bœri til þess áð leysa markaðs- vandamái Evrópu með því að brúa bilið milU ríkja Friverzl- unarbandalagsins og Efnahags- bandalags Evrópu. Engin þjóð í Vestur-EvTÓpu imætti einangra ág frá slíku víðtæku samstarfi og útiiokað væri að halda Bret- Landi aðskildu frá Evrópu um langan tima. Fundurinn var mjög fjölsóttur, og voru þar mn. Bjarni Benediktsson, forsætisráð herra, Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra og Bjame Paulson, aendiherra Dana á íslandi. Var Jens Otto Krag og ræðu hans mjög vel fagnað af fundarmönn- nm. Norðurlönd og Evrópa. Krag forsætisráðherra hóf mál sitt með því að rekja nokkúð gang mála í Fríverzlunanbanda- laiginu og afsböðu Dana og Norð- urtandanna í þeim málum. Hann kvað Dani ávallt hafa verið þeirr ar skoðunar, að EFTA væri ekki ákjósanlegasta lausn á markaðs vandamálum Evrópu og gæti þar ai lefðandi aldrei orðið endanleg lausn. Evnópskt viðskiptabanda- bandalag gæti ekki leyst sölu- vandamál Dana, nema það næði bæði til iðnaðarvara og matvæla og að bæði Bretland, Norðurlönd og þýzkaland væru áðilar að þvL Danir hefðu því sett það skil- yrðL fyrir aðild sinni að EFTA, að þassi stofnun mætti aldrei líta á það sem takmark sitt að torvelda nánari samvinnu milli EFTA og EBE? Þvert á móti ætti EFTA að vinna áð því að brúa bilið milli þessara tveggja við- skiptasvæða, sem nú skipta Evrópumarkaðinum í tvær and- stæður, sem allt of oft ynnu gegn hagsmunum hvor annarrar. Einnig hefðu Danir gert það skilyrði, a'ð fullt tilíit yrði tekið til útflutnings Dana á landibún- aðarafurðum í framtíðarþróun EFTA. Krag gagnrýndi mjög 16% aúkatollinn í BretlandL og sagði, með því að leggja hann á, hafi brezka stjórnin farið aðrar leið- ix en gert væri ráð fyrir í EFTA- samningnum. Kvaðst hann von- aat til þess, áð tollurinn yrði bráðlega afnuminn og þá á sem skemmstum tíma. Það hlyti að vera Bretum mjög þýðingarmik- ið, að ekki væri dregið úr gildi EETA, því að ekki neitt annað, aem komið gæti í staðinn. Ráð- herrann sa.g'óL að ekki væri unnt að koma auga á neina nýja leið til lausnar markaðsvandamálum Evrópu. Þó mætti ekki láta þar við sitja, nauðsynlegt væri að halda áfram að leita úrlausnar þessara mála. Jens Otto Krag kvað helzta þrémd í götu lausnar markaðs- málanna, að öðrum pólitískum máium væri sífellt blandað inn í, svo sem skiptingu þýzkalands og Berlínarvandamálinu, hinum óleystu hervarnarmálum Samein uðu þjóðanna og fleiri málum sem í dag væru jafnóleyst og þau voru fyrir mörgum árum. Kvaðst hann þeirrar skoðunar, að miklu meiri árangur mundi nást, ef menn væru reiðubúnir til að leysa viðskiptamál Evrópu ein sér Qg ón beins sambands við vandamál á sviði heimsstjórn- máia og hervarna. Ekki mætti 'hætta viðleitninni til að finna almenna Evrópulausn, sem næði bæði til EÐE og helzt allra EFTA ríkja. „Víð verðum ávallt að vera reiðubúin til þátttöku í slíkri lausn og megum ekki gera neinar ráðstafanir, sem torvelda EFTA og þátttökuríkjum þess að taka þátt í umræðum um vanda- mál Evrópu, með þeim afleið- ingum, að þau yrðu síður fær um að taka þátt í lausn mikils verkefnis Evrópu,“ sagði Krag. Forsætisráðherrann sag'ðL að 15% tollurinn í Bretlandi hefði valdið Dönum miklum vonbrigð- um. Einnig þætti þeim leitt, að Norðmenn og Svíar vildu ekki rýmka um innflutning á hinum ágætu, dönsku matvælum. Því hefði áskorun danska utanríkis- ráðherrans á fundi Norðurlanda- ráðs verið svo skorinorð og not- i’ð stuðningis fulltrúa allra dönsku stjórnmálaflokkanna. Þá varpaði Jens Otto Krag fram þeirri spurningu, hvort toil frelsi það, sem gert er ráð fyrir að komið verði á milli Norður- landanna í lok ársins 1966, gæti ekki Jhaft áhrif í þá átt að greiða fyrir lausn markaðsmála Evrópu. Norðurlöndin yrðu áð sækjast eftir almennri Evrópusamvinnu en ekki norrænni einangrun, þar eð slík einangrun yrði til lengd- ar einnig einangrun frá Bret- landi, því að óhugsandi væri með öllu, að Bretar yrðu til lang- frama fyrir utan hinn evrópska markað. Þá kvað Krag það skoðun sína, áð ekki væri árangurs, að vænta af „smáfundi", þ.e. fundi smá- ríkjanna innan EFTA og EBE. Hins vegar gæti norrænu þjóð- irnar sótt nýjar hugmyndir á slíkum fundi í öðrum málum, eins og t.d. menningarmálum, um ferðarmálum og heilbrigðismál- um. Það væri Norðurlöndunum háskalegt að mynda sér rangar skoðánir um þjóðir meginlands- ins á þá lund, að þær væru ekki einvörðungu ólíkar þjóðum Nor'ð urlanda á sviði þjóðfélagsmála heldur stæðu þeim jafnvel að baki að menningu og réttarfari og væru vanþróaðri en Norður- lönd. Norðurlönd og Sameinuðu þjöðirnar. Þá sagði Krag, að öl'l Norður- löndin hefðu lært af þeirri reymski, sem þau hlutu í heims- styrjöldinni síðari. Þau hefðu Öll — hvert á sinn hátt — fjarlægt eindregna einangrun og væru nú stórvirkir aðilar í aliþjóðasam- starfi. Þessi þátta'ka hefði kom- ið ólíkt fram í afstöðu hinna ein- stöku ríkja, en breytti þó ekki þeirri staðreynd, að í dag eru þjóðir Norðurlanda fúsari en á'ður til að leggja fram jákvæð- an skerf við lausn alþjóðlegra vandamála og á annan hátt en áður. ÖU voru Norðurlöndin 5 aðilar að Sameinuðu þjóðunum og hefðu þar lagt fram sinn skerf til að miðia málum og brúa bilið milli andstæ'ðna. Þetta hefði ekki hvað sízt komið fram í þátttöku Norðurlanda í þeim aðgerðum, sem stuðla að varð- veizlu friðarins og í myndun norrænna liðssveita á vegum Sameinúðu þjóðanna. „Það er sannarlega ekki hægt að kenna Norðurlöndunum um, að Sameinuðu þjóðirnax standa nú andspænis lífshættulegu vandamáli", sagði hann. „Sem stendur getum við aðeins von- að, að þrátt fyrir allt muni tak- ast að finna lausn á vandamál- inu, lausn, sem aftur mundi veita þessu tæki heimsstjórnmálanna styrk og atorku. Ef svo verður ekki, mun það verða ósigur fyrir viðleitni þá til að skapa varan- legt, alþjóðalegt réttarfarskerfi, sem er bezta von mannkynsins til að lifa áfram á kjarnorkuöld. Við verðum að standa saman um Sameinuðu þjóðirnar og ég held, að einmdtt Nodðurlöndin hafi sögu sinnar vegna og þjóðfélags kerfis þýðingarmiklu hlutverki að gegna við að varðveita frið- arhugsjónir Sameinuðu þjóð- anna, og sem byggjast á aiþjóða samningum, á alþjóðarétti og auk inni áðstoð til uppbyggingar og þróunar á þeim svæðum heims, þar sem fátæktin er mest.“ Þá sagði forsætisráðherrann, að Norðurlöndin hefðu tekið virkan þátt í umræðum Samein- uðu þjóðanna um afvopnunar- málin. Norðurlandabúar álitu takmarkað bann vi'ðkjarnorku- tilraunum vera spor í rétta átt, spor, sem síðar gæti leitt af sér allsherjarafvopnun þjóða heims. Það hefðu einkum verið Svíar, sem túlkað hefðu afstöðu Norð- urlanda í þessum málum, en þeir eru þátttakendur í afvopn- unarráðstefnunni í Genf. Á þessu sviði heí'ði þýðingarmikil samvinna átt sér stað með Norð urlandaþjóðunum, þar sem þær hefðu skipzt á upplýsingum og sjónarmiðum, og það skipti meg- inmáli, að þessu samstarfi væri haldið áfram. NATO og NorSurlönd. Forsætisráðherra Dana sagði, að á sviði varnarmála hefðu Norðurlönd orðið að velja ólíkar leiðir. Svíar og Finnar fylgi hlut leysisstefnu, en Danir, Norðmenn og íslendingar hefðu hins vegar orðið aðilar að Atlantshafsbanda- laginu. Ef litið væri á málið frá sjónarmiði Dana, yrði að fara allt aftur til ársins 1664, þegar Danir biðu ósigur fyrir Prússum og Austurríkismönnum og urðu að afsala sér þriðjung landsins í þeirra hendur. Þetta hefði haft mikil áhrif á viðhorf dönsku þjóðarinnar til stöðu landsins í stjórnmálum Evrópu. Dönum fannst, að sá stuðningur, sem þeir væntu frá öðrum þjóðum 1864, hefði brugð izt þeim. Þetta hefði skapað hjá þeim þá tilfinningu, að þetta litla land væri vanmátta og stæði eitt síns liðs. Þess vegna hefði vakn- að með þjóðinni annars vegar einlægur vilji um hlutleysi og ósk um að heimta aftur Suður- Jótland, en hins vegar hefði at- hyglin beinzt inn á við að um- bótum í landinu. Eftir 1864 hefðu danskar rikis- stjórnir litið á það sem aðalverk efni sitt, að forða þjóðinni frá því að dragast inn í heimsstjórn- málin, og hefði þessari hlutleysis stefnu verið haldið áfram allt fram að heimsstyrjöldinni síðari. Þessi utanríkisstefna hefði reynzt Dönum vel í fyrri heims- styrjöldinni. Hins vegar hefði hún ekki fengið staðizt í síðari heimsstyrjöldinni, og Danir dreg- ist inn í hana með sárum afleið ingum. Þegar menn íhuguðu hlut leysisstefnuna fram að síðari heimsstyrjöldinni, bæri að hafa í huga, að þegar Þjóðabandalagið hefði raunverulega veslazt upp, hefði engin önnur raumhæf leið verið fyrir hendi í utanríkismál- um. Þá hfði ekki verið fyrir hendi hin gagnkvæma öryggis- stefna, sem kemur fram í NATC>- sáttmálanum. Af reynslu sinni í heimsstyrj- öldinni hefðu Danir lært það, að þeim var nauðsynlegt að öðlazt sem bezta vörn í gagnkvæmu ör- yggiskerfi. í öndverðu hefðu margir talið, að slíkt öryggi væri að finna hjá Sameinuðu þjóðun- um. Hins vegar hefði komið í Ijós, að sá heimur, sem reis úr rústum heimsstyrjaldarinnar hefði verið heimur hins kalda stríðs, þar sem smáþjóðir, sem voru í hættu á ófriðartímum vegna landfræðilegrar legu sinn- | ar, urðu að leita meira öryggis en Sameinuðu þjóðirnar gátu veitt. Þegar tilraunin til að skapa norrænt öryggiskerfi hefði brugð izt, hefðu því Danir gengið í At- lantshafsbandalagið ásamt íslend ingum og Norðmönnum. Þá sagði Krag, að enda þótt Norðurlöndin hafi ólíka aðstöðu i utanríkismálum, teldi hann rétt mætt að segja, að þau hefðu sam eiginlega lagt fram skerf til að skapa öryggi í alþjóðamálum. í þessu sambandi væri mjög mikil- væg hin sameiginlega afstaða þeirra til kjamorkuvígbúnaðar. „Það leikur enginn vafi á því, að sú staðreynd, að Norðurlönd hafa í raun og veru engin kjarn- orkuvopn er mjög aukið framlag til aukins öryggis í heiminum", sagði Krag. Ilagsmunir Dana og íslendinga fara saman Jens Otto Krag sagði, að það væri mjög mikilvægt frá nor- rænu sjónarmiði, að tekizt hefði að fá Finna til að gerast aðilar að EFTA, og a vonandi mundi það veita efnaha,g Finna sam- bærilega viðskiptakosti og hin Norðurlöndin njóta með afnáml tolla og öðru samstarfi. „Á næstum samsvarandi hátl finnum við sárt til þess, að ís- lendingar eiga ekki aðild a 9 EFTA. Við skiljum vel ástæð- urnar til þessa. Á sama hátt og afnám tolla og hafta innan EIFTA hefur ekki náð til landbúnaðar- afurða, sem eru svo mikilvægir fyrir Dani, þá hafa fiskafurðir, sem eru enn þýðingarmeiri fyrir íslendinga, orðið að mestu leyti út undan í EFTA. Það er þesa vegna ekki margt, sem hvetur fslendinga til aðildar." Þá sagði danski forsætisráð- herrann, að það væri nokkur bót í máli, að enn hafi ekki komið til sömu erfiðleika á sölu fiska til landa. Efnahagsbandalagsina og verið hafi á sölu landbúnaðar- afurða, en þó megi búast við að þess verði ek'ki angt að bíða, að gengið verði frá sameiginlegri stefnu innan EBE um fiskveiðar og sölu fisks. Að lokum sagði Jens Otto Krag: „Bæði íslendingar og Danir verða að vona, að stefna sú, sem Efnahagsbandalagið tekur upp i fisksölumálum, mótast af frjáls- lyndari sjónarmiðum en rí'ktu við samningu hinnar sameigin- legu landbúnaðarstefnu. En viS höfum enga tryggingu fyrir þvL Á meðan við bíðum, verðum viS að halda áfram hinu góða sam- starfi milli Dana og fslendinga, sem komið hefur fram í alþjóða- samtökum eins og OECD oj sömuleiðis á fiskveiðiráðstefn- unni í London í fyrra um land- helgisvandamálið. Þannig verð- um við að vinna sameiginlega a9 bættum sölumöguleikum fyrir afurðir okkar.“ Að fudinum loknum færðl Hörður Einarsson, formaður Varðbergs, forsætisráðherra Dana - að igjöf íslands'bók AI- menna bókafélagsins. — 15°/o tollurinn Framhald af bls. 1 sons hafði tekið við völdum. Hefur hann mælzt mjög illa fyrir hjá viðskiptaríkjum Breta. Ekki er vitað hvaða ráðstafan- ir brezka stjórnin hefur í huga, en haft er eftir ofangreindum heimildum að þeir ráðherrar. sem kunnastir eru málinu, þ.e. Michael StewarL utanríkisráð- herra, James Callaghan, fjár- málaráðherra oig Douglas Jay, verzlunarmálaráðherra, mæll með því að tollurinn verði lækk- aður um 2102%, og að sú læfckun komi strax til framkvæmda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.