Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 16
16 MORGU N BLADIÐ Fimmtudagur 18. febrúar 196? Bryndís Böðvars- dótlir, kennari F. 13. maí 1923. D. 13. des. 1964. HIN N 13. desember sl. lézt í sjúkrahúsi á Akureyri Bryndís Böðvarsdóttir, kennari. Þar féll á bezta aldri einn af beztu og áhugasömustu starfskröftum kirkjunnar á Akureyri um ára bil. Bryndís var fædd á Hrafnseyri vi'ð Arnarfjörð 13. maí 1923, dóttir séra Böðvars Bjarnaíonar og síðari konu hans, Margrétar Jónsdóttur. Að loknu undirbún- ingsnámi hóf hún nám í Kennara- skóla fslands og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1944. Um sum arið réðist hún til starfa við dag- heimili Sumargjafar, Suðurborg. Næsta vetur hafði hún þar um- sjón með leikskóladeild. Jafn- framt var hún stundakennari við Málleysingjaskólann í Reykjavík, kenndi handavinnu. Haustið 1945 giftist hún eftirlifandi manni sín- um, Björgvin Jörgenssyni, kenn- ara, þá í Borgarnesi. Þar bjuggu þau fyrsta búskaparár sitt. Bryn- dís kenndi þá handavinnu við barnaskólann í Borgarnesi. En haustið 1946 lá leið þeirra til Ak- ureyrar, þar sem þau bjuggu æ síðán. Eiginmaður hennar varð kennari við Barnaskóla Akureyr- ar. Með heimili sínu hafði Bryn- dís af og til einhverja forfalla- og stundakennslu við sama skóla. En 1956 verður hún fastur keimari við skólann. Síðastliðinn vetur gekk hún ekki lengur heil til skógar, en hún bar veikindi sín með hugprýði, unz yfir lauk. Þar var ekki aðeins um með- fæddan dugnað og snerpu að ræða. Æðruleysi hennar þá og endanær átti rót sína í því at- hvarfi, sem Guð hefur búið okk- ur í samfélagi við son sinn, Jesúm Krist. Hún gat sagt með sálma- skáldinu, sem segir: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Hún þekkti það bæði í blíðu og stríðu. Á námsárum sín- um hafði hún átt við heilsuleysi að stríða og varð að hverfa frá námi um skeið af þeim sökum. Þá reyndi á hana, þegar eigin- maður hennar varð fyrir slysi sumarið 1958, sem leiddi til alvar legrar lömunar og langvarandi veikinda. En með ljúflyndi sínu og einbeitni átti hún stóran þátt í því, að hann hefur náð sæmi- legri heilsu. Eftir tveggja ára hlé sneru þau aftur til starfa við Bamaskóla Akureyrar. Bryndís reyndist góður kennari, en til þess þarf fólk að hafa fórnar- lund kærleikans og áhuga á fólki, einkum þeim, sem eru minni máttar. Manni sínum faeddi hún þrjú mannvænleg börn, tvær dætur, Ingibjörgu og Margréti, og son, Böðvar, sem stundar nám í Menntaskóla Akureyrar. Margrét. veitir nú heimilinu forstöðu, en Ingibjörg vinnur úti. Bryndís reyndist góð móðir og eiginkona. Þess vegna er vinar saknað, en geymd er ljúf og hvetjandi minn- ing. Bryndís var manni sínum mikil stoð og honum samhent í starfi hans. En eins og kunnugt er komu þau hjónin upp hinum þekkta Barnakór Akureyrar. Söngæfingar fóru iðulega fram á heimili þeirra og síðar, er kórinn heimsótti vinabæ Akureyrar, Ála sund í Noregi, í boði bæjarstjórn- arinnar þar, hafði Bryndís um- sjón með börnunum ásamt tveim- ur öðrum, en Björgvin Jörgens- son var söngstjóri kórsins. Undir hans stjórn var áður landskunn-' ur Barnakór Borgarness. Aðaláhugamál Bryndísar var kristniboðið, bæði gagnvart hinni uppvaxandi kynslóð og er- lendis. í því sem öðru áttu þau hjónin samleið. Þegar þau koma til Akureyrar haustið 1946 hefur hún virka þátttöku í hinu kristi- lega starfi og gekk í Kristniboðs- félag kvenna á Akureyri. Varð hún ein af forystukonum stúlkna starfsins. Hún var ein af stofn- endum Kristilegs félags ungra kvenna á Akureyri árið 1952. Brátt varð hún formaður félags- ins og síðan óslitið til dauðadags. Fúndi sína hafði félagið í húsa- kynnum Kristniboðsfélagsins, en heimili þeirra var jafnan opið hús ungu fólki, sem leitaði til þeirra á mörgum kvöldstundum og var þá aldrei verið að hugsa um þreytu eða fyrirhöfn. Til Bryndísar og Björgvins hafa mörg ungmenni á Akureyri sótt gott veganesti fyrir lífsgöngu sína. Þau hjón hafa miðlað ríku- lega af því hæli, sem þau eiga sjálf, trúnni á Jesúm Krist. Sá, sem þéssar línúr ritar, hefur hitt nokkur ungmenni og fullorðna, sem kunna frá þessu að segja. Þegar leið okkar hjóna lá um Akureyri fyrsta sinni, seinni hluta vetrar 1958 á leið til Ólafs- fjarðar, var okkur í ókunnum bæ tekið tveim höndum á heimili þeirra Bryndísar og Björgvins. Síðar áttum við fleiri stundir saman. Var jafnan gott að koma til þeirra og ræða í hópi vina og ungra áhugamanna málefni krist- innar kirkju innan lands og utan. Þau hjón höfðu af langri reynslu að miðla í kristliegu æskulýðs- starfi. Auk þess höfðu þau notað tímann, meðan Björgvin var að safna kröftum eftir slysið, til þess að fara á Biblíuskóla í Ósló einn vetur. Þá tók Bryndís þátt í námskeiði fyrir sunnudagaskóla kennara. Ennfremur kynnti Bryndís sér þennan vetur hjálp- arkennslu fyrir seinþroska börn, málhölt börn og börn með les- blindu. Það er stundum erfil^ að skilja það, þegar Guð kallar burt af vettvangi lífsins góða starfs- krafta á bezta skeiði. Það er líka erfitt að sætta sig við það, þegar hugsað er til þess, hve fáir virð- ast vera reiðubúnir að leggja sig alla fram til starfa Guðs ríki til eflingar. En allt er bezt eins og Hann vill. Og við skulum vera minnug orðanna: „Verið minnug- ir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað, virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið síðan eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir“. Hann blessi minningu Bryndísar Böðv- arsdóttur og gefi ástvinum henn- ar huggun með þeirri von, sem hún hafði til hins krossfesta og upprisna drottins. Ólafsfirði, 7. jan. 1965 Kristján Búason. t Oss himneskur geisli í skuggan- um skín og skjól gefur brákuðum reyr, sem bugaði harmur, er byrgt hafði sýn, því bjartasta vonin oft hjaðnar og dvín sem Ijósið, er lifnar og deyr. f hljóði vér spyrjum, því horfin nú strax sú hún, er vér kveðjum í dag, sem birti oss hljómblæ hins litríka lags í lifandi guðstrú til síðasta dags með glitofnum geislandi brag. Hún geymdi í barmi þá brenn- andi þrá og bað þess í gleði og þraut, að æskan í trú mætti sannleikann sjá, í sigrandi viðleitni markinu ná og ganga á guðsríkis braut. Þar átt hefur skjól gegnum ald- anna nið og athvarf hin leitandi sál, því hann, sem oss veitt hefur frelsi og frið, ljær fulltingi jafnan og veitir þeim lið, sem fús boðar friðarins mál. Hún markaði grandvör sitt gró- andi skeið, — þann gróðurhug þökkum vér nú, — svo fórnfús í starfi, svo hugljúf og heið, í helguðu dagfari benti oss leið, sem lýtur hin lifandi trú. Svo máttug var trúin, svo traust reyndust bönd, sem tengd voru frelsarann við, að þungri í raun sá hún sólroðin lönd, í sárustu þjáning hans líknandi hönd, er bar henni blessun og frið. Hún birti oss roða frá rísandi sól, í reynslunni sigursins krans. Það huggun er stærst, að hún föðurnum fól sín fótmál og erfir nú himinsins skjól og samfögnuð hátignar hans. Jóhann Sigurðsson. — Verz!unarfre!si Framhald af bls. 15. sardínur og niðurlagða íslenzka síld frá Svíþjóð. Það væri fróð- legt að sjá, hvort íslendingar kynnu betur að meta síldina, eftir að Svíar eru búnir að vinna hana betur en við gerum sjálfir. Þá held ég líka, að gaman væri að fá að flytja inn dálítið af erlendum landbúnaðarvör- um, sem ekkert er af á markaði hér, t.d. svínakjöt og fuglakjöt og vörur úr þeim. Það ætti ekki að koma neitt illa við íslenzka bændur í heild, enda væri sjálf- sagt að veita íslenzkum fram- Ieiðendum hæfilega tollvernd, ef úr þessu gæti orðið. Ég er yiss um, að innflutningur á þess um vörum mundi sýna fram á, svart á hvítu, hve mikill mark- aður er hér fyrir fjölbreyttari matvælategundir en nú eru fá- anlegar. Viðskipti okkar við Austur- Evrópu eru eingöngu vöru- skipti, eins og kunnugt er. Ef íslendingar halda áfram að auka innistæður sínar í frjáls- um gjaldeyri, teldi ég mjög æskilegt, að leyfð yrðu vöru- kaup í Austur-Evrópu gegn greiðslu í frjálsum gjaldeyri. Með því tækist okkur bæði að fá betri afgreiðslu og ná hag- stæðara vöruverði“. Meira, betra og ódýrara vömúrval Guömunuur Arnason, frkvstj. hjá G. Þorsteinsson & John- son hf., sagði: „Ég ætla ekki að reyna að Iýsa þeim reginmun, sem að öllu leyti er á höftum og frjálsri ánægður með þá ráðstöfun, að enn hefur verið stigið stórt skref til að auka viðskiptafrelsi í landinu. Fram til 1960 voru flestar vör ur, sem við verzluðum með, háð ar innflutningsleyfum, og höfðu sumar þeirra jafnvel verið það í 30 ár, eins og t.d. handverk- færi. Árið 1960 urðu hins vegar mikil umskipti til hins betra í þessum efnum, og nú hefur enn verið stigið stórt spor í rétta átt. Af þeim vörum, sem við verzl um með og nú hefur verið leyfð ur frjáls innflutningur á, má einkum nefna járnsmíðavélar, trésmíðavélar, sandpappír og smergelléreft. Tvær hinar síðar- nefndu vörutegundir eru nú fá- anlegar á frjálsum markaði í miklu betri gæðaflokkum held- ur en gerist í Austur-Evrópu, enda þótt verðið sé mjög svipað. Verðmyndun í Austur-Evrópu hefur án efa þróazt mjög eftir því til þessa, að framleiðendum og seljendum vörunnar þar eystra hefur verið kunnugt um, að við höfum ekki átt í önnur hús að venda til að fá vöruna keypta. Eðlilega hafa þeir því notfært sér það til að ná hærra verði. Enda þótt margar vöruteg- undir, sem við höfum fram að þessu keypt nær eingöngu frá Austur-Evrópu, háfi nú verið settar á frílista, er þar með ekki sagt, að framvegis munum við hætta að kaupa þær þaðan. Nú höfum við á hinn bóginn ólíkt betri aðstöðu til að ná þar betri viðskiptakjörum og hagstæðara vöruverði, þar sem framleiðend ur þar eystra verða að keppa við Vesturlönd um vörusölu hingað. Við höfum í mörg ár mælt með því við viðkomandi yfir- völd, að innflutningur á þessum vörum verði gefinn frjáls. Að vísu höfum við fengið leyfi til að kaupa hluta þeirra frá Ameríku hingað til, svo sem snittvélar og ýmsar minni tré- smíðavélar. Þar hefur þó ein- göngu verið um þær tegundir að ræða, sem við höfum getað sýnt fram á, að ekki er viðlit að kaupa frá Austur-Evrópu. Þróun hvers konar vélafram- leiðslu hefur náð miklu lengra í Vestur-Evrópu og Ameríku heldur en í Austur-Evrópu. Þess vegna er það auðvitað alveg ófært, að íslendingar skuli hafa verið útilokaðir frá því að notfæra sér ýmsar tækni legar nýjungar, sem komið hafa fram á Vesturlöndum. Ég er þeirrar skoðunar, að hin aukna samkeppni, sem leið- ir af því, að verzlunarfrelsið er aukið, muni hafa í för með sér allt í senn: Aukið vöruúrval, lækkað verð, meiri vörugæði, og betri þjónustu innflutnings- fyrirtækja við neytendur í land Söngleikurinn, Stöðvið heiminn, verður sýndur í 17. sinn á laugardagskvöld. í þessum nýstár ega og á margan hátt frum- lega söngleik sam. :inast fjórar tegundir túlkunar-forms á leik- sviði, en það eru; dans, látbragð, söngur og leiklist. Leikur þessi hefur alls staðar vakið verð-skuldaða athvgli, þar sem hann hefur verið sýndur, og sérstaklega er það unga fólkið, sem kann að meta þetta sérstæða tjáningarform. filyndin er af Bessa og Völu í hlutverkum sínum. vf t>ess ve»na er ég miöe' Á haftatimabilinu stoðu KeyK.vin.mgar iiuuuiuuuui samau i „.o- röð til að geta fengið að kaupa brýnustu nauðsynjavörur. Nú eru tímarnir breyttir. Kaupmennirnir verða að keppa sin á milli um að fá að selja landsmönnum vöru sína. Langar ein- hvern til að standa í biðröð aftur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.