Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. febrúar 1965 Námsst*ó?ar halda fund Ræddu m. a. ýmis mál er snerfa skólasfarf NÁMSSTJÓRAFÉLAG íslands hélt fund í Reykjavík dagana 1. og 2. febrúar 1965. Allir félagsmenn sóttu fund- inn að einum undanteknum, sem boðaði forföll. Fyrri daginn var rætt um störf námsstjóra á liðnum árum, hlut- deild þeirra í breytingum og framþróun skipulagsmál’anna og á bættum starfsskilyrðum nem- enda oig kennara m.a. að því er snertir skólahúsnæði, húsbúnað, kennslutæki, sameiningar skóla- hverfa og kennslustaða og um beimavist og skólabifreiðar. Guðmundur Þorláksson, cand. Biag., flutti erindi um ný viðhorf, gem kram komu á síðasta fulltrúa þingi Menningarstofnunar Evrópuráðsins varðandi breyting »r á námsefni í landafræði, nátt- úrufræði og sögu. Miklar umræð or urðu um efni erindisins. Síðari daginn var rætt um fram tíðarstörf námsstjóra og skipu- lagninigu skólaeftirlits með tilliti til breyttra aðstæðna, vegna hinnar öru fólksfjölgunar í sér- ítökum byggðarlögum, breyttum •tvinnuháttum og réttmætum kröfum um aukna skólamenntun og fjölþættari þjónustu á vegum skólanna. Fundurinn var á einu máli um þjónustu í skólum alls landsins. Rætt var um nauðsyn þess að tryggja heimavistarskólum sem starfhæfastar ráðskonur og fyrir myndar hússtjórn í mötuneytum, þar sem aðbúð oig fæði nemenda er grundvallar atriði í rekstri heimavistarskóla. Beri því að stefna að sérmenntun heimavist- arhúsmæðra; gefa út leiðbeining- ar um störf þeirra, réttindi og skyldur og bæta laun þeirra og starfskjör. Fram kom á fundinum sú skoð, un, að vinna bæri að því að ekki væri gerður greinamunur á laun- um kennara eftir aldri nemenda í skólum skyldustigsins. Fundurinn áleit æskilegt að tekin yrði til gagngerðrar athuig- unar samræming á námsefni ís- lenzkra skóla og skóla nágranna- þjóðanna með tilliti til þeirrar endurskoðunar, sem nú á sér stað á Norðurlöndum á þessu sviði. Fundurinn var á einu máli um, að nauðsyn væri á auknu náms- Myndin er af leikendunum í Hver er hræddur við Virginiu Woolf. Góð oðsókn hjd Þjóðleikhúsinu MJÖG góð aðsókn er hjá Þjóð leikhúsinu um þessar mundir. Á undanförnum helgum hafa að jafnaði verið fjórar sýning- ar hjá Þjóðleikhúsinu og hefur oftast verið uppselt á þær allar. T. d. voru um 2000 leikhúsgestir í Þjóðleikhúsinu um s.L helgi Nú eru sýnd sex leikrit á vegum Þjoðleikhússins, en þar af tvö á Litla-sviðinu í Lindarbæ, Sköllótta söngkon- an og Nöldur. Á leiksviði Þjóðleikhússins eru þessi leik rit sýnd: Hver er hræddur við Virginíu Woolf, sem nú hefur verið sýnt 10 sinnum fyrir fullu húsi. Þá er það söngleik- urinn Stöðvið heiminn, sem verður sýnt í 20. sinni n.k. laugardag, óperettan Sardasfurstinnan var sýnd í 34. sinn s.l. sunnudag, en á þeirri sýningu voru fulltrúar á fundi Norðurlandaráðs meðal sýningargesta. Þá sýnir Þjóðleikhúsið einnig Karde- mommubæinn tvisvar í viku við mjög góða aðsókn. í janúarmánuði voru 35 sýn ingar hjá Þjóðleikhúsinu og það, sem af er þessum mán- uði (1.—15. febrúar) hafa verið 18 sýningar. Æfingar standa nú yfir á tveimur leikritum hjá Þjóðleik húsinu. Annað er nýtt leikrit eftir Agnar Þórðarson, er heitir: Sannleikur úr gifsi. Leikstjóri er Æísli Alfreðsson. Það verður væntanlega frum- sýnt í byrjun næsta mánaðar. Hitt leikritið, sem er í æf- ingu, er Eftir syndafallið og því stjórnar Benedikt Árna- son. Núverandi stjórn Félags bryta. Talið frá vinstrL (Sitjandi) Böðvar Steinþórsson formaður og Anton Líndal gjaldkeri. (Standandi) Frí- mann Guðjónsson, Guðjón Gúðnason ritari og Kári Halldórsson. Félag bryta 10 ára eftirliti, þar sem fólksfjölgunin hefur orðið mest, og að náms- stjórum verði veitt nauðsynleg aðstaða, m.a. skrifstofuaðstoð, svipað og námsstjórar hafa í Reykjavík. Ennfremur taldi fundurinn æskilegt, að ráðinn yrði náms- stjóri fyrir söng- og tónlistar- kennslu með sérstöku tilliti til þeirra skóla, sem þurfa mestrar aðstoðar og leiðbeiningar við í þessari grein. Að lokum var rædd stéttarmál námsstjóra og framtíðarverkefni félagsins. (Frá Námsstjórafél. fsalnds) 82% greiddu atkvæði UM helgina fór fram allsherjar- atkvæðagreiðlsa meðal ríkis- starfsmanna í BSRB um upp- sögn kjarasamninga. Er kjör- staðakosningu nú loki'ð, en þar sem kjörseðlar eru ókomnir frá kjörstöðum úti á landi og ein- staklingum, sem búa utan kjör- staða ,á ekki að telja atkvæðin fyrr en 28. febrúar. Skv. upplýsingum frá for- manni BSRB greiddu atkvæði 82% af félagsbundnum átarfs- mönnum á landinu. GIMSTEINAÞJÓFNAÐUR London, 15. feb. (AP). ÞJÓFAR brutust- um helgina inn í skartgripaverzlun í Lon don og höfðu á brott með sér eðalsteina, sem metnir eru á 100 þúsund sterlingspund (rúmlega 12 millj. kr.). MIÐVIKUDAGINN 16. febrúar 1955 komu 16 brytar saman til fundar að Café Höll í Reykjavík, í þeim tilgangi að 'stofna stéttar- félag fyrir bryta. Guðbjörn Guðjónsson setti fundinn og stjórnaði honum. — Skýrði hann frá tildrögum þess að til fundarins væri boðað. — Hann lagði áherzlu á nauðsyn þess, að íslenzkir brytar stofn- uðu með sér félagsskap. Sam- þykkti fundurinn einróma, að félagið skyldi stofnað, var síðan gengið frá félagsstofnuninni, sam þykkti lög fyrir félagið, og því gefið nafnið FÉLAG BRYTA. Er félagið því 10 ára þriðjudaginn 16. febrúar í ár. Um tilgang félagsins sagði m.a. í 2. gr. félagslaga, að tilgangur félasins væri, að efla samtök og samvinnu þeirra, sem lögskráðir væru sem brytar á íslenzk far- þega-farm- og varðskip, að vinna að aukinni menntun og þjálfun þeirra manna, sem við þessi @törf fást, og að vinna að öðru leyti að hverju því máli, sem horfir til heilla fyrir stéttina. Fljótlega eftir stofnun félags- ins, var farið að vinna að ýmsum hagsmunamálum er stéttina varð aði. T.d. var hafinn undirbún- ingur að kaup- og kjara- samningum fyrir bryta, við út- gerðir farskipa, en til þess tíma höfðu ekki verið til slíkir samn- ingar. Voru fyrstu samningar un» kaup og kjör bryta undirritaðir árið 1957. Matthildarsjó ð ur á Hellissan di Þann 8. marz 1948 var stofnað ur sjóður til minningar um Matt hildi Þorkelsdóttur, fyrrverandi ljósmóður í Neshreppi. Það var Kvenfélag Hellisands, sem hafði forgöngu um að heiðra minningu þessarar merkiskonu. Sjóður þessi er nú um það bil kr. 200.000.00 Og samkvæmt skipulagsskrá, skal honum varið til styrktar sjúkraskýlisbyggingu eða annars heilsuhælis á Hellis sandi, þegar tímabært þykir að hefja slíkar framkvæmdir. í ört vaxandi byggð, eins og nú er á utanverðu SnæfellsnesL með aukinni útgerð og tilkomu Rifs- hafnar getur svo farið að ekki líði á löngu, þar til hafizt verður handa um að koma á fót, þó ekki væri nema heilsuverndarstöð iþar sem börn gætu notið ljós- baða um vetrartímann og héraðs- læknir haft bækistöð sína, svo eitthvað sé nefnt. Við sem höfum þennan sjóð undir höndum, viljum hér með nota þetta tækifæri til þess að flytja þökk, öllum þeim sem veitt hafa sjóðnum minningargjafir og þá sérstaklega ættingjum og venzlafólki Matthildar sálugu, sem auk höfðinglegra gjafa hafa oft sýnt það á ýmsa lund, að því er annt um þetta málefni. Þeim sem vildu leggja þessu máli lið, skal á það bent að minn ingarspjöld sjóðsins eru til sölu hjá frk. Elínu Ágústsdóttir hjúkr unarkonu Miðbæjarskólans í Reykjavík, svo og hjá símstöðvar stjóranum, Sveinbirni Benedikts- syni, Hellissandi og auk þess hjá undirritaðri. Hellissandi 25. jan. 1965. F.h. sjóðsstjórnar, Jóhanna Vigfúsdóttir. Stangaveiði Tilboð óskast í stangaveiði í Ölfusá, fyrir landi jarðanna Hellis og Fossnes á Selfossi, á tímabilinu 20. júní til 20. september 1965. Leyft er að veiða með 6 stöngum á dag. — Síðast liðið ár veiddust yfir 500 laxar á svæðinu auk silungs. — Netaveiði ekki stunduð. — Tilboð sendist skrifstofu Sel- fosshrepps fyrir 10. marz 1965. Landeigendur. 1 tilefni af 10 ára afrnæli sínu, hefur félagið ákveðið að færa Matsveina- og veitingaþjónaskól- anum gjöf, er verja skal til kaupa á kennslutækjum til skól- ans. Félagið hefur látið 511 þau mál til sín taka, er þessari stétt til— heyrði, og sér til stuðnings 1 starfi sínu, samþykkti félagið á fundi sínum 15. marz 1957, að gerast aðili innan Farmanna- og fiskimannasambands fslands. Fyrsta stjórn félagsins var skip uð þessum mönnum: Guðbjöra Guðjónsson var formaður. Kon- ráð Guðmundsson ritari og Aðal- steinn Guðjónsson gjaldkeri, var* stjórnandi var Geir Vilbogason. Sat þessi stjórn fyrstu fimm ár- in, nema varastjórnandi var Anton Líndal í 4 ár. Hefur Anton Líndal starfað lengst allra a3 stjórnarstörfum fyrir félagið, heí ur hann verið g.jaldkeri félagsina sl. 5 ár, og verið í varastjórn í 4 ár, eða samtals í 9 ár. Lengst hefur verið formaður félagsins Guðbjörn Guðjónsson eða fyrstu 5 árin, árið 1960 var Karl Sigurðsson formaður, en síð an 1961 hefur Böðvar Steinþórs- son verið formaður félagsins, eða í 4 ár. í félaginu eru nú allir starfandi brytar á farþega-flutninga- og varðskipum, sem til slíkra starfa hafa réttindi samkvæmt lögum. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð, Böðvar Steinlþórs- son er formaður, Guðjón Guðna- son ritari, Anton Líndal gjald- keri og varastjórnendur þeir Kári Halldórsson og Frímann Guðjónsson. Eins og áður segir, er félagið aðili innan Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, einnig er félagið aðili innan Sjómanna- dagsráðs. r Akeyrsla í Vest- mannaeyjum Á sunnudagskvö'ldið var ekið á bíl á Heimagötu í Vestmanna- eyjum. Urðu miklar skemmdir, einkum á fólksbílnum, sem ekið var á. ökumáður þess bílsina, sem óik á, meiddist eittíhvað, eu ekki alvarlega. Grunur var uiu ölvun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.