Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID FimmtudagUr 18. febrúar 19«8 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði ínnanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. VERÐLAUN NORÐ URLANDARÁÐS ITerðlaun Norðurlandaráðs * voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld. Sigurður Bjarna- ■on, forseti Norðurlandaráðs, afhenti verðlaunin og sagði hann m.a. í ræðu sinni: „Norðurlandaráði og ríkis- ■tjórnum Norðurlanda er *orn i að því að hafa beitt sér fyrir þeim verðlaunum til norrænna listamanna, sem hér verða afhent. Það er ósk vor og von, að sá tími renni uþp, að listamönnum í fleiri listgreinum, svo sem mynd- ligt, verði síðar veitt hliðstæð verðlaun. Norræn list er snar þáttur norrænnar menningar. Þess vegna viljum vér efla hana, örva listamennina og gefa fólkinu sem bezt tæki- færi til þess að kynnast list þeirra og njóta hennar“. Verðlaun Norðurlandaráðs til norrænna listamanna munu er tímar líða, verða mikilvægur þáttur í norrænu ■amstarfi. Þau verða ekki ein- ungis hvatning til listamanna, heldur munu þau líka leiða til aukinna kynna milli mennta- og listamanna Norðurland- anna, og þau eru vottur þess að það er menningin, mann- giidið og listirnar, sem Norð- urlöndin hafa í hávegum. Auðvitað varpaði það þó ■kugga á þessa athöfn að fær- eyska skáldið, William Heine- •en, skyldi ekki koma til að veita verðlaunum sínum mót- töku, og að því er látið liggja, að það sé gert til að mótmæla því, að hinar Norðurlanda- þjóðirnar, og jafnvel einna helzt íslendingar, sýni fær- eysku þjóðinni ekki tilhlýði- lega samúð og tillitssemi. Heinesen segir, að í samskipt- urrf þjóðanna sé það venja, að hagur hins smáa verði að víkja fyrir hagsmunum hins atóra. Þessi fullyrðing er þó meira en vafasöm, og ekki hafa íslendingar a.m.k. reynt það af frændþjóðunum, að þær vildu troða á hagsmunum okkar sem langsmæstir erum að Færeyingum undanskild- um. Morgunblaðið er þeirrar skoðunar að Norðurlanda- þjóðirnar allar, þar á meðal Danir, vilji að vegur Færeyja verði mikill og Færeyingar sjálfir marki þá stefnu, sem þeir vilja fylgja. En ekki er tímabært, að Færeyingar á- saki hinar frændþjóðirnar, meðan ekki hefur á það reynt, hvers stuðnings þeir vænta sér af þeim. Oe Morgunblaðið leyfir sér í fullri vinsemd að benda á það, að ekki er heppilegt fyr- ir Færeyinga að ganga út frá því sem gefnu, að þéir eigi hvarvetna skilningsleysi og jafnvel illvilja að mæta, þeg- ar slíku er ekki til að dreifa, a.m.k. ekki á íslandL HVERJIR DÆMA SIG AFTUR- HALDSMENN? TVrú líður senn að því, að á- ’ kvörðun verður um það tekin, hvort íslendingar leggi inn á braut stóriðju og stór- virkjana. Fyrsta skrefið í þá átt verður virkjun við Búsfell og bygging aluminiumverk- smiðju. Skilningur fer vaxandi á nauðsyn þess áð byrja þegar á slíkum stórverkefnum, því að á næstu árum sé nauðsyn- legt að stórefla atvinnulíf landsins og margfalda fram- leiðsluna á tiltölulega fáum árum, ef við ekki eigum að dragast aftur úr í hinni öru efnahagsþróun, sem nú á sér stað um víða veröld. ViSsulega verður fróðlegt að fylgjast með umræðum um þetta mál og afgreiðslu þess á Alþingi íslendinga. Þá mun landslýður allur verða vitni að því, hverjir það eru, sem hafa trú á framtíðina og vilja lyfta Grettistökum til að bæta efnahag þjóðarinnar og treysta aðstöðu landsins, og hverjir hinir eru, sem svo aft- urhaldssamir eru, að þeir þora ekki að horfast í augu við vandamál hútímans og vilja ekkert að gera. Það verður vissulega tekið eftir atkvæði hvers einasta manns. Fyrirfram er vitað, að kommúnistar verða á móti þessum stórverkefnum eins og framfaramálum almennt, og er ekkert frekar um af- stöðu þeirra að segja. Á hinn bóginn verður mjög fróðlegt að fylgjast með af- stöðu Framsóknarmanna. Það er góðra gjalda vert, að þeir hafa fengizt til að ræða um stóriðjumálin, og vonandi er það ekki sýndarmennska, held ur vilji þeir taka ábyrga af- stöðu; það skýrist áður en langt um líður. Hinsvegar vill Morgunblað- ið mótmæla því, sem að er lát- ið liggja í ritstjórnargrein Tímans í gær, að Mbl. telji æskilegast að öll stóriðjufyrir tæki verði staðsett á Reykja- nesskaga. Þvert á móti hefur Brúðkaup í Aþenu. — Michael prins, bróðursonur Páls Grikkjakonungs sem áður var, gekk fyrir skömmu að eiga Marinnu Karella, dóttur grísks iðjuhölds og afsalaði sér þar með öllum rétti til grisku krúnunnar. Brúðkaups gestir voru á þriðja tug, bæði kóngafólk og borgaralegrar ættar. Á myndinni, sem tek- in var í konungshöilinni í í Aþenu — en þar var brúð- kaupið haidið — sjást grísku konungshjónin, Konstantín og Anna-María til vinstri en hægra megin stendur Frið- rikka ekkjudrottning og brú'ð hjónin t miðjunni eios og vera ber. Lán þróunarsjóðs nema rúmum milljarði dala EFTIR fjögurra ára starf- semi eru lán Alþjóðlega þró- unarsjóðsins komin yfir einn milljarð dollara. Ná- kvæmlega tiltekið hafa 27 löndum verið veitt 70 þróun- arlán sem samtals nema 1.002.240.00 doliurum. Hæsta fjárhæðin, 345,9 milljónir dollara, hefur gengið til sam- göngumála, þ.e.a.s. járn- brauta, vega, hafna og innan- landssiglinga, og af heimsálf- unum hefur Asía fengið ríf- legust lán eða samtals 777,5 milljónir dollara. Alþjóðlegi þróunarsjóður- inn er ein af sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna og var komið á fót árið 1960. Hann er í tengslum við Alþjóða- bankann og gegnir því megin- hlutverki að útvega vanþróuð um löndum fjármagn til þró- unarframkvæmda með kjör- um sem séu betri en venja er um slík lán. Hingað til hafa öll lán sjóðsins verið veitt til 50 ára og eru vaxta- laus. 94 ríki eiga aðild að sjóðnum. Alþjóðlegi þróunarsjóður- inn setur sömu skiiyrði og Alþjóðabankinn varðandi áætlanir, framkvæmd og út- gjöld af þeim verkefnum, sem hann styrkir. Sjóðurinn hefur hins vegar veitt mun meiri hjálp en bankinn til verkefna eins og skólabygginga og vatnsveituframkvæmda. Að öðru leyti eru lánin fyrst og fremst veitt til landbúnaðar, iðnaðar, raforkuframleiðslu og fjarskiptatækja. Alþjóðlegi þróunarsjóður- urinn ræður yfir fjármagni sem nemur 1.595.569.000 doll- urum og er í ýmiss konar frjálsum gjáldeyri. Eru þar teknar með í reikninginn þær 744,7 milljónir dollara, sem bætast við sjóðinn með fram- lögum 18 ríkja. Framlag Dan- merkur er þá 16,2 milljónir dollara, Finnlands 6,1 milljón, Noregs 13,3 milljónir og Sví- þjóðar 40,2 milljónir dollara. Kyrrð komin á í Madras blaðið margsirmis áréttað, að það teldi mjög æskilegt að eitthvað af stórfyrirtækjum framtíðarinnar yrði staðsett úti um land. Blaðið hefur hinsvegar lagt á það megináherzlu, að stór- fyrirtækin rísi á íslandi og bent á þá augljósu staðreynd, að aukinframleiðslasuðvestan lands og meiri auðæfasköpun komi landinu öllu til góðs, og þess vegna eigi landsmenn all ir að gleðjast yfir því, þegar tekst að hrinda slíkum stór- verkefnum í framkvæmd, jafn vel þótt nauðsyn beri til að staðsetja fyrirtækin annars- staðar en menn helzt kysu. Nýju Dehli, 15. febrúar. — (NTB-AP) — S V O virðist sem öldurnar hafi lægt nokkuð í hinum hatrömmu tunngumáladeilum Indverja. — Engar fregnir hafa enn borizt yfir helgina og segja yfirvöld í Madras-fylki að þar sé nú allt að færast aftur í eðlilegt horf. Þó var reynt að kveikja í póst- húsi einu í Arcot-héraðinu á laug ardag og þurfti bæði herlið og lögreglu til að aftra þeirri fyrir- ætlan. Varla er lengur sá bær í Madras að ekki hafi þar komið til uppþota einhvern tímann þess- ar þrjár vikur sem liðnar eru síðan ríkisstjórnin í Nýju Dehli fyrirskipaði að hindi skyldi fram vegis vera rikismál í landinn, og alls hafa 60 manns látið þar lifið í óeirðum þennan tima, margir fyrir skotvopnum lög- reglumanna, sem ekki fengu við neitt ráðið. Sarvapalli Radhakrishna, Ind- landsforseti, sagði í ræðu í gær, að það væri í hæsta máta ámæl- isvert að kynda undir elda ófrið- ar vegna upptöku hindi en lét í ljós nokkurn efa um að nógu. mikið hefði verið að gert til að koma í veg fyrir óeirðir vegna þessa. Frú Indira Gandhi, upplýsinga- málaráðherra, sgaði að sú hefði verið tilætlunin með því að taka upp hindi sem ríkismál að efla einingu landsmanna. „Ef svo kem ur í ljós að því fer fjarri að hindi stuðla að einingu Indverja," sagði frúia, „verður að sjálfsögðu að taká málið aftur til athugunar.** Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.