Morgunblaðið - 18.02.1965, Blaðsíða 11
* *«. it at «a íi» 0» <*» fta
r<
Fimmtudagur 18. febrúar 1965
MORGUNBLAÐIÐ
11
THEÓDÓR ÓLAFSSON
Minningarorð
Aldrei er svo bjart yfir öðlings
manni,
»8 eigi geti syrt eins sviplega
og nú.
Og aldrei er svo svart í sorgar-
ranni,
að eigi geti birt fyrir eilífa trú.
L,;. M.J.
Í>AÐ hefur alltaf verið bjart yfir
Tedda, en svo var Theódór Ólafs-
■on jafnan nefndur af vinum sin-
iun og kunningjum, og það hvarfl
aöi því ekki að neinum þeirra,
að svo skjótt skyldi sól bregða
aumri og hann kallaður burtu,
eins og nú hefur orðið raunin.
Sú mynd, er ég geymi í huga
mínum af Tedda, er bæði heil-
steypt og hugljúf. Svipmót hans
var hlýtt og vinalegt og það var
euðfundið, að þar áttu þeir trygg-
an og góðan vin, sem honum
kynntust. Lífsgleðin var honum
bvo töm og góðvild hans í garð
náungans svo eiginleg og fals-
laus, að það var eftirsóknarvert
að vera í návist hans.
Theódór Ólafsson var fæddur
liinn 18. nóv. 1923 og varð hann
því rúmlega 41 árs að aldri, er
hann andaðist hinn 11. febrúar
b1. Theódór fæddist á Skaga-
Btrönd og átti þar heima fram til
fermingaraldurs, en þá fluttist
hann til Reykjavíkur, þar sem
hann dvaldi síðan. — Foreldrar
hans voru þau hjónin Ólafur
Lárusson, þá kaupfélagsstjóri, og
Björg Karlsdóttir Berndsen. Eru
þau bæði látin, en Björg lézt fyr-
ir rúmu ári hér í Reykjavík. Ugg-
laust hafa æskuár Tedda verið
hamingjurik og björt, svo
•kemmtileg og elskuleg sem þau
hjón voru, Björg og Ólafur.
Ungur byrjaði hann að starfa
við þá atvinnugrein, er hann síð-
•r gerði að ævistarfi sínu. Vann
hann um fjölda ára og lengst af
á Hótel Borg, en var siðustu árin
•ðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu.
Skylduræknin var Tedda í blóð
borin og hann innti hvert starf
•f höndum með sérstakri alúð og
ósérhlífni. í gegnum störf sin
kynntist hann mörgum, enda átti
hann óvenju marga vini og kunn-
ingja.
í>að er þvi mikill sjónarsviptir
•8 Tedda, og veit ég, að þeir eru
margir, sem minnast hans nú með
hlýhug og virðingu og sakna vin-
•r í stað.
Teddi lét félagsmál mikið til
ein taka. Átti hann sæti í stjórn
Félags framreiðslumanna um ára
bil og var formaður þess um
•keið. Ennfremur sat hann um
tima f stjórn Sambands mat-
reiðslu- og framreiðslumanna. í>ó
hygg ég, að Teddi hafi haft hvað
mestan áhuga á því að starfa í
þeim félagsskap, er hefur mann-
úðar- og líknarmál á sinni stefnu-
•krá, því hann gekk ætið heill og
óskiptur fram í hverju því verki,
er að slíku laut.
Hinn 21. marz 1948 kvæntist
Teddi eftirlifandi konu sinni,
Erlu Magnúsdóttur Pálmasonar,
bankaritara, og konu hans, Guð-
bjargar Erlendsdóttur. Hjóna-
band Erlu og Tedda var einkar
farsælt og fagurt enda bæði sam-
hent og samhuga inn alla hluti.
Margar eru þær ánægju- og
gleðistundir orðnar, sem við hjón
in og aðrir vinir þeirra höfum átt
é þeirra myndarlega og fagra
heimili og hefur hvorttveggja
komið þar til: bæöi gestrisni
þeirra og glaðlyndi
Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið og eru þau: Magnús,
15 ára, Ólafur, 13 ára, og Björg,
6 ára.
Mikill harmur er nú kveðinn
•8 hinni elskulegu eiginkonu og
börnum og votta ég þeim mina
dýpstu og innilegustu samúð. Ég
veit, að harmur þeirra og sökn-
uður er sár, en þau skulu minn-
•st þess
að aldrei er svo svart í sorgar-
ranni,
að eigi geti birt fyrir eilifa trú.
Þótt aldurinn yrði ekki hár,
var Teddi gæfumaður og ham-
ingjusamastur var hann, þá er j
hann var meðal ástvina sinna og i
víst er, að hann ól i brjósti mikla
elsku og umhyggju fyrir þeim.
Og þótt rödd hans sé nú þögnuð
og við sjáum hann ekki framar
á meðal okkar, þá eru endurminn
ingarnar um hann svo hugstæðar
og bjartar, að þær munu ekki úr
minni líða og „orðstír deyr
aldreigi, hveim sér góðan getur."
Megi slikar minningar vísa ást-
vinum hans leið til huggunar og
sefa þeirra miklu sorg.
Það veit í rauninni enginn
hvern mann hver og einn hefur
að geyma, fyrr en á hann reynir.
Þannig er mótlætið hinn eini
sanni mælikvarði á manngildið.
Teddi bar sinn þunga og erfiða
sjúkdóm með slikri hugprýði og
hetjulund, að aðdáunarvert er.
Aldrei heyrðist æðruorð og
aldrei var kvartað, og jafnvel
þegar hann átti hvað erfiðast
sjálfur, beindist öll hugsun hans
að því að taka tillit til og bera
umhyggju fyrir ástvinum sínum
og öðrum þeim, sem hjúkruðu
honum á örlagastund. Og hans
elskulega eiginkona getur nú
glaðst yfir því að hafa gengið í
gegnum þá erfiðleika, sem ég og
veit, að hún gerði með gleði að
hjúkra honum síðustu vikurnar
og það af þeirri fórnfýsi og
tryggð, sem raun bar vitni, og
uppfylla með því þá einlægu og
síðustu ósk hins látna.
Með þakklátum huga og trega
kveð ég minn kæra vin og bið
honum blessunar Guðs.
Þótt þögn sé yfir þinni önd
og þrotinn lifsins kraftur,
í samvistum á sæluströnd
við sjáumst bráðum aftur.
INP.
t
ÞEGAR vinsælir og alkunnir
sæmdarmenn falla í valinn á
bezta aldri, þá er það svo örðugt
áfall í okkar ævi, að fátt annað
gerist, sem hægt er að jafna þar
við. Þá finnst okkur, sem eftir
lifum, að örlögin séu ótrúlega
öfugsnúin og stjómin undarleg
hjá þeim máttarvöldum, sem öllu
ráða. En líklega er það rétt, þó
undarlegt sé, sem segir í hinu
foma spakmæli: „Þeir sem guð-
imir elska deyja ungir“.
Ég nefni þetta nú, þegar sá
hörmulegi atburður hefir gerzt,
að minn ágæti vinur, Theódór
Ólafsson, hótelstjóri, er fallinn í
valinn aðeins 41 árs að aldri.
Hann var sá maður, sem öllum
þótti vænt um, er af honum höfðu
kynni og allir, sem til þekktu
gerðu sér vonir um, að ætti langa
ævi framundan, fjölskyldu sinni
og fjölda vina til gagns og á-
nægju. En það hefir nú gerzt, að
þessi ágæti maður andaðist að
heimili sínu, Langagerði 12, hér
í borg, að morgni þess 11. þessa
mánaðar.
Theódór Lárns Ólafsson var
fæddur á Skagaströnd 23. nóvem-
ber 1923. Foreldrar hans voru
þau þjóðkunnu ágætishjón: Ólaf-
ur Lárusson, kaupfélagsstjóri og
síðar símstjóri og póstafgreiðslu-
maður á Skagaströnd, og kona
hans, Björg Karlsdóttir Berndsen.
Þessi sæmdarhjón eignuðust 4
börn: Einn drengjanna, Ólaf að
nafni, misstu þau 7 ára gamlan,
og nú hverfur annar, það er:
Theódór, sem var tvíburabróðir
við þann, sem eftir lifir, og sem
er Steinþór, sem nú er eftirlits-
maður hjá pósti og síma. Eina
systirin þessara bræðra var elzt.
Hún er: Sigríður, sem gift er Sig-
urði Gunnarssyni, prentara, á
Laugavegi 19 b. hér í bæ.
Theódór ólst upp hjá foreldr-
um sínum á Skagaströnd, og
flutti með þeim til Reykjavíkur
1937. En þegar þau fluttu norður
aftur, var hann hér kyrr. Byrjaði
hann nám á Hótel Borg 1939 og
lauk því 1943. Síðan stundaði
hann framhaldsnám í hótelrekstri
í Sviss.
Þegar heim kom gerðist hann
starfsmaður á Hótel Borg. En
varð um tíma forstjóri í sam-
komuhúsinu Glaumbæ. Árið 1963
flutti hann á Hótel Sögu og starf-
aði þar að forystustarfi þar til
hann veiktist og lagðist banaleg-
una fyrir stuttu síðan.
Hann kvæntist 21. marz 1948
Erlu Magnúsdóttur Pálmasonar,
bankafulltrúa, ágætri konu. Hafa
þau eignazt 3 börn, tvo drengi og
eina stúlku. Er hið elzta 15 ára,
en hið yngsta 5 ára.
Á árunum 1952—1953 byggði
hann sér hús á Langagerði 12 og
hefir fjölskyldan búið þar síðan.
Theódór Ólafsson var á meðal
allra geðfeldustu og skemmtileg-
ustu manna, sem hægt er að
kynnast, og bar þar margt til.
Strax á æskuárum hans, var
það öllum ljóst, að þarna var á-
gætur og yndislegur drengur að
vaxa upp, og þótti öllum eðlilegt,
því foreldrarnir voru samvalin
ágætishjón: fríð og drengileg,
greind og geðfeld á allan hátt.
Á þennan dreng hefir aldrei
neinn skuggi fallið. Vaxandi álit,
vinsældir og traust, hafa fylgt
honum ár frá ári, hvar sem hann
hefir farið. Hann var sérlega frið-
ur sínum, meðalmaður á hæð, vel
vaxinn og framkoman öll stillileg
og prúðmannleg. Svipurinn
hreinn og bjartur, brosið hlýtt og
góðmannlegt, og allt útlitið þann-
ig, að enginn glöggur maður, gat
verið í vafa um, að þarna fór
greindur maður og góður. Hon-
um fylgdi engin undirhyggja,
engar vífilengjur, engin kröfu-
girni, og ekkert það, sem skyggir
á yfirburði ágætra manna.
Að missa hann svo ungan er
sorglegt áfall fyrir alla hans nán-
ustu vini, og það er mikið áfall
fyrir þann atvinnurekstur, sem
hann stundaði ®g það fyrirtæki,
sem hann setti sinn géða svip á.
Ég votta konu hans og börnum,
systkinum og öllum öðrum, sem
næstir honum stóðu, einlæga
samúð og hluttekningu í þeirra
miklu sorg.
Blessuð sé minning hans.
Jón Pálmason.
t
Fæddur 18. nóvember 1923.
Dáinn 1L febrúar 1966.
í DAiG verður til moldar borinn
góður og traustur vinur minn,
Theodór ólafsson veitingamaður.
Hann var fæddur í Höfðakaup-
stað á Skagaströnd 18. nóvember
1923, sonur hjónanna Ólafs Lár-
ussonar kaupfélagsstjóra þar og
konu hans Bjargar Ðemdsena en
þau eru bæði látin. Theodór bjó
í Höfðakaupstað til 14 ára aldurs,
er hann flutti hingað til Reykja-
víkur árið 1937 ásamt foreldrum
sínum.
Það er erfitt að þurfa að sætta
sig við þann kalda sannleika,
þegar manni er borin sú frétt að
helgreipar dauðans hafi náð yfir-
höndinni á góðum vini, vini sem
elskaði lífið og allt það góða og
fagra sem það bauð, vini sem
skildi að heiðarleiki, trúfesta og
kærleikur var það boðorð og sú
eina leið sem fara bæri eftir í
þessum heimi, vini sem fyrirleit
allt það ljóta og rangláta sem í
. mannssálinni bjó.
| Ungur að árum kaus hann sér
■ að lífsstarfi veitingaþjónustu, og
; var einn þeirra fyrstu sem lauk
sveinsprófi í framreloslu hér á
landi, en hugur hans leitaði til
meiri og betri menntunar. Hann
fór því til Sviss og iærði þar
hótelrekstur almennt um nokk-
urn tíma. Kom síðan heim og
starfaði við framreiðslu engi vel
að Hótel Borg og síðar sem yfir-
barframreiðslumaður á sama
stað, þar til hann gerðist
veitingamaður í veitingahúsinu
Glaumbæ um nokkurn tíma, en
síðustu æviárin starfaði Theodór
sem aðstoðarhótelstjóri á Hótel
Sögu.
Theodór var afar vel liðinn og
vinsæll í störfum sinum, enda
hafði hann alla |þá eiginleika tii
að bera sem góðum veitinga-
manni sæmir, frjálslega fram-
komu, viðræðugóður, kurteis og
umburðarlyndur og siðast en
ekki sízt sjálfsgagnrýninn.
Eins og fyrr segir var Theodór
yfirbarframreiðslumaður á Hótel
Borg og var einn þeirra fyrstu
sem lagði það starf fyrir sig hér
á landi og skilaði því brautryðj-
andastarfi svo vel að til fyrir-
myndar er. Hann var einn aðal-
hvatamaður að stofnun samtaka
íslenzkra barþjóna og bar vel-
ferð samtakanna í brjósti sér til
dauðadags. Hann sótti tvö þing
alþjóðasamtaka barþjóna fyrir
hönd samtaka sinna og naut
trausts og virðingar þeirra er-
lendu starfsbræðra sinna sem
hann kynntist á þeim vettvangi.
Fyrir hönd samtaka íslenzkra
barfþjóna vil ég færa Theodóri
beztu þakkir fyrir þau margvís-
legu störf sem hann vann fyrir
samtökin alltaf af stakri sam-
vizkusemi.
Theodór heitinn giftist 1948
eftirlifandi konu sinni, Erlu
Magnúsdóttur og eignuðust þau
þrjú böm, Magnús 15 ára, Ólaf
13 ára og Björg 5 ára. Var það
með eindæmum ástríkt hjóna-
band þar sem skilningur og sam-
heldni bundust saman traustum
•böndum, það ber þeirra yndis-
lega heimili bezt vitni um.
Nú er hjartfólginn eiginmaður,
góður og ráðhollur faðir horfinn
þeim sjónum og farinn í ferðina
löngu, þar sem mjúkur faðmur
foreldra hans mun taka á móti
honum og veita honum yl og
likn i drottins nafni. Söknuður-
inn er sár þeim sem eftir lifa,
en hann er bjartur og hreinn, þvi
minningin um góðan eiginmann
og föður er bænheyrð af honum
sem allt vemdar og elskar.
Eiginkonu, börnum og skyld-
mönnum öllum færi ég og fjöl-
skylda min innilegar sam-
úðarkveðjur í hörmum þeirra og
biðjum um að guös verndar
hendi megi styðja þau í raunum
sínum.
Símon Sigurjónsson.
t
í DAG kveðjum við góðan vin,
sem valinn var til þess að fara á
undan okkur veginn óþekkta,
þrátt fyrir sinn unga aldur.
Theódór Ólafsson var um fram
allt góður drengur og sannur
maður. Bros hans, viðmót og
vinarþel bar þess glöggt vitnL
Hvar sem Theódór birtist varð
umhverfið bjartara.
Þar sem sannur og góður
drengur fer, þar eru Guðs vegir.
Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm
Theódórs yfirgaf hann þennan
heim í fullu trausti þess, að hér
er aðeins fyrsta áfanga lokið.
Hann fór með lest á undan okkur
og hann kvaddi okkur brosandi,
eins og hann vildi segja: „Ég fer
á undan, þið komið á eftir, við
hittumst síðar.
Við kveðjum þig að sinni, bróð-
ir og vinur.
Guð blessi vegi þina.
Á. J.
t
KÆRI vinur!
Það er svo margt sem mér
finnst ég þurfi að segja, en ein-
hvem veginn kemst það ekki úr
pennanum.
Margar ánægjulegar samstarfs-
stundir, mörg sameiginleg áhuga-
mál og markmið hafa sífellt kom-
ið í huga mér síðustu daga, daga
er ég neitaði að viðurkenna að
gætu borið svo brátt að, og
kannski þess vegna er svo erfitt
að sætta sig við að þú skulir vera
kallaður burtu núna í blóma lífs
þíns.
Eiginleikar þínir voru um
margt frábrugðnir og sjaldgæfir,
svo margir og góðir í einum og
sama manni, öll þin framkoma,
góða lund, ósérhlifni og ábyrgðar
tilfinning og svo ótal margt ann-
að er við samstarfsfólk þitt þökk-
um þér fyrir. Ég held ég geri eng-
um rangt til þó ég segi að skarð
þitt á Hótel Sögu verði seint fyllt.
Þú varzt óvenju vinmargur og
eins og öllum fyndist vandi þeirra
leystur ef aðeins næðist til þín.
Já, okkur hér finnst mikið
hafa verið frá okkur tekið, en
okkur verður hugsað til þinna
nánustu, hversu óendanlega mik-
ið þau hafa misst, Erla og börnin
þrjú.
Það hefur oft komið I huga
minn siðustu vikurnar, hversu
góða og ástúðlega konu þú áttir,
kæri vinur. Hennar eindæma
þrek og vilji, sem hún sýndi í
veikindum þínum, hljóta að hafa
verið þér mikill styrkur.
Styrkur hennar og bamanna
verða minningar um einstakan
eiginmann og föður. Mann, sem
allir dáðu og virtu.
K. G.
Meistarasamband byggingamanna
heldur fræðslufund fyrir meðlimi sina í Klúbbnum
við Lækjarteig í kvöld kl. 8,30, Sigurjón Sveins-
son; byggingafulltrúi Reykjavikurborgar og Gunn-
geir Pétursson tala um og útskýra hina nýju bygg-
ingarsamþykkt Reykjavíkur.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.
STJÓRNIN.
Nauðungaruppboð
Húseignin Ásgarður 2 í Miðneshreppi, þinglesin
eign Antons Hjörleifssonar, verður eftir kröfu Bún
aðarbanka íslands seld á opinberu uppboði, sem
fram fer á eigninni sjálfri föstudaginn 19. febrúar
kl. 16. — Uppboð þetta var auglýst í 123., 124.
og 126. tbl. Lögbirtingablaðsins.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.