Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 18. febrúar 1965 í :! i í Leyndardómar Jóhannesar páfa Á ÞESSU ári er væntanleg á markaðinn bók, sem nefnist „A Pope Laughs“, tekin saman af Kurt Kling- er. í bókinni eru stuttar sögur af Jóhannesi XXIII páfa og tilsvörum hans, en ekkert sýndi betur hina miklu manngæzku þessa vinsæla páfa, en viðbrögð hans við ýmsum smáatvik- um í hversdagslífinu. Orð páfa voru ekki framúrskar- andi fyndin, en þrátt fyrir það gleymdust þau ekki. Velviljinn og auðmýktin, sem í þeim speglaðist dró fram í dagsljósið hrot af innri mikilleik Jóhannesar páfa, og þau voru hluti leyndardóms hans, leynd- ardómsins, sem gerði hann eins ástsælan og raun ber vitni. Hér á eftir fara nokkrar- stuttar sögur úr áðurnefndri bók: 0 Vildi ekki matast einn. Píus páfi XII mataðist alltaf einsamall, en þann sið gat Jóhannes XXIII ómögu- lega tamið sér. Hann reyndi í nokkra daga, en leiddist og gat lítið borðað. Tók hann þá til bragðs, að bjóða Capovilla, ritara sínum, að snæða með sér og þá jókst matarlystin. Ekki leið á löngu þar til Jóhannes tók að bjóða kardín- álum við páfahirðina að snæða með sér, og smám sam- an tók hann upp þá venju, að bjóða erlendum biskupum, sem heimsóttu Páfagarð, til miðdegis- eða kvöldverðar. Einn hinna virðulegu gesta áræddi að minna Jóhannes á hið einmanalega borðhald Píusar, fyrirrennara hans. „Gott og vel“, svaraði Jóhann- es. „Ég virði siðvenjur og er sannfærður um að það hafa fyrirrennarar mínár einnig gert. En ég verð að játa, að ég hef aldrei fundið neitt í biblí- unni, sem getur bent til þess að páfi eigi að matast einsam- all.“ • Myndast illa. Árið, sem Jóhannes páfi var krýndur, streymdu bréf til Páfagarðs frá frægum ljós- myndurum víða um heim, sem fóru þess á leit að fá að taka myndir af páfanum. En ekki var unnt að veita nema fáum leyfi. Þegar einn hinna lánsömu ljósmyndara hafði lokið við að mynda páfann, kom Fulton Sheen, biskup, inn í skrifstofu hans. Jóhannes var enn með hugann við myndatökuna og kvaðst óttast að árangurinn yrði ekki góður. Hann sagði við gest sinn: „Góður guð hef- ur vitað í 77 ár að ég yrði páfi. Hann hefði átt að sjá um að ég myndaðist betur.“ • Meiri peninga Næstu páfar á undan Jóhannesi vildu hafa næði, þegar þeir genigu um garða sína. Leyfðu þeir í mesta lagi einkariturum sinum að slást í förina. í»að var venja, að páfinn færi alltaf í gönguferð um garðana á sama tíma dags, og þó drógu garðyrkjumenn og aðrir verkamenn, sem þar voru að störfum, sig í hlé. Jóhannesi páfa leyddist þessi siður og vildi geta farið í gönguferðir hvenær, sem honum datt í hug. í fyrsta skiptið, sem hann fór út í garðinn utan hins vissa tíma, kom mikið fát á verkamenn- ina. Götusóparar tóku til fót- anna eins og þeir hefðu séð holdsveikan mann og hver verkamaður reyndi að fela sig. Sumir krupu bak við runna, aðrir bak. við tré og veggi. Páfanum geðjaðist ekki að þessum feluleik, og hann hrópaði: „Komið allir fram þegar í stað. Ég ætla ekki að gera ykkur mein og mig lang- ar til að tala við ykkur.“ Feimnislega tóku verka- mennirnir að tínast fram úr fylgsnum sínum og ganga í átt til páfa. Þeir krupu, en hann bað þá að standa á fæt- ur og tók að spyrja þá um fjölskyldur þeirra. Hver og einstakur skýrði stoltur frá því, að hann ætti stóra fjöl- skyldu og Jóhannes sagði: „Við vorum líka tólf syst- kinin og öll urðu bændur nema ég. Fimm eru enn á lífi.“ Páfinn spurði síðan hve mikið kaup verkamennirnir fengju. Varð bann mjög undr- andi, þegar þeir sögðu honum að þeir fengju aðeins 1000 lír- ur á dag tum 70 ísl. kr.). „Það eru aðeins 24 þús. lírur á mán- uði,“ sagði páfinn. „Enginn barnmörg fjölskylda getur lif- að á því. Hvar er réttlætið? En bíðum við, við munum breyta þessu.“ Þetta varð upphaf gagn- gerðrar endurskoðunar launa allra starfsmanna Páfagarðs. Lægstu launin voru hækkuð um helming, en hækkunin varð hlutfallslega minni eftir því sem ofar dró í launastig- ann. Og laun verkamanna í Páfagarði eru nú mun hærri en annars staðar á Ítalíu. Jóhannes páfi beitti sér einnig fyrri því, að starfs- mönnum Páfagarðs voru greiddar 10 þús. lírur á mán- uði með hverju barni, og verkamenn í Róm keppast nú um stöðurnar í Páfagarði, en áður voru þær fremur óvin- sælar. Þegar páfinn skýrði frá breytingunum, sem höfðu áhrif á kjör um þrjú þúsund verkamanna, sagði hann m.a.: „Við getum ekki alltaf kraf- izt þess af öðrum, að þeir breyti samkvæmt kenningum kirkjunnar um félagslegt rétt- læti, ef við gerum það ekki sjálfir. Kirkjan verður að ganga á undan með góðu for- dæmi.“ • Matargerð. Maturinn, sem páfinn og nánustu samstarfsmenn hans snæddu, var búinn til og fram- reiddur af fimm ítölskum Vincentian-nunnum, en Vin- centian-nunnur hafa fyrst og fremst það hlutverk að að- stoða fátæka. Nunnurnar vönduðu ekki mikíð til mat- argerðarinnar, og da(g einn óskaði páfinn að fá að heim- sækja eldhúsið á mesta anna- tímanum, þegar rauk úr kötl- unum og kryddilmur fyllti loftið. Páfinn gekk inn í eld- húsið með sömu orð á vörum og Jesús, þegar hann heim- sótti systumar tvær í Bethan- íu: „Hafið ekki áhyggjur af eldamennskunni. Hugsið frem- ur um sáluhjálp ykkar." En til þess að geta farið lof- samlegum orðum um hinar starfssömu konur, gekk páf- inn að einum katlinum, lyfti lokinu, andaði að sér gufunni og sagði: „Umm, gott“. Hann tók við fullri matskeið, sem honum var rétt og bragðaði á súpunni. „Góð súpa,“ sagði hann, „mjög góð.“ Þetta hljómaði ekki sannfærandi, en það upp- örfaði nunnurnar og dró úr feimni þeirra. „Það vantar að- eins dálítið krydd I súpuna," hélt páfinn áfram, „og það mætti vera meira af rifnum osti ofan á henni, þá verður hún lystugri og viðskipta- vinir okkar ánægðari." # Kvöldnámskeið. Þegar Eisenhower, fyrrv. Bandaríkjaforseti, gekk inn í einkabókasafn páfans 6. des- ember 1959, virtist Jóhannes dálítið utan við sig. Enskan, sem hann talaði, var ekki vit- und lík Oxford-ensku, en hann var ráðinn í því að láta „Ike“ vita, að hann hefði búið sig undir'heimsóknina. Jóhannes mælti fyrstu setn- ingarnar á ensku, síðan töl- uðu þeir saman á frönsku, þar til þeir kvöddust, en þá varp- aði páfinn fram nokkrum enskum setningum: Eisenhower þakkaði páfan- um fyrri að hann skyldi tala ensku og sagði: Yðar heilag- leiki talar ensku vel.“ Með glettni í svipnum svaraði Jó- hannes á ítölsku: „Ég er á kvöldnámskeiði, en mér geng- ur ekki vel .... ég er alltaf neðstur í bekknum.“ f Skrúðmælgi. Jóhannes páfi breytti andrúmsloftinu í Páfagarði mjög mikið í átt til hins óbrotna og eðlilega. Það fyrsta sem varð að víkja, var hinn íburðarmikli talsmáti páfa- hirðarinnar og hin langa og flókna setningaskipun, sem m.a. var notuð í blaði Páfa- garðs „Osservatore Romano". Hann sagði ritstjórum blaðs- ins, að hann vildi ekki að hann væri ævinlega kallaður „and- legur leiðtogi okkar“. Einnig bað hann ritstjórana um að nota ekki tilgerðarlegar setn- ingar eins oig: „Innblásnar og háfleygar ræður hins út- valda,“ heldur segja einfald- lega: „Páfinn sagði“. Líka vildi hann að þeir hættu að skrifa inngang á þennan hátt: „Við birtum eftirfarandi ræðu eins og við höfum numið hana af hans . tignarlegu vörum.“ Sagði hann slíkt orðalag ekki einungis rykfallið og gamal- dags, heldur væri það beinlínis skoplegt. Þegar Jóhannes las skeytin, sem stjórn Páfagarðs hafði samið til að senda í þakkar- skyni fyrir heillaóskir, sem borizt höfðu i tilefni af krýn- ingu hans, komst hann úr jafnvægi vegna þess hve hátíðleg og tyrfin þau voru._ Hann kallaði á ráðherrann, sem hafði fært honum. skeytin og sagði: „Þetta er allt þvætt- ingur og skrúðmælgi. Sleppið þessum þarflausa íburði. Skrifið eitthvað óbrotið og hlýlegt, eða reynið það að minnsta kosti.“ 0 Erfitt starf. Páfinn ávarpaði eitt sinn dreng, sem hann hitti á föm- um vegi og spurði hann að nafni. Drengurinn svaraði: „Ég heiti Jóhannes.“ „Það er gott nafn“, svaraði páfinn, „ég er líka kallaður Jóhannes.“ Hann hélt áfram að ræða við drenginn og spurði: „Hvað lamgar þig til að verða, þegar þú ert full- orðinn?“ „Páfi“, svaraði drengurinn um hæl. Þá lagði Jóhannes stóru bændahendurnar sínar á grannar axlir drengsins og hvíslaði í eyra hans: „Þú hef- ur valið erfitt starf. Þú getur trúað mér, það er líf sjálfs- fórnar.“ • Helmingurinn. í einu horni skrúðgarðs páfa standa fornar veður- barðar eikur meðfram gang- stígnum og þar þótti Píusi páfa XII ánaegjulegt að ganga. Nálægt eikunum er fagur Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.