Morgunblaðið - 23.03.1965, Qupperneq 23
Þriðjudagur 23. marz 1965
MORGUNBLAÐIÐ
53
Bréf sent l\lbl«
Er mannakaupið á togurunum
að sliga íslenzka tog ar aútgerð
Mbl. hefur borizt eftirfarandi
Ifrá togarasjómanni:
ÉG VARÐ svo yfir mig hissa og
reiður þegar ég las viðtal við
Iborstein Arnalds í Morgunblað-
inu 6. desember 1964 að óg get
eigi annað en tekið mér penna
í hönd, þótt mér væri margt
annað verk betur til fallið.
í>að er eins og hann geri sér
leik að því að móðga bogarasjó-
imenn með það eitt fyrir augum,
að það svari honum enginn.
Hann veit það líka að við fáum
blö'ðin ekki á hverjum degi með-
an við erum að klæða okkur eða
drekka morgunkaffið. Við sjáum
ajaldan blöð nema á 15 — 30
daga fresti og það getur þá oft
komið fyrir að eitt og eitt blað
fari framhjá okkur.
Nú, Þorsteinn segir: „Afla-
magnfð er nú einn þriðji til
fjórði hluti þess, sem áður var
og kemur því miklu minni vinna
í hlut hvers einstaks manns.
Nú nýlega hefur aðferðin við
að taka trollið breytzt mjög og
krefst minni mannafla.“ Það mun
vera rétt hjá Þorsteini að afla-
tnagnið hetfði minnkað stórlega,
en hér áður, me'ðan rótfiskaðist
þetta 260—300 tonn, þá var ekki
eins mikil vöruvöndun með fisk-
inn. Þá var ekki lagður hver
einasti fiskur í skipið eins og
6Íld í tunnu eins og nú er gert í
dag og hefur verið gert sðan
fiskirí minnkaði.
Skipin fylltu sig á sama tíma
®g nú er verið að skrapa upp
þetta 120—200 tonn. Það hefði
eennilegast ekki verið hægt a’ð
koma því við, þegar aflinn berst
6vo skarpt að og þekktist þá held
ur ekki, hvorki hjá Bretum né
íslendingum, og það segir Þor-
eteinn að sé engin vinna. Nú
þessi aðferð við að taka trollið,
sem hann talar um, sparar engan
jnann, en það sparar útgerðinni
sem skiptir tugum þúsunda e'ða
Ihundruðum þúsunda að losna við
þessa svokölluðu rópa.
Ætli rúllan af róputoginu hafi
ekki kostað um 7000 — 8000 þús.
kr. og ætli ekki hafi farið ein
og tvær í túr.
Svo heldur Þorsteinn áfram á
öðrum stað. „Auk þess var áður
krafizt miiklu meiri vinnu af
hálfu skipverja við skip og veið-
arfæri, en nú er gert, þar sem
þessi vinna er nú framkvæmd af
fólki í landi.“
Þegar ég las þessa setningu
varð ég orðlaus yfir þeirri ó-
skammfeilni Þorsteins að láta
6líkt út úr sér, og það á prent,
og það vitandi vits að það er
eintóm ósannindi með að vinnan
við veiðafærin sé framkvæmd í
landi. Nú hér áður fyrr þurft-
um við a’ð fixa eitt troll í landi
meðan skipið var á siglingu og
það tók einn dag eða um 8—10
tíma og benzla síðan vörpuna
við bobbinga lengjuna, þegar
skipið kom til landsins að sölu-
túr afloknum og það tók um
1—2 tíma, svo hér áður voru
allir eða flestir leggir, gilsar og
grandrópar allt keypt splæst og
tilbúi'ð erlendis.
Það væri fróðlegt að lofa fólki
að heyra, hvernig lítur út um
borð í íslenzkum togara, sem er
að leggja af stað úr heimahöfn i
veiðiför. Samkvæmt samningum
L.Í.Ú. og sjómannafélaganna á
ekipið að vera sjóklárt, skalkað-
ar lúgur eða skrúfaðar á; netum
og öðrum veiðafærum komið á
einn stað. En hvernig lítur út?
Við skulum horfa niður í netalest
•kipsins. Hún er lúgufull af net-
um, trollvinna, — pokum, tógrúll
um og vírrúllur uppi í lúgu og
enginn veit hvar hvað er og
lúgum fleygt yfir.
Nú, framdekkið er eins og
aftir loftárás. Maður kemst
varla fram í lúkar með pokann
sinn fyrir bobbingum, flotholt-
um, húðum, fótreipum, lásum,
pollárúllum og svona 100—200
föðmum af gömlum trollvír, sem
er hringaður innan um eða und-
ir öllu saman draslinu o.fl. Lúg-
urnar lagðar yfir fiskilestarnar
í flestum tilfellum óskrúfaðar.
Nú, ef teknir hafa verið
nýir togvírar þá eru þeir
niðurraktir einhversstaðar á for-
dekkinu. Þessu hafa karlar frá
útgerðinni komið um borð og
þeim er alveg sama hvar hver
hlutur lendir. Gaman að fara
svona frá bryggju kannske í kol-
vitlausu veðri, ekki satt, og verða
svo að andæfa sjó og vindi meðan
verið er að garnga fró mannskap-
urinn hefir nóg að gera á þess-
um vígvelli fyrstu klukkutímana
og svo þegar búið er að koma
þessu drasli fyrir og skrúfa aftur
lúgur þá fer nú vinnan að hefj-
ast fyrir alvöru. Þessi vinna, sem
Þorsteinn segir að sé framkvæmd
af fólki í landi splæsa fiskilínur
og merkja þær, splæsa höfuðlín-
ur og merkja belglínur og
merkja; Splæsa 12 og 6 feta leggi
20 feta, grandrópa, snörlur, mess-
issera, forgils, talíu afturgils,
litla gils, skipta um bobbinga og
fótreipi. Leggja saman trollvíra
og merkja þá og splæsa í þá ný
augu eða splæsa nýja vi'ð. Þræða
flotholt upp á manillu, gata húð-
ir, fysa toppbelg og poka, splæsa
gjörð og guð veit hvað og hvað.
Þetta, sem ég hefi talið hér
upp vill Þorsteinn halda fram
að sé gert af fólki í landi. Nei
og aftur nei. Það eina sem við
kemur veíðafærum skipsins, sem
gert er í landi er að við fáum
svokölluð Fótreipi splæst þaðan
og það kemur sennilega til af
því, að hér áður voru gúmmí
þrædd upp á þau og var frekar
seinlegt verk og gat farið tími
í það, þessvegna var það afnum-
ið. Þa’ð þótti of mikið „fokk“ fyr-
ir okkur sjómennina þótt við
fengjum ekkert fyrir það. Og
Þorsteinn er svo lítt kunnugur
þessum málum'að hann segir að
þetta sé engin vinna og jafn-
framt því, að hér áður hafi ver-
ið miklu meiri vinna við veiða-
færin. Berið sjálf saman, sem
lesi’ð þessar línur.
Því fáið ykkur ekki karla i
landi, þeir hljóta að gera þetta
lítilræði fyrir lítið sem ekki
neitt sem ég hefi talið upp hér
á undan, af því öllu vinnan við
veiðafærin er framkvæmd í
landi eins og Þorsteinn segir og
hann heldur að hún sé víst að-
alleag fólgin í því að splæsa
fótreipi.
Nú, svo segir Þorsteinn: „Ég
tel á9tæ’ðulaust að á íslenzkum
togurum verði að starfa 30—31
maður á sama tíma og Bretar
komast af með 20—21 mann og
Þjóðverjar 23—24.“ Nú, við skul-
um taka Bretann. Þar er manna-
munurinn meiri t.d. en eins og
Þorsteinn veit sjálfur eru aldrei
nú orðið 30—31 maður um borð
í þessum togurum. Það þykir
gott ef fást 27—28 menn um boið
og allt niður í 24—25.
Jú, við vorum að athuga Bret-
ann. Hvernig lítur þar út? Þegar
skip kemur í heimahöfn koma
menn úr landi og taka öll veiða-
færi í land og taka þau í gegn,
því Bretinn gerir lítið að því að
bæta úti á sjó ef rifnar. Það er
mest rimpað eða slegið undir
nýju og því svo hent í land til
bætingar þegar heim er komi’ð.
Jæja, þeir fá allt komplett fix-
að um borð, toppa með áföstu
floti og fiskilínum, belginn með
línum pokann með gjörð, vösurrt
og hnúðum og alla Leggi splæsta
og einni-g hlaupara og grandrópu.
Skipt um bobbinga og fótreipi og
samanlagða og merkta trollvíra
öllum veiðafærum komið fyrir á
þeim sta’ð sem þau eiga að vera
og skrúfaðar lúgur. Skipið er
sko sjóklárt hjá Bretanum, þegar
það leggur úr höfn. Nú svo ann-
að. Enginn brezkur né þýzkur
togari er með nema eitt troll.
Þeir þurfa ekki að standa tím-
unum saman í ágjöf og brælu og
frosti í einum keng, vakt eftir
vakt í kolvitlausum veðrum. Það
láta engra þjóða sjómenn bjóða
sér slíkt og okkur ísjfnzku tog-
arasjómönnunum er bo’ðið upp á.
Ég hefði gaman af að sjá framan
í þig eftir sex tímana, ef þú vær-
ir búinn að standa með netanál-
ina í bætingu í ágjöf og 5—6
stiga frosti. Ætli þú værir ekki
farinn að blása þér í kaun eða
hvað þá eftir 12 tímana eða hvað
það er sem þú vilt innleiða á
togarana á ný. Og það veizt þú
eins vel og ég sjálfur. Það kall-
ast gott ef 2—3 netamenn eru á
hverri vakt og allt bætt, sem
nokkur möguleiki er áð bæta af
þessum trolldruslum, því alltaf
er verið að spara og spara á
þessum togurum nema mann-
skapinn, hann fær ábyggilega að
vinna fyrir þessum fáu krónum,
sem hann hefur upp úr túrnum,
þótt ekki sé kannske verið í fiski.
Og hvernig er með þennan gamla
trollvír, sem þið sendið um borð,
sem okkur er ætlað að splæsa
úr grandrópa? Búið er kannske
að nota hann sem togvír í 6 mán
úði eða meira og öll teygja farin
úr, svo tekinn í land, látinn
ryðga í landi og sendur um borð
aftur til okkar til að splæsa úr.
Jú grandrópar sem endast kann-
ske hálfan eða heilan túr þá eru
þeir ónýtir. Bara láta splæsa
aðra; nóg til af gömlum trollvír.
Hvernig er saga messiserans?
Það kemur nýr vír um borð. Úr
honum er splæstur svokallaður
messiser. Hann er notaður í 1—2
túra. Þá er honum slegið undan
og höggvinn niður í fiskilínur
og höfuðlínur. Þú ættir áð bjóða
Bretanum upp á slikt.
Og saga talíuhlauparans. Það
kemur nýtt efni um borð og
splæst er úr því talíuhlaupari.
Nú hann endist nokkra túra, þá
er honum slegið undan, splæst
úr því bómuhlaupari. Þegar
hann er orðinn lélegur þá verður
úr honum svo kölluð snarla. Nú
þegar hún er orðin léleg eru
splæstir úr henni leggir. Heldur
þú að brezku togarasjómennirnir
rnyndu láta bjóða sér svona vinnu
brögð? Nei það veiztu sjálfur áð
allt sem er splæst úr svona gömlu
upp aftur og aftur það er og
verður engin nýting á því, þess
vegna er alltaf sama hringrásin
á þessum eilffu splæsingum og
vinnu flesta 6 tímana, og þetta
yrði nákvæmlega eins þótt það
yrðu 12—18 tírnar á dekki, þá
yrðu bara færri menn sem stæðu
í þessu og ég veit að það er
ábyggilega eins dæmi hve einn
vírspotti er vel nýttur um borð
í íslenzkum togurum. Ég er
hræddur um áð Bretinn væri
búinn að gera nokkrum sinn-
um „easy strike."
Nei, Þorsteinn, það er á-
byggilega ekki mannakaupið,
sem drepur togaraútgerðina, það
er eitíhvað annað. Þó finnst
manni eitt skrítið við þetta, að
flestar þessar bæjarútger'ðir eru
farnar eða eru að fara á hausinn,
en hinir sem eiga þetta sjálfir
bera sig eins og hetjur. Ég man
ekki betur en þegar þessi ríkis-
styrkur var veittur í fyrsta sinn
að það gengi fjöllunum hærra
að Tryggvi Ófeigsson hefði neit-
að að taka við honum og mér
sýnist og finnst að hans skip
geti siglt um saltan sjó fyrir því
og skorti ekki mikið eftir því
sem ég bezt veit og hefi séð.
Og Þorsteinn, þig langar
kannski til að fá tímann aftur
á togurunum. Engin vokulög, af
því það er farið að fiskast svona
illa.
Ég held þú ættir að fá þér
bökina Heiðurskarla og lesa eina
kvöldstund vel og rækilega og
vita hvort þú gætir kannski eitt-
hvað vitkazt á þeim lestri.
En ég get sagt þér það prívat,
að togarnir verða heldur að fara
í brotajárn en við gefum klukku
tíma eftir af þeim hvíldartíma,
sem við höfum náð. Það er alls
staðar næg vinna bæði til lands
og sjávar fyrir okkur þessar
hræður sem höfum stundað þessa
togara fram til þessa, sem er
betur launuð og sikemmtilegri í
alla staði heldur en togarasjó-
mennskan.
Og svo að endingu. Hér ætla
ég að sýna þé launa muninn á
brezkum og íslenzkum togara
með 10.000 £ sölu miðað vi’ð 25
daga veiðitúr.
Skipstjóri á brezkum togara
fær í kaup í ísl. kr. 61.903.00.
Stýrimaður á brezkum togara
fær í kaup sl. kr. .45.075.00.
Bátsmaður á brezkum togara
fær í kaup og aflaverðlaun kr.
19.269.00.
II. vélstjóri á brezkum togara
fær í fast kaup og aflaverðlaun
ísl. kr. 14.975.00.
Undirmenn á brezkum togur-
um fá í fastakaup og aflaverð-
laun ísl. kr. 12.621.00. Auka afla-
verðlaun skipstjóra af £ 10..000
sölu ísl. kr. 24.040.00.
Greitt í sumarfrí í stað orlofs
kr. 5.300.00. Vinnulaun samtals
ísl. kr. 381.699.00.
Skipstjóri á íslenzkum togara
fær í fasta kaup og aflaver'ðlaun
kr. 30.300.00.
1. stýrimaður og 1. vélstjóri fá
í fast kaup og aflaverðlaun kr.
17.970.00.
2. stýrimaður og loftskeytamað
ur fá í fastakaup og aflaverðlaun
kr. 14.100.00.
2. vélstjóri fær í fast kaúp og
aflaverðlaun 14.550.00.
3. vélstjóri fær í fast kaup og
aflaverðlaun 12.900.00.
1. matsveinn og bátsmaður fá
í fastkaup og aflaverðlaun kr.
11.600.00.
Netamenn fá í fast kaup og
aflaverðlaun kr. 10.366.00.
Hásetar, 2. matsveinn og kynd
arar fá í fast kaup og aflaverð-
laun kr. 9.620.00.
Ef gert er ráð fyrir 1 fæ’ðisdegi
í landi greiðir útgerðarmaður
kr. 69.00. pr. mann.
6% orlof, 6% í lífeyrissjóð tog-
arasjómanna. kr. 43.600.00.
Útgerðarmaður greiðir samtals
í vinnulaun kr. 407.239.00.
Eftir þessu að dæma kemur í
ljós að íslenzkur togaraútgerðar-
maður borgar í vinnulaun fram
yfir umrædda vei'ðiför kr. 25.240
meira en brezkur útgerðarmaður.
En Þorsteinn, hvað heldur þú
að öll þessi vinna myndi kosta
við veiðafærin, sem ég hefi talið
hér upp að framan, ef hún væri
framkvæmd af fólki í landi?
Ætii brezkur togaraútgerðarmað
ur verði ekki að greiða rúmlega
kr. 25.000.00 fyrir vinnu við veiða
færin sín í landi og kannske
rúmlega það, það grunar mig,
þótt ég viti það ekki fyrir víst,
— sömu vinnu og við íslenzkir
togarasjómenn erum látnir vinna
úti á sjó fyrir skít og ekki neitt
Einar Grétar Björnsson,
togarasjómaður.
Feröafrelsi erl. sendi-
manna takmarkað
Lusaka, Zambia, 20. marz, AP
• Sendimönnum erlendra rikja
i Zambiu hefur verið tilkynnt,
að þeir verði að tilkynna utan-
ríkisráðuneyti landsins, ef þeir
aetii að ferðast lengra en 40 km
út fyrir borgarmörk Lusaka.
Einnig skulu þeir tilkynna utan-
ríkisráðuneytinu, ef þeir óska að
ræða við ráðherra landsins eða
bjóða þeim til mannfagnaða
hvers konar.
Tilskipun þessi á við öll sendi-
ráðin, en að sögn fréttamanna í
Lusaka, er henni einkum beint
gegn sendiráði Kínverska alþýðu-
lýðveldisins. Fyrir utan brezka
sendiráðið hafa Kínverjarnir
fjölmennast starfslið erlendra
sendiráða I Zambia, eða tíu
manns. Stjórn Zambiu hefur
ákveðið, að starfsmannafjöldi
sendiráða megi ekki fara yfir 12
manns — nema hvað sendiráð
brezku samveldisríkjanna megi
hafa 15 manns í sinni þjónustu.
Fyrirlestur hjá
verkfræðingum
í DAG, þriðjudaginn 23. marz,
flytur próf. Þórbjörn Sigurgeirs-
son erindi á fundi Verkfræðinga-
félags íslands um undirstöðuat-
riði rafseguiíræðinnar. Fundur-
inn verður í Tjarnarcafé og hefst
kl. 20,30. Á eftir fyrirlestrinum
verða önnur mál tekin fyrir.